Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, Vesturbergi 28, Reykjavík, sem lést 10. júlí verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju föstudaginn 18. júlí kl. 13.30. Þórunn Davíðsdóttir, Sævar Davíðsson, Ragnar Haraldsson, Þórunn Sigurbergsdóttir, Hreinn Halldórsson, Bragi Halldórsson, Jóhannes Steinsson, Christine Beck, Katrín Ólafsdóttir, Anna Ingólfsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR, Hraunbæ 102A, Reykjavík, sem lést 10. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 13.30. Árni Kr. Aðalsteinsson, Þórunn Sigurbergsdóttir, Halldór Björn Baldursson, Haraldur Baldursson, Brynja Baldursdóttir, Guðmundur Björgvin Baldursson, Áslaug Baldursdóttir, Hreinn Halldórsson, Bragi Halldórsson, Valgerður Hjartardóttir, Jensína Edda Hermannsdóttir, Arnþór Þórsson, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Anna Ingólfsdóttir og barnabörn, Aðalsteinn Árnason, Guðrún Friðjónsdóttir, Rannveig Björg Árnadóttir, Ingvi R. Guðmundson og börn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BERGLJÓTAR HÓLMFRÍÐAR INGÓLFSDÓTTUR frá Seyðisfirði. Jóhannes Ágústsson, Hrólfur Brynjar Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir, Dúa Berg, Ágúst Fannar og Bjarki Fannar Hrólfur. Maria Ohlsson, Anne-Lie Ardenheim, + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS HANSSONAR WÍUM, Nóatúni 26, Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Landspítalanum. Anna Jónsdóttir, Einar Jónsson, Sveinhiidur Vilhjálmsdóttir, Rósa S. Jónsdóttir, Guðni Guðnason og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNU ERLINGSDÓTTUR, Skjóli við Kleppsveg. Helga Stefánsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erlingur Stefánsson, Albert Stefánsson, Friðgeir Gunnarsson, Aðalsteinn Þorbergsson, Valborg Björgvinsdóttir, Erla Ottósdóttir, Vigdís Björnsdóttir, JON HANSSON WÍUM + Jón Hansson Wíum stýrimað- ur fæddist á Ask- nesi í Mjóafirði í S-Múlasýslu 3. mars 1938. Hann lést á Landspítaianum 3. júli síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 11. júlí. Með þessum orðum langar okkur að minn- ast kærs vinar okkar, Jóns Hanssonar Wíum sem er látinn eftir margra mánaða baráttu við krabbamein. Hér skal hvorki rakin ætt né uppruni, það fer öðrum betur úr hendi, þótt við vissum að hann væri fæddur og uppalinn í Mjóafirði og úr stórum hópi systkina, þess vegna alinn upp við svipaðar aðstæður og við hér í Grímsey, enda talaði hann um að melurinn hér væri svo líkur og heima. í mörg ár kom Jón til okkar eða leit inn eins og við sögðum þegar hann var á skipunum hjá Landhelgisgæslunni og þau skip komku hér við af og til, en fyrir um áratug kom hann hingað sem erindreki Slysavarnafélags íslands og kenndi björgunarsveitarmönnum að nota slöngubát og þurrbúninga við björgunarstörf. Þá daga sem hann dvaldi hér bjó hann hjá okkur og upp úr því varð vináttan ekki rofin á milli okkar. Ef við vorum á ferðinni í Reykjavík komum við í heimsókn til þeirra hjóna Jóns og Nannýjar, en kona Jóns var Jó- hanna Einarsdóttir. Þau slitu sam- vistum fyrir fáum árum. Þau áttu tvö börn, Einar og Önnu, en áður eignaðist Jón dótturina Rósu. Mörg undanfarin ár hefur Jón komið í nokkra daga að vori þegar fulginn fór að verpa og fannst okk- ur það fara vel saman koma Jóns í eyjuna og eggjataka, hvort tveggja ómissandi. Er heim kom hafði hann gaman af að gleðja gömlu vinina sína með því að gefa þeim að smakka á eggjum. En í vor var Jón . svo mikið veikur að þessi vorferð var ekki farin, en þó gátum við glatt hann með því að senda honum nokkur stykki. I staðinn fyrir ferð til okkar fór hann í annað og lengra ferðalag sem við öll förum í að lok- um. Við þökkum Jóni frábær kynni og alúðarvináttu í gegnum árin. Að lokum sendum við börnum Jóns, systkinum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar. Vilborg og Bjarni, Grímsey. Kæri Jón minn. Ég vildi bara þakka þér kærlega fyrir alla út- reiðartúrana okkar saman síðastliðna vet- ur. Þú varst afskaplega þægilegur „meðreiðar- sveinn“ og ég saknaði þín í vetur sem leið. Þú skildir mig svo vel í vandræðum mínum með þann gráa þar sem þú hafðir áður lent í því sama. En þetta var nú allt að koma hjá okkur báðum aftur. Eg vona bara að þú fáir hann Óðin til þín fljótlega svo þið getið ferðast saman um grænar grundir, ijöll og dali þarna „hinum megin“. Eg kveð þig þá að sinni og við sjáumst síðar á grænu grundunum. Þín vinkona úr Faxaholtinu, Steinunn. Látinn er um aldur fram vinur minn Jón Hansson Wíum. Það var veturinn 1960-61 að ég kynntist Jóni lítillega þá hann sat í far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík og ég var á mínum fyrstu árum við myndatöku þar. Þeir urðu margir ágætis kunningjar mínir strákarnir úr Stýrimannaskólanum og svo urðu kynnin stundum meiri þegar lengra leið og sumir lentu aftur fyrir framan myndavélina hjá mér sem kennarar og þannig gerð- ist það með Jón þegar