Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LILJA OSK HILMARSDÓTTIR + Lilja Ósk Hilm- arsdóttir fædd- ist á fæðingardeild Landspítalans 22. nóvember 1996. Hún lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins 8. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Hilmar Theódór Björgvins- son, f. 20. febrúar 1961, og Guðný Sig- ríður Magnúsdóttir, f. 1. desember 1964. Lilja Ósk á eina syst- ur, Hönnu Björk, f. 12. ágúst 1993. Lilja Ósk verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekki varst þú stór þegar þú komst í heiminn eftir 27 vikna meðgöngu en mikill var krafturinn í þér þá aðeins 835 grömm. Mikið var gaman að sjá þig þroskast og þyngjast á þessum dýrmæta tíma sem við áttum saman og varstu orðin um 4.400 grömm. Alltaf vildirðu liggja í hitakass- anum þínum þannig að þú sæir sem ' best allt það sem var að gerast í kringum þig. Þú fylgdist vel með öllu og ljómaðir öll þegar Hanna Björk stóra systir þín kom í heim- sókn og virtir þú hana mikið fyrir þér. Einnig fannst Hönnu Björk mjög spennandi að koma og sjá þig, litlu systur sína, og fá að snerta þig og halda á þér og leyndi sér ekki hve stolt hún var. Því skömmu áður en þú fæddist var Hanna Björk spurð að því í leikskólanum hvað hún ætl- aði að verða þegar hún yrði stór. ~ Pá svaraði hún því að hún ætlaði að verða stóra systir. Þú varst fljót að þekkja snertingu okkar. Þér fannst einnig gott þegar mamma nuddaði þig og baðaði þig. Mikið vorum við glöð þegar við feng- um fyrsta brosið því þú brostir til pabba á brúðkaupsdegi okkar og stuttu seinna kom fyrsta hjalið. Þú varst mjög hissa þegar við keyptum handa þér kassettutækið og þú leitaðir að því hvaðan hljóðið kom og seinna var sett inn til þín útvarp þar sem þér fannst gaman að hlusta á talað mál. Þú varst einn- ig svo dugleg að grípa um trúðinn og hringlurnar og hélst fast. Þú tókst orðið utan um bangsana þína með *»,þáðum höndum og reyndir stundum að naga þá. Þér fannst gott að fá að sitja upprétt í kassanum þínum því þá náðir þú svo vel í allt dótið þitt og síðan lést þú fletta bókunum fyrir ^LXXXXXXIXI^ H H H H H H H H S Erfidrykkjur L A N ^ Sími 562 0200 ^ riXXIXXXXXXll þig og þú skoðaðir vel það sem þér var sýnt. Þú varst svo glöð þegar verið var að leika við þig- Þegar þú varst þreytt fannst þér svo gott að láta klappa þér um bossann og einnig að halda í einn fingur á mömmu eða pabba og hlusta á róandi tónlist. Öðru hvoru var verið að reyna að koma þér úr kassanum og í vöggu og gefa þér súrefni í gegnum slöngu í nefið. Þér líkaði þetta vel í smátíma en varst fegin að komast aftur í hita- kassann þinn. Við biðum heimkomu þinnar með þolinmæði en stundum komu erfiðir hjallar sem þú þurftir að yfirstíga en síðasta hjallann náðir þú ekki að komast yfir. Mikið geta ljós heimsins fæðst lítil, verið þó ljós heimsins um leið; (Nína Björk Ámadóttir.) Elsku Lilja Ósk, þú ert ljósið okk- ar og megir þú lýsa okkur leiðina í framtíðinni. Við þökkum þér fyrir þann yndislega en stutta tíma sem við vorum saman og fengum að vera með þér og hugsa um þig. Við kveðj- um þig með söknuði. Megi guðs englar vaka yfir þér. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé guði, búin ertu að striða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M.Joch.) Mamma, pabbi og Hanna Björk. Elsku fallega litla frænka mín. Það er sárt að hugsa til þess að við skyldum aldrei fá að kynnast þér almennilega. Þú sem kveiktir ljós og von um að betri tímar væru í vændum. Þér fór sífellt fram á spítalanum þrátt fyrir að þú þyrftir alltaf að hafa svolítið fyrir lífinu. En þú varst dugnaðarstelpa sem gafst ekki upp. Mamma þín og pabbi þinn voru svo stolt af þér og Hanna Björk var svo montin að eiga litla systur. Ég veit að Guð hefur tekið vel á móti svona fallegri og duglegri stelpu eins og þér. Við munum seinna leika okkur saman í skýjun- um. Ljós þitt lifir áfram í hjarta okkar allra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Guðný, Hilmar og Hanna Björk, ég og Skúli vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum þess að Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg og fylgi ykkur um ókomna tíð. Harpa frænka. í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. reynsla SKEMMUVEGl 48, 200 KOP., SIMi: 557-6677/FAX: 557-8410 ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR ■4- Ólöf Elimund- ■ ardóttir fædd- ist á Stakkabergi í Klofningshreppi 11. júlí 1905. Hún lést hinn 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Staðarfells- kirkju á Fells- strönd 12. júlí. Þegar ég sest niður og ætla að reyna að krota fáeinar línur um Ólöfu frænku mína, sem vanalega var kölluð Lóa af kunnugum, ieitar sú spurning á mig: hvað er frændfólk og hvernig líta menn á skyldleika? Svarið er ekki einfalt því að oft get- ur fólk verið skylt, en ræktar frænd- semina lítið af ýmsum ástæðum, og þurfa ekki fáleikar að valda. Stund- um veldur íjarlægðin ein og misjafnt er hve menn leggja mikla áherslu á að hafa samband við annað fólk. Ólöf Elimundardóttir, sem hér verður minnst, var í hópi systkina, sem af mínu fólki var alltaf litið á sem frændfólk. Astæðuna fyrir því má rekja meira en öld aftur í tím- ann, eða til um 1860 er langafi okk- ar Jóhannes Þórðarson flyst á Skarðsströnd ásamt konu sinni Elínu Guðmundsdóttur frá Einfætingsgili í Bitru. Þau hófu búskap á Stakka- bergi 1867. Oft var þetta leið Strandamanna að flytjast búferlum að Breiðafirði. Jóhannes og Elín voru langafi okkar og langamma, en síðan hafa afkomendur þeirra búið á sömu slóðum og ræktað frændsemina eftir því sem ættin hefur gengið fram. Það orð fór af Jóhannesi að hann hefði verið mikill dugnaðarbóndi og smiður góður. Hann dó snemma eða 1888, en Elín lifði mann sinn lengi og dó öldruð 1915 og mundi Lóa hana vel. Lóu fannst sagnir ganga, þar sem hallað væri á langafa okkar og minningu annars manns og bað mig að kanna málið; reyndist sögn hennar eftir Elínu langömmu hafa við skjöl að styðjast og fannst Lóu hlutur þeirra réttast við það. Birti ég grein um þetta í Breiðfírðingi 1995. Elín bjó lengi á Stakkabergi eftir lát manns síns. Elín og Jóhann- es áttu tvær dætur Elínu og Guð- björgu Helgu. Einkasonur Elínar var Elimundur, faðir Lóu og þeirra systk- ina, en foreldrar hans dóu ungir. Elimundur kvæntist Ingibjörgu Guðmundsdóttur og voru þau fyrst í húsmennsku og vinnumennsku á Stakkabergi, en fóru ekki að búa fyrr en 1905 og höfðu áður eitt staf- gólf í baðstofunni. Elínu tókst að eignast jörðina og kom það sér vel fyrir Elimund og konu hans, sem þurftu því ekki að flækjast um. Börnin urðu átta og voru þau hjón mjög fátæk. Elimundur gerði ekki víð- reist um dagana og var varla nótt að heiman nema í kaupstaðar- og réttarferðum. Þegar hann lést 1959, var hann jarðsettur í heimagrafreit í gamla bæjarhólnum á Stakkabergi, þar sem Lóa hvílir ásamt systkin- um sínum. Því er við hæfi að þar sé sungið 8. erindi kvæðisins: „Man eg grænar grundir" eftir Steingrím Thorsteins- son, en það