Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Menntun og markaður STJÓRNMÁLAMENN líkja markaðsbúskap stundum við hamf- arir náttúrunnar, t.d. straumþungt fljót, sem reisa þurfi varnargarða við, svo að það flæði ekki yfir bakka sína. Markaði og mannlífí er þá stillt upp sem andstæðum: maðurinn þarf að beijast við og beizla markaðinn eins og önnur óblíð öfl náttúrunnar. Menn ganga að vísu mislangt í þess- ari samlíkingu. Sumir eru með þessu að segja það eitt, að fijáls markaður geti haft ýmsar óheppilegar afleið- ingar, t.d. fyrir skiptingu auðs og tekna á milli fólks, og rétt sé, að almannavaldið stemmi stigu við því. Aðrir ganga miklu lengra: að baki líkingarinnar býr þá sú hugsun, að fijáls markaður sé eins og óarga- dýr, sem geti að vísu gert gagn á afmörkuðu sviði, eins og ljón getur t.d. skemmt áhorfendum í dýragarði eða fjölleikahúsi, en við markaðinum þurfi annars yfirleitt að reisa ramm- ar skorður, svo að hann limlesti ekki samfélagið. Viðkvæðið er þá gjarn- an, að markaðurinn leysi ekki öll vandamál. Ósjaldan hef ég heyrt stjómmálamenn taka einmitt þannig til orða. Markaðsbúskapur er mannaverk Mér finnst þó miklu nær að líkja markaðsbúskap ekki við fljótið sjálft og straumþunga þess, heldur við virkjun í fljótinu - virkjun, sem beizlar orkuna, sem býr í flaumnum. Fijáls markaður er mannaverk eins og virkjun, því að hann styðst við lög og reglur, sem almannavaldið setur, m.a. til að skerða rétt manna til að skaða aðra t.d. með einokun eða öðru ófrelsi. Markaðsbúskapur er ein affarasælasta uppfinning mannsandans fyrr og síðar og fyllir sama flokk og eldurinn, hjólið, sýkla- lyfin, síminn og tölvan. Engin önnur uppfmning hefur valdið meiru um aukna hagsæld almennings í ald- anna rás. Fyrir aðeins fáeinum árum voru margir enn þeirrar skoðunar, að fijálsum markaðsbúskap fylgdu ýmsir svo alvarlegir gallar, að ríkis- valdið hlyti að hafa úrslitahlutverki að gegna í efnahagslíf- inu, og sóttu fýrir- myndir sínar ýmist til kommúnistaríkja eða í önnur pláss með rúm- frekan ríkisbúskap. Þannig hafa sumir jafnaðarmannaflokkar í Evrópu haft víðtækan ríkisrekstur á stefnu- skrá sinni allt fram á síðustu ár. Verka- mannaflokkurinn brezki er t.d. nýbúinn að taka ríkisrekstur af dagskrá. Hrun Sovét- ríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu hef- ur að undanförnu opn- að augu margra þeirra, sem ekki höfðu gert sér grein fyrir því fyrr, að á ríkisbúskap eru yfirleitt enn alvarlegri annmarkar en á markaðs- búskap, svo að fijáls markaður hlýt- ur þá að vera meginreglan í búskap þjóðanna. Um þetta er ekki lengur neinn skynsamlegur ágreiningur á vettvangi stjórnmálanna víðast hvar í heiminum í ljósi raka og reynslu. Því fer þó fjarri, að með þessu sé allur vandi leystur. Markaðsbúskapur getur tekið á sig ýmsar myndir, eftir því hver á heldur. Hér er t.d. um að tefla ólíkar hugmyndir manna um samhengi jafnaðar og hagvaxtar. Allir eru hlynntir sjálfbærum hag- vexti (nema þeir, sem aðhyllast fá- tækt - og þeir eru til, þótt þeir geri sér ekki grein fýrir því sjálfir). Vand- inn hér snýr að því, hvort meiri hag- vöxtur heimti