Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Hun Sen lofar kosn- ingum Phnom Penh, Peking. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRANN Hun Sen hefur lofað að kosningar verði haldnar í Kambódíu í maí á næsta ári. Klofningsfylking úr FUNC- INPEC-flokknum tilnefndi í gær nýjan forsætisráðherra í stað Ranariddhs prins, sem Hun Sen steypti af stóli í byijun mánaðar- ins. Tilnefning Ung Huots, núver- andi utanríkisráðherra, í embætti forsætisráðherra verður borin und- ir þing Kambódíu þegar það kemur saman að nýju 28. júlí næstkom- andi. Ung Huot er þekktur fyrir lipurð í samskiptum við önnur ríki, og telja erlendir stjórnarerindrekar að val hans eigi að þjóna þeim til- gangi að fegra ímynd Huns Sens á alþjóðavettvangi. Sihanouk sakar Hun Sen um ofbeldisverk Sihanouk konungur sakaði í gær lögreglu og herlið Huns Sens um að pynta og myrða stjórnarand- stæðinga. Hann hvatti stjórnvöld til að láta af ofbeldisverkum, og minnti á að bæði pyntingar og morð brytu í bága við löggjöf og stjórnarskrá landsins. Talið er að um 40 manns hafi. verið myrtir af pólitískum ástæð- um síðan Hun Sen tók völdin í Kambódíu. Yfirvöld hafa viður- kennt að tveir stuðningsmenn Ranariddhs hafi verið teknir af lífi, innanríkisráðherrann Ho Sok og Chao Sambath, háttsettur meðlim- ur í FUNCINPEC. Sihanouk dvelur nú í Peking, þar sem hann hefur leitað sér lækninga. Hann átti í gær fund með fulltrúum Samtaka Suðaust- ur-Asíuríkja um ástandið í Kambódíu, en ákveðið var í síðustu viku að ekki yrði af inngöngu landsins í samtökin, eins og áform- að hafði verið. Sihanouk hefur lýst yfir hlutleysi sínu í deilu forsæt- isráðherranna Huns Sens og Rana- riddhs prins, sonar síns. Herlið stjórnarinnar styrkir stöðu sína Herlið Huns Sens samdi í gær við sveitir hliðhollar Ranariddh prinsi um að deila yfirráðum yfir borginni Poipet, við landamæri Kambódíu og Tælands, án þess að til átaka kæmi. Hersveitir kon- ungssinr.a höfðu safnast þar sam- an til að undirbúa uppreisn gegn Hun Sen, en gengu til samninga þegar lið hans virtist ætla að leggja svæðið undir sig. Ríkisstjórn Frakklands, fyrrum nýlenduveldis í Kambódíu, hefur beint þeim tilmælum til beggja fylkinga að koma á vopnahléi og virða mannréttindi. Kabila í viðtali Rúandar stjórnuðu ekkiupp- reisninni Kinshasa. Reuter. LAURENT Kabila, forseti Lýðveld- isins Kongó, sem hét áður Zaire, neitaði á þriðjudag staðhæfingum Pauls Kagame, varaforseta og vamarmálaráð- herra Rúanda, um að rúandískir her- foringjar hefðu stjómað sjö mán- aða uppreisn sem kom honum til valda. Kabila sagði í fyrsta viðtali sínu við erlendan fjölmiðil frá því hann komst ti! valda í maí að Kagame hefði neitað því að hafa sagt í við- tali við Washington Post fyrir tveimur vikum að rúandískir herfor- ingjar hefðu farið fyrir uppreisnar- mönnunum. „Kagame hringdi í mig og sagð- ist ekki hafa sagt það, sem birt var í Washington Post, þannig að ég veit ekki hvað hann sagði og hann verður að koma til að útskýra það fyrir mér,“ sagði Kabila. „En Wash- ington Post er stundum þekkt fyrir að hafa rangt eftir fólki.