Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLl 1997 21 ERLENT Aðildarviðræður Evrópusambandsins við sex ríki framundan Allir þurfa að færa fórnir Slrassborg, Brupsel. Reuter. BÆÐI Evrópusambandið sjálft og ríkin sex, sem munu hefja aðildarvið- ræður við sambandið eftir nokkra mánuði, munu þurfa að færa ýmsar fórnir til þess að af stækkun sam- bandsins geti orðið. I skýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB um umsóknir ríkja í Austur-, Mið- og Suður-Evr- ópu um aðild að sambandinu er tek- ið fram að ekkert Austur- og Mið- Evrópuríkjanna uppfylli enn skilyrði fyrir aðild að ESB, en líklegt sé að þau fimm, sem ræða á við, geti náð því takmarki á skömmum tíma. Evrópusambandið sjálft þarf að breyta landbúnaðar- og byggða- stefnu sinni og draga úr styrk- greiðslum, eigi stækkunin ekki að bera fjárhag þess ofurliði. Fjöldi bænda tvöfaldast í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar um stækkun sambandsins, sem var gerð opinber í gær, kemur fram að með inngöngu ríkjanna sex, sem nú á að ræða við, muni tún og akrar ESB stækka um 50% og fjöldi bænda og landbúnaðarverkamanna tvöfaldast. Engin leið sé að halda áfram að greiða hina háu landbúnað- arstyrki, sem nú eru við lýði innan sambandsins. Framkvæmdastjórnin leggur til að verð það, sem ESB tryggir bænd- um, verði lækkað um 10-30%. Bænd- um verði þó greiddar bætur vegna þessa tekjumissis. Umbætur í landbúnaðarmálum auðvelda ekki aðeins inngöngu Aust- ur-Evrópuríkja, heldur styrkja þær líka stöðu ESB í væntanlegum við- ræðum innan heimsviðskiptastofn- unarinnar um lækkun stuðnings við landbúnað. Hins vegar eru bændur valdamikil! þrýstihópur í mörgum aðijdarríkjum sambandsins. í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar er lagt til að byggðasjóðir ESB úthluti 275 milljörðum ECU á næstu sjö árum. Þar af fari 45 milljarðar til nýju aðildarríkjanna. Talið er að einkum írland muni tapa á breyting- um á byggðastyrkjunum, en Suður- Evrópuríkin fái áfram álíka mikla styrki og undanfarið. Framkvæmda- stjórnarmenn frá Suður-Evrópuríkj- unum þvertóku fyrir að þau ríki, sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) afsöluðu sér byggða- styrkjum. Framkvæmdastjórnin segir senni- legt að aukinn hagvöxtur í ESB muni að hluta til bæta upp þann kostnað, sem hlýst af stækkuninni til austurs. Frekari umbætur nauðsynlegar Mikill munur er á efnahags- ástandinu í núverandi ríkjum ESB og í hinum væntanlegu aðildarríkj- um. í stærsta ríkinu, sem á að ræða við, Póllandi, er landsframleiðsla á mann aðeins 31% af ESB-meðaltal- inu. Framkvæmdstjórnin telur þó að Pólverjar geti staðizt þá auknu sam- keppni, sem leiðir af aðild, ef þeir halda áfram efnahagsumbótum. Framkvæmdastjórnin segir nauð- synlegt að Pólveijar ráðist í frekari umbætur á eftirlauna- og velferðar- kerfi sínu og á bankakerfinu. Þörf sé á meiri fjárfestingu í samgöngu- og umhverfísmálum og að halda áfram endurskipulagningu gamalla ríkisfyrirtækja. Stærsta verkefni Pólverja verður þó sennilega að nú- tímavæða landbúnaðinn, en 27% launþega í landinu starfa við land- búnað. Að mati framkvæmdastjórnarinn- ar hefur efnahagslíf í Tékklandi tek- ið gífurlegum framförum, sem sést m.a. á því að landsframleiðsla á mann er þar 55% af því, sem gerist í ESB, en betur má ef duga skal. Auka þarf stöðugleika íjármálakerf- isins og halda áfram endurskipu- lagningu atvinnuveganna. Ungveijaland hefur sömuleiðis náð miklum árangri og telur fram- kvæmdastjórnin að meirihluti lög- EVRÓPUSAMBAND 21 RIKIS? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að hafnar verði aðildarviðræður við Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóveníu Eistland og Kýpur. Lettlandi, Litháen, Slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu hefur verið heitið viðræðum síðar. Nokkrar töl'ir: íbúafjöldi Verðbólga Atvinnu- Vinnuafl VLF/mann í milljónum 1996 leysi 1996 í þús. í dollurum Eistland 1,5 23% 2,2% 652 4.144 Kýpur 0,7 4,2% 3,1% 275 10.700 Pólland 38,6 15,3% 14,3% 8.900 5.600 Slóvenía 2,0 9,9% 9,9% 744 10.610 Tékkland 10,4 6,7% 3,9% 3.034 8.200 Ungverjaland 10,2 18,5% 11,0% 2.550 6.700 gjafar ESB sé nú orðinn að lögum í Ungveijalandi. Hins vegar eru Ungveijar enn fátækir, landsfram- leiðsla á mann er aðeins 37% af ESB-meðaltalinu. Hagvöxtur er hægur og framkvæmdastjórnin segir umhverfisvandamál í landinu gífur- leg. Slóvenía er ríkasti umsækjandinn, þar er landsframleiðsla á mann 59% af meðaltali ESB-ríkja. Efnahagslíf- ið er nú að miklu leyti komið í hend- ur einkaaðila og er talið munu geta staðizt þá samkeppni, sem fylgir ESB-aðild. Hins vegar telur fram- kvæmdastjórnin að losa verði um samráðskerfið í landinu, þar sem flestar ákvarðanir um efnahagsmál eru teknar með samhljóða samþykki stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þá þurfi að hraða endurskipulagn- ingu fyrirtækja. Launahækkanir hafí verið of miklar og ástand um- hverfísmála sé ekki í nógu góðu horfi. Eistland hefur skotið hinum Eystrasaltsríkjunum langt aftur fyr- ir sig á umbótabrautinni. Þar er fá- tækt hins vegar mikil og landsfram- leiðslan á mann ekki nema 23% af meðaltalinu í ESB. Framkvæmda- stjórnin leggur blessun sína yfír efnahagsumbætur eistneskra stjórn- valda en hefur áhyggjur af vaxandi viðskiptahalla. í efnahagsmálum stendur Kýpur ágætlega miðað við Mið- og Austur- Evrópuríkin. Pólitíska ástandið í landinu stendur hins vegar í vegi fyrir aðild að ESB. Viðræður eru nú hafnar milli Tyrkja og Grikkja á Kýpur um lausn á deilum þjóðarbrot- anna. Tyrkjum í norðurhlutanum, sem eru fátækari en Grikkirnir í suðurhlutanum, hefur meðal annars verið sagt að hagur þeirra muni batna, fallist þeir á að Kýpur gangi í ESB. Jr EINSTAKT HELGARTILBOÐ EKKIMISSA AF ÞESSU ÚRVALAFPOKA OG POTTAPLÖNTUMÁ AÐEINS VERÐ AÐUR KR. 380,- 440,- BLÁGRENI 25-30 SM STAFAFURA 25-35 SM FJALLAÞINUR 25-40 SM SITKAGRENl PT. EINNIG: BERGFURA , LOÐVÍÐIR, LERKI OG MARGT FLEIRA PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8 - 19. helgar kl. 9 -18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.