Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 41 heima hjá henni og áður en ég fór að sofa kom hún til mín með heitt kakó og kyssti mig góða nótt. Þetta lýsir henni svo vel því hún var allt- af svo hugulsöm og góð. Það er eitt sem mig langar sérstaklega að minnast, alltaf þegar ég átti af- mæli eða hafði gengið vel á prófí þá sagði hún brosandi við mig „til lukku“ og í framtíðinni þegar ég á afmæli eða gengur vel á prófi þá mun ég hugsa til hennar og hennar blíða rödd hljóma „til lukku“. Hvíl í friði. Kristín Eva. Elín Þorláksdóttir er nú látin á 94. aldursári og er hennar sárt sakn- að af þeim sem þekktu hana. Elín var föðursystir mín. Við systkinin og aðrir í sveitinni þar sem Elín fæddist (á Hrauni í Ölfusi) kölluðum hana jafnan Elínu í Eskihlíðinni, þar sem hún bjó í mörg ár í Eskihlíð 16b með manni sínum Sigurði Grímssyni. Sigurður lést fyrir nokkrum árum. Það eina sem mörg okkar í sveitinni þekktum úr Reykjavík til margra ára var Eski- hlíð af því að allir sem fóru til Reykjavíkur komu þar við. Ef hóp- urinn tvístraðist í borginni samein- aðist hann ávallt í Eskihlíð hjá Elínu áður en haldið var austur fyrir fjall. Jafnvel fyrsta minning mín um yngri systur mína nýfædda er sprottin í Eskihlíðinni hjá Elínu - þá var ég á 6. aldursári. Þar var komið saman frá fæðingardeildinni áður en farið var í sveitina. Jafnvel þótt Elín og Sigurður hafi flutt fyr- ir hartnær aldarfjórðungi á Lang- holtsveginn í íbúð í húsi dóttur henn- ar - Höllu og Sigurgeirs manns Höllu - hugsaði maður alltaf um Elínu sem Elínu í Eskihlíðinni. Kannski stafar þetta af því að sem strákur áleit maður Eskihlíðina vera miðju Reykjavíkur - það snerist jú allt um hana í okkar augum. Það má með réttu segja að Eski- hlíðin þar sem Elín bjó væri nafli Reykjavíkur því þaðan fíkruðum við okkur áfram við að rata um borg- ina. Fyrst var lært að fara niður í sjoppuna í Eskihlíð 10 og til baka í fylgd Skúla fóstursonar Elínar og Sigurðar. Síðan alla leið upp á Skólavörðuholt og til baka. Ég þótt- ist langförull þegar ég gekk til tann- lækninga hjá Höllu dóttur Elínar og gat farið frá Höllu úr Ingólfs- strætinu yfir í Skólavörðustíginn og þaðan var greið leið upp á holtið og svo til Elínar í Eskihlíð. Til Elín- ar auðvitað því þangað var gott að koma. Hjá Elínu og Sigurði bjó ég í þijá vetur þegar ég gekk í mennta- skóla eða allt til þess sem að þau fluttu á Langholtsveg. Þá kynntist ég Elínu betur en í tilviljanakennd- um heimsóknum í æsku. Ég minnist hennar sem mjög góðrar konu sem mátti ekki vamm sitt vita. Hún var traust, hlý og kímin þegar það átti við. Hún stýrði heimilinu í Eskihlíð 16b af myndarskap og festu. Starf hennar á heimilinu var líkt starfi farsæls stjórnanda - maður tekur lítið eftir því þegar það gengur óað- finnanlega. Þeir finnast ekki sem ég hef borið jafn mikla virðingu fyrir og Elínu. Hún var bjarg. Elín og pabbi voru náin systkini. A hveijum fimmtudegi í áratugi fór pabbi með egg, lax, söl og fleiri afurðir til Reykjavíkur í búðir. Allt- af kom hann til systur sinnar í Eski- hlíðina og síðar á Langholtsveginn og borðaði hádegismat. Oftast kom hann síðan við hjá Elínu seinni hluta dags í kaffi áður en hann ók aftur austur fyrir