“ Kabila bætti við að nokkrir rú- andískir hemaðarsérfræðingar hefðu aðstoðað við að þjálfa upp- reisnarmennina og veitt tæknilega aðstoð en ekki stjórnað uppreisn- inni. Sendiherra- hjón í Hvíta húsinu SENDIHERRA íslands í Wash- ington, Einar Benediktsson, og eiginkona hans, Elsa Pétursdótt- ir, þáðu árdegisboð bandarísku forsetafrúarinnar, HiIIary Rod- ham Clinton, í Hvíta húsinu fyrir skemmstu. Að sögn Einars var um að ræða boð fyrir þá sem sjá um skreytingar í sendiráðum Bandaríkjanna, svo og sendi- herra nokkurra erlendra ríkja í Washington. í lok boðsins ræddu íslensku sendiherrahjónin stutt- lega við forsetafrúna og var Hvíta húsið myndin tekin við það tækifæri. Umfangsmikil leit að meintum raðmorðingja Miami Beach. Reuter. LÖGREGLA á Miami og bandaríska alríkislögreglan, FBI, stóð í gær að umfangsmikilli leit að 27 ára meint- um raðmorðingja og vændiskarli sem grunaður er um morðið á tísku- hönnuðinum Gianni Versace fyrir utan heimili Versaces í Miami á Flórída í fyrra- dag. Hann var skotinn tvisvar í höfuðið. Fulltrúi FBI, Paul Philip, sagði að hinn meinti morðingi, Andrew Cunanan, hefði verið margeftirlýstur í Bandaríkjunum áður en hann framdi morðið á Versace, og teldu yfir- völd að hann gæti énn verið staddur á Miami- svæðinu. „Við ætlum að einbeita okkur að leit héma,“ sagði Philip. „Það er ekki víst að hann hafí getað flúið vegna þess að þetta kom í fréttum um leið. Það gæti vel verið að hann sé hérna einhverstaðar í felum." Cunanan var eftirlýstur vegna fjögurra fyrri morða, þar á meðal morðs á fyrrverandi ástmanni sínum, á hálfs mánaðar morðferð um land- ið, sem hófst í Minniapolis í apríl. Lögregla hefur fengið rúmlega 100 ábendingar og um 400 FBI-fulltrú- ar, ásamt lögreglu Miami-borgar og Flórídaríkis, taka þátt í leitinni að Cunanan. Philip kvaðst ekki vita hvort Versace, sem var samkyn- hneigður, hafi þekkt Cunanan. Lögreglustjóri í Miami Beach, Richard Barreto, sagði í gær að Cunanan hefði fyrst sést þar í borg fyrir hálfum mánuði, og hefði „setið fyrir [Versace] ... mér virðist sem þarna hafi verið lögð á ráðin ... líkt og aftaka færi fram,“ var haft eftir honurn." Snemma í gærmorgun var fólk farið að safnast saman við tröppurnar framan við hús Versaces í Miami, þar sem hann var myrtur. Mikið af blómum barst frá syrgj- endum og safnaðist á tröppurnar. „Viðbrögð mín eru uppreisn gegn svo óeðlilegum og ofbeldis- fullum dauðdaga, og djúpstæð sorg,“ sagði tískuhönnuðuinn Gi- orgio Armani í Róm, en ásamt Versace er hann fremsti tískuhönnuður Ítalíu. Haft var eftir Díönu prinsessu, sem hefur klæðst fötum hönnuðum af Versace, að hún væri harmi slegin. „Það ná engin orð að lýsa því hvernig mér líður,“ sagði tískuhönnuðurinn Gianfranco Ferre. „Þessi atburður er fáránlegur, óútskýranlegur, hræðilegur ... ég fmn ekkert nema endalausa kvöl.