Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 13 AKUREYRI Ferðafélagið Gönguferð úr Kefla- vík eftir Látra- strönd FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir ferð í Keflavík og um Látra- strönd nk. laugardag, 19. júlí. Ekið verður til Grenivíkur og siglt þaðan út í Keflavík. Gengið verður inn Keflavíkurdal, farið yfir Uxa- skarð og gengið inn eftir Látra- strönd til Grenivíkur. í Keflavík er eyðibýli við samnefnda vík austan undir Gjögurtá, en Keflavík var af- skekktasti bærinn í Fjörðum og var þar stundum tvíbýli. Lending var ill og helsta samgönguleið á landi um Uxaskarð að Látrum. Skipbrots- mannaskýli er nú í Keflavík en bær- inn fór í eyði 1899. Þar bjó eitt sinn Jón Loftsson og hélt sjómannaskóla, sennilega þann fyrsta hér á landi. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin alla virka daga frá kl. 16 til 19 þar sem skráning fer fram auk þess sem allar nánari upplýsingar fást um ferðina. LISTA97 SUMAR AKUREYRI Djass á heitum fimmtudegi TÓMAS R. Einarsson, kontra- bassi, Tina Palmer, söngur, Hilmar Jensson, gítar, og Ein- ar Valur Scheving, trommur, koma fram á djasskvöldi í Deiglunni á fimmtudagkvöld- ið, 17. júlí, og hefst það kl. 22. Á tónleikunum verður að mestu leikin ný djasstónlist eftir Tómas R. Einarsson, en mikið af henni er samið fyrir kontrabassa og hljómsveit þannig að bassinn er framar en hlustendur eiga að venjast. Tómas hefur spilað þessa tón- list að undanförnum með Mezzóforte-mönnum en er nú með nýtt fólk í fylgdarliði sínu, allt þekkta tónlistarmenn sem sumir hafa margsinnis leikið á Akureyri. Tina Palmer er kanadísk og kennir við Tónlistarskóla FÍH, en hún er í hópi efnilegra djasssöngvara í Kanada og er um þessar mundir að hljóðrita geislaplötu hér á landi með þeim Hilmari og Pétri. Myndlist NÚ eru síðustu forvöð að sjá sýningu Hanne Gravgaard frá Danmörku í Deiglunni en henni lýkur á fímmtudag. Hanne sýn- ir myndir málaðar með akrýl á striga. Myndefni hennar er eins konar náttúruabstrakt eða landslag sálarinnar. Söguganga MINJASAFNIÐ á Akureyri býður gestum og gangnadi að taka þátt í sögugöngu um Oddeyrina næstkomandi sunnudag, 20. júlí. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Gangan tekur um eina og hálfa klukku- stund, þátttakan er ókeypis og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason ÖRN Ingi með nýju sjónvarpstökuvélina. • • Orn Ingi Gíslason fjöllistamaður Ný upptökuvél til sj ónvarpsþáttagerðar ÖRN Ingi Gíslason á Akureyri hefur fest kaup á Digital sjónvarpstökuvél af fullkominni gerð ásamt hljóðbún- aði og sérhönnuðum ljóskösturum fyrir vélina. „Markmiðið með kaupum á þess- ari vél er að fara út í sjónvarpsþátta- gerð, heimildarmyndir, fræðslumynd- ir og leiknar sjónvarpsmyndir,“ segir Öm Ingi sem er tilbúinn að fara hvert á land sem er og vinna fyrir hvern sem er. Vélin skilar 850 línu myndgæðum og segir hann vélina í raun byltingu í gerð sjónvarpsefnis. Örn Ingi hefur stundað myndlist í um 30 ár og segir þá reynslu koma sér afar vel ásamt þeirri hugmynda- vinnu sem hann hefur stundað vegna hátíða vítt og breitt um landið. Þá hefur hann einnig verið umsjónar- maður um 30 sjónvarpsþátta fyrir Ríkisútvarpið á undanförnum árum og gert um tug leikinna sjónvarps- mynda og leikstýrt um 15 leikverk- um á sviði með jafnmörgum leikfé- lögum víða um land. Einlit frottébaðhandklæði Sumarsæng 1 Margir fallegir litir og munstur. Fyllt með i mjúkum polyestertrefjum. Þolir vélarþvott. | Stærð 135x200 sm. Mjúkt og notalegt 100% bómullarfrotté. Fæst í mörgum fallegum litum. sm: Reykjavikurvegl 72 220 Hafnarfjðröur 565 5560 Holtagörðum v/Hoitaveg 104 Reykjavik 588 7499 Baðhandklæði 65x130sm: 299, af tréhúsgögnum, plasthúsgögnum, sessum fyrír sólstóla og grillum! i ' ' —' ' V * (1 ll'. 1 S BP jp * >' / í i; rMsiri ’UiU ■.. :¥'V' ; ■ VsS&l’'M8 1 fl r-y -S" ’ - * ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.