Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Viðgerð á land- græðsluflug- vélinni lokið Blönduósi - Flugvél Landgræðsl- unnar, Páll Sveinsson, er komin í gagnið á ný eftir að henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum á Auð- kúluheiði 28. júní sl. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar luku við við- gerð á flugvélinni í gærmorgun og er einungis beðið eftir flugveðri til að ljúka við að bera á þau 120 tonn af áburði á heiðina sem eftir var fyrir óhappið. Stefán H. Sigfússon hjá Land- græðslunni sagði í samtali við Morg- unblaðið að gera hefði þurft við hallastýri, vængenda og hjólabúnað. Flugvirkjar hefðu komið til starfa á sunnudag og verkinu lauk eins og fyrr greinir í gærmorgun. Um orsakir þessa óhapps sagði Stefán að líklega hefði sprungið á hægri hjólbarða flugvélarinnar í flugtaki þegar véiin hafði farið um 300 metra eftir flugbrautinni og þá einungis vantað um 10 hnúta upp á flugtakshraða. Þegar hjólbarðinn sprakk fór vélin út af brautinni að vestanverðu en flugmönnum tókst að ná henni inn á braut aftur. Þá hefði hún farið út af að austanverðu og þaðan aftur inn á braut og runn- ið eftir það þversum á flugbraut og stöðvast við brautarenda. Stefán sagði að einungis væri eftir að dreifa um 120 tonnum af áburði og iyki því verki í dag ef veður leyfði. Eftir það væru engin verkefni fyrirsjáan- leg fyrir flugvélina það sem eftir lifði sumars. Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir ODDUR Óskarsson umboðsmaður Heklu á Austurlandi afhendir Ulfari Jónssyni lögregluþjóni á Egilsstöðum lyklana að nýja bíln- um. Á myndinni eru einnig Finnbogi Eyjólfsson fulltrúi Heklu og Jens Hilmarsson lögregluþjónn á Egilsstöðum. Nýr lögreglubíll á Egilsstöðum Egilsstöðum - Á miðvikudag var lögreglunni á Egilsstöðum afhentur nýr bíll til afnota af gerðinni Mitsub- ishi Spacewagon sem Hekla er með umboð fyrir. Hekla er um þessar mundir að afhenda Iögreglunni víða um land fyrstu bílana af þessari gerð skv. samningi við Ríkiskaup. Bílamir eru með sítengdu aldrifi og sérstaklega hannaðir fyrir hrað- akstur, akstur í hálku og þjöppuðum snjó og við önnur erfið skilyrði. Úlfar Jónsson lögregluþjónn á Eg- ilsstöðum, sem ók bílnum frá Reykjavík lét vel af gripnum, sagði gott að umgangast hann, hann væri rúmgóður og bílstjórinn sæti hátt. Sagði hann mjög mikilvægt að lögreglubílar færu vel með menn, enda eyddu hann og starfsfélagar hans dijúgum hluta vinnutímans undir stýri. _____STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN \ Marc O’Polo Tegund: 1930 Verð: 3.995,; Litir: Bláir, hvítir og beige Stærðir: 36-41 Tegund: 1945 Tilboð Verð nú 1.995,- verð áður: 3-.995,- Litur: Beige Stærðir: 36-41 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR POSTSENDUM SAMDA.GURS STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN ^ SlMI 551 8519 </■ Toppskórinn steinarwaage . immakmmm k fb v f r i 11 ni • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 5521212. SKÓVERSLUN ^ SlMI 568 9212 Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir Sigldu í kjölfar Ingólfs Amarsonar Hornafirði - Til Homafjarðar komu um 10 skútur í tengslum við víkingahátíðina í Hafnarfirði. Von var á þeim fleimm en vegna veð- urs fóra sumar ekki lengra en til Færeyja. Norðmennimir í ferð- innu komu ekki tómhentir til Hafnar. Homfirðingum færðu þeir stein frá Rivedal í Dalsfirði í Noregi þaðan sem sagan segir að Ingólfur Amarson hafi komið. Komu þeir siglandi með steininn frá Rivedal Iíkt og Ingólfur forð- um og fannst þeim við hæfi að koma steininum fyrir hér þar sem talið er að hann hafi fyrst komið að landi. Steinninn var afhjúpaður með viðhöfn og var honum valinn staður á tanga við innsiglinguna við Homafjarðarhöfn. Allt í kring- um minnisvarðann hafa verið lagð- ir steinar sem komu víðsvegar að í Noregi og skipveijamair tóku einnig með sér yfir hafið. Bogfimi á Húsavík BOGFIMI verður kynnt í sam- komusal Borgarhólsskóla á Húsavík fímmtudaginn 17. júlí frá kl. 17 til 22 og á laugardag frá kl. 14 til 18. Leiðbeinandi er Rúnar Þór Björnsson en hann kynntist bogfimi fyrst • árið 1980 og keppti í þeirri