Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lagt til að vinnutímatilskipun ESB taki til launþega í starfsgreinum sem hafa verið á undanþágri Breytingar munu gilda hérlendis Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í fyrradag út „hvítbók“, þar sem lagt er til að gildissvið vinnutímatilskipunar sambandsins verði útvíkkað, þannig að hún taki til launþega í starfsgreinum sem til þessa hafa verið undanþegnar ákvæðum til- skipunarinnar. Þetta á meðal ann- ars við um sjómenn, starfsfólk í loft-, land- og sjóflutningum og læknakandídata í sérnámi á sjúkrahúsum. Enn er aðeins um bráða- birgðatillögur að ræða og mun framkvæmdastjórnin leita álits ráðherraráðs ESB, Evrópuþings- ins og Evrópusamtaka atvinnu- rekenda og launþega áður en hún mótar endanlegar tillögur, sem síðan verða lagðar fyrir ráðherr- aráðið til samþykktar. Fram- kvæmdastjórnin hefur óskað eftir áliti og athugasemdum þessara aðila fyrir októberlok. Embættis- menn ESB höfðu óformlegt samr- áð við aðila vinnumarkaðarins áður en hvítbókin var samin. Vinnutímatilskipunin gekk í gildi hér á landi fyrr á árinu og væntanlegar breytingar munu því Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins hefur lagt til að vinnutímatilskipun sambandsins taki til allra launþega, en ekki aðeins sumra eins og nú háttar til. í umfjöllun Ólafs Þ. Stephen- sen segir að þessar breytingar muni einnig taka gildi hér á landi, nái þær fram að ganga. einnig gilda á íslandi. Líkast til myndu aðilar vinnumarkaðarins semja um framkvæmd þeirra sín á milli, líkt og gerðist síðastliðið vor. Yfirvinnufyrirtæki ekki samkeppnisfær Vinnutímatiiskipunin hefur verið umdeild og reyndu brezk stjórnvöld meðal annars að fá henni hnekkt fyrir Evrópudóm- stólnum í fyrra, en án árangurs. Padraig Flynn, sem fer með at- vinnu- og félagsmál í fram- kvæmdastjórninni, sagði er hann kynnti hvítbókina að allt frá því vinnutímatilskipunin var sam- EINBYLISHUS I HAFNARFIRÐI Til sölu vandað hús á eftirsóttum stað við Sævang. Aðalhæð 135 fm,- tvær stofur, fjögur herbergi, eldhús og bað. 52 fm. rúmgóður kjallari. Byggt 1954, stækkað 1970. Suðursvalir. Allt í mjög góðu ástandi. Fagurt útsýni til sjávar yfir óbyggt hraunsvæði. Skipti á minni eign í Hafnarfirði koma til greina. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Óskast í vesturbænum, Þingholtum, við Tjörnina eða Hlíðum Staðgreiðsla í boði 2 fjársterkir aðilar óska eftir annars vegar glæsilegri og vandaðri íbúð. Má vera upprunaleg. Verðhugmyndir 11-25 millj. Hins vegar sérðhæð eða stórri blokkaríbúð á ofangreindum stöðum. Verðhugmynd 10-14 millj. Nánari upplýsingar veita sölumenn Valhallar, Bárður, Eiríkur, Ingólfur eða Þórarinn. Vantar - Grafarvogur/Árbær Vantar strax einbýli eða parhús. Fjársterkur kaupandi. Verðhugmynd 12- 18 millj. Sérhæðir óskast Traustur kaupandi að góðri sérhæð í Reykjavík eða Kópavogi. Verðhug- mynd 9-13 millj. Góðar greiðslur. 3ja-4ra óskast í Reykjavík Vantar strax fyrir ákveðna kaupendur íbúðir í vesturbæ, austurbæ, miðbænum og Þingholtum. Sterkar greiðslur í boði fyrir réttar eignir. Allar nánari uppiýsingar veita sölumenn okkar. Hafið samband. Það kostar ekkert. Áratuga reynsla vönduð vinnubrögð. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. þykkt árið 1993 hefði fram- kvæmdastjórnin leitazt við að tryggja að heilsu og öryggi laun- þega væri ekki ógnað vegna of langs vinnutíma og ónógrar hvíld- ar. „Það skýtur skökku við að ákveðnir hópar launþega njóti ekki þeirrar almennu verndar, sem tilskipunin veitir, og það verður að leiðrétta," sagði Flynn. Hann sagði jafnframt að hann ætti bágt með að trúa að fyrir- tæki, sem þyrftu að treysta á að starfsmenn þeirra ynnu _______ alltof langan vinnudag mánuðum saman, gætu verið samkeppnisfær á alþjóðlega vísu. „Lág- marksstaðlar varðandi vernd heilsu og öryggis ...... launþega eru lykilþáttur í þeirri viðleitni að bæta samkeppnisstöð- una,“ sagði Flynn. Miðað við meðaltal vinnu- stunda á einu ári hjá sjómönnum og fleirum Vinnutímatilskipunin kveður meðal annars á um að starfsmenn skuli ekki vinna lengur en 48 stundir á viku, að yfirvinnu með- talinni, að lágmarkshvíld sé 11 stundir á sólarhring, að sé vinnu- dagurinn lengri en sex stundir skuli starfsmenn eiga kost á hvíldarhléi, að launþegar skuli eiga a.m.k. einn fridag á viku, að þeir skuli njóta a.m.k. fjögurra vikna sumarleyfis á launum og að fólk, sem vinnur á nóttunni, skuli ekki vinna lengri vaktir en átta stundir. í hvítbókinni kemur fram að ekki sé hægt að fella allar þær starfsstéttir, sem til þessa hafa verið utan gildissviðs tilskipunar- innar, undir ákvæði hennar í einu og öllu. Framkvæmdastjórnin telur þó að allir launþegar, sem ekki séu „hreyfanlegir“ eigi að falla að öllu leyti undir ákvæði tilskipun- arinnar. Þetta á m.a. við um unga lækna og starfsmenn flugfélaga á jörðu niðri. Laga þurfi núgildandi undanþágur frá vinnutí- matilskipuninni að að- stæðum í viðkomandi _______ starfsgreinum. Hins vegar leggur fram- kvæmdastjórnin til að um „hreyf- anlega" starfsmenn, til dæmis flugliða og vörubílstjóra, og menn sem starfa á sjó, til dæmis fiski- menn, farmenn og starfsmenn olíuborpalla, skuli gilda ákvæði tilskipunarinnar um fjögurra vikna greitt leyfi og átta stunda nætur- vaktir. Þá skuli tryggja þessum launþegum „viðunandi hvíldar- tíma“ og tryggja að fjöldi vinnu- stunda fari ekki fram úr hámark- inu miðað við meðaltal á heilu ári. Framkvæmdastjórnin telur að um þessa hópa launþega þurfi að setja sérstaka löggjöf, þar sem reglur um störf þeirra rúmist ekki Bretar reyndu án árangurs að hnekkja til- skipuninni Á viA um unga iækna og starfsmenn flugfélaga að öllu leyti innan ákvæða vinnu- tímatilskipunarinnar. Hægt að lifa með þessu Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, segir að VSÍ hafi vitað að þessar tillögur voru á leiðinni en hafi ekki kynnt sér þær í smáatriðum. Hann seg- ist telja líklegt að hægt verði að semja um framkvæmd vinnutíma- ------- reglna fyrir nýja starfs- hópa. Þótt ekki sé hægt að framfylgja ýtrustu reglum í vinnulotum, megi semja um hvíld- artíma í staðinn þannig að vinnutíminn jafnist út til lengri tíma. „Það getur því vel verið að hægt sé að lifa við þetta,“ segir Hannes. Hann segir tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar þó vekja upp margar spurningar, ekki sízt um vinnu sjómanna. Að minnsta kosti megi gera ráð fyrir að nýjar reglur myndu auka skriffinnsku hjá útgerðunum. Vinnuveitendasambandið á að- ild að Evrópusamtökum atvinnu- rekenda og mun þannig að þessu sinni geta komið athugasemdum á framfæri við tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar, en er hin upphaflega vinnutímatilskipun var samin var ekki leitað eftir íslenzkum sjónarmiðum, enda hafði samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði þá ekki tekið gildi. Hannes segist gera ráð