minni jöfnuð en nú rík- ir t.d. á Norðurlöndum eða hvort hægt sé að auka eða a.m.k. varð- veita jöfnuð frá því sem nú er og örva hagvöxtinn um leið. Um þetta er ekki hægt að fullyrða neitt að svo stöddu, því að þekkingin á samhengi jafnaðar og hagvaxtar er ekki mikil enn sem komið er. Mér virðist þó margt benda til þess, að hvort tveggja geti staðizt. í þessu felst, að Norð- urlandaþjóðimar (nema kannski Norðmenn, sem njóta nú sérstöðu vegna olíulinda sinna) og ýmsar aðr- ar Evrópuþjóðir þurfi að þola nokkru minni launajöfnuð í bráð til að örva hagvöxt og skapa með því móti skil- yrði til þess að tryggja meiri jöfnuð til langs tíma litið. Verkaskipting Þótt ágreiningur um verkaskiptingu ríkis og einkafyrirtækja í fram- leiðslu vöru og þjónustu sé nú að miklu leyti úr sögunni og yfirburðir markaðsbúskapar njóti nú yfírleitt víðtækrar viðurkenningar, þá hafa nokkrir veigamiklir þættir efnahagslífsins í okkar heimshluta orðið út undan. Evrópskur landbúnaður á lítið skylt við markaðsbúskap, svo að dæmi sé tekið. Sennilega hefur afskræming búvörumarkaðsins þó hvergi gengið jafnlangt og hér Reynslan virðist benda til þess, segir Þorvald- ur Gylfason, að tilraun- in til að rjúfatengslin milli efnahags og að- gangs að menntun og heilbrigðisþjónustu hafi mistekizt. heima, eins og ráða má af land- lægri fátækt meðal íslenzkra bænda. Búverndarstefnan úti í Evrópu hefur þó a.m.k. yfirleitt veitt bændum þar sæmiiegt lífsviðurværi, en ekki hér. Bágur efnahagur íslenzkra bænda er óhjákvæmileg afleiðing þeirrar miðstýringar og markaðsfirringar, sem hefur einkennt landbúnaðar- stefnu ríkisvaldsins síðan 1930, og var hann þó ekki beysinn fyrir, eins og Halldór Laxness lýsti manna bezt á sínum tíma. Þetta er alþekkt nú- Þorvaldur Gylfason. orðið og almennt viðurkennt, og þarf ekki að hafa fleiri orð um það hér. Á hinn bóginn hefur miklu minna verið fjallað hér heima um aðra þætti þjóðlífsins, þar sem núverandi ríkis- rekstur er í þann veginn að komast í þrot, og það eru menntamál og heilbrigðis- og tryggingamál. Um það hefur ríkt víðtækt samkomulag, hér heima ekki síður en annars staðar á Norðurlöndum og víðar, að menntun og heilbrigðisþjónusta skuli vera að mestu leyti „ókeypis". Með þessu er átt við það, að þeir, sem njóta þjón- ustunnar, skuli ekki sjálfír bera bein- an kostnað af henni nema að litlu leyti, heldur skuli hann greiddur úr sameiginlegum sjóðum til að stuðla að auknum jöfnuði. Það ætti þó að vera deginum ljós- ara, hvílíkt ófremdarástand ríkir nú bæði í menntamálum og heilbrigðis- og tryggingamálum á Islandi, enda berast látlaust fréttir af þeirri neyð, sem hijáir skóla og sjúkrahús um allt land. Vandinn liggur ekki sízt í því, að laun kennara og hjúkrunar- fólks eru allt of lág, og ellilífeyrir er smánarlega lítill. Vandinn er sá, að sameiginlegir sjóðir rísa ekki lengur undir þeim kröfum, sem fólki fínnst rétt að gera tii mennta-, heil- brigðis- og tryggingakerfisins. Þess vegna þarf að hugsa öll þau mál upp á nýtt, áður en enn meiri skaði hlýzt af en orðinn er. Vandanum í menntamálum og heilbrigðis- og tryggingamálum svipar að sumu