Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Strand Hanseaticx ið Svalbarða Skipið kemur ekki til Islands ALLIR 145 farþegarnir á lysti- ferðaskipinu Hanseatic, sem strandaði í Hinlopenfirði á Sval- barða á sunnudag, verða ásamt flestum úr 115 manna áhöfn þess fluttir frá borði í dag. Útgerðaraðil- ar skipsins í Þýzkalandi tóku ákvörðun um þetta í gær. Verið er að dæla olíu úr skipinu og fyrst er því er lokið verður gerð önnur til- raun til að ná því á flot. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Elisabeth Aarsæther, upplýsingafiilltrúa sýslu- mannsins á Svalbarða, átti að byija að selflytja farþegana, sem flestir eru þýzkir og á eftirlaunaaldri, á smábátum úr skipinu í norska strandgæzluskipið Nordkapp klukk- an sex í morgun að íslenzkum tíma. Nordkapp er isbijótur, sem sendur var að strandstaðnum til að halda opinni vök í rekísnum, sem þrengir að Hanseatic. Annað minna strandgæzluskip, Tromse, er einnig á staðnum, sem tekur við olíunni sem dælt er úr farþegaskipinu. Að sögn Aarsæther gengur dælingin mun hraðar en upphaflega var áætlað og Síðasti einkarit- ari Hitlers látinn GERDA Christian, síðasti eftir- lifandi einkaritari Adolfs Hitl- ers, dó í fyrradag á sjúkrahúsi í Dusseldorf. Hún var 83 ára að aldri og var dánarorsökin krabbamein. Frú Christian var í fylgd Hitlers eins nærri því síðasta og mögulegt var. Hinn 30. apríl 1945 naut Hitler félagsskapar einkaritara sinna, frú Christian og frú Junge, er hann snæddi sinn síðasta hádegisverð í byrg- inu undir kanzlarahöllinni í miðborg Berlínar. Á þeirri sömu stundu hífði sovézkur höfuðsmaður rauða fánann að húni yfir rústum Ríkisþing- hússins, steinsnar frá byrgi foringjans. Að málsverðinum loknum, um nónbil, kallaði Hitl- er nánasta samstarfsfólk sitt saman fyrir framan einkaskrif- stofu sína í byrginu, þar á meðal ritarana tvo auk ann- arra, sem þraukað höfðu með foringja sínum síðustu vikurn- ar. Eftir stutta kveðjuathöfn, þar sem Hitler tók hinzta sinni í hönd samstarfsfólksins, drógu hann og eiginkonan Eva sig í hlé og enduðu líf sitt með eitri og skammbyssukúlum. Fékkst aldrei til að tala opinberlega um Hitler Frú Christian neitaði ávallt að tala opinberlega um vinnu- veitanda sinn, en vinum sínum sagði hún þessa sögu: „Ég get ekki kvartað undan tímanum sem ég átti með foringjanum. Okkur var meira að segja leyft að reykja, þegar boðorðið hét annars: „Hin þýzka kona reykir ekki!“ En að ég skyldi reykja bjargaði í raun lífi mínu.“ Eftir að frú Christian hafði kvatt Hitler hinzta sinni gerði hún tilraun til að flýja út úr Berlín, en var stöðvuð af rúss- neskum hermönnum. „Ég þáði vindling sem einn hermann- anna bauð mér og saug að mér reykinn," rifjaði frú Christian upp. „Þá sagði einn Rússinn á bjagaðri þýzku: „Þýzkar konur reykja ekki.“ gæti hugsanlega verið lokið í dag. Nordkapp mun flytja farþegana til Longyearbyen á Svalbarða, þang- að sem flugvél hins þýzka útgerða- raðila Hanseatic, Hapag-Lloyd, mun sækja þá á morgun, föstudag. Um tólf stunda sigling er frá strand- staðnum til Longyearbyen, og er því gert ráð fyrir að Nordkapp komi í höfn seint í kvöld. Ekkert verður úr því að Hanse- atic leggi leið sína til íslands að þessu sinni, eins og ráðgert hafði verið. Þegar tekizt hefur að ná skip- inu á flot verður því, að sögn Aar- sæther, siglt til hafnar í Long- yearbyen, þar sem skemmdir á skip- inu verða rannsakaðar. Sigvaldi