“ Versace var ímynd ítalskrar tísku í heiminum og hannaði klæði á marga heimsþekkta einstaklinga. Auk Díönu prinsessu má nefna söngvarana Madonnu, Sting og El- ton John, og leikkonurnar Liz Hurley og Demi Moore. í tískuheiminum á Ítalíu er þess nú vænst að Santo Versace, bróðir Giannis, og Donat- ella, systir hans, haldi uppi merki fjölskyldunnar. Að ítölskum hætti er Versace fjölskyldufyrirtæki og EIN af myndunum af Andrew Cunanan sem lögregla í Miaml hefur sent út. Reuter URHELLI gerði í Miami að kvöldi miðvikudags, og verðir stóðu á tröppunum við hús Versaces, þar sem hann var myrtur þá um daginn. systkinin þijú höfðu þar tögl og hagldir. Santo var sá sem leit eftir fjármál- unum og hélt viðskiptunum gang- andi á bak við sýningartjöldin. „Hann sér um allar fjárfestingar og aðföng," sagði Paola Berti, sem skrifar um tísku á Ítalíu. Segja fréttaskýrendur að þótt Gianni hafi búið að mikilli sköpunargáfu hafi Santo átt stóran þátt í því að gera Versace merkið svo frægt sem raun ber vitni. Donatella hefur látið að sér kveða í tískuheiminum og hefur að undan- förnu séð um Versus-línu tískuhúss- ins, sem er hönnuð með tilliti til ungs fólks. Peking. Reuter. Starfsmaður hjálparstofnunar kannar ástandið í N-Kóreu 80.000 börn talin alvarlega vannærð RUMLEGA 80.000 norður-kór- esk börn undir sex ára aldri eru alvarlega vannærð og mörg dæmi eru um að böm hafi þegar dáið úr sulti, að sögn starfs- manns hjálparstofnunar, sem kannaði ástandið í landinu. „Þeir viðurkenna allir að böm- in eru að deyja úr sulti,“ sagði Kathi Zellweger, yfirmaður deildar alþjóðlegu hjálparstofn- unarinnar Caritas í Hong Kong. „Ástandið hefur versnað veru- lega frá síðustu heimsókn minni í apríl. Það er orðið mjög alvar- legt.“ Zellweger bætti við að korn- geymslur hefðu tæmst, sjúkra- hús hefðu ekki lengur matvæli handa sjúklingunum og vannær- ingin væri mest meðal bama og gamalmenna. Engum matvælum væri dreift nema birgðir bærust frá útlöndum og matvælaskort- urinn hefði orðið til þess að stjómvöld hefðu þurft að falla frá því fyrirkomulagi að dreifa mat- vælaskömmtum tvisvar í mánuði. Embættismaður í Anbyon- sýslu í vesturhluta landsins sagði Zellweger að stjórnin hefði gefið fyrirmæli um að matvæladreif- ingunni yrði frestað eins lengi og kostur væri þar sem óvíst væri hvenær næsta matvæla- sending bærist. Zellweger lýsti ástandinu á ríkisreknum dagheimilum þar sem horuð og máttvana börn störðu með líflausum augum á gestina. Hún sagði að sum bam- anna hefðu verið svo veikburða að þau hefðu ekki getað staðið. „Þetta minnir á myndir sem ég er vön að sjá frá Afríku en ekki frá Asíu,“ sagði hún. Stjórnvöld í Norður-Kóreu áætla að af 2,6 milljónum barna séu 80.000 mjög illa haldin vegna næringarskorts. Zellweger sagði að sú tala væri rúmlega helmingi hærri en í apríl og rúmlega 700.000 böm séu nú með fyrstu einkenni vannæringar. Þurrkar gætu valdið uppskerubresti Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur varað við því korn- uppskeran í Norður-Kóreu í haust kunni að verða of lítil til að Norður-Kóreumenn verði sjálfum sér nógir um matvæli. Zellweger sagði að Norður- Kóreumenn óttuðust nú að þurrkar gætu valdið uppskeru- bresti þar sem sumarregninu hefði þegar seinkað. „Fólkið borðar allt sem það telur ætt,“ sagði hún. „Ég tel að haldi ástandið áfram að versna verði fólkið of veikburða til að ■slá kornið og færa það í hlöðu.“ l \ I I i i I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.