Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GJÖLD ÁN LAGASTOÐAR TVÖ mál, þar sem álagning opinberra gjalda hefur ekki reynzt í samræmi við lög, hafa komið upp í vikunni. Annars vegar hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi úrskurð ríkistollanefndar um aðflutningsgjöld af frönskum kartöflum. Dómurinn er í samræmi við dóm Hæstaréttar, sem taldi aðflutningsgjaldið, sem landbúnaðarráðherra lagði á með reglugerð, ekki innan lögfestra marka og ekki í sam- ræmi við kvaðir um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu. Hins vegar hefur fjármálaráðuneytið, í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis, fallizt á að breyta túlkun sinni á lögum um stimpilgjald. Við skuldbreytingu eldri lána verður héðan í frá aðeins tekið fullt stimpilgjald af þeim hluta skuldar sem er vegna vanskila á gjaldföllnum vöxtum, verð- bótum, dráttarvöxtum og öðrum kostnaði, en hálft eða ekk- ert gjald af eftirstöðvum höfuðstóls. Hvað innflutningsgjöldin varðar, er ljóst að nokkrum fyrir- tækjum hefur verið gert að greiða til ríkisins tugi milljóna króna, sem þeim bar ekki að standa skil á samkvæmt lög- um. í stimpilgjaldamálinu geta hundruð einstaklinga og fyrirtækja átt endurkröfurétt á ríkissjóð. í báðum tilvikum hefur ríkið Iagt á fólk og fyrirtæki ástæðulaus útgjöld. Það er rík ástæða fyrir handhafa framkvæmdavaldsins að gefa gaum að þessum málum. Ráðherrar verða að beita reglugerðarvaldi sínu mun varlegar en þeir hafa gert hing- að til, ekki sízt þegar þeir eiga á hættu að skapa ríkissjóði skaðabóta- eða endurgreiðsluskyldu. Jafnframt má spyrja hvort nefndir Alþingis ættu ekki að sýna framkvæmdavaldinu aukið aðhald í þessu efni og kalla eftir rökstuðningi fyrir því hvar ýmsum umdeildum ákvörðunum er fundin lagastoð. í jöfnunargjaldamálinu vís- aði Hæstiréttur einmitt til þess að í skýringum við frum- varp til viðkomandi laga og umræðum á Alþingi fælist mikil- væg takmörkun á skattlagningarvaldi ráðherrans. Alþingi á að sjálfsögðu að hafa virkt eftirlit með að vilji þess sé virtur. Loks er ástæða til að íhuga hvort mál af þessu tagi eigi heima í hinu almenna dómskerfi, sem er störfum hlaðið og stundum ekki jafnfljótvirkt og skyldi. Morgunblaðið hefur áður lýst stuðningi við þá hugmynd, að settur verði á fót stjórnsýsludómstóll, sem úrskurði í ágreiningsmálum um framkvæmd stjórnvalda á lögum og reglum. NÝTING GILSFJARÐARBRÚAR MERKUM áfanga í vegamálum Vestfirðinga og Dala- manna var náð sl. mánudag, þegar lokið var við lagn- ingu vegfyllingar í Gilsfirði vegna brúargerðarinnar þar. Reiknað er með, að vegurinn yfir fjörðinn verði tekinn í notkun 1. desember nk. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sagði í ávarpi við lok vegfyllingarinnar, að verkið auki mönnum bjartsýni um, að unnt verði að fylgja eftir nauðsyn- legum vegabótum á þessu landssvæði. Þrátt fyrir mikla áfanga í vegagerð á Vestfjörðum síð- ustu árin, eins og jarðgöngin eru ljósasta dæmi um, þá er mikið ógert ennþá og segja má, að vegasamgöngur séu þar í ólestri að vetri til. Afstaða Vestfirðinga til næstu verkefna er mismunandi eftir búsetu. Hún er allt önnur á suðurfjörð- unum en þeim nyrðri. Þess vegna er mikilvægt, að Vestfirð- ingar komi sér saman um næstu skref. Hugmyndir eru m.a. eftir brúun Gilsfjarðar, að gera traustan heilsársveg yfir Þorskafjarðarheiði og tengja hann veginum á Stein- grímsfjarðarheiði. Sá vegur styttir verulega leiðina til norð- urfjarðanna og Isafjarðar. Þá er hugmynd um veg yfir Tröllatunguheiði yfir á Strandir. Sú framkvæmd bætir sam- göngur innan héraðanna, en ekki verður séð, að hún beini umferð til norðanverðra Vestfjarða um Gilsfjörð heldur verði ekið áfram frá Reykjavík til ísafjarðar norður yfir Holta- vörðuheiði og um