Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. JLILÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ LESIÐ á gamla legsteina í Hít ardal Eldri borgarar á ferð um landið í SUMAR hefur ver- ið mikið um ferðalög á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Hafa þessar ferðir gengið mjög vel og almenn ánægja ferðalanga. Dagsferðir hafa ver- ið: Ferð að Bessastöð- um og um Álftanes, Akranesferð og Heið- merkurferð og var Rafveita Reykjavíkur heimsótt. Lengri ferðir hafa verið: Ferð um Snæ- fellsnes og Vestfirði, Hringferð um landið og einnig þrettán daga ferð um landið með viðkomu í Færeyjum og notið þar mikillar gestrisni Færey- inga. Nú stendur yfir 2ja daga ferð til Víkur í Mýrdal og 3ja daga Vest- mannaeyjaferð verður eftir viku. Þijár dagsferðir eru eftir: Fjalla- baksleið syðri, Réttarferð í Borgar- Qörð og hauslitaferð til Þingvalla. Nú fara í hönd 3 lengri ferðir: Fjallabaksleið nyrðri og syðri 24.-27. júlí Hin vinsæla Fjallabaksferð verð- ur farin aftur, en mikil ánægja var með hana í fyrra. Farið verður frá Hverfisgötu 105, kl. 9:00 og ekið um Hvolsvöll, Fljótshlíð um Mark- arfljótsaura upp að Einhymingi í Hvanngil. Þaðan um Mælifellssand niður í Skaftárdal við Snæbýli. Þetta er leið með afar fallegu landslagi og fjallasýn, sem aldrei gleymist. Síðan er farið niður með Skaftá á hring- veginn og austur að Efrivík í Landbroti og þar gist í 3 nætur. Næsta dag er ekið að Lakagígum og þetta einstaka og furðulega náttúruundur skoðað. Daginn eftir er farið austur að Skaftafelli, að Breiðamerkurlóni p^U og um Suðursveit. Gíslason Síðasta daginn er ejrið um Fjallabaksleið nyrðri og Ófærufossarnir fögm skoðaðir. Þá er farið um Land- mannalaugar og niður í Þjórsárdal. Fararstjóri verður Pétur H. Ól- afsson. Miðhálendisferð, Gæsavatnaleið 18.-25. ágúst Fyrst er ekið í Þjórsárdal og margt skoðað þar, svo sem Gjána - perlu dalsins, síðan upp að Veiði- vötnum og Sprengisandsleið í Nýjadal. Þar gist í „fjallakofa“ í svefnpokaplássi. Næsta dag er ekið í Tómasar- haga og Gæsavötn, að Öskju. Síðan í Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll. Dvalið í Sigurðarskála í Kverkfjöll- um í tvo daga og umhverfið skoðað og farið í ferðir út frá því. Þar á eftir er ekið niður í Hvanna- YILTIJ HAFA FALLEGRI NEGLUR? Klofna neglur þínar? Eru þær þunnar? Vaxa naglaböndin hratt? Eru neglurnar rákóttar? Eru þær linar og mjúkar? Eru þær þunnar? Springur húðin kringum neglurnar? Ekki örvænta! Light Concept Nails býður upp á frábærar naglaverndarvörur sem geta gert neglur þínar enn fallegri. Kynning í Lyfju, Lágmúia 5, í dag og á morgun kl. 13-18. Sérfræðingar á staðnum. 20% kynningarafsláttur. lindir niður að Kryppu, gegnum Grágæsadal og síðan á fjölmarga staði en endað í Snæfellsskála. Næsta dag liggur leiðin um Fljótsdal að Egilsstöðum og gist að Eiðum í uppbúnum rúmum. Þaðan er svo haldið til Akureyrar um Mývatnssveit, Goðafoss, Fnjóska- dal, Laufás og gist að Hótel Vin í Eyjafirði. Sunnudagurinn 24. ágúst Skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara hafa, að mati Páls Gíslasonar, gengið mjög vel og veitt mikla ánægju. er til afslöppunar en ekið um Eyja- fjörðinn og Akureyri. Síðasta daginn er haldið heim um Skagafjörð og Kjalveg og endað með sameiginlegum kvöldverði. All- an tímann verður sameiginlegur matur. Skipuleggjandi og fararstjóri er hinn vinsæli félagi okkar Pétur H. Ólafsson. Trékyllisvík 26.