hljóðar: Kærsta sjón, er sá eg, Sýndi móðurstorð, Bijóst, er bam við lá eg Blessa sonar orð; Ei má eðli hagga, Er það drottins gjöf, Þar sem var mín vagga Vil eg hljóta gröf. Ég hygg að erfitt sé fyrir flesta af yngstu kynslóðinni að gera sér í hugarlund lífskjör og aðstæður hér á landi í byijun aldar. Nefna má að elsta systirin lærði lítið að skrifa, fékk aðeins eina skrifbók. Lóa var fjórða í aldursröð systkina sinna og þurfti eðlilega að fara að vinna um leið og hún gat. Þegar hún var orð- in fullorðin og fór að fá kaup ann- ars staðar keypti hún fyrstu skilvind- una á heimilið árið 1927. Lóa var víða í vistum: m. a. tvö ár á Ytrafelli í næstu sveit, á Hraða- stöðum í Mosfellssveit 1932, sumar- ið 1936 var hún hjá húsverðinum í Menntaskólanum í Reykjavík og einnig vinnustúlka á ýmsum heimil- um í Reykjavík. Þá var fólk látið gera ýmislegt sem engum dytti í hug núna og enginn fengist heldur til að gera. Sumarið 1939 fór Lóa vestur að Stakkabergi sér til hressingar, en hún hafði verið skorin upp við heila- æxli og sögðu læknar, að hún mætti ekkert vinna í ár. Ingibjörg móðir hennar var orðin slitin, missti sjónina og var blind nokkur ár. Var hún rúmliggjandi undir það síðasta og annaðist Lóa hana uns hún lést haustið 1947. Var haft á orði að henni hefði farist það vel úr hendi. Jafnframt tók hún við búi ásamt Ingimundi bróður sínum og héldu þau heimili saman uns hann flutti burt 1956. Elimundur faðir hennar var alltaf á heimilinu þar til hann lést 1959. Ekki lét Lóa hugfallast, þótt enginn karlmaður væri á heim- ilinu heldur bjó áfram á Stakkabergi ARNI MARGEIRSSON + Árni Margeirsson fæddist í Keflavík 29. október 1957. Hann Iést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 5. júlí. Það er skoðun vor: Að trú á Guð veiti lífinu tilgang og takmark. Að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra. Að skipting gæðanna verði réttlátust við ein- staklingsfrelsi og fijálst framtak. Að lög skuli ráða fremur en menn. Að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar. Að efling mannsandans sé æðsta athöfn lífsins. Þannig hljóðaði JC-eiðurinn þeg- ar ég gekk til liðs við JC-hreyfing- una upp úr 1980. Innganga í JC hefur reynst mörgum gæfuspor, því þar er unnið margbreytilegt og þroskandi starf og félagar upp til hópa yndislegt fólk. Fljótlega eftir inngöngu mína í JC kynntist ég Árna Margeirssyni og síðar Önnu konu hans. Okkar sam- skipti urðu strax mikil því við vorum í aðildarfélögum sem höfðu ásamt þriðja félaginu myndað vinafélaga- tengsl, JC-HÁS. Við Ámi vorum forsetar okkar félaga á sama tíma og síðan svæðisstjórar á Norður- og Austurlandi. Mín leið lá áfram í landsstjóm en Ámi sneri sér að verð- ugum verkefnum í heimabyggð. í landsstjórn efldust tengslin við Austurlandið - því ég hafði m.a. umsjón með JC Héraði sem þá var undir styrkri stjórn Önnu. Ferðir mínar austur urðu þar af leiðandi margar og alltaf var jafngott að heimsækja þau Önnu og Árna. Ég átti mitt herbergi hjá þeim og þau hjá mér þegar þau komu til Akur- eyrar. Ýmislegt leiddi til þess að JC fé- lögin okkar voru lögð niður - en vináttan hélst. Heimsóknirnar hafa verið árvissar og símtölin skapað Pósti og síma dijúgar tekjur. Sím- tölum okkar Árna er þó lokið í bili. ásamt Siggu systur sinni, sem var verulega fötluð líkamlega. Höfðu þær fáeinar kýr, en var oft hjálpað með heyskap og stóð svo til 1982, er Sigga fór á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Var það mesta furða hve lengi hún