fyrir að jafnt útgerðarmenn sem sjómenn muni hafa ýmislegt við hugmynd- ir framkvæmdastjórnarinnar að athuga. Pottur brotinn í vinnuvernd sjómanna Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segist hafa fylgzt með undirbúningi hvítbókar framkvæmdastjórnar- innar í gegnum Alþýðu- sambandið og kynnt málið í stjórn sambands- ins, en ekki hafi verið tekin afstaða til þess enn sem komið er, enda hafi enn ekki verið tekin lokaákvörðun í málinu. „Persónulega tel ég ástæðu til að þetta sé skoðað af fullri einurð og er reiðubúinn að koma að því,“ segir Sævar. „Okkur hefur fund- izt að þegar verið er að setja svona leikreglur, hvort sem er um vinnutíma eða eitthvað annað, verði sjómenn oftar en ekki út- undan. Það höfum við oftar en ekki verið mjög ósáttir við.“ Sævar segir ljóst að víða sé pottur brotinn í vinnuverndarmál- um sjómanna, ekki sízt varðandi aðbúnað. „Hvað vinnutímatilskip- unina varðar verður hún sjálfsagt erfið í framkvæmd á fiskibátum. Það er bezt að vera varkár og gefa ekki fullyrðingar strax um það hvernig þessir hlutir eigi að vera eða ekki að vera,“ segir hann. Ungir læknar telja tilskipunina gilda um sig nú þegar Helgi H. Helgason, formaður Félags ungra lækna, segir að ung- ir læknar hafi litið svo á að núver- andi vinnutímatilskipun ESB gildi um störf þeirra. Eingöngu læknar í sérfræðinámi hafi verið undan- skildir ákvæðum hennar og ís- lenzkir læknakandídatar fari hér um bil allir í sérnám til útlanda. Þessar tillögur framkvæmda- stjórnarinnar styrki hins vegar málstað ungra lækna, sem hafi farið fram á að vinnutími þeirra yrði lagaður að ákvæðum tilskip- unarinnar. Helgi segir að Bretland og ír- land hafi á sínum tíma krafizt þess að læknar í sérnámi yrðu undanskildir vinnutímareglunum. Flest önnur Evrópuríki hafi hins vegar lagað vinnutíma þeirra að ákvæðum tilskipunarinnar nú þegar. Afleiðingin sé sú að Bret- land sé ekki lengur samkeppnis- fært við önnur ESB-ríki hvað varðar vinnutíma ungra lækna og skortur sé nú á læknum í sérnámi þar í landi. Bretar hafi því sett upp áætlun um að stytta vinnu- tímann. Að sögn Helga hefur gildistaka vinnutímatilskipunarinnar hér á landi á síðastliðnu vori hins vegar enn sem komið er engu breytt um vinnutíma ungra lækna. „Við höf- um reynt að vinna í þessu máli og meðal annars gengið á fund heilbrigðisráðherra. Ungir læknar vinna nú að meðaltali 70-90 stunda vinnuviku, en það er engin vinna í gangi til að reyna að skipu- leggja þetta þannig að það nái yfir okkur,“ segir hann. Helgi segir að FUL líti svo á að jafnt aðstoðarlæknar og deildarlæknar eigi heima undir vinnutímatilskipuninni. Álitamál hafi reyndar verið hvort aðstoðar- læknar féllu undir ákvæði þeirra, þar sem sumir hafi viljað túlka það svo að þeir væru læknar í sérnámi samkvæmt skilgreiningu ESB. Nái tillögur framkvæmda- stjórnarinnar fram að ganga sé hins vegar ekki nokkur vafi í því efni. Helgi viðurkennir að erfitt geti reynzt að breyta vinnufyrirkomu- lagi á spítölum. Unglæknar gangi nú 26 tíma vaktir og sé undir- mannað í þeim störfum, sem þeir sinna. „Við erum eins og aðrir sjúkrahúslæknar í viðræðum við ríkið um kaup og kjör og við höf- um reynt að fá ríkið til að ræða þetta mál. Síðastliðinn vetur var undirhópur að störfum í einhveijar vikur og lagði nákvæmlega fyrir ríkið hvernig okkar vinnutíma væri háttað. Síðan hefur ekkert gerzt í málinu,“ segir Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.