leyti til landbúnað- arvandans. Yfírleitt hafa menn litið svo á, að markaðsbúskapur eigi ekki við í þessum veigamiklu málaflokk- um. Áf þessu viðhorfi hefur hlotizt gríðarleg óhagkvæmni, sem velferð- arríkið er nú smám saman að kikna undan. Við þessu verður að bregðast. Menntavandinn er sérstakt áhyggjuefni. íslenzk börn og ungl- ingar virðast hafa dregizt talsvert aftur úr jafnöldrum sínum í mörgum öðrum löndum skv. alþjóðlegum samanburðarrannsóknum. Þessi aft- urför í menntun ungs fólks miðað við önnur lönd veikir samkeppn- isstöðu íslands út á við og ógnar vexti og viðgangi efnahagslífsins í landinu marga áratugi fram í tím- ann. Menntun mannaflans mun að miklum líkindum ráða mun meiru um lífskjör þjóðarinnar á næstu öld Um mannauð, samkeppni og* samvinnu UMRÆÐA um menntamál hefur verið kröftug að undanförnu í kjölfar alþjóðlegrar skýrslu sem sýnir lakan árangur íslenskra nem- enda í raungreinum. Af öllu því sem sagt hefur verið má draga tvær niðurstöður: Slök geta íslenskra nemenda er óviðunandi. Bregð- ast þarf við þessum nið- urstöðum með breiðri samstöðu ólíkra hópa. Svipuð umræða hef- ur átt sér stað meðal margra nágrannaþjóða okkar vegna könnunar- innar enda hafa margar þeirra einnig ástæðu til að vera óánægðar. Umhyggja fyrir mennta- kerfí einstakra þjóða, sem endur- speglast í umræðu af þessu tagi, á sér eflaust margar orsakir en eina þeirra vil ég gera að umtalsefni í þrem greinum sem birtast munu í Morgunblaðinu á næstu dögum: Mikilvægi menntur.ar fyrir hagsæld þjóðar. Mannauður Tengsl menntunar og hagsældar hafa mönnum verið lengi ljós en á seinustu árum hafa stjórnvöld, at- vinnulíf og rannsóknastofnanir reynt að meta þessi tengsl með það fyrir augum að hagnýta þau. I Bretlandi er hagnýtingin komin einna lengst. Þar hafa stjómvöld gert ýmislegt til að styrkja sam- keppnisstöðu sína á heimsmarkaði, m.a. ijjölgað vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki und- ir áætlun sem nefnist „Fjárfesting í fólki“ (In- vesting in People). Áætluninni var hrundið af stað 1990 og hefur sannað gildi sitt. Hjá nýríkum þjóðum Aust- ur-Asíu eru vensl menntunar og hagsæld- ar ótvíræð. Þau hafa sýnt mestan hagvöxt í heiminum undanfarin ár enda búa þau við öflugt menntakerfi. Banda- ríkjaforseti hefur hvatt til átaks í menntamálum með það að markmiði að treysta hagsæld. Á vegum Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands hafa verið unnar rann- sóknir þar sem komið er inn á tengsl menntunar, mannauðs og hagsæld- ar. í athyglisverðri grein, Innri og ytri hagvöxtur (Fjármálatíðindi 1, jan.-júlí 1995) eftir Tryggva Þór Herbertsson, forstöðumann Hag- fræðistofnunar, kemur fram að man- nauður er talinn 1,26% af 4,45% meðaltalshagvexti sem verið hefur hér á landi árin 1945-1980. í grein- inni bendir höfundur á að óyggjandi samspil sé milli menntunar og hag- sældar hvort sem mannauðurinn er mældur í meðalskólagöngu vinnu- aflsins eða því fjármagni sem eytt er í menntamál. Niðurstaða höfund- ar er sú að mannauðinn megi styrkja með því að hvetja þjóðfélagsþegnana til menntunar með ráðum og dáð. Stefnumörkun í menntamálum Evrópusambandsins er tengd auk- inni framleiðni og samkeppnishæfni. Evrópsku atvinnurekendasamtökin UNICE hafa undanfarin missiri unn- ið viðamikla stefnumótun á sviði menntamála sem hefur að stórum hluta verið tekin upp í Hvítbók ESB um kennslu og nám („Áleiðis til þekkingarþjóðfélagsins"). í Hvítbók- inni er fullyrt að Evrópuþjóðir standi frammi fyrir þrenns konar gagnger- um breytingum: 1) Heimurinn er að verða einn við- skiptamarkaður. 