hann varð seinna kennari við skólann m.a. við varðskipadeildina. En fyrst lágu leiðir okkar veru- lega saman er hann gerðist félagi í Oddfellowstúku, sem ég var fyrir í st. nr. 10 Þorfinni karlsefni en það var árið 1971. Jón stundaði stúkustarfið af kostgæfni þá og þegar hann var í landi en störf hans til sjós voru á fiski-, frakt- og varðskipum oft langtímum sam- an. Væri Jóni falið eitthvert verk gerði hann það svo nákvæmlega að á engan er hallað þó sagt sé að enginn hafi gert betur en ná- kvæmnin var honum stundum ástríða og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar þó ekki fylgdi með sú fullkomnunarárátta, sem mér fannst Jón stundum haldinn. Hann var kröfuharður við sjálfan sig í þessum efnum og var það gjam- an við aðra og var kannske ekki alltaf vinsæll fyrir enda sigldi hann ekki beinlínis neinn vinsældasjó og hafði nokkuð sérstakt lundarfar. Hann var ekki allra en því trygg- ari þeim, sem honum líkaði við og barnabörn og barnabarnabörn. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRU JÓNSDÓTTUR, Árskógum 6, Reykjavík, verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15. Jón Steinsson, Sigurður Steinn Jónsson, Yolande Jónsson, Logi Þórir Jónsson, Helga L. Hólm, Smári Jónsson, Vilma Radam Valeriano, barnabörn og barnabarnabörn. var sannur vinur vina sinna en m.a. af þessu skaplyndi hans fannst hon- um sem hann gæti ekki lengur ver- ið félagi í stúkunni okkar og sagði sig úr henni fyrir nokkrum árum. Ég tel að þetta hafi verið honum svolítið erfitt því hugur hans var meðal margra félaga, sem hann hafði eignast í Oddfellowreglunni og hann hafi fundið sig dálítið ein- angraðan og þegar stofnuð var ný stúka í fyrra m.a. af mörgum þess- um félögum hans þá hafði hann sterka löngun til að koma inn aftur. Það var því á fyrstu árshátíð stúkunnar hinn 15. mars sl. að hann var með sem gestur en nú var nokk- uð séð að hveiju dró, hann var kom- inn með krabbamein og hafði átt í baráttu við þann vágest reyndar í nokkur ár því morguninn eftir árs- hátíðina var hann á leið til London til eftirlits vegna aðgerða, sem hann hafði farið í gegnum þar fyrir nokkr- um árum vegna augnanna. Nú var allt á alvarlegra stigi og í vetur gekkst Jón undir aðgerð og við það hafði hann að miklu leyti misst röddina en ég veit að hann Jón gerði sér alveg grein fyrir því að hveiju dró og þess vegna held ég að hann hafi komið til mín í vor til að láta mig mynda sig áður en útlitið versnaði og er sú mynd, sem fylgir þessari grein frá þeim tíma, en þegar ég tók fram filmumar núna brá mér. Myndimar voru teknar 29. apríl eða rétt liðlega tveimur mánuðum fyrir lát Jóns en þvílíkur skaðvaldur er þessi sjúkdómur og þó svo að sjá hafi mátt að hveiju stefndi þá sýnd- ir þú, kæri vinur, fullkomið æðm- leysi en endirinn varð þó sneggri en margir bjuggust við. Við Sonja eigum margra góðra stunda að minnast frá liðnum árum með ykkur, þér og þinni ágætu konu, Jóhönnu, og urðu það því vonbrigði þegar slitnaði upp úr sam- vistum ykkar. Þið vomð ætíð höfðingjar heim að sækja og samhent í gestrisni og munum við alltaf minnast þess með þakklæti. Fyrir aðeins mánuði skrifaði ég um frænda minn Halldór Sigurðs- son, sem mér var kunnugt um að þú hafðir dálæti á bæði sem hag- leiksmanni og sem kennara þínum að Eiðum forðum daga og er það einlæg ósk mín að þið megið mæt- ast þar, sem við öll reiknum með að finna hvert annað að Iokum. Það var gott að eiga þig að vini og maður vissi alltaf hvar maður hafði þig, þú fórst ekki í grafgötur með skoðanir þínar og þannig er betra að hafa það þó svo að það sé ekki alltaf það þægilegasta. Hafðu þökk fyrir þessi kynni, ég mun varðveita það besta í minning- unni. Að lokum sendum við Sonja öllum aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Þórir H. Óskarsson. í byijun árs 1990 var Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar falið að taka við rekstri söludeildar fyrir notaða muni, sem til féllu frá stofn- unum og fyrirtækjum borgarinnar. Var Jóni Hanssyni Wíum ætlað það vandasama verk að móta og reka þessa starfsemi. Heiðarleiki, sam- viskusemi og sjálfstæð hugsun voru þær kröfur sem gerðar voru til þess, er þetta skyldi annast. Kom fljótlega í Ijós að réttur maður hafði verið valinn. Hefur Jón síðan starfað hér þar til í október sl., að hann kenndi sér þess meins, sem nú hefur lagt hann að velli, langt um aldur fram. Hann kom reyndar aftur eftir uppskurð og erfiða geislameðferð, en það leyndi sér ekki að þar var fársjúkur maður á ferð. En alltaf bar hann höfuðið hátt, aldrei heyrðust kvört- unarorð frá hans vörum. Hann tal- aði alltaf eins og hann kæmi aftur, allt þar til undir það síðasta. Við viljum með þessum fátæklegu orðum minnast Jóns og kveðja. Hér er hans sárt saknað. Við þökkum honum samfylgdina, vottum íjöl- skyldu hans samúð og óskum honum góðrar ferðar um aðra heima. Samstarfsfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.