hélt heilsu og gat verið heima á Stakkabergi. Lóa fór suður á Akra- nes og leigði þar íbúð og síðan fór hún til Reykjavíkur, þar sem hún var ein í íbúð og var þar þangað til í sept. síðastliðið haust er hún flutti að Skjóli og naut þar góðrar umönn- unar uns kallið kom er hún átti örfáa daga í 92 ára afmælið. Meðan hægt var reyndi hún að fara vestur að Stakkabergi á sumrin og fór seinast í ágúst í fyrra og bauð þá mörgum í kaffi. Oft er talað um það með réttu að gamalt fólk verði gjarnan ein- angrað og fáir vitji þess, en það átti ekki við um Lóu, því að gesta- gangur var jafnan mikill hjá henni og þess vejgna vildi hún ekki fara á stofnun. Astæðan fyrir þessu var hjartahlýja og alúð. Ég man að við hlógum mjög að því, er hún hafði eitt sinn miklar áhyggjur af mér, þegar öllum öðrum fannst töluvert ríkari ástæða til að hún hefði áhyggj- ur af sjálfri sér. Þetta er aðeins lítið dæmi um þá hlýju er hún sýndi mér oftlega. Eins og á öðrum sveitabæjum voru á Stakkabergi oft börn til dval- ar, sem bundu tryggð við fólkið þar og reyndust þeim systrum einstak- lega vel á seinustu árum. Eftir að þær systur urðu tvær einar voru þar oft unglingar um lengri eða skemmri tíma og undu sér vel. Þegar ná- grannar spurðu, hvernig á því stæði að krakkar yndu svona vel hjá tveim- ur kerlingum, svaraði Lóa: „Ég tala við þau.“ Þetta segir mikið, því að fátt er börnum og unglingum nauð- synlegra en hlýtt viðmót og að talað sé við þau. Ég talaði nú á dögunum við dótturdóttur nágranna þeirra, sem sagði: „Lóa og Sigga sendu mér og systur minni bæði afmælis- og jólakort oft með hlýlegum bréfum og smávegis peningum, þótt ég þekkti þær í raun mjög lítið.“ Sýnir þetta mikla ræktarsemi og hlýju. Orð fór af því hve Lóa var vönduð í viðskiptum eins og faðir hennar hafði verið, og var haft eftir ná- grönnum þegar ókunnugir höfðu verið að vinna á Stakkabergi: „í guðanna bænum munið eftir að senda henni Lóu reikninginn, því hún er hætt að geta sofið.“ Þegar litið er yfir ofangreint lífs- hlaup Lóu, sem einkenndist öllu öðru fremur af mikilli fórn í þágu aldr- aðra foreldra og fatlaðrar systur, hefði mátt ætla að hún hefði orðið bitur í lífið og tilveruna, en það var öðru nær. Hún var jafnan glaðsinna og mjög spaugsöm og gat jafnvel átt til að hneyksla fólk, sem líkaði ekki hipurslaust orðbragð, en a.m.k. var það hollara fyrir hana en að leggjast í þunglyndi. Einar G. Pétursson. Maðurinn með ljáinn bankaði upp á í fyrravetur. Það tókst að halda honum til hlés fram á vorið en þá sótti hann sífellt harðar á. Hetjuleg barátta Árna og fjöl- skyldu hans við erfiðan sjúkdóm verður örugglega ógleymanleg öll- um sem til þekktu. Ég held reyndar að við höfum vitað það öll þegar við kvöddumst á F.S.A. að kvöldi 8. júní sl. að við ættum ekki eftir að sjást oftar hérna megin - þrátt fyrir að við værum að ræða fyrir- hugaða heimsókn og veisluhöld í tilefni af fertugsafmæli Árna nk. haust. Svona smámunir skyldu ekki koma í veg fyrir slíkt. Sjúkdómurinn sigraði - en minn- ingin lifir. Hana getur enginn máð út né heldur áralanga vináttu. Fyrir það viljum við þakka og sendum Ónnu, Addý, Erlu Maríu og Unu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Manngildið er mesti fjársjóður jarð- ar, segir í JC-eiðnum. Þið eruð óend- anlega ríkar af fjársjóði minning- anna og þann fjársjóð getur enginn frá ykkur tekið. Hugheilar kveðjur og þökk fyrir allt og allt. Áslaug, Gísli og Bergur Brynjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.