Strandir. Framtíðarvegur um hvora heiðina sem er nýtist ekki að fullu nema vegurinn um Bröttubrekku verði endurgerður, jafnvel með jarðgöngum, en áætlaður kostnaðar þeirra er 700 milljónir. Þessar framkvæmdir munu gagnast bæði Vestfirðingum og Dalamönnum sem og öðrum landsmönn- um. Jafnhliða mun nýja Gilsfjarðarbrúin koma að fullum notum, en sá ljóður er á gerð hennar, að vegakerfið beggja vegna þarfnast mikilla endurbóta til að uppfylla nútímakröf- ur. VERNDARÁÆTLI Svæði á náttúru minjaskrá Ólafsvík Beruvík Búðahraun Breiðavík L___I Vatnsverndarsvæði 1 1 I Skiðasvæði 1 11111 Fornminjar Hellissandur, Önd- verðar- nes y. | jSófuskálar I Vikurnámusvæði 1 Hugsanleg vikurnámusvæði 1 Arnar- stapi II Hellnar Fyrirhugaður þjóðgarður 5 km Malumf * Lóndrangar ÚiiJ Land í eigu ríkisins m Land í eigu sveitarfélaga Land í einkaeign Hellissandur Önd- verðar- nes Beruvík Dritvík J ökullinn mi og einkenn Nefnd sem falið var að undirbúa stofnun þjóð skýrslu sinni og vemdaráætlun fyrír svæðið ■ afgreiðslu umhverfisyfírvalda. Pétur Gunna mann nefndarinnar og uml Iverndaráætlun sem undirbún- ingsnefnd um stofnun þjóð- garðs á utanverðu Snæfells- nesi lét vinna kemur fram að verndargildi væntanlegs þjóðgarðs- svæðis felist einkum í ijölbreyttum gosmyndunum og minjum um bú- setu þjóðarinnar. I nágrenni svæðis- ins, t.d. við Rif, er einnig þekkt fuglaskoðunarsvæði sem vart er talið eiga sinn líka hvað varðar fuglalíf, en innan þjóðgarðs hafa Þúfubjarg og fuglabjörgin vestast á nesinu dregið til sín fuglaskoðara. Gróið hraun einkennir gróðurfar og þar eru m.a. fléttutegundir í útrým- ingarhættu. Helstu perlur svæðisins eru taldar upp í verndaráætluninni og er hér stiklað á stóru í þeirri upptalningu: Jökullinn Snæfellsjökull og suðurhlíðar hans. Jökullinn „er miðja þjóðgarðs- ins, skapari og einkenni svæðisins,“ segir í verndaráætluninni. „Sérlega formfögur eldkeila með söguhelgi og krafti sem talinn er ná yfir enda- mörk þessa heims. Sem slíkur hefur hann mikið verndargildi en ekki er hægt að segja að hann sé í hættu af manna völdum. Hins vegar er aðdráttarafl hans slíkt að á honum verða að gilda ákveðnar umgengnis- reglur í ljósi þeirra hughrifa og upplifunar sem hann veitir." Þá segir að skilgreina þurfi og skipuleggja þá margvíslegu starf- semi sem þegar er tengd Jöklinum. „Gera verður þá kröfu að ferðamenn geti upplifað svæðið á þann máta sem þeir óska svo fremi sem það eyðileggi ekki upplifun annarra á svæðinu. Má þar nefna sem dæmi að fyrir þá ferðamenn sem leggja á sig erfiða göngu upp á topp jökuls- ins er mikil röskun á þeim hughrif- um sem sóst er eftir að hitta fyrir hóp jeppa eða annarra vélknúinna farartækja." Jarðfræði Væjuhraun er yngst hrauna innan þjóðgarðs með ótal bollum og lægð- um. Bárðarkista og móbergsfjöllin í kring mynda samfellu þar sem sjá má þversnið af hinum ýmsu gerðum gosmyndana sem eru til orðin við gos undir jökli. í verndaráætluninni segir þetta um eldstöðvar svæðisins: „Eldstöðv- ar úr gjalli og kleprum eru eitt sér- einkenna íslands og finnast óvíða í þessum heimshluta. Mikil ásókn er í efni þeirra og er háð varnarbar- átta um tilvist þeirra víða um land. Það er því ómetanlegt ef tekst að friðlýsa nær heilt eldstöðvakerfi eins og hér er áætlað. Koma verður í veg fyrir allt efnisnám og gera við skemmdir í gígum þjóðgarðsins. Við skipulagningu gönguleiða þarf síðan að tryggja að viðkvæmt yfirborð gíga skemmist ekki af traðki. Því verður að telja allar eldstöðvar svæðisins í hæsta verndarflokki.“ Önnur einkenni svæðisins eru m.a. talin vera Háahraun og hraun- in ofan Purkhóla sem eru stórgert apalhraun af sérstakri og sjaldgæfri tegund. Purkhólar og Purkhóla- hraun eru eitt hellaauðugasta svæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.