Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 Sérsending af GSM-símum á otrulegu verði!!! • Fæst í fjölmörgum litum • Þyngd 21 Og • Símanúmera- í birting • 70 tfma hleðsla n (200 tíma fáanleg) • Möguleiki á fax/modem tengingu • Þyngd 169g • 85 tíma hleðsla (2ja vikna hleðsla fáanleg) • 100 númera símaskrá • Símanúmerabirting • Möguleiki á fax/modem- tengingu • Tekur bæði stórt og lítið símakort CHÖJci GSM-hulstur, bílkveikjarasndfajl' og sumarbolur. Ómissandi í ferðalagitfr^ Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt IDAG BRIDS Umsjón fluðmundur Páll Arnarson TUTTUGU og tvö mál komu til kasta dómnefndar á EM í Montecatini. Sem er ekki mikið með tilliti til þess að 35 þjóðir sátu dag- langt við spilamennsku í 14 daga. Flest málin sner- ust um hikstöður og vil- landi eða rangar upplýs- ingar um sagnir. Hér er eitt athyglisvert spil af síð- arnefnda taginu: Vestur gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ ÁD9742 V D5 ♦ 94 ♦ 743 Nordur ♦ 83 V ÁG108632 ♦ 53 ♦ 85 Austur 4 106 ¥ K94 ♦ KG10862 ♦ GIO Suður ♦ KG5 ¥ 7 ♦ ÁD7 ♦ ÁKD962 Vestar Norður Austur Suður 2 spaðar Pass 3 spaðar 3 grönd Pass 4 hjörta Pass 5 lauf Pass Pass Pass Vestur kaus að leggja af stað með spaðaás gegn 5 laufum. Sagnhafi svínaði síðar tíguldrottningu og trompaði tígul, sem gaf honum 11 slagi. Vestur kvaddi til keppnisstjóra og sagðist hafa fengið villandi upplýsingar um sagnir. Norður hafði tjáð honum að hann væri ekki viss hvort þijú grönd væru eðli- leg sögn eða tveggja-lita úttekt. Vestur kvaðst hafa trompað út ef hann hefði vitað að suður ætti spil af þessum toga. Keppnisstjóri breytti ekki skor og vestur áfrýjaði til dómnefndar. Hún stað- festi úrskurð keppnisstjóra með þeim rökum að 5 lauf ynnust með hvaða útspili sem er!! Sér lesandinn vinn- ingsleiðina, til dæmis með trompi út? Hún er þannig: Sagnhafi fer inn í borð á hjartaás til að svína tígli. Hann tromp- ar þriðja tígulinn og síðan hjarta heima, sem er lykil- atriði. Aftrompar svo mót- heijana og spilar út há- spaða. Vestur á ekkert nema spaða eftir og verður að gefa sagnhafa slag á litinn. Bersýnilega kunna dóm- nefndarmenn sitthvað fyrir sér í brids! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Politi- ken Cup skákmótinu í Kaupmannahöfn sem nú er að ljúka. Þröstur Þór- hallsson (2.510) hafði hvítt og átti leik, en Finninn Tapio Salo (2.325) var með svart. Svartur lék síð- ast e6-e5, hótaði hvíta ridd- aranum á d4. 24. Hhgl! - exd4 25. Bh6 - dxc3 26. bxc3! — Rf4 27. Hxg7+ - Kf8 (Eða 27. - Kh8 28. Hh7+ - Kg8 29. Hgl+ - Bg2 30. Hxg2+ - Rxg2 31. Dg3+ og vinnur.) 28. Hg6+ - Ke7 29. Hel+ - Re6 30. Hxe6+ - Kxe6 31. Df5+ - Ke7 32. De5+ og svart- ur gafst upp. í næstsíðustu umferðinni á þriðjudaginn bar það hæst að Jón Viktor Gunnarsson, 16 ára, vann enska stór- meistarann Chris Ward og hefur náð frábærum árangri á mótinu. Helgi Áss Grétarsson vann Danann Karsten Rasmussen, en Þröstur tapaði fyrir Carsten Höi. Staðan fyrir síðustu umferð: 1.-4. Helgi Áss, Lars Schandorff, Carsten Höi og Ni- kolaj Borge, Dan- mörku 8 v. af 10 möguleg- um, 5. Mortensen, Dan- mörku 772 v., 6.-11. Jón Viktor, Lars Bo Hansen, Henrik Danielsen og Karst- en Rasmussen, Danmörku, Neil Bradbury, Englandi og Michael Bezold, Þýskalandi 7 v. Þröstur hefur 672, Matthías Kormáksson 6 v., Bergsteinn Einarsson, Bragi Þorfmnsson og Stef- án Kristjánsson 5 72 v., Hrannar Amarsson 4 V2 v., Ólafur í. Hannesson 4 v., Ólafur Kjartansson 3 72 v., Sveinn Þór Wilhelmsson 2 72 v. HVÍTUR leikur og vinniu-. