Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 43 J GUNNLAUGUR O. BRIEM + Gunnlaugur Ó. Briem fæddist í Reykjavík 27. maí 1918. Hann lést á Vífilsstaðaspítala aðfaranótt 13. júlí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Jóhann Briem og Anna Val- gerða Claessen. Systkini hans eru Margrét (látin), Guðrún, Valgarð og Ólafur. Gunnlaugur kvæntist Unni Thors sem er látin. Börn þeirra eru Unnur Margrét, Richard Ólafur, Anna Jóna, Asta Gunnlaug og Helga Elín. Gunnlaugur lagði stund á verslun- arnám í Skotlandi og vann við milli- ríkjaverslun í New York á stríðsárun- um. Er heim kom starfaði hann alla tíð í matvælaiðnaði og við útflutning sjáv- arafurða, lengst af þjá Síldarverksmiðj- um ríkisins. Útför Gunnlaugs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elskulegur tengdafaðir minn, Gunnlaugur Ó. Briem, er látinn. Eftir rúmlega tuttugu og fimm ára samfylgd er margs að minnast og fyrir margt að þakka. Fyrstu árin sem ég tilheyrði fjölskyldu tengda- föður míns voru samskiptin aðallega í gegnum bréfín sem hann skrifaði til okkar Rikka þegar við bjuggum fjarri heimahögum. Á þessum árum fyrir tíma beinna símtala til útlanda og nútíma fjarskiptatækni var mjög mikilvægt að finna reglulega bréf í póstkassanum og bréfín hans tengdaföður míns komu reglulega. Það kom síðan fljótlega að því að tengdaforeldrar mínir Unnur og Gunnlaugur urðu afí og amma í lífí mínu og eftir það voru þau fyrir mér ávallt afí og amma á Bestó. I heimsókn til íslands urðu samskipt- in nánari og samverustundirnar á Bestó margar og góðar. Tengdaforeldrar mínir komu á þeim sið að hafa nokkurs konar opið hús á laugardögum fyrir börn- in sín og fjölskyldur þeirra. Hjá okkur hét þetta að fara í „pulsur" á Bestó. Þetta var fastur punktur í tilverunni og hvað sem hver var að gera, sinna innkaupum, barnabörnin að mæta á íþróttaæfíngar, í dans, í afmæli eða spilatíma, þá vildu all- ir líka ná „pulsunum" á þessum dögum. Á þeim árum þegar við fjöl- skyldurnar bjuggum til skiptis er- lendis veit ég að allir hlökkuðu til að koma heim í frí og þá um leið að hittast á þessum sérstöku sam- verustundum. Þetta voru ómet- anlegir dagar fyrir barnabörnin eft- ir því sem árin liðu og veit ég að margir dáðust að þessum laugar- dagspulsudögum okkar. Hlutverk tengdaföður míns á þessum stund- um var að sjá um kaffíð og bakkels- ið því leyndarmálið á bak við eina (og fleiri) með öllu var tengdamóður minnar. Þama komust barnabörnin að því að afí á Bestó gat hreyft eyrun upp og niður og þau eldri fengu smjörþefínn af sögunum af þeim Habba og Stibba. Það þurfti aldrei að vera mikið tilstand í kringum hlutina til að tengdaforeldrar mínir kynnu að njóta þess eins og sagt er. Aðeins það að fara og fá sér „kaffe og kringler" í Kaupmannahöfn þegar þau heimsóttu okkur þangað varð að notalegum og eftirminnilegum stundum. Tengdafaðir minn var traustur bakhjarl sem ávallt vildi það besta fyrir börnin sín og fjöl- skyldur þeirra. Hann var greiðvikinn og voru þær ófáar ferðimar hans með barnabörnin út og suður þegar á þurfti að halda. Tengdafaðir minn var hár og myndarlegur og sann- kallað glæsimenni þar sem hann fór, en hann gekk löngum til og frá vinnu í gegnum miðbæinn. Þegar hann bjó sér nýtt heimili á Lindar- götu 57 eftir að tengdamóðir mín lést var það gert af mikilli