Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagskráin á Degi símenntunar tókst vel en aðsókn hefði mátt vera meiri : V Morgunblaðið/Þorkell Dagskráin á Degi símenntunar var fjölbreytt. Námsbraut fyrir nuddara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla var á meðal þess sem kynnt var. Nýtt viðhorf til menntunar AÐSTANDENDUR Dags sí- menntunar eru almennt ánægðir með hvernig til tókst með dagskrá hans síðastliðinn laugardag. Þó telja þeir að margt megi bæta fyrir næsta ár, svo sem húsnæðismál og upplýsingar. Aðstandendurnir von- ast einnig til að aðsókn verði betri á næstu árum. Forseti íslands gerði breytt eðli menntunar að um- fjöllunarefni í ávarpi við setningu Dags símenntunar og menntamála- ráðherra lagði áherslu á mikilvægi tölvu- og upplýsingatækni við allt nám í ræðu sinni. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir sérstöku fimm ára átaki í þágu símenntunar í landinu. Dagur símenntunar verður haldinn hvert þessara ára. Mennt sér um fram- kvæmd dagsins fyrir hönd ráðu- neytisins. Hagur margra aðila Ingi Bogi Bogason er formaður Menntar. Hann segist ánægður með hvernig til tókst á Degi sí- