Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 AÐSEIMDAR GREINAR Stofnun og lokun fyrirtækja - barnaleikur ÉG KOM til Reykjavíkur fyrir u.þ.b. sex árum til að sameinast konu minni og nýfæddri dóttur. Ég leitaði strax að vinnu og fékk starf við ítalska matargerð á pizzustað, þar sem ég aflaði mér reynslu og fljótlega fór ég út í eigin rekstur. Til að byija með i félagi við annan, en þar sem samstarfið gekk ekki eins og skyldi, ákvað ég að halda áfram einn og forðast þannig lokun fyrirtækisins og uppsagnir starfs- fólks. Ég yfirtók allar skuldir, sem sumar hveijar voru frá því áður en ég gekk í fyrirtækið, með því skil- yrði að meðeigandi minn sliti sam- starfinu og ég greiddi honum ákveðna upphæð fyrir hans hlut. Ég hélt fyrirtækinu gangandi áfram með mikilli vinnu og atorku og með hjálp konu minnar tókst okkur að auka söluna og bæta reksturinn um 65%, með því að breyta stöðugt um tilboð og gera þau hagstæðari fyrir neytendur, með nýjungum á mark- ^ aðinum og með markvissum auglýs- ingum. Alltaf með þarfir og óskir viðskiptavina okkar í huga. A þennan hátt, og ég endurtek með mikilli vinnu, tókst okkur að halda áfram í þijú ár og á þessum tíma borga niður uppsafnaðar skuldir eins og við best gátum og standa þannig við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem fyrrum meðeig- andi minn eftirlét mér er hann gekk úr fyrirtækinu. Vegna þessa var oftast lítið eða ekkert eftir til að j, borga útgjöld heimilisins og á þess- um tíma lifðum við svo til eingöngu á launum konu minnar, sem hefur unnið hjá ágætu fyrirtæki í nokkur ár. Ég vann frá kl. 9 á morgnana og oftast til kl. 2 eða 3 á nóttunni, eða í u.þ.b. 16-17 tíma daglega, nema þá 4-5 lögboðna frídaga um jól og páska. Eftir að hafa unnið svona í 3 ár sáum við fram á að skuldirnar sem fyrrum meðeigandi minn eftirlét okkur, ásamt uppsöfn- uðum vöxtum og aukinni sam- keppni á markaðinum, gerðu það að verkum að ágóðinn var alls eng- inn og öll veltan fór í að borga hráefni, rekstrarkostnað og skuldir. Og þó að salan ykist jókst allur kostnaður samfara aukinni eftir- spurn, þar sem meiri sala þýddi aukin innkaup og fleira starfsfólk. Við ákváðum því dag einn að heimsækja fyrirtækjasölu eina, í þeirri von að áhugasamur kaupandi fínndist að fyrirtækinu okkar - fyrirtæki sem við afhentum skuld- laust og í fullum rekstri, með stað- festum yfirlitum yfir sölu og banka- innlegg síðustu 6-12 mánaða. Fljótlega sendi fyrirtækjasalan 2 aðila sem virtust strax vera mjög áhugasamir þegar þeir sáu að um var að ræða fyrirtæki sem var þess virði að skoða nánar og sem á sín- um tíma var mjög gott tækifæri, þar sem þeir fengju skuldlaust fyrir- tæki með öllum tækjum og hæfu starfsfólki, svo og mjög góða við- skiptavild sem áunnist hafði með mikilli vinnu og góðri þjónustu. Þeir vissu að þeir þurftu aðeins að taka við fyrirtækinu skuldlausu og fá strax inn veltu. Tilboð þeirra sem var mjög lélegt lét ekki á sér standa og þar sem þeir sáu að við vorum í ijárþröng vegna skulda við banka, o.s.frv. fengust þeir ekki til að hækka tilboðið og við neydd- umst til að samþykkja það ásamt skilyrðum þeirra um mánaðarlegar greiðslur kaupverðsins. Eigandi fyrirtækjasölunnar útbjó þegar samning þar sem við samþykktum þessi skilyrði gegn munnlegu lof- orði hans og staðhæfingu um að hann sæi til þess að staðið yrði í skilum með víxlana út samnings- timabilið - enda fékk hann greidda ákveðna prósentu kaupverðsins um leið og samningurinn var undirrit- aður fyrir þá vinnu sem við töldum hann vera að inna af hendi. Eftir að hafa afhent fyrirtækið skuldlaust og staðið við öll skilyrði af okkar hálfu, ásamt því að hafa greitt sölulaun