Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erfiðleikar ferðaskrifstofa vegna gengisbreytinga frá síðasta hausti Tíunda hver milljón skilar sér ekki í kassann Ferðaskrifstofur, sem selja fólki á megin- _____ >» landi Evrópu ferðir til Islands, sjá fram á verulegan samdrátt í tekjum á þessu ári, vegna gengisbreytinga frá síðasta hausti. í samantekt Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram, að ferðaþjónustan telur sig þurfa að hækka verð á næsta ári um 10-15%. Slík hækkun myndi hins vegar hafa slæm áhrif á viðkvæman markað. „MIÐAÐ við þann fjölda farþega, sem hefur keypt sér ferðir með Safaríferðum í sumar, þá sáum við fram á besta ár okkar hingað til. Núna stefnir hins vegar í að af- koman verði með versta móti, því við fáum 10,5% lægri tekjur af hveijum farþega í ár en í fyrra og munar um minna,“ sagði Halldór Bjamason, framkvæmdastjóri Safaríferða, í samtali við Morgun- blaðið. Orð Halldórs endurspegla þann vanda, sem ferðaskrifstofur glíma við í sumar. „Flestir farþega Safaríferða koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Norðurlöndunum, en frá því að við gáfum ferðaheildsölum í þessum löndum upp verðskrá okkar á síðasta ári hefur gengi þýska marksins lækkað um 11,44%, franska frankans um 10,16%, dönsku krónunnar um 10,13% og svissneska frankans um 12,73%. Þetta er sú gjaldeyris- karfa, _sem viðskipti okkar byggj- ast á. í september var gengi þýska marksins 44,66 krónur, en nú fáum við aðeins 39,55 krónur fyrir hvert mark.“ Halldór sagði að innan ferða- þjónustunnar furðuðu menn sig á af hveiju gengi krónunnar fylgdi bandaríkjadollar og breska pund- inu jafn mikið og raun bæri vitni. „Ef öll okkar viðskipti væru í pund- um, þá væri afkoman 16% betri nú en stefndi í síðasta haust.“ Halldór sagði að ferðaþjónustan tapaði háum upphæðum vegna gengismunarins. „Því má ekki gleyma, að á sama tíma og þetta gerist hafa laun hækkað. Kostnað- ur ferðaskrifstofanna hér innan lands hefur því hækkað og það gerir afkomuna enn verri.“ Aðspurður hvort ferðaskrifstof- ur gætu ekki tryggt sig gegn gengisbreytingum með einhveijum hætti svaraði Halldór, að ferða- heildsalar krefðust þess oft að verð væri gefið upp í þeirra mynt. „Ferðaskrifstofur setja gjaman fyrirvara um hugsanlegar gengis- breytingar, en ég held að enginn nýti sér slíkt ákvæði í raun. Við- skiptavildin myndi hverfa fljótt og ferðaheildsölur snúa sér til annarra ferðaskrifstofa, sem væri nauðug- ur einn kostur að taka á sig tapið. Þar með væri ferðaskrifstofan, sem ætlaði sér að halda hækkandi verði til streitu, einangruð." Halldór sagði að vissulega gætu ferðaskrifstofur keypt banka- tryggingu og fest þannig það gengi, sem skráð er þegar verð- skrá er lögð fram. „Það hefur ekki tíðkast að taka slíka tryggingu, enda er þetta mjög óvenjuleg staða, sem enginn sá fyrir. Það hefði enginn getað ímyndað sér að krónan yrði á meðal þriggja sterkustu gjaldmiðla heims.“ Halldór sagði að auðvitað yrðu ferðaskrifstofur misjafnlega úti; sumar ættu ekki aðeins viðskipti við meginland Evrópu, heldur einn- ig Bandaríkin og Bretland og þá jafnaðist þetta út. „í haust verðum við líklega að hækka verð á ferðum um 12-15%, sem skaðar fjölda far- þega á næsta ári. Við ráðum ekki við að taka á okkur þetta tap tvö ár í röð.“ Gífurlegt áfall Anton Antonsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands, tók mjög í sama streng og Halldór. „Þetta er gífur- legt áfall. Við töpum um 10% af tekjum okkar í frönskum frönkum og þýskum mörkum, en langflestir viðskiptavina okkar eru frá Frakk- landi og Þýskalandi. Þegar haft er í huga, að velta Ferðamiðstöðvar Austurlands er um 400 milljónir, þá sést um hvaða upphæðir er að ræða.