Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 49 I ------------------------------ , Fjallahjólamót í Skorradal ÍSLENSKI Pjallahjólaklúbburinn, í samvinnu við skátafélagið á Akra- nesi, mun standa fyrir fjallahjóla- móti helgina 18.-20. júlí nk. Mótið verður haldið á landareign skátafélagsins í Skorradal sunnan | við vatnið. Þar er skáli og tjald- svæði. Á íjallahjólamótinu verður Im.a. boðið upp á hjólreiðaferðir um nágrennið, ferðanámskeið og við- gerðanámskeið. Mótsgjald er kr. 1.000 á mann en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Mótið verður sett föstudags- kvöldið 18. júlí, en helstu dagskrár- liðir verða á laugardeginum. Á sunnudeginum verður svo hugað til heimferðar á hjólum. 1 Til stendur að safnast saman við | landgang Akraborgar í Reykjavík- g urhöfn á föstudeginum kl. 18.15 ’ og hjóla frá Akranesi að mótstað sem eru 50 km. Þeim sem ekki komast með í þeirri ferð er bent á að taka feijuna á laugardagsmorgni en hún fer frá Reykjavík kl. 9.30. Skráningu og allar frekari upp- lýsingar er hægt að fá á fundi klúbbsins í dag, fimmtudag, á Aust- ^ urbugt 3 við Reykjavíkurhöfn. jj Ekið á bíl og ábrott EKIÐ var á gráa Hyundai Accent bifreið, TT-252, á bílastæði fyrir utan Bitahöllina við Stórhöfða laug- ardaginn 30. júní sl. Eigandinn skildi bifreiðina eftir í stæði frá kl. 16-20, en þegar hann | kom að henni á ný hafði verið ekið á vinstra afturbretti og stuðara. Sá « sem það gerði, sem og vitni að ( óhappinu, eru beðnir að hafa sam- band við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. LEIÐRÉTT Náttúrufræðahús TVÆR villur slæddust inn í frétt blaðsins í gær um að Ármannsfell ' hf. hefði átt lægsta tilboð í byggingu I náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni. I | fyrsta lagi var rangt að nefna Nátt- úrufræðistofnun í þessu sambandi. Um er að ræða náttúrufræðahús sem ætlað er kennslu og rannsóknum fyr- ir Háskóla íslands. Húsið mun hýsa líffræði- og jarðfræðigreinar ásamt Norrænu eldfjallastöðinni. Þá var sagt að byggingin yrði þrjú þúsund fermetrar að flatarmáii en hið rétta ^ er að hún verður átta þúsund fm. Tvær kirkjur i í SELÁRDAL í Arnarfirði eru tvær < kirkjur, Selárdalskirkja og kirkja sem Samúel Jónsson reisti, en í frétt blaðsins í gær gætti þess misskiln- ings að Samúel hefði reist sóknar- kirkjuna. Það er ekki rétt, hann reisti sína eigin kirkju. Er hér með beðist velvirðingar á þessum misskilningi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon FRÁ barna- og unglingadegi SVFR við Elliðaárnar. Á myndinni eru f.v. Egill og Andri Guðjohnsen, Benedikt Axel Pétursson, Högni Sigurðsson, Sandra Einarsdóttir, Jón Þór Júlíusson og Marinó M. Guðmundsson. YNGSTI þátttakandinn á veiðimótinu við Elliðaárnar var Olafur H. Sölvason, þriggja ára, sem var í sinni fyrstu veiði- ferð og fékk sinn fyrsta afla, sem sjá má á myndinni þar sem hann nestar sig og safnar_ kröftum fyrir næstu átök ásamt systur sinni Önnu Elísabetu. Skot hér ogþar nyrðra ÞAÐ eru að koma skot víða, ekki síst þar sem áður hefur verið mjög dauft, t.d. í Laxá á Ásum, í Selá, Sandá og víðar. Spurningin sem brennur á stangaveiðimönnum er hvort smálaxagöngurnar sem nú sýna sig