til fyrirtækjasölunn- ar að fullu með útborguninni sem við fengum við undirritun samn- ingsins, byijuðu vandræðin. Þegar kom að gjalddaga 2. greiðslu sögð- ust kaupendurnir vera í fjárþröng þar sem þeir hefðu orðið fyrir út- gjöldum vegna breytinga á hús- næðinu sem þeir töldu vera nauð- synlegar og vegna mikillar auglýs- ingaherferðar sem þeir ætluðu að hrinda í framkvæmd, en lítið hefur farið fyrir þeirri herferð hingað til. Eins og við var að búast kom að greiðslu númer 3, 4, 5 o.s.frv. án greiðslu. Við höfðum snúið okk- ur strax til fyrirtækjasölunnar þeg- Ég bendi á þessa hættu í íslenzku samfélagi, segir Hermann Bo- horquez, í þeirri von að glæpamenn komist ekki upp með svik. ar ekki var staðið við 2. greiðslu, en þar hafði okkur verið lofað að- stoð út samningstímabilið. Okkur til undrunar tilkynnti eigandinn okkur að þegar hann fékk sölulaun- in og samningurinn var frágenginn var hans vinna á enda og þessi sala væri ekki lengur hans vanda- mál. Hann firrti sig þar með allri ábyrgð! Eftir þessi viðbrögð ákváðum við að kanna nánar mál fyrirtækjasöl- unnar og eiganda hennar, svo og kaupendanna og kom okkur á óvart að ekki aðeins voru allir þessir aðil- ar á hinum „fræga“ svarta lista (lok- unar og/eða vanskilaskrá) þ.e.a.s. þeir höfðu tapað allri bankavild vegna vanskila og/eða dómsmála, heldur kom Iíka í ljós eftir töluverða eftirgrennslan að hinir svokölluðu kaupendur voru með slóð fyrirtækja á eftir sér sem höfðu lent í vanskil- um og lokun reikninga og kredit- korta. En þó höfðu þeir ætíð gætt þess að hafa engar eignir á sínu eigin nafni, sem hægt væri að gera íjárnám í vegna hugs- anlegra dómsmála. Og þegar gerð var fyrir- spurn í viðskiptabanka þeirra kom í ljós að viðskiptareikningi hins nýja fyrirtækis þeirra hafði verið lokað vegna innstæðulausra tékka. Einnig virtist hafa ver- ið mjög lítil velta þá 2 eða 3 mánuði sem reikningurinn var op- inn. Það skal einnig tek- ið fram að hið nýja fyrirtæki lokaði nokkrum sinnum á tímabilinu, án þess að tilkynna viðskiptavinum sínum né starfsfólki, stundum í allt að 7-10 daga og við teljum að eng- in starfsemi sé þar núna, aðeins 5 mánuðum eftir að gengið var frá kaupunum! Því leita ég svara við eftirfarandi spurningum 1) Hvað hafa hinir svokölluðu kaupendur gert við daglega sölu ef hún var ekki lögð inn á banka- reikning, né notuð til að greiða birgjum, starfsfólki, leigusala eða fyrri eigendum fyrirtækisins, en þeir skulda öllum þessum aðilum auk þriggja bankastofnana. 2) Er löglegt eða siðferðislega rétt af fyrirtæki sem auglýsir sig sem fyrirtækjasölu að senda aðila eins og þessa „kaupendur" án þess að kanna fjárhagslegan bakgrunn þeirra og taka auk þess sölulaun fyrir um leið og samningurinn er undirritaður, án þess að taka ábyrgð á afleiðingum illa undirbú- innar vinnu sinnar? 3) Fyrirfinnast í þessu landi lög eða leyfi til að stofna og loka fyrir- tækjum án eftirlits, þannig að fyrir- tæki verði gjaldþrota og skuldi birgjum, starfsfólki, bönkum, aug- lýsendum og fleirum sem aldrei fá greitt og opni síðan aftur eftir eina viku og hefji starfsemi að nýju á sama stað undir öðru nafni? 4) Finnst íslensku samfélagi réttlátt að maður sem hefur unnið stanslaust í þijú ár í u.þ.b. 14-16 tíma á dag standi uppi allslaus og að auki með miklar skuldir og án eigna, á meðan þeir sem kalla sig „kaupendur" í þessum farsa og svikamáli standa uppi með allt án þess að hafa borgað nema mjög lítinn hluta kaupverðsins? Að auki fá þeir inn daglega veltu, fara á bak við nýja birgja daglega og búa til nýjar skuldir til þess eins að loka dag einn og verða „gjald- þrota“, eins og þeir virðast hafa gert áður með góðum árangri. Þeir hafa lagt þessa iðju fyrir sig og snúa sér örugglega til sömu fyr- irtækjasölu á ný í leit að nýju fórnarlambi. 