Hrafn Jósafatsson hjá skipamiðluninni Gáru, umboðsaðila Hanseatic á íslandi, segir ljóst vera að „ferðaþjónustuaðilar munu missa spón úr aski sínum" fyrst ekki verð- ur af komu skipsins til landsins. Áætlað var að það kæmi til Húsavík- ur á sunnudag, og kæmi við á Grundarfirði, í Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum áður en það héldi heim til Hamborgar. Reuter Viðgerð á Mir frestað GEIMFARARNIR Michael Fo- ale, Alexander Lazutkin og Vas- ily Tsibliyev í geimstöðinni Mir ræða við stjórnstöð í Rússlandi á þriðjudag. Viðgerð á raforku- kerfi geimstöðvarinnar, sem fara átti fram næstkomandi laugardag, hefur verið frestað um að minnsta kosti fimm daga. Ný áhöfn á að leggja af stað til Mir 5. ágúst, en förin gæti tafist af þessum sökum. Leiðangursstjórinn Vasily Tsibliyev, sem framkvæma átti viðgerðina, hefur mælst með óreglulegan hjartslátt og er nú á hjartalyfjum. Læknar telja að hjartsláttartruflanirnar megi rekja til mikils álags sem hann hefur verið undir síðan raforku- kerfi geimstöðvarinnar laskað- ist. Sljórnstöð Mir i Rússlandi hefur beðið beðiðbandaríska áhafnarmeðliminn Michael Fo- ale að framkvæma viðgerðina í stað Tsibliyevs, en Geimferða- stofnun Bandaríkjanna hefur enn ekki skorið úr um hvort af þvíverði. Manntjón í flugí inun mínna en í fyrra Sérfræðingar í öryggismálum vara við of mikilli bjartsýni London. Reuter. MANNTJÓN í flugi í heiminum var mun minna á fyrri hluta þessa árs en fyrri hluta síðasta árs, sam- kvæmt tölum sem birtar voru nú í vikunni. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur ein farþegaþota farist í heiminum og með henni 33 farþegar og tveggja manna áhöfn. Á fyrri hluta síðasta árs fórust 401 í fjórum, miklum slysum. Boeing 737-300 þota kínversks flugfélags fórst 8. maí sl.í lendingu í þrumuveðri. Slysið varð við borgina Shenzhen í Guangdong-héraði í Kína. Á síðasta ári fórust alls 1187 farþegar í flugi, og var það versta ár í sögu farþegaflugs, og þrisvar sinnum fleiri fórust en árið á undan. Meðal slysa 1996 var árekstur Boeing 747 farþegaþotu flugfélags Saudi-Arabíu og Iljúsín IL-76 flutn- ingavélar frá Kazakhstan nærri Nýju Delhí, sem varð 349 að bana, og hrap Boeing 747 þotu banda- ríska flugfélagsins Trans World Airlines skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York, þar sem fórust 230 manns. Orsakir þess slyss eru enn að mestu ókunn- ar og unnið er að rannsókn þess. Sérfræðingar í flugöryggismál- um benda þó á, að þessi skelfilegu slys varpi skugga á þá staðreynd, að fjöldi flugslysa hafi verið um það bil sá sami ár hvert undanfarna tvo áratugi, en á sama tíma hafi far- þegaflug aukist gífurlega. Tölfræði- lega hafi flugöryggi því aukist. Fulltrúar flugvélaverksmiðja Bo- eing segja þó að þetta sé ekki nóg. Segja þeir, að haldi farþegaflug áfram að aukast með sama hraða án þess að öryggiskröfur verði auknar, megi búast við að mikið flugslys verði, einhversstaðar í heiminum, í viku hverri er kemur fram á 2005. Richard Whitaker, ritstjóri tíma- ritsins Airline Business Magazine varar við því að nýbirtar tölur leiði til mikillar bjartsýni. Ekki sé ráð- legt að draga ályktanir af svo skömmum tíma sem hálfu ári. Eitt eða tvö stórslys geti gerbreytt myndinni, og best sé að byggja ályktanir á meðaltali þriggja til fimm ára tímabils. Reuter Búnar 150 skynjurum EIN þriggja Boeing 747 véla sem bandaríska Samgönguör- yggisráðið (NTSB) hyggst nota til að rannsaka orsakir slyssins er samskonar flugvél Trans World Airlines, flug núm- er 800, fórst skömmu eftir flug- tak frá Kennedyflugvelli í New York í júlí 1996. Ráðið hyggst nota vélamar í 10 tilraunaflug og hafa þær verið útbúnar rúmlega 150 skynjurum sem vonast er til að veiti upplýsingar er geta gefið vísbendingu um hver var orsök slyssins. 