-29. ágúst Farið er sem leið liggur norður strandir og ekið að Valgeirsstöðum í Norðurfirði_ og þar gist í húsi Ferðafélags íslands í svefnpoka- plássum. Þátttakendur verða að hafa með sér nesti, en verslun er á staðnum. Næstu daga veður farið í stuttar öku- og gönguferðir, svo sem að Munaðarnesi, Eyri í Ingólfsfirði, Gjögri, Ávík, Felli að Krossaneslaug o.fl. Alla daga farið í sund. Fararstjóri verður hinn farsæli Sigurður Kristinsson. Þessar ferðir eru allar ætlaðar eldri borgurum og sniðnar við þeirra hæfi. Nákvæmar leiðarlýsingar er hægt að fá á skrifstofu Félags eldri borgara að Hverfisgötu 105. Höfundur er formaður Félags eldri borgara ílieykjavík og nágrenni. Pitne^ijot/es FRlMERÉIAVÉLAR ^AFMÆLISTILBOÐ Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Gróðurhúsaáhrif og álverið á Grundartanga ÁLVERIÐ fyrirhug- aða á Grundartanga hefur aukið mjög um- ræðuna um gróður- húsaáhrif og hlutverk íslendinga í þeirri mengun. Þegar álverið á Grundartanga er skoðað ofan í kjölinn kemur í ljós að losunin frá þvi af gróðurhúsa- lofttegundum verður tvöfalt meiri en gert var ráð fyrir í umhverf- ismatinu. Það hefur líka þær afleiðingar að ísland lendir í mikilli umhverfisskuld sem erfitt getur reynst að borga þegar þjóðir heims verða að minnka þá mengun sem veldur gróðurhúsaáhrifunum. Sérfræðingar álíta að útblástur gróðurhúsalofttegunda þurfi að minnka svo mikið að mengunin á hvern íbúa verði ekki meiri en I. 200-1.700 kg á ári. Það þýðir að útblásturinn reiknað á íbúa verð- ur að minnka mismikið vegna þess að íbúar ríku landanna menga miklu meira bæði samanlagt og reiknað á íbúa. Útblásturinn á hvern íbúa á íslandi er talinn vera um það bil II. 000 kg á ári. Það þýðir að út- blásturinn þarf að minnka um 9.000 til 10.000 kg á hvern íbúa, þ.e.a.s um 80-90%. Það hefur reynst erf- itt að ná samkomulagi milli ríkja heims um nauðsynlegar aðgerðir. Olíulöndin, m.a. Bandaríkin, hafa unnið gegn samkomulaginu. Sam- tök eyríkja sem eiga á hættu að hafið flæði yfir lönd þeirra beijast fyrir hröðum aðgerðum. Samkomu- lag varð um að útblásturinn megi ekki aukast fram til aldamóta mið- að við 1990. Þó að það sé ófullnægj- andi töldu umhverfissinnuð ríki að mikilvægast væri núna að taka fyrstu skrefin til að skipta um stefnu. Þetta samkomulag er hins vegar lítils virði ef ríki sem standa að því haga sér eins og ísland og segja: „Víst styðjum við samkomu- lagið, en það gildir ekki fyrir okkur einmitt núna. Einmitt við þurfum að iðnvæðast meira og menga meira. Til að markmiðið náist verð- ið þið hin að minnka meira. Við höfum svo góðar aðstæður vegna vatnsorku og jarðorku að við verð- um að fá að menga meira. Þið hin löndin sem hafíð minni möguleika að ná í orku sem ekki hefur áhrif á andrúmsloftið verðið að minnka mengunina meira en við.“ íslensk stjórnvöld hafa tekið sér það bessa- leyfí að bregðast þessu markmiði og hafa þar með gefíð öðrum lönd- um slæmt fordæmi. Það gefur auga leið að þessi afstaða veldur því að markmiðinu verður ekki náð. Túlk- un íslenskra stjórnvalda er sam- kvæmt umhverfisráðuneytinu sú að samningurinn um takmörkun á út- blæstri á gróðurhúsalofttegundum feli ekki í sér lagalega skuldbind- ingu. Samningurinn felur í sér sið- ferðilega skuldbindingu og mark- miðið með honum er að sjálfsögðu að fá aðildarlöndin að fylgja samn- ingnum. Því hefur verið haldið fram að markmiðum samningsins eigi að ná með því að löndin sameiginlega nái markmiðinu, en að minnkunin geti verið mismunandi mikil hjá ýmsum löndum. Sem dæmi hefur tillaga Evrópubandalagsins verið nefnd, þar sem ætlast er til að út- blásturinn frá löndunum sameigin- lega minnki um 13% til 2010 miðað við 1990, en að t.d. Svíþjóð geti fengið að auka útblásturinn um 5%. Þessa skírskotun verður að skilja á þann veg að ísland ætti að geta komist upp með minni minnkun en önnur lönd. Til þess að ísland geti tekið þátt í einhveijum skiptum á kvótum verður ísland að semja við önnur lönd. Slíkir samningar hafa að því er best er vitað ekki farið fram og ísland hefur aldrei látið í sér heyra í þess- um umræðum á alþjóð- legum vettvangi. Þar sem miðað er við 1990 er hætta á að aðstaða Islands versni til muna við tilkomu álvera og magnesíumverksmiðju sem valda mjög mikilli mengun af völdum gróðurhúsaloftteg- unda. Það er hætta á því að íslensk stjóm- völd verði að velja á milli þriggja leiða til þess að minnka mengun- ina: 1) minnka stóriðjuframleiðslu með því að loka einhveijum verk- Meta þarf áhrif raf- orkuframleiðslu, segir Högni Hansson, m.a. á andrúmsloftið. smiðjum, 2) minnka fiskveiðiflot- ann, eða 3) draga úr millilanda- flutningum og umferð innanlands. Ef svo fer mun mörgum þykja að farið hafi verið af stað af lítilli fyrir- hyggju. Vandamálin meiri en vitað var Hættan á mengun frá fleiri gróð- urhúsalofttegundum en koltvíoxíði er töluverð við álframleiðslu. Meng- un flúorkolefna, FC, er t.d. mikið vandamál og samkvæmt sænsku nefndinni sem íjallar um andrúms- loftið, Klimatdelegationen, er út- blásturinn 0,02 til 0,18 kg af FC á hvert tonn sem framleitt er af áli. Það þýðir 3,6 til 32 tonn af flúorkol- efnum á ári frá 180.000 tonna ál- framleiðslu. Það mundi þýða 90.000 til 800.000 tonn af koltvíoxíðígildi. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er talin um 2.700.000 tonn koltvíox- íðsígildi á ári núna á íslandi. Um- hverfísráðuneytið reiknar með losun á 15 tonnum flúorkolefna á ári frá álverinu á Grundartanga, þ.e.a.s. 0,08 kg á hvert tonn af áli sem fram- leitt er eða 373.000 tonn koltvíoxíðí- gilda. Koltvíoxíðlosunin er talin verða 270.000-300.000 tonn á ári. Það þýðir að gróðurhúsaáhrifín verða meiri af losun flúorkolefna en frá losun koltvíoxíðs. Þetta sýnir að umhverfísmatið var gallað að þessu leyti lika. í umhverfísmatinu er bent á að flúorkolefnissambönd myndast við álframleiðslu, en „samanborið við C02 eru gróðurhúsaáhrif af völd- um flúorkolefnissambanda lítil vegna þess hve magn þeirra í and- rúmsloftinu er lítið.“ I þeim hluta umhverfísmatsins sem fjallar um áhrif álversins á umhverfíð er ekki minnst á flúorkolefni. Sala og framleiðsla á raforku er einn helsti fylgifiskur og forsenda álversins og þess vegna þarf að meta áhrif raforkuframleiðslu á m.a. andrúmsloftið, losun gróður- húsalofttegunda og fleira. Mæling- ar í Kanada og Brasilíu hafa sýnt að uppistöðulón geta losað jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á hveija orkueiningu sem framleidd er og kol- og olíuraforkuver. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir Is- land að fylgjast vel með rannsókn- um á þessu sviði og gera þær athug- anir sem þarf til að geta metið af- leiðingarnar af vatnsvirkjunum sem áætlaðar eru. Höfundur er forstöðumaður umhverfis- og hollustuverndarinnar í Landskrona í Svíþjóð. Högni Hansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.