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gott verðlag HELGA hafði samband við Velvakanda og sagð- ist hún hafa verið á ferð um landið norðanvert fýrir stuttu. Það kom henni á óvart hvað verð- lagið hefur lagast út á landi. Vildi hún sér- staklega taka fram að í Varmahiíð var verð á gosdrykkjum og snakki og þess háttar á sama verði og í bænum eða ódýrara. Einnig sagðist hún hafa keypt sér poka með 10 tjaldhælum í bænum áður en hún fór og kostuðu þeir 340 kr. en þegar komið var norður vantaði fleiri svo hún keypti þá í bensín- stöðinni í Varmahlíð en þar kostaði poki með alveg eins hælum 200 kr. Vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með þessa þróun. Kurteis bílstjóri SIGRÚN Guðmunds- dóttir hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri kveðju og þakklæti til bílstjóra SVR nr. 132 sem ók leið 6 mánudaginn 14. júlí. Hún segir hann hafa verið óvenju kurteisan og almennilegan, það skipti ekki máli hvort um var að ræða börn eða fullorðna, hann sýndi öllum sömu kurteisi og almennilegheit. Tapað/fundið Gullhringur tapaðist TAPAST hefur gullhringur með sporöskjulöguðum steini. Skilvís finnandi hringi í síma 554 0113. Jakki tapaðist í Þórsmörk SVARBRÚNN jakki með rennilás tapaðist í Húsadal í Þórsmörk sunnudaginn 6. júlí. Skilvís fínnandi vin- samlegast hringi í síma 553 7301. Dýrahald Kettlingar f ást gefins FJÓRIR fallegir kettl- ingar fást gefins. Uppl. í síma 565 3672. eða 555 0515. Svört læða týnd DIMMALIMM fór að heiman 8. júlí sl. úr Há- skólahverfinu. Hún er með rauðköfiótta tauól og rautt hjartalaga merkispjald. Eigandi biður þá sem séð hafa til læðunnar að hringja í síma 551 5301. ÞESSI duglega stúlka, Anna Lísa Ingólfsdóttir, hélt tombólu fyrir stuttu og færði Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann sem var 475 krónur. Víkverji skrifar... VINKONA Víkveija, sem rekur verslun, hafði orð á því nýlega hversu undarlegt væri, að í allri þeirri samkeppni sem ríkir milli bankanna hefði engum þeirra dottið í hug að breyta afgreiðslutíma sín- um viðskiptavinum til hagræðingar. Hún sagðist iðulega vera mætt fyr- ir utan bankann kl. 9.15 þegar hann væri opnaður. Þar stæði hún gjarnan í hópi nokkurra annarra sem einnig biðu með eftirvæntingu eftir að starfsfólkið lyki upp dyrun- um. Þetta benti til þess að þeir gætu líka hugsað sér, að opnunar- tíminn yrði færður fram. „Tæki ein- hver banki upp á því að opna klukk- an 8 þá myndi ég færa öll viðskipti mín samstundis yfir til hans,“ sagði hún. Hún tók ennfremur fram að afgreiðslutími íslenskra banka væri sérstaklega slæmur yfir sumartím- ann þegar tímamismunur væri verulegur milli Evrópu og íslands. Einhver viðstaddur sagðist láta sér detta í hug að opnunartíminn gæti verið háður kjarasamningum bankastarfsmanna. Getur það ver- ið? Þessi orð hennar urðu til frekari umræðu um bankana í þeim hópi fólks, sem hún var stödd í. Kom þar meðal annars fram að Lands- bankinn hefur nýlega breytt síma- númerum sínum í þá átt að hafa aðeins eitt númer í Reykjavík sem hringt er í, alveg sama í hvaða úti- búi viðkomandi hefur viðskipti. Furðuðu viðstaddir sig aftur á því, að þrátt fyrir alla samkeppni bank- anna, þar sem meðal annars væri verið að byggja upp persónulega þjónustu, hefði Landsbankinn horf- ið aftur til gamalla tíma með því að taka upp eitt símanúmer. xxx SPILAFÍKN er sennilega vax- andi vandamál á íslandi með tilkomu sífellt fjölbreyttari mögu- leika í þá átt að græða (eða tapa) mikla fjármuni á skömmum tíma. Víkveiji hefur heyrt að þegar Gull- potturinn er kominn í svo háa upp- hæð að styttist í að einhver detti í hann, skapist mikill titringur meðal landsmanna. Auglýsingar hljóma stanslaust í ljósvakamiðlunum, menn hringja sín á milli ogtaugarn- ar þenjast til hins ítrasta. Þetta er í lagi fyrir þá sem taka sjensinn og spila í eitt skipti fyrir einhveija tiltekna lága upphæð. Hins vegar fer í verra þegar spilafíklamir, sem eyða tugum eða hundruðum þús- unda á einu bretti, geta ekki á sér setið þegar þeir heyra þessar stans- lausu hvatningar og láta allt lönd og leið nema fíknina. Einhver hafði á orði að banna ætti auglýsingar af þessu tagi, þar sem þær væru síst skárri en auglýsingar um áfengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.