smek- kvísi og natni. Hann átti góðar stundir á þessum nýja stað og tók virkan þátt í félagslífi íbúanna. Yngstu barnabörnin sem ekki upp- lifðu laugardagana góðu hjá afa og ömmu á Bestó fengu nú í staðinn að njóta þess spennings sem fylgdi því þegar afi kom til skiptis í mat á heimili barna sinna, oftast með glaðning í poka sem ekki mátti opna fyrr en eftir mat. Nokkurra mánaða veikindastríði tengdaföður míns er nú lokið. Fjöldi minninga leitar á hugann að leiðar- lokum hér á jörðu og tími kominn til að þakka fyrir samfylgd sem ávallt var ánægjuleg. Guð blessi minningu elskulegra tengdaforeldra. Guðrún Birgisdóttir. Gunnlaugur Briem var einn besti maður er ég hef kynnst. Frá fyrstu kynnum okkar, er ég kom í fjöl- skyldu hans fyrir 22 árum, hafði hann einstakt lag á að láta öðrum líða vel í návist sinni og kalla fram það bezta í vitund hvers og eins, eins og kostur var. Rósemd hans, yfirvegun og lítillæti var við brugð- ið og framkoma hans öll fáguð og virðuleg. Hinn stóri og glæsilegi maður hugði vel að öllu, stóru jafnt sem smáu í tilveru sinni, t.d. fata- burði og útliti, var nákvæmur og vandvirkur. Hann var kiminn en raunsær og hélt stóískri ró sinni í atgangi dagsins. Ljúfmennska hans og sanngirni er mér þó einna minn- isstæðust. Ég hef á tilfinningunni að e.t.v. hafí hann ekki haldið yfír- veguðum skoðunum sínum nógu vel eða oft á loft í hinu daglega og oft tilbreytingarlausa amstri en ef svo er var það vegna hógværðar hans og tillitssemi við aðra. Skoðanir hans fóru þó ekki fram hjá þeim er þekktu hann vel og skildu eftir djúp spor í sálum afkomenda hans, ættmenna og vina. Það, sem skiptir hvað mestu máli í tilveru okkar, er einmitt það sem Gunnlaugur gerði. Hann kom vel til skila föðurlegu hlutverki sínu og markaði veginn til framtíðar fyrir böm sín og aðra afkomendur. Gunnlaugur og glæsileg kona hans Unnur Thors Briem, er lézt 1992, bjuggu börnum sínum gott heimili og þau hjón bæði áttu sínar beztu stundir í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Bergstaðastræti 84 og við Haffjarðará þar sem þau voru langdvölum á sumrin með bömum sínum. Þau hjón voru sann- kallaðir heimsborgarar og fram- koma þeirra við háa jafnt sem lága einkenndist af samhug og elsku. í einstaklega erfíðri baráttu Gunnlaugs við hræðilegan sjúkdóm sl. átta mánuði komu eiginleikar hans bezt fram. Hann hélt virðingu sinni fram til þess síðasta meðan við hin héldum í vonina. Hann vissi gjörla að hveiju stefndi og augna- ráð hans síðustu mínútur ævi hans er við ræddumst við var svo til óbreytt og mér ógleymanlegt. Hinn stóri maður var stærri en áður. Líf hans fjaraði smátt og smátt út dimman rigningardag. Það var slökkt á öndunarvélinni. Hann kvaddi eldsnemma á fallegum og björtum morgni er heit júlísólin braust fram úr skýjum. Það var þögn á hlaðinu á Vífilsstöðum í morgunblænum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég Gunnlaugi og Unni sam- fylgdina. Úlfur Agnarsson. Er sólin hnigur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. í hinztu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byijar Ijúft að tala. Og tárin sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau iíða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú fmnur eigi, og, fyrr en veiztu, röðull ris