“ Anton sagði að ferðaheildsalar í Evrópu ættu bágt með að skilja að ferðir þyrftu að hækka um 10-15% á næsta ári, en menn óttuðust að ferðamenn leituðu þá annað. „í Evrópu furða menn sig mjög á af hveiju gengi íslensku krónunnar fylgir ekki gengi Evrópumynta. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem við lendum í vanda af þessum toga. Árið 1990 til 1991 var 14% verðbólga, en fastgengis- stefnu haldið til streitu. Við þurft- um að hækka ferðir um 15%. Það hafði í för með sér, svo dæmi sé tekið, að frönskum ferðamönnum árið 1991 fækkaði um fjórðung frá árinu á undan. Við náðum að vinna þetta upp árið eftir, en auðvitað hafði þetta mjög slæm, keðjuverk- andi áhrif. Við auglýstum minna og bflstjórar og leiðsögumenn höfðu færri verkefni." Anton sagði að Ferðamiðstöðin reyndi að hagræða eftir mætti í ár. „Mér þykir sárast hvað þetta kemur illa niður á landsbyggðinni. Ef ferðirnar verða dýrari, þá hætta sumir við, en aðrir koma í styttri tíma en ella og ferðast síður um landið. Það kemur verst niður á landsbyggðinni, sem lifír á físki og ferðaþjónustu." Hægt að verjast sveiflum Úlfar Antonsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Úrvals-Útsýnar, sagði að þar sem ferðaskrifstofan seldi jafnt Bandaríkjamönnum og Bretum ferðir sem íbúum megin- lands Evrójju þá jafnaði það af- komuna. „Ástandið er slæmt ef við horfum til einstakra markaða. Gengi gjaldmiðla á Norðurlöndun- um veldur til dæmis áhyggjum. Þegar við sáum í hvað stefndi reyndum við að hnika verðinu upp á óseldum ferðum, en í sumum til- vikum var búið að festa verðið með samningum síðasta haust.“ Úlfar sagði að ferðaskrifstofur gætu varist sveiflum af þessum toga með því að miða við íslenskar krónur í samningum, eða kaupa bankatryggingu. „Það er einfalt mál að áætla hvað selt verður mik- ið í hverri mynt og frysta svo geng- ið með bankatryggingu. Hins veg- ar hefur það ekki tíðkast, því þá njóta ferðaskrifstofur ekki gengis- munarins, þegar hann er þeim í hag. Áður fyrr var reglan sú, að gengisbreytingar komu ferðaskrif- stofum til góða, en nú eru aðrir tímar. Þrátt fyrir að þýska markið hafi verið á niðurleið, þá reiknuðu menn með að það hækkaði á ný, eins og alltaf hafði gerst.“ Úlfar sagði lítið mál að gefa upp verð í verðskrám í íslenskum krón- um, því verðlag hér á landi væri nú stöðugt og einfalt að reikna 2-3% verðbólgu inn í verðið. Þarf sameiginlega ákvörðun Gunnar Rafn Birgisson, deildar- stjóri innanlandsdeildar Samvinnu- ferða-Landsýnar, sagði að tíunda til tólfta hver milljón, sem reiknað hafði verið með, myndi ekki skila sér í kassa ferðaskrifstofunnar í ár. Veltan væri um 400 milljónir, svo tekjutapið væri mikið, enda viðskiptin mest við Þýskaland, Danmörku, Frakkland og Ítalíu, en lítil við Bandaríkin og Bretland. „Að vísu eigum við enn eftir að fá greitt fyrir ferðir og sumir gera ekki upp fyrr en í haust. Þá gæti gengið verið okkur hagstæðara." Gunnar Rafn sagði að hann hefði þó meiri áhyggjur af því hvað tæki við þegar ferðaskrifstofurnar gera verðlista sína fyrir næsta ár. „Markaðurinn þolir ekki 10-15% hækkun og mér fínnst augljóst að ferðaskrifstofur þurfí að taka sam- eiginlega ákvörðun um hvernig bregðast eigi við, svo hægt sé að leysa málið farsællega." Tapið 300-500 miiyónir Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri, sagði að gera mætti ráð fyrir að ferðaskrifstofur seldu skipulagðar ferðir fyrirfram í er- lendri mynt fyrir 3 til 4 milljarða króna i ár. „Þar við bætist að ís- lensk flugfélög selja með sama hætti fargjöld fyrir um 3 milljarða. Því er búið að selja fyrirfram fyrir 6 til 7 milljarða króna. Hluti þess- ara viðskipta er í dollurum og pundum, sem eru sterkir gjaldmiðl- ar. Hins vegar má gera ráð fyrir að heildartekjutap ferðaþjón- ustunnar, vegna gengisþróunar- innar, sé 300 til 500 milljónir króna, eða 2-3% af heildargjaldey- ristekjum greinarinnar." Magnús sagði mjög misjafnt hvernig ferðaskrifstofur yrðu úti vegna gengismunarins. „Þetta kemur illa niður á þeim, sem selja nær eingöngu á meginlandi Evrópu og eru með samningana bundna í erlendri mynt.