grein hér heima og erlendis með fötluðum í nokkur ár. Hann býr nú í Danmörku og æfir þar bogfimi með boga- klúbbnum Arcus í Óðinsvéum. Honum til aðstoðar á kynning- unni verða synir hans, Baldvin Dagur, Georg Styrmir og Björn Heiðar en þeir eru á aldrinum 6-10 ára og eru allir í boga- klúbbnum Arcus og hafa tekið ' þátt í keppnum fyrir börn. Bogfimi er íþrótt sem á sér langa hefð og hana stunda þúsundir manna um allan heim, en hér á landi hefur bog- fimi verið stunduð hjá íþrótta- félögum fatiaðra á Akureyri og í Reykjavík. Bogfimi hentar öllum, fólki á öllum aldri kon- um og körlum, fatiaðir og ófatlaðir keppa hlið við hlið ásamt börnum sem skjóta að 1 vísu af styttra færi. Á kynningunni verður hægt að reyna mismunandi boga, langboga að hætti Hróa hatt- ar, compound boga sem hér eru nefndir tryssubogar auk hefðbundinna boga sem notað- ir eru í keppnum hér á landi. Markmiðið með kynningunni er að stofna bogaklúbb á Húsa- vík sem yrði þá fyrsti sjálf- stæði bogaklúbbur landsins, en ! þeir klúbbar sem nú eru starf- andi eru innan íþróttafélaga fatlaðra, þótt þeir séu öllum opnir. Reynist áhugi nægur á Húsavík verður haldið nám- skeið í bogfimi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast meira um íþróttina auk þess sem ráðlagt verður um kaup á útbúnaði. Gilsstofa endurbyggð GILSSTOFAN, hin nýja stjórnstöð Glaumbæjarsafnsins, komin á endanlegan aðseturstað. A SAFNADAGINN hinn 13. júlí var opnuð með viðhöfn hin svonefnda Gilsstofa, sem nú er væntanlega komin á þann stað þar sem hún mun standa til frambúðar. Saga þessa sérstaka húss er merkileg einkum fyrir þá sök hversu víðförult það hefur verið, en upphaf þess var að árið 1849 reisti Ólafur Briem timþurmeistari á Grund í Eyjafírði stofu fyrir bróður sinn Eggert, að Espihóli í sömu sveit. Árið 1861 varð Eggert sýslumað- ur Skagfirðinga og er hann flutti tók hann stofuna með sér og með við- komu á Hofsósi voru viðir stofunnar fluttir að Hjaltastöðum þar sem Eggert bjó til ársins 1872. Þá var stofan aftur tekin niður og viðir hennar fluttir á ísum yfir Héraðs- vötn að Reynistað þar sem hún var enn byggð og stóð til ársins 1884. Frá árinu 1883 til 1891 var stofan sýsluskrifstofa fyrir Skagafjörð, en einnig notuð sem samkomuhús fyrir ýmsar skemmtanir og mannfagnaði. Árið 1884 varð Jóhannes Olafs- son, faðir dr. Alexanders háskóla- rektors, sýslumaður Skagfírðinga og sat hann að Gili í Borgarsveit og var þá stofan flutt að Gili og stóð þar til 1891 er hún var flutt til Sauð- árkróks, þar sem hún fékk nýtt hlut- verk sem verslunar- og íbúðarhús- næði, og var nú farið að nefna hana Gilsstofu eftir dvöl sína að Gili í Borgarsveit. Á Sauðárkróki stóð Gilsstofa til ársins 1985, er hún var enn rifin og fiutt að Kringlumýri í Blönduhlíð í næsta nágrenni við Hjaltastaði þar sem hún var upphaflega reist í Skagafirði. Samvinna tókst svo á milli Sigurðar Hansen bónda - á Kringlumýri og Sigríðar Sigurðar- dóttur safnvarðar í Glaumbæ eftir viðræður við Þór Magnússon þjóð- minjavörð og Hjörleif Stefánsson arkitekt, um að endurreisa Gilsstof- una í Glaumbæ, þar sem hún mundi þjóna sem stjórnstöð fyrir starfsemi safnsins. Við opnunina flutti sr. Gísli Gunn- arsson ávarp og blessunarorð, en Sigriður Sigurðardóttir safnvörður rakti á skemmtilegan hátt ferðasögu hússins, en benti í ræðu sinni einnig á að langferðir Gilsstofunnar gerðu sögu hennar einstaka, en þær hefðu einnig orðið til þess að upprunaleg- um viðum hefði fækkað og einnig hefði innra skipulag hússins tekið breytingum miðað við aðstæður og notkun hverju sinni. Þá tóku til máls Jón Guðmundsson fyrrverandi oddviti héraðsnefndar og Hjörleifur Stefánsson arkitekt og færði hann húsinu að gjöf tvær myndir af báðum þeim húsum, sem flutt hafa verið og sett niður á safna- svæðínu í Glaumbæ, eins og þau voru er endurgerð var ákveðin, það er Gilsstofunni og Áshúsinu sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum. Yfirsmiður var Friðrik Rúnar Friðriksson en fyrirtæki hans Lamb- eyri hf. annaðist endurgerð hússins. Að lokum þágu gestir kaffiveit- ingar í boði safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.