230 manns fómst með þotu TWA, sem var á leið frá New York til Parísar. Gmnur leikur á, að sprenging hafi orðið í elds- neytistanki vélarinnar, en ekki er vitað hvað olli spreng- ingunni. Sambands- sinnar ganga út FULLTRÚAR þriggja flokka sambandssinna á Norður- Írlandi gengu út af fundi um friðarsamninga á miðvikudag. Þeir kváðust ósáttir við að breska stjórnin hefði svarað fyrirspurnum Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýðveld- ishersins, sem hefur verið meinað að taka þátt í friðarvið- ræðunum vegna hryðjuverka- starfsemi. Fulltrúarnir munu mæta til næsta fundar, sem boðaður er á mánudag. Milosevic kos- inn forseti SAMBANDSÞING Júgóslavíu kaus leiðtoga Serba, Slobodan Milosevic, í embætti forseta á þriðjudag, og tryggði þannig áframhaldandi áhrif hans í landinu. Milosevic hefur verið forseti Serbíu síðan árið 1990, en er meinað samkvæmt stjórnarskrá að leita eftir end- urkjöri þegar kjörtímabil hans rennur út í lok ársins. Áhyggjur vegna lausnar EITT áhrifamesta dagblaðið í Alsír, E1 Watan, fjallaði í gær um áhyggjur alsírskra stjórn- málamanna vegna lausnar leiðtoga íslömsku frelsisfylk- ingarinnar, Abassis Madanis, úr fangelsi á þriðjudag. í blað- inu segir að fregnin hefði ver- ið eins og köld vatnsgusa fyrir lýðræðisöflin í landinu og að margir óttist að flokki Madan- is sé ekki treystandi. Um sé að ræða ofsatrúarmenn sem taki sáttaviðleitni stjórnvalda sem veikleikamerki. Samþykkir skipun ÚKRAÍNSKA þingið sam- þykkti í gær að skipa Valery Pustovoitenko forsætisráð- herra landsins. Forsetinn Leo- níd Kuchma hafði áður tilnefnt hann í embættið. Liðsmenn NATO á varðbergi í Bosníu Ottast hugsan- legar hefndar- aðgerðir Serba Sar^jevo, Washington. Reuter. BANDÁRÍSKUR hermaður særðist lítilsháttar í gær þegar ráðist var á hann með hnífi á yfirráðasvæði Serba í Bosníu og friðargæslulið Atlantshafsbandalagsins (NATO) var á varðbergi vegna hugsanlegra hefndaraðgerða Serba í kjölfar árásar breskra hermanna á meinta stríðsglæpamenn í vikunni sem leið. Leiðtogar þjóðernissinnaðra Serba eru æfir yfir árás bresku hermannanna, sem skutu serbnesk- an lögregluforingja til bana eftir að hafa reynt að handtaka hann vegna gruns um aðild að stríðs- glæpum. Annar meintur stríðs- glæpamaður var handtekinn. Óttast er að þjóðernissinnaðir Serbar hefni sín með árásum á friðargæsluliða, starfsmenn Ör- yggis-. og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) og erlenda embættis- menn. Sprengja sprakk við íbúð eftirlitsmanns á vegum ÖSE í Banja Luka á þriðjudag og daginn áður varð sprenging á hóteli sem embættismenn Sameinuðu þjóð- anna og erlendir eftirlitsmenn hafa notað. Enginn særðist þó í tilræð- unum. Hefndaraðgerðir væru „alvarleg mistök“ Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst hafa áhyggjur af því að Bosníu-Serbar kynnu að hefna sín. „Þeir hafa enga ástæðu til að grípa til hefndaraðgerða og það væru alvarleg mistök ef þeir gerðu það,“ sagði forsetinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.