5) Er réttlátt að maður sem reyn- ir að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt til að sjá fyrir fjölskyldu sinni og lifa sómasamlegu lífi verði fóm- arlamb svika af þessu tagi og missi fyrir utan allt sitt, bankavild og fjár- hagslegt traust vegna ofangreindra svika? Að honum sé gert ómögulegt að borga skuldir sínar og geti ein- ungis treyst á að lög þessa lands hjálpi honum að endurheimta þá ijármuni sem hann ætlaði til greiðslu skulda fyrirtækis síns? Það er vegna ofangreindra at- burða sem ég bendi á þessa hættu í íslensku samfélagi í þeirri von að þessir glæpamenn komist ekki upp með svik af þessu tagi og þeim sé refsað með lögum til að slíkt endur- taki sig ekki daglega með vitund og samþykki margra. Ég vil benda þeim sem hafa umsjón með fyrirtækjasölum að leyfa ekki að fyrirtækjasala eins og sú sem tók sölulaun af okkur blekki fólk með samningum sem eru án nokkurrar ábyrgðar af þeirra hálfu og valdi þeim miklu tjóni per- sónulega og fjárhagslega. Hver er ábyrgð þessara fyrirtækjasala? Það skal tekið fram að við höfum stefnt kaupendunum vegna þessara atvika - en því miður eru lögin sein- virk og vegna réttarhlés og sumarfr- ía tefst málið enn frekar með alvar- legum afleiðingum fyrir okkur. Ég legg það í þínar hendur, les- andi góður, að leggja dóm á hvort það sé þess virði að vinna svona mikið fyrir ekki neitt í þessu lífi. Höfundur er veitingamaður. Hermann Bohorquez ALLSHERJARÞING Lúterska heimssam- bandsins, sem var stofnað fyrir 50 árum í Lundi í Svíþjóð, kom saman 8.-16. júlí í Hong Kong jundir yfir- skriftinni: „í Kristi - kölluð til að vitna“. Heimssambandið var stofnað í Lundi fyrir 50 árum. í Hong Kong var m.a. fjallað um einingu kirkjunnar, kirkjuna sem samfélag í sundr- uðum heimi, kristin vitnisburð í heimi margmenningar, guð- fræði og kynjamisrétti, kirkjuna sem samfélag í breytilegu menningarumhverfi, æskuna í kirkju og samfélagi, gildis- mat og vald í upplýsingasamfélag- 4 inu, kristna menn sem trúa ráðs- menn sköpunar Guðs, kristna þjón- ustu í þjáðum heimi, mannréttindi, frið og sáttargjörð, svo það helsta sé nefnt. Ekkert af þessu er óviðkomandi íslensku þjóðkirkjunni eða kristnum mönnum yfirleitt. Kristin kirkja er alþjóðleg og málefni þingsins birta „ að við lifum í heimi sem stöðugt er að breytast. Ef þjóðkirkjan ætlar að vera trúverðug og veita leiðsögn á komandi öld þá verður hún að taka mið af þessum stað- reyndum. Eyjamenn- ingin hefur stundum háð íslendingum og samskipti við útlönd og aðra menningarheima eru því afar mikilvæg. Það leikur enginn efi á því að spurningar um hjónabandið og kyn- lífssiðferði tengist breyttu hlutverki og hugmyndum um fjöl- skylduna í þjóðfélaginu. Fjölskyldan hefur gegnt sex grundvall- arhlutverkum. Hún hef- ur stjórnað kynlífssamskiptum, séð um tímgunina, komið börnum til manns, séð fyrir tilfinningalegri þörf fjölskyldumeðlima, skapað aðstöðu fyrir efnahag og afkomu og að lok- um veitt fjölskyldumeðlimum þjóðfé- lagsstöðu. Þessi hlutverk hafa tekið breyt- ingum vegna aukins hreyfanleika fólks, nýrra hugmynda um kynbund- in hlutverk, vegna þéttbýlismyndun- ar, iðnaðar- og tækniþróunar. Þar með talið eru áreiðanlegar getnaðar- varnir og lengri lífaldur fólks, Breytt staða fjölskyldunnar hefur haft í för með sér breytt viðhorf til stofnunar hjúskapar. Hagstofa íslands gefur nú upp eftirfarandi fjölskyldugerðir: Fjölskyldur án barna 40%, fjölskyld- ur með börn 60%, hjónafjölskyldur 69,7%, a) án barna 35,5%, b) með börn 34,2%, óvígð sambúð, a) án barna 4,5%, b) með börn 13,8%, ein- stætt foreldri með börn, 0,8% karla, Breytt staða fjölskyld- unnar, segir Ólafur Oddur Jónsson, hefur í för með sér breytt við- horf til hjúskapar. 