séu byijunin á einhveiju meiri háttar eða hvort botninn dettur aftur úr veiðinni. Þokkalega hefur aflast í Laxá á Ásum að undanförnu og reyt- ingsgöngur af smálaxi verið að ganga fram ána. Lax gengur greiðlega og stoppar lítt neðarlega í ánni. Fyrir tveimur dögum voru komnir um 140 laxar á land og hafði rúmlega þriðjungurinn veiðst á innan við viku. Skot í Selá Eftir fiskleysisholl í Selá byijaði nýr hópur á þriðjudaginn og veidd- ust strax 8 laxar á fyrstu vakt- inni, að sögn Orra Vigfússonar, en hann var gestkomandi í Hvammsgerði. Sagði Orri að 7 laxanna hefðu verið nýgengnir smálaxar, flestir um 6 pund, en einn var stór, 12 pund. „Þeir sáu talsvert líf í ánni, þetta er því vonandi að koma,“ sagði Orri. Eins og greint var frá, veiddust 30 laxar í opnun Vesturdalsár og næsta holl á eftir fékk 19 laxa. Á örfáum dögum gengu hátt í 200 laxar í ána. Aflinn er blanda stór- og smálaxa, en eins og annars staðar, er smálaxinn afar vænn og feitur. Sandá lifnar örlítið Enn sem komið er hefur lítil veiði verið í ánum í Þistilfirði, enda eðlilegt að veiði tegist þar hvað mest eftir kalt vor. Á þriðjudaginn kom smáskot í Sandá er þrír ný- gengnir laxar veiddust, einn stór og tveir smálaxar. Þá voru komn- ir 15 laxar úr ánni, en færri fiskar eru komnir á land úr Svalbarðsá og Hafralónsá. í báðum hefur þó aðeins verið að sjást til laxa að undanförnu. Stórganga í Úlfarsá Stór ganga kom í Úlfarsá um helgina og veiddust þá 17 laxar á tvær dagsstangir, að sögn Jóns Aðalsteins Jónssonar, eins leigu- taka árinnar. „Það var maður sem veitt hefur í ánni í áratugi á veiðum á laugardaginn og hann sagði mér að sjaldan hefði hann séð jafn líf- lega fiskfór upp úr Sjávarfossinum. Laxinn er farinn að dreifa sér og veiðast um alla á, enda fengum við ekki leyfi til að loka stiganum við stífluna tímabundið eins og í fyrra,“ sagði Jón. í gærdag voru komnir 65 laxar úr ánni, sem er fín meðal- veiði, en áin var opnuð 25. júní. Skógar- ganga NÍUNDA skógarganga skógræktar- félaganna, Ferðafélags íslands og Búnaðarbankans um „Græna trefil- inn“ hefst í dag, fimmtudag, á veg- um Skógræktarfélags Mosfellsbæj- ar. Mæting og rútuferð (kr. 500) verður frá Mörkinni 6, húsi Ferðafé- lagsins, kl. 20 eða við bæinn Dal við Nesjavallaveg kl. 20.30. Gengið verður um svæði sem liggja að Hafravatnsrétt. Þaðan mun rúta (kr. 200) aka göngumönnum aftur í bílana. Staðkunnugir leiðsögumenn frá skógræktarfélögunum og Ferða- félaginu verða með í för og segja frá því sem fyrir ber. Mælst er til að göngufólk hafi með sér nesti. Gengið með strönd Skerja- fjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN held- ur í göngu um strönd Skerjafjarðar í kvöld, fimmtudag. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR suður í Skeijafjörð að Sundskálavík við Suðurgötu. Gangan hefst kl. 20.15. Gengið verður eftir strand- stígnum inn að Fossvogslækjarósi. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Islandsmót í hestaíþróttum ÍSLANDSMÓT í hestaíþróttum, það tuttugasta í röðinni, fer fram á Vind- heimamelum í Skagafirði dagana 19.-20. júlí. Dagskráin hefst að morgni föstudags og forkeppni lýkur á sunnudagskvöld, en þann dag eru öll aðalúrslit mótsins. 