2) Auknar menntakröfur upplýs- ingasamfélagsins. 3) Vísinda- og tæknibyltingin. Til þess að standast betur sam- keppnina við Bandaríkin og Asíu verða Evrópuþjóðir að bregðast við þessum breytingum sameiginlega, að svo miklu leyti sem það er unnt. I Hvítbókinni er bent á aukna og skilvirkari menntun þegnanna sem helsta svarið til að auka samkeppn- ishæfni vinnuaflsins. Bæði þarf að efla almenna menntun og þróa nýjar leiðir til starfsmenntunar og -þjálf- unar. Atvinnulífið þróast hratt Hefðbundin skipting atvinnulífs- ins breytist hratt um þessar mundir. Hugmyndir okkar um (ímyndað) mikilvægi einstakra atvinnugreina eru gjarnan skakkar og geta þegar verst lætur verið beinlínis hættuleg- ar. Þetta sést t.d. bæði í stjórnskipan (skiptingu í ráðuneyti), og mati fjöl- miðla; hvort tveggja er oftar en ekki bundið þjóðfélagi gærdagsins. Land- búnaður, sem aðeins er um 2,2% af landsframleiðslu, er með sitt eigið ráðuneyti og skipar t.d. sess í frétta- flutningi sem er oftar en ekki í litlum tengslum við mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið. . Á næstu árum munu hefðbundin hlutföll atvinnuvega riðlast hratt en jafnvíst má telja að umræðan um atvinnulífið muni hreyfast hægt úr hefðbundnu fari. Breyting á mik- ilvægi atvinnuveganna mun hafa margvísleg áhrif í samfélaginu. Mesta vinnuafls- og framleiðniaukn- ingin mun eiga sér stað á sviðum sem nú eru ekki skilgreind undir einu ráðuneyti, engir sérstakir skólar þjóna og hafa enn ekki fengið rými í hugum okkar eða fjölmiðlum miðað við mikilvægi. Þessi staða atvinnu- veganna mun hins vegar kalla á breytta þjónustu sem mikilvægt er að svara. Ekki síst munu atvinnurek- enda- og launþegasamtök þurfa að skilgreina stöðu sína og hlutverk í þessu ljósi. Ætla má að átök um kaup og kjör víki fyrir sameiginlegum hagsmunum, t.d. brýnni þörf við að skilgreina og uppíýlla menntaþarfír einstaklinga og fýrirtækja. Draga mun úr vígstöðu aðila vinnumarkað- arins og samvinnuhlutverk þeirra aukast. Einn stærsti vettvangurinn sem þau geta unnið saman á, og ber skylda til að taka sameiginlega á, eru menntamál. Samkeppni og samvinna Óþarfi er að fjölyrða um hve póli- tískar og efnahagslegar breytingar hafa verið hraðar í heiminum und- anfarin ár. Fjarlægðin, sem jöfnum höndum hefur reynst helsti andstæð- ingur og bakhjarl íslendinga, skiptir nú engu máli. Ný tækni, aukin menntun og auðveld ferðalög ógna en aflabrögð og orkuvinnsla. Menntun og heilbrigðisþjónusta eru eins og annar varningur að því leyti, að eftirsókn eftir þjónustu mennta- og heilbrigðiskerfisins fer m.a. eftir efnahag. Þeir, sem hafa miklar tekjur, eru yfirleitt fúsir að veija meira fé til að