fjall. Þessar heimsóknir og aðrar þóttu sjálfsagðar af öllum og mörg voru handtök Elínar við þær í öll þessi ár. Það var ekki fyrr en ég bjó hjá Elínu sem ég sá hve gott var á milli hennar og pabba. í þessu sambandi er gaman að geta þess að fyrir fimm árum þegar bæði Elín og pabbi voru á lífi var komið saman á Hrauni á ættarmót afa þeirra og ömmu. Á kvikmynd sem tekin var á þessu ættarmóti má sjá að Elín og pabbi héldust jafn- an í hendur. Þegar horft er um öxl sé ég Elínu ljóslifandi fyrir mér - hún situr í stofunni í Eskihlíð 16b með handa- vinnu. Hún lítur upp við nærveru mína og spyr hvort ekki hefði verið gaman ef ég hefði komist með pabba austur fyrir fjall. Þá brosir hún hlý- lega við borubrattri neitun og heldur áfram að vinna. Ég ætla að eiga þessa mynd af Elínu. Margar slíkar minningar hljóta Halla, Skúli, mak- ar þeirra og afkomendur að eiga og ég óska þess að þær verði þeim til hugarhægðar í sorginni. Megi minning Elínar Þorláksdóttur lifa lengi. Þorlákur Karlsson. Tíminn líður hratt. Einn og einn tínast þeir á braut sem hafa verið fastur hluti af tilverunni og nú hefur Elín Þorláksdóttir kvatt. Aldurinn var orðinn hár og heilsan farin að gefa sig. Þá er hvíldin kærkomin. Flestar mínar bernsku- og æsku- minningar tengjast Elínu á ein- hvern hátt. Við Halla dóttir Elínar erum á líkum aldri og leikfélagar fram eftir aldri, aðallega á Hrauni, þar sem við vorum í sveit á sumrin og áttum okkar annað heimili sem börn og unglingar. Leifsgatan, Eskihlíðin, þar var ég heimagangur á þessum árum. Svo flutti hún á Langholtsveginn ásamt Höllu og Sigurgeiri og bjó þar meðan heilsan leyfði. Síðasta árið átti hún svo heimili á Skjóli. Samband þeirra mæðgnanna Höllu og Elínar var einstaklega gott og til eftirbreytni. Þær voru bræðradætur móðir mín Þorgerður Magnúsdóttir og Elín og lítill aldursmunur á þeim. Þær voru fæddar á Hrauni í Olfusi og ólust þar upp saman. Báðar hófu þær nám í ljósmóðurfræðum sem Elín lauk en móðir mín varð að hætta af óviðráðanlegum orsök- um þegar stutt var eftir af nám- inu. Vinátta þeirra var sterk og bar aldrei skugga á meðan báðar lifðu. Þær fóru saman í ferðalög bæði innanlands og utan og jólaboð og aðrar heimsóknir voru fastir liðir. Sú árlega hefð skapaðist að þær fóru saman ásamt fleirum til messu kl. 8 á páskadagsmorgun og svo var komið í kaffi heim til okkar á Lokastígnum á eftir. Þegar Halla dóttir Elínar og Sigurgeir maður hennar voru við nám í Bandaríkjun- um fóru þær í heimsókn til þeirra. M.a. fóru þær á Heimssýninguna í Montreal sem aldrei hefði orðið ef ekki hefði komið til leiðsögn og aðstoð Höllu og Sigurgeirs. Þessi ferð var þeim ógleymanleg og oft um hana rætt og riíjuð upp skemmtileg atvik úr ferðinni. Allur saumaskapur lék í höndun- um á Elínu og átti hún margar stundir við saumavélina eða út- saum og liggja eftir hana ótal lista- verk á því sviði. Kjóll sem hún saumaði fyrir konuna mína á okkar fyrstu sambúðardögum er geymdur vel. Hann er stundum dreginn fram og dáðst að vönduðu handbragðinu. Elín var vinmörg og oft gest- kvæmt hjá henni. Ættingjar og vinir að austan og ekki síður vinir Höllu litu oft inn hjá henni í kaffi og spjall. Það kunni hún vel að meta því einlæg