Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 51 BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Oglæsileg blaðamennska Frá Pétrí Þ. Péturssyni: í DV þriðjudaginn 15. júlí sl. á for- síðu (!) og á neytendasíðu blaðsins eru birtar flennifyrirsagnir um „óglæsilega landkynningu" og vitnað í Big Mac-vísitöluna, sem The Ec- onomist beitir stundum til þess að leita að mælikvarða á kaupgetu og gengi gjaldmiðla hinna ýmsu landa, en fá vörumerki eru jafnvíða í heimin- um eða undir jafnmiklum aga sam- ræmingar og McDonald’s. Eins og þeir sem það vilja vita er „vísitala" þessi meira leikur en vísindi og er harla ónákvæm enda tekur hún t.d. ekki tillit til atriða eins og söluskatts o.fl., sem skiptir verulegu máli þegar þessum samanburði er beitt til þess að finna sér einhveijar aðrar og oft fyrirfram gefnar niðurstöður, en leik- urinn stóð um. Þannig er það að mínu mati óvönduð blaðamennska í meira lagi að nota þessa vísitölu í neytendadálki til þess að leiða getgát- um að því eða gefa í skyn órökstutt að eitthvert eitt fyrirtæki, í þessu tilfelli Lyst ehf. og vörumerki okkar McDonald’s, stundi óeðlileg vinnu- brögð og/eða óhóflega gjaldtöku, sem hvorki meira né minna en sverti iand og þjóð út á við. Ef sannleiksást og þekkingarleit væru Ieiðarljós blaða- mannsins, sem skrifaði þessa grein, hefði hann hlustað betur á það sem ég var að reyna að segja honum þegar hann hringdi og t.d. ekki í forherðingu gert mér orð úr sam- hengi tekin t.d. þau að „gengi ís- lensku krónunnar sé rangt skráð“, enda ætla ég mér ekki að vera sér- fræðingur á því sviði. Ég verð að spyrja af hveiju árásir á eitt fyrir- tæki, sem jaðra við atvinnuróg, en ekki almennar vangaveltur um það sem betur mætti fara í íslensku þjóð- félagi? Hefur blaðamaðurinn reynt og hefur hann vit og þekkingu til að gera almennan verðsamanburð á íslandi að teknu tilliti til gæða, þjón- ustumagns, hreinlætis o.s.frv. eða af hveiju vill hann gera eingöngu okkar fyrirtæki að blóraböggli? Veit blaða- maðurinn t.d. það að verðið á Kentucky Fried Chicken er lægra í Arkansas en á Selfossi? Ætli það sé að mati blaðamannsins vegna þess að hið af öðrum virta fyrirtæki KFC á Selfossi séu svo miklir landráða- menn eða er ef tii vill eitthvað annað sem skapar verðlagið? Ef DV eða viðkomandi blaðamaður þráir svo neytendavernd af hveiju er ekki spurt hvers vegna íslenskt hráefni sé svona dýrt, af hveiju flutningsgjöld og toll- ar séu svo há hér á landi, af hveiju launatengd gjöld séu svo há, af hveiju vextir séu hærri hér en annars stað- ar, af hveiju hin ýmsu gjöld og skatt- ar séu svo mörg og há o.s.frv. o.s.frv.? Við erum aðeins síðasti hlekkurinn í langri keðju og ráðum auðvitað minnst sjáif um verðið. Við hjá Lyst höfum nýlega gert innanhússathugun á því hvernig væri að reka veitingastofu ef skil- málar hér væru þeir sömu og í Virgi- níu í Bandaríkjunum (ath. verðlag og söluskattar eru mismunandi í Bandaríkjunum og má almennt segja að þetta sé lægra eftir því sem sunn- ar dregur. Við tókum Virginíu sem leit að einhvers konar meðaltali). Ég get upplýst að niðurstöður okkar voru auðvitað þær að ef allt væri jafnfætis, launakostnaður, aðföng, opinberar álögur o.s.frv. væru sam- bærileg, að þá væri verð á þjónustu okkar, þ.m.t. á Big Mac, það sama á íslandi og þar. Og ég bið þig, blaðamaður, að skrifa þetta hjá þér til minnis: Við vitum það vel að ef við gætum haft lægra verð myndi sala okkar aukast. Ef DV og neyt- endasérfræðingur þess vilja taka höndum saman við okkur og í alvöru stuðla að lægra vöruverði og bættum hag neytenda, þá erum við tilbúin. Hvar viltu byija? PÉTUR Þ. PÉTURSSON, Lyst ehf., Austurstræti 20. Menntun er lofroðið magnrt Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: ÞEIR segja að menntun sé merkileg nokk og magni hér framtíðarglæð- ur. Á hátíðum stórmennin stíga á stokk með stór- yrtar loforða- ræður: Kennara- starfið sé stór- merkilegt, styrkja það beri! þeir skrifa. En ávallt það gleymist í and- jöfra spekt, að Jóhann Guðni af engu er von- Reynisson laust að lifa4 Ef kennari samvisku í sakleysi ' ber, sárbitna á launanna torgið, þá fljótlega kemst hann í eilífðarker en í kistunni er honum borgið. Því kennarastarfið er krefjandi mjög en kýld er ei vömbin af slíku. Svo setur vort Alþingi endalaus lög með upphaf í loforði ríku. En hvers vegna gleymist að greiða þarf laun þegar gætt er að námsmannaeldi? Og ef á það er minnst þá er komið við kaun á kóngum í peningaveldi. Munið þið eftir að menntun var blóm og menningarverðmæti fag- urt? Nú er hún lífvana orðanna hjóm, holdlítið lofroðið magurt. Fyrr Iitu þingmenn af löngun til þín, lang- þreytti kennaraflokkur, og sýndist þeir vildu fá verkin sín vænlega miðuð við okkur. Nú taka þeir minnstakost tvöfaldað kaup ef tekið er miðið af kennslu og ekkert er hlustað á endaiaust raup en ein- göngu vísað til þenslu: „Þjóðarbúið er blautt og snautt, bólgið af launaskriði, svo launasjóði við lensum trautt, æ, látiði okkur í friði!“ Samt fáum við núna rúm fjögur prósent, „feitlagna" launanna hækkun. Margir þó býsnast ef á það er bent að í blessaðri stéttinni er fækkun. Hugsjónafólkið, sem heldur þó er hálfgerðir sjálfboðaliðar, merki ber fræða, það mærir en sér er menntasól hnígur tii viðar. JÓHANN GUÐNIREYNISSON, kennari, Fjalli, 650 Laugar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens Grettir Ég held að ég hafi uppgötvað leyndarmá! lífsins — Z-IB UST HAN6 AROUND UNTIL GET USED TO IT.. Maður ranglar bara um þangað til maður venst því...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.