afla sér meiri og betri menntunar, heilbrigðisþjón- ustu og trygginga en þeir, sem hafa minni tekjur. Þetta segir sig sjálft. Ríkisrekstri í mennta- og heilbrigðis- málum hefur verið ætlað að ijúfa þessi tengsl með því að jafna skil- yrði fólks til að kaupa sér menntun og heilbrigðisþjónustu heima fyrir óháð efnahag, þótt íslendingum hafi jafnframt verið fijálst að kaupa sér menntun og læknishjálp í útlöndum eftir fjárráðum, smekk og þörfum. Vel meint, en misheppnað Reynslan virðist benda til þess, að þessi tilraun til að ijúfa tengslin á milli efnahags og aðgangs að menntun og heilbrigðisþjónustu hafí mistekizt. Af því leiðir þó ekki, að menn þurfi að kasta jafnaðarhugsjón velferðarríkisins fyrir róða. Nei, þetta þýðir það eitt, að menn þurfa að reyna að finna aðrar, hagfelldari leiðir að settu marki. Saga velferðar- ríkisins undangengna áratugi er stráð vel meintum, en misheppnuð- um tilraunum til að auka jöfnuð með óheppilegum aðferðum, svo að sum- ir hafa þá freistazt til að fordæma markmiðið, en ekki leiðirnar. Samþjöppun launa fyrir tilstilli evrópskrar verkalýðshreyfíngar er eitt dæmi um þetta. Of lítill launa- munur virðist hafa dregið úr áhuga ungs fólks á því að afia sér mennt- unar og einnig úr getu fyrirtækja til að ráða ófaglært verkafólk í vinnu. Markaðsfirring miðstýrðra launa hefur þannig minnkað vaxt- argetu þjóðarbúsins fram í tímann og ýtt um leið undir atvinnuleysi meðal láglaunafólks. Aðrar leiðir til aukins jafnaðar hefðu væntanlega ekki þurft að hafa slíkar aukaverkanir. Hér hef ég eink- um í huga gerbreyttar áherzlur í menntamálum til að tryggja öllum sem bezta menntun við sitt hæfí. Það er vísasti vegurinn til jafnaðar og hagvaxtar til langs tíma litið. Höfundur er prófessor. sérstöðu okkar og sérkennum en bjóða fyrst og fremst upp á margs konar tækifæri. Upp úr stendur að við verðum að leika eftir alþjóðlegum leikreglum ef við ætlum að lifa af, efnahagslega eða menningarlega. Samkeppni milli efnahagsbanda- laga, landa, atvinnuvega, fyrirtækja og einstaklinga hefur aukist. Það getur enginn staðið hlutlaus afsíðis og horft á. Þótt samkeppnin sé óstöðvandi drifkraftur sem keyrir áfram hag- sældina er samvinnan eigi að síður mikilvæg þótt slíkt kunni að hljóma þversagnarkennt. Þar sem sameig- Á næstu árum, segir Ingi Bogi Bogason, munu hefðbundin hlutföll atvinnuvega riðlast hratt. inlegir hagsmunir eru mikilvægari sérhagsmunum er samvinnan óhjá- kvæmileg. Dæmi um sambland af samkeppni og samvinnu er t.d. aug- ljóst innan Evrópusamstarfsins. Þar er lögð mikil áhersla á samvinnu aðila vinnumarkaðarins í sem flest- um málefnum. Stjórnvöld aðildar- landa ESB gera sér grein fyrir því að mikilvægt er að ná samvinnu þessara aðila um brýn úrlausnar- efni. Slíkt er forsenda fyrir því að mál fái framgang. Nauðhyggjan sem felur í sér að taka eindregna og algilda afstöðu með eða á móti samkeppni og sam- vinnu féll sama kvöldið og Berlínarm- úrinn. Hagsæld lýrir sem flesta bygg- ist á því að búa sem flestum skilyrði til að draga fram bestu kosti sína. Höfundur er menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.