“ Magnús sagði að í ferðaþjónustu væri fremur tilhneiging til að lækka verð en hækka og því hefði hann áhyggjur af hugsanlegri hækkun á verði íslenskra ferða- skrifstofa komandi haust. „Við verðum að bregðast við með því að stórauka markaðssetningu, og ekki síður með því að endurskoða samsetningu þeirrar vöru sem ferðaþjónustan býður. Samkeppn- ishæfni snýst ekki eingöngu um verð, heldur einnig vöru. Ef ferða- þjónustan er ekki samkeppnisfær tímabundið í verði, þá hljóta menn að velta fyrir sér hvort þeir geti bætt sér það upp á annan hátt. Til viðbótar gengisþróuninni erum við að tapa hlutdeild á markaðs- svæðum í Mið-Evrópu og það á að vera okkur enn frekari áminn- ing um nauðsyn aukinnar mark- aðsvinnu og vöruþróunar." Kappflug frá Reykjavík til Tyrklands FLUGKEPPNI verður í haust frá Reykjavík til Tyrklands og taka þátt í henni 20 flugvélar og jafnvel nokkru fleiri. Lagt verður upp 10. september og endað á heimsleikum flugmanna sem haldnir eru í Tyrk- landi í september. Höskuldur Frímannsson, forseti Flugmálafélags íslands, tjáði Morg- unblaðinu í gær að keppt yrði á eins og tveggja hreyfla vélum og yrði þeim skipt í flokka eftir afkasta- getu. Keppendur eru erlendir flug- menn víða að og hafa 20 þegar til- kynnt þátttöku. Auk Flugmálafé- lagsins mun Flugþjónustan annast undirbúning flugsins héðan. Ráðgert er að fljúga frá Reykja- vík um Þýskaland, Portúgal, Ítalíu, Kýpur, ísrael og til Tyrklands. Þar munu þá standa svonefndir heims- leikar flugsins sem haldnir eru á nokkurra ára fresti. Er þar keppt í öllum mögulegum greinum flugs, svo sem svifdrekaflugi, listflugi, fall- hlífarstökki og svifflugi. ♦ » ♦---- Biskupskosningar Fjölgað um einn á kjörskrá NÍU kærur bárust kjörstjóm vegna biskupskjörs og voru þær afgreiddar á fundi hennar í gær. Tvær voru teknar til greina en sjö var hafnað. Á kjörskrá verða því 190 manns. Kærurnar voru frá prestum og guðfræðingum sem ekki voru á kjör- skrá en í biskupskosningum hafa m.a. allir prestar þjóðkirkjunnar kosningarétt svo og þeir prestar sem starfa að prestsþjónustu á vegum stofnana ríkis eða sveitarfélaga. Þeir sem kærðu eru m.a. í störfum hjá félagasamtökum og var þeim kærum hafnað að sögn Þorsteins Geirssonar, formanns kjörstjórnar. Tvær kærur voru teknar gildar. Varðar önnur þeirra prest í starfi hjá sjúkrastofnun og í hinu tilvikinu var um að ræða prest sem verið hefur í leyfi en verður kominn til starfa þegar kosning fer fram í næsta mánuði. Á kjörskrá verða því 190 og fjölgar um einn þar sem í öðru tilvikinu var aðeins um nafna- breytingu að ræða. Kærendur geta vísað úrskurði kjörstjórnar til kirkju- málaráðherra og mun endanleg kjör- skrá liggja fyrir þegar kærufrestur er liðinn. -----♦ ♦ ♦--- Vélsljórar samþykktu samninginn FÉLAGSMENN í Vélstjórafélagi ís- lands samþykktu nýjan kjarasamn- ing í atkvæðagreiðslu. Atkvæði voru talin í gær. 148 voru á kjörskrá en 56 greiddu atkvæði eða 37,8% félagsmanna. 5Já sögðu 31 en nei 24, einn seðill var auður. Samningurinn var því samþykktur með rúmlega 55% at- kvæða. Göngubrú yfir Miklu- braut AÐFARANÓTT miðvikudags var göngubrú yfir Miklubraut hífð á sinn stað. Brúin er í þremur hlutum og er nú unnið að því að sjóða þá saman. Þá er eftir að klæða brúna og selja á hana handrið. Stefnt er að því að ljúka framkvæmd- um fyrir mánaðamót og verður brúin þá opnuð almenningi. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.