11,3% kvenna og nú síðast staðfest samvist samkynhneigðra. Á síðast liðnu ári var framkvæmd 21 staðfest samvist hjá sýslumönn- um (lögin tóku gildi 27. júní 1996) og fimm voru framkvæmdar á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Hjónavígslur innan þjóðkirkjunnar árið 1996 voru 1.069 og að auki voru 6 vígslur hjá þjóðkirkjuprestum erlendis sem höfðu til þess löggildingu. Hjóna- vígslur hjá sýslumönnum árið 1996 voru 175. Hjónavígslur í skráðum trúfélögum utan þjóðkirkjunnar voru árið 1996 samtals 91. Skilnaðir að borði og sæng árið 1996 voru 487. Hjá sýslumönnum 483 en 4 fyrir dómstólum. Lögskilnaðir árið 1996 voru 546. Hjá sýslumönnum 538 en 8 fyrir dómstólum. Það má öllum vera ljóst að stað- fest samvist samkynhneigðra ógnar ekki öðrum sambúðarformum. Stofnanir þjóðkirkjunnar, kirkju- þing, leikmannastefna og nú síðast prestastefna, hafa verið að fjalla um afstöðuna til samkynhneigðra. Þjóðkirkjan mun taka afstöðu til bænar og blessunar fyrir samkyn- hneigt fólk sem staðfest hefur sam- vist sína, rétt eins og aðrar systur- kirkjur hennar í heiminum. Málið er komið í ákveðinn farveg innan þjóðkirkjunnar og fær þar farsæla lausn, ef Guð lofar. Danska kirkjan og sænska kirkjan, sem er stærsta lúterska kirkjan í heiminum, hafa þegar tekið afstöðu í málinu og það er ekkert því til fyrirstöðu að ís- lenska þjóðkirkjan geri það einnig. Engin lagaleg, guðfræðileg og sið- fræðileg rök mæla gegn því að af- staða sé tekin. Danir hafa lagt á það áherslu að blessun kirkjunnar sé veitt í þeirri trú að það sé Guð sem blessi, en hún er ekki veitt í krafti kirkjulegs myndugleika (afsnit 3.9) og bæn og blessun í kirkju beinist að fólki en ekki stofn- unum (afsnit 3.7). Blessun er hægt að veita í sál- gæslu, sem blessun í kirkju sam- kvæmt frjálsu rituali, blessun sem fyrirbæn í tengslum við almenna kirkjubæn og blessun í kirkju eftir fastmótuðu rituali, eins og nefndin hér heima lagði til sem vann að greinargerðinni um samkynhneigð og kirkju. Enginn prestur verður þó neyddur til þess að fara með þessa bæn og blessun. En biskup íslands og þjóðkirkjan hafa þegar lagt áherslu á að engum verði synjað um fyrirbæn og í siðareglum presta 2.6 segir á þessa leið: „Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sál- gæslu og aðra kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoð- ana, trúar, þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu.“ Með því að samþykkja þetta væri þjóðkirkjan að virða upplýst sjálf- ræði fullveðja fólks og réttindi þess í réttarríki sem hún er hluti af og vill standa vörð um. Það er einnig ljóst hve þögn kirkjunnar hefur al- varleg áhrif á líf samkynhneigðra. Fólk, sem leitar til þeirra, er oft haldið þrúgandi sektarkennd og þunglyndi vegna óttans um fordæm- ingu. Einnig hafa þau bent á þá slæmu tilfinningu að lifa sem annars flokks þegnar. Við þær aðstæður er stutt í flóttaleiðir fíknanna og alvar- legast þegar út í sjálfsvígsþanka er komið. Það má vel vera að hið háa hlut- fall sjálfsvíga í aldurshópi 15-24 ára karla á íslandi tengist þessu að ein- hveiju leyti. Það er því öllum fyrir bestu að ijúfa þennan þagnarmúr og veita þá sálgæslu sem er við hæfi og styrki sjálfsímynd hvers og eins. Með þessari ákvörðun væri verið að virða einingu kirkjunnar því það á að vera öllum kleift að virða einingu í fjölbreytni. Oll erum við eitt í Kristi. Höfundur er prestur. Allt er að breytast, en aldrei þú ... Ólafur Oddur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.