370 7700 ACTMA OG OFNAIMIS UPI’LYSINGALÍNA GI.AXO lAIIILLCOMC Uþþlý§ingábæklíilgiit i<tíkí-> ftammi j tilliim A|i<ilnlmm <>e :t bútlbugæsli^MiOvulii I I | I j I I I Athugasemd um búsetukostnað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Magn- úsi Oddssyni veitustjóra á Akranesi vegna fréttar um búsetukostnað sem var í blaðinu á þriðjudag. „I Morgunblaðinu í gær [þriðjudag] er frétt með samanburði um búsetu- kostnað í nokkrum sveitarfélögum. Þar sem kostnaður hjá okkur á Akra- nesi er talsvert ofmetinn vil ég leyfa mér að setja fram nokkrar athuga- semdir og ábendingar. Um er að ræða kostnað við 80 fermetra íbúð. 1. Mælaleiga hitaveitu er talin 23.672 kr. Mælaleiga á einbýlishúsi á Akranesi er 272 kr. á mánuði eða 3.264 kr. á ári. í fjölbýlishúsi er leig- an enn lægri, þar sem leiga af einum mæli deilist á margar íbúðir. Þótt það komi ekki fram í fréttinni, geri ég ráð fyrir að fastagjald sé með- reiknað í mælaleigunni, en fasta- gjald af 80 fermetra íbúð er 11.366 kr. á ári á Akranesi. Fastagjald með mælaleigu er því að hámarki 14.630 kr. á ári en ekki 23.672 kr. í raun er gjaldið nokkru lægra, því mæla- leiga deilist á margar íbúðir í fjölbýl- ishúsum eins og fyrr sagði. 2. Gjaldskrárverð á heitu vatni á Akranesi miðast við 80° C, en vatn- ið nær ekki því hitastigi. Leitast er við að veita viðskiptavinum afslátt vegna lægra hitastigs með tölvu- keyrðu reiknilíkani. Allir notendur fá einhvern afslátt og að meðaltali nemur hann 15%. Veiturnar sem teknar eru til samanburðar afhenda að því er ég best veit yfirleitt ekki 80° heitt vatn og í samanburðinum er því sanngjarnt að taka tillit til meðaltalsafsláttar hjá veitu sem af- slátt veitir, því verið er að meta hvað viðskiptavinurinn í raun greið- ir. Með því móti lækkar vatnsgjaldið úr 35.640 kr. í 30.284. 3. Á Akranesi er hvorki greidd mælaleiga né fast gjald af köldu vatni á íbúðarhúsnæði. Eingöngu er greiddur vatnsskattur er nemur 0,13% af endurstofnverði. Fasta- gjald að upphæð 3.700 kr. er því ofreiknað. 4. I útreikningum á upphitunar- kostnaði er ekki tekið tillit til virðis- aukaskatts. Það verður að gera þeg- ar skoðaður er kostnaður viðskipta- vinanna, einkum og sér í lagi þar sem virðisaukaskatturinn er mis- munandi á heitu vatni í þessum byggðarlögum. Þannig er virðis- aukaskatturinn á upphitun í Reykja- vík 14% en á Akranesi um 6,6%. Þar sem notað er rafmagn til upphit- unar er afsláttur á virðisaukaskatti víða enn meiri. Rétt er að fram komi að á heimilisnotkun rafmagns er reiknaður virðisaukaskattur og tel ég það eðlilegt. Búsetukostnaður á Akranesi er því ofmetinn um liðlega 18.000 kr., en auk þess þarf að taka tillit til mismunandi virðisaukaskatts á upp- hitun eins og að framan er gerð grein fyrir. LANCOME Crí 25 MÍNÚTUR s a fyrir fallegan líkama Glæsilegt LANCÖME úrfylgir* kaupum, þegar keypt er fyrir 5.000 kr. eða meira, þar af eitt stk. úr baðlínunni. Brá Laugavegi 66, sími 551 2170 Fjöldi annarra glæsilegra tilboða. Tilboðsdagar flmmtud. til laugard. * Gildir meðan birgðir endast, gildir ekki rneð öðrum tilboðum. snYrtivöruverslun Stwndgötu 32, sími 555 2615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.