gestrisni var henni í blóð borin. Ég þakka Elínu allt gott og ekki síst er mér ómetanleg vinátta henn- ar og móður minnar. Höllu, fjölskyldu hennar og öðr- um ættingjum votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð. Jóhann Hálfdanarson. í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Elínu Þorláksdóttur frá Hrauni í Ölfusi. Ég kynntist Elínu fyrst 16 ára gömul þegar ég kom á heimili hennar og Sigurðar í Eski- hlíðinni með dóttur hennar Höllu sem var skólasystir mín og vin- kona. Tók hún mér af hlýju og vin- semd eins og öllum öðrum sem komu á heimilið. Urðu vinir Höllu líka vinir Elínar. Hún var einstak- lega gestrisin og hafði alla ævi ákaflega gaman af að taka á móti fólki. Enda var stöðugur gesta- gangur á heimili hennar alla tíð. Seinna þegar hún bjó á Langholts- vegi 76 komum við fjölskyldan til hennar árum saman og nutum gestrisni hennar. Varð það smám saman að venju að líta við á Lang- holtsveginum á sunnudagsmorgn- um, oft eftir ferðir í laugamar. Var oft glatt á hjalla við kaffiborðið í eldhúsinu yfir ijúkandi kaffibollum, nýbökuðum pönnukökum, vöfflum og öðru góðgæti. Þarna komu sam- an fjölskyldan af efri hæðinni, Halla, Sigurgeir, þeirra böm og síðar barnabörn og ýmsir vinir og ættingjar. Um tíma kryddaði hund- urinn Tryggur þessi morgunsam- kvæmi með nærveru sinni gestum til skemmtunar. Elín var hlý kona, ævinlega í jafnvægi og tók öllu sem að hönd- um bar af æðruleysi. Aldrei var verið að fjargviðrast yfir smámun- um. Hún laðaði að sér ungt fólk og hafði einstakt lag á börnum enda hændust þau að henni. Hún var ein af þessum myndarlegu hús- mæðrum sem aldrei virðast flýta sér en koma ótrúlega miklu í verk. Mörg eru pörin af vettlingum og sokkum sem hún pijónaði á börnin okkar sem nú eru orðin fullorðin og kalla hana enn Elínu ömmu. Hún hélt sér ákaflega vel bæði andlega og líkamlega fram eftir ævi nema hvað hún átti erfitt með gang seinni árin vegna slitgigtar í hnjám. Undir það síðasta dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu að Skjóli. Ævin var orðin löng, heilsan farin að bila og tími kominn til að kveðja. Eftir situr söknuður, þakklæti og minning um góða konu sem stöð- ugt var gefandi tíma sinn og þolin- mæði. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Auður og Gunnlaugur. Ég kynntist Elínu fyrst af verk- um hennar. Það var haustið 1955. Hún sendi þá einu sinni sem oftar Höllu dóttur sinni pakka á Laugar- vatn þegar við vorum í Menntaskól- anum þar. Halla bauð okkur skóla- systrunum til sín og opnaði pakk- ann. í honum reyndust vera alls kyns kræsingar meðal annars flat- brauð og sú besta kæfa sem ég hafði nokkurn tímann bragðað á. Varð þarna ógleymanleg veisla og kærkomin tilbreyting frá heima- vistarfæðinu. Þetta var aðeins byij- unin. Pakkarnir urðu fleiri og alltaf var okkur hinum boðið með. Þegar Laugvetningar fóru í bæj- arferð til Reykjavíkur sá ég Elínu fyrst. Hún var falleg kona, eðlis- greind, hæglát og hógvær og gest- risin með afbrigðum. Hún bauð alltaf upp á kaffisopa, heimabakað- ar kökur og brauð eða mat með heimilisfólkinu og alltaf var gest- kvæmt á heimili hennar. Hún spjallaði við alla en hlustaði líka grannt á gesti sína þannig að þeir léttu á sér og fengu oft aðra sýn á málin eftir að hafa setið og rabb- að í notalegu umhverfi og í návist þessarar góðu konu þar sem góð- vild og samkennd ríkti. Ég verð að viðurkenna að ég sótti til Elínar þegar ég kom til Reykjavíkur. Hún varð mér hjálparhella í hvívetna og athvarf þegar ég þurfti á að halda. Það var ómetanlegt fyrir mig, utan af landi og móðurlausa frá 12 ára aldri, að eiga Elínu og hennar fólk að. Elín hélt heimili fram yfir nírætt og var það hefð hin síðari ár að fara í kaffi til hennar á sunnudags- morgnum. Þar hittist fjölskyldan og vinir sem tengst höfðu henni á ýmsum skeiðum og röbbuðu sam- an. Alltaf var Elin veitandi og þetta voru yndislegar stundir sem ég sakna nú. Það var andi góðvildar og samkenndar sem sveif þarna yfir vötnunum. Ég hefi oft hugsað um það á liðn- um árum hversu heppin ég var að eignast hana og fjölskyldu hennar að vinum. Ég vildi óska að fleiri væru henni líkir og yrðu kjölfesta í lífi óharðnaðra unglinga sem til borgarinnar flytja. A því er ennþá mikil þörf. Blessuð sé minning sómakon- unnar Elínar Þorláksdóttur. Hólmfríður Gísladóttir. SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON + Svavar Steinn Pálsson Kára- son fæddist í Reykjavík 21. nóv- ember 1976. Hann lést á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 8. júlí. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn i dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Þýð. Steingr. Thorst.) Með þessum orðum viljum við kveðja þig, kæri Svavar, sem alltof fljótt kvaddir þennan heim. Ég veit að í dag munu systkini mín, Gísli og Sigurbjörg, kveðja þig með miklum söknuði, því að þið urð- uð strax bestu vinir um leið og fjöl- skylda mín flutti til Sangerðis. Það fór aldrei á milli mála hveijir voru á ferð þegar þið komuð til okk- ar í heimsókn en þið vissuð að þar voruð þið alltaf velkomin. Ég og fjölskylda mín sendum fjöl- skyldu þinni og aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Megi guð gefa þeim styrk. Minning um góðan og hressan dreng lifir lengi. Bryndís, Páll og synir. Við skrifum þetta til að minnast góðs vinar. Hann Svavar var alltaf fullur lífsorku sem aldrei þraut, hann var alltaf miðpunktur vinahópsins. Við munum hvernig hann framdi oft prakkarastrik til að fá athygli og vekja upp hlátur en maður gat aldr- ei verið reiður lengi út í hann því að hann bræddi það alltaf með smit- andi hlátri. Við munumk ávallt sakna þessa smitandi hláturs og sí- brosandi andlits. Hann Svavar kvaddi þennan heim mjög snögglega en hann var alltaf til staðar þegar maður þurfti á góðum vini að halda. Því viljum við kveðja hann með þess- um hætti: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Kæra fjölskylda. Við vonum að Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg og við vottum ykkur innilega samúð okkar. Laeila og Sesselja. Með fáum orðum langar okkur að kveðja í hinsta sinn ástkæran vin okkar Svavar Stein. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn úr lífi okkar og komir ekki aftur, við fengum ekki einu sinni tækifæri til að kveðjast, þú sem varst okkur svo kær og mikill vinur. Það vakna endalaust upp spurningar af hveiju, af hveiju þú sem varst í blóma lífs- ins, þú sem varst mestur og bestur allra? En þú hefur nú öðlast nýtt friðsælt líf hinum megin. Við vorum búin að þekkjast frá blautu barnsbeini og alltaf var jafn yndislegt að vera í kringum þig og alltaf ríkti mikil gleði þar sem þú varst. Nú eigum við aðeins minning- arnar, þessar óteljandi skemmtilegu og ljúfu minningar, hvort sem það var prakkarastrik eða annað. Við vorum alveg sérstak- lega dugleg á því sviði, gerðum mikið að gamni okkar og gerðum helst alia gráhærða í kring- um okkur. Þegar við hugsum til þessa tíma bæði hlæjum við og grátum í senn. Það er svo erfitt að sætta sig við þetta en eina hugg- unin sem við höfum er að nú ert þú kominn í góðar hendur og allt er þetta gert að Guðs vilja. Elsku Svabbi, við söknum þín svo mikið að hjörtu okkar eru að springa, miss- ir okkar allra er svo mikill. Þú verð- ur ávallt í hjörtum okkar svo lengi sem við iifum. Megi Guð og vernd- araenglar hans vaka yfir þér, elsku vinur. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman öll þessi ár, sem er geymt sem fjársjóður í hjört- um okkar. Við munum ávallt elska þig og minnast þín af heilum hug. Elsku Daddý okkar, Kári og fjöl- skylda. Elsku Páll, Ósk og fjölskylda og elsku Anna okkar og aðrir að- standendur, Guð styrki ykkur og varðveiti í þessari miklu sorg. Ástar- kveðja, þínir vinir. Hve dýrleg er sú vissa að vita að Jesú er sá vinur, sem á himninum biður fyrir mér. Hann fyrirgefur misgjörðir, sjúka læknar sál, hann sér og skilur ávallt hin leyndu hjartans mál. Hann elskar mig, hann elskar, hann elskar mig svo heitt. Hann veit hvað hjartað þráir og synjar ekki um neitt. Hann frá mér voða víkur og vota þerrar brá. Ég veit um eilífð alla ég uni Jesú hjá. (Kristrún Soffia Jónsd.) Gréta og Jón Karl. Hinn 16. júní síðastliðinn fengum við tilkynningu um að okkar ást- kæri vinur og skólabróðir Svavar Steinn hefði lent í alvarlegu slysi. Hann lést af völdum áverka sem hann hlaut í þessu slysi. Þessar sorg- arfréttir urðu okkur mikið áfall og óraði okkur ekki fyrir að þetta gæti hent eitthvert af okkur. Elsku Svavar, aldrei hefði okkur*'*' dottið í hug að þú færir svona fljótt frá okkur. Þú sem varst svo ungur og fullur af lífskrafti. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Sem vinur og bekkjarbróðir varst þú al- veg einstakur og hvar sem þú varst ríkti mikil gleði í kringum þig. Svo margar góðar minningar koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín, uppátækin, trygglyndið og mannúð i garð allra. Við sem nutum þeirrar gæfu að fá að kynnast þér, munum sameinast um að varðveita minningu þína. Elsku Svavar, með þessum fáu orðum viljum við þakka þér öll árin sem við áttum saman. Minning þín. er ljós í lífi okkar. Elsku Daddý, ~ Kári og fjölskylda, Páll, Ósk og fjöl- skylda og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Megi blessun Guðs ætíð fylgja ykkur og varðveita. Svefns hjarta sært saknar um næsturstund. - Tungl, skin þitt skært skamman því leyfir blund. Djúps nýtur drótt draumhöfga allt um kring. - Lát höfði hljótt hallað á skýjabing. Náttröðull, rúms runninn um langan stig, breið biæju húms blástimda yfir þig. (Þorst. Vald.) Kær kveðja. Bekkjarsystkini. -m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.