á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (H. Hafstein) Elsku afí minn. Þá er komið að kveðjustundinni sem er alveg jafnþungbær þótt að henni hafi stefnt í dálítinn tíma. Eg á svo margar minningar sem tengjast þér frá þeim rúmlega tutt- ugu og tveimur árum sem við höf- um fylgst að og þær eru undan- tekningalaust góðar. Það var alltaf svo létt yfir þér og stutt í grínið hvort sem verið var að spila marjas eða borða pylsur í vikulegum pylsu- veislum í Bergstaðastrætinu sem svo sannarlega þjöppuðu fjölskyld- unni saman. Það er heldur ekki hægt að kvarta yfír því að manni hafi leiðst þegar maður gisti eða kom í heimsókn til þín og ömmu. Þið áttuð troðfullan bílskúr af dóti og nægan tíma, ást og hlýju fyrir okkur barnabörnin. Með tímanum breytist þó allt. Litlir strákar verða feður, foreldrar verða afar og ömmur, afar verða langafar og hverfa á braut. Ég vildi óska að Klara litla hefði fengið að kynnast þér. Séð þig hreyfa eyrun, leika „Dalla“ eða sprella eitthvað fyrir okkur krakkana eins og þér einum var lagið. Ég man að þegar amma dó fannst mér eins og þú hefðir elst um mörg ár á einni nóttu. Og eins og svo oft fylgir ástvinamissi þá hrakaði heilsunni líka í kjölfarið. Það var mjög átak- anlegt að sjá jafn tígulegan mann og þig leggjast inn á spítala fyrir nokkrum mánuðum og heija erfiða baráttu sem maður hafði oft á til- finningunni að væri kannski meira fyrir okkur sem næst þér stóðum en þig sjálfan. Mikið ofboðslega er ég feginn að ég fór að heimsækja þig síðastliðið fímmtudagskvöld, síðasta kvöldið sem þú varst með meðvitund. Það munaði nefnilega ekki miklu að ég frestaði ferðinni því myndir úr skírninni hennar Klöru sem ég var búinn að lofa að sýna þér týndust. Þær fundust þó sem betur fer, ég fór, og náði að hitta þig í tæka tíð. Tárin streymdu niður kinnarnar þínar þegar við skoðuðum myndirnar því þú hefur eflaust vitað það sem ég vissi ekki, að nú væri að nálgast kveðjustund- in. Elsku afí, takk fyrir allt. Þinn, Birgir Andri. Elsku afi minn. Nú á ég aðeins minninguna, meira verður ekki spunnið við okk- ar 22 ára vinskap. Öll sú ást sem þú og amma Unnur gáfuð mér er lán sem mun fylgja mér þar til við hittumst á ný. Eg man ekki eftir mér án þín. Ég stappaði í polla, sofnaði standandi í bílnum, fór með þér til Gvendar í Sjóbúðinni. Já, allir okkar yndislegu helgarmorgn- ar. Sem og aðrir, við vöknuðum fyrir allar aldir, á undan öllum öðrum heima á Bestó. Mjólkurglas og brauð með osti og alltaf sami spenningurinn hvar súkkulaðimol- inn leyndist. Og síðan myndasög- urnar, ég hlakkaði svo til að gabba þig og lesa sjálf þegar að þeim stórviðburði kæmi að ég gæti það. Þú rúntaðir endalaust með okkur Bigga, fórum hundrað þúsund sinn- um í loka augum. Urðum eitruð af því að stíga á strik. Og alltaf fylgdir þú mér út á stoppistöð, beiðst með mér í öllum veðrum. Svona leið æskan, elsku afí, og þó við tækju unglings-, mennstaskóla- og loks fullorðinsár fjarlægðumst við aldrei hvort annað. Alltaf varstu til staðar sem vinur, afi og fyrir- mynd. í eigingirni minni óskaði ég þess að þú yrðir eilífur. Síðustu mánuðirnir voru strangir og erum við sem elskum þig því hvíld þinni jafn fegin og þú. Þrátt fyrir það er söknuðurinn óbærilegur en minningin um glæsilegan og góðan mann og umfram allt yndislegasta afa sem hægt er að hugsa sér þerr- ar tár mín. Þökk fyrir allt og allt. Þín elskandi, Edda. vinar í stað, afa sem alltaf gaf sér góðan tíma til að sinna þeim og svara spurningum þeirra. Spurn- ingum, sem svo mjög einkenna ung börn í uppvextinum og eru þroska- merki vaknandi vitundar sem hlúa ber að. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka Gunnlaugi Briem fyrir ljúfar og ánægjulegar stundir á umliðnum árum. Okkar innilegustu samúðarkveðjur send- um við börnum hans og fjölskyldum þeirra og óska þess að minning Gunnlaugs og andi megi áfram lifa með þeim og verða þeim öllum það ljós og sá styrkur sem hann sýndi í lífí sínu og veikindum nú síðast. Uggi Agnarsson. Fyrstu geislar morgunsólar brugðu bleikum bjarma á austur- himininn. Það var kyrrt og hægt yfir öllu árla morguns hinn 13. júlí- dag. Það var friður og ekkert hljóð rauf þögnina nema stöku þröstur sem hóf upp raust sína í Vífils- staðahrauninu og fagnaði nýjum degi - eða var það söknuður eftir því liðna? Lífsskeið Gunnlaugs Bri- em var á enda runnið - sandurinn úr stundaglasinu. Það var ró og virðuleiki sem einkenndi síðustu stundir lífs hans líkt og verið hafði um ævi hans alla. Fjölskyldan var saman söfnuð að skilnaði. Þannig vildi hann kveðja en hvfldin var verðskulduð eftir langa og harða bráttu sem þó hlaut að enda á einn veg. En nú er tími til að minnast og þakka fyrir liðnar gleði- og sam- verustundir. Gunnlaugur hafði átt láni að fagna í lífinu. Hann var fjölskyldumaður í orðsins fyllstu og bestu merkingu. Þau hjónin, Unnur Thors Briem, sem látin er fyrir nokkrum árum, og Gunnlaugur, sem hér er kvadd- ur, áttu saman langa ævi í Berg- staðastrætinu þar sem fjölskyldan bjó góðu búi. Þar ólu þau upp börn sín, fjórar dætur og einn son, í miklu ástríki, eindrægni og sam- heldni. Samheldni, sem oft brestur hjá nútímafólki. Samheldni sem verður einstaklingum skjól og at- hvarf í ólgusjó nútímans þar sem hraðinn og breytileikinn ber mannssálina stundum ofurliði. Börn þeirra, þau Unnur, Richard, Anna Jóna, Asta og Helga, hafa sýnt, að sú samheldni sem ein- kenndi fjölskylduna í uppeldi þeirra hefur orðið þeim styrkur í lífinu, uppspretta þolgæðis og dugnaðar og hefur nú einnig hjálpað þeim að annast föður sinn í hinum erfiðu veikindum hans og veitt honum styrk. Ekki þekki ég starfsferil Gunn- laugs til neinnar hlítar og verða eflaust aðrir til að segja frá þeim hluta lífs hans, en mér er ljúft að minnast mannsins, hægláta, þolin- móða og einkar barngóða. Barnabörn Gunnlaugs sakna nú MymnDOTOflp íJAum flÓTÍL flOfld iunnuMiti • (íu lipplýsingar í s: 551 1247 Héma lágu léttu sporin, löngu horfin, sama veg sumarblíðu sólskins-vorin saman genp þeir og ég, vinir mínir, aliir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar hallir, hallir dauðans - einn og tveir, einn - og tveir! (G.G) Kær vinur er látinn, langvinnt stríð er til loka leitt. Minningamar streyma fram í hugann, æskuárin í Reykjavík, sambýlisárin í New York og gleði- stundir með Unni og bömunum. Allt kallar þetta á ólýsanlegan söknuð, sem ekki verður bættur. Við biðjum harmi ástvina hugg- unar. Bjarni Björnsson, Björn Hallgrímsson og Guðmundur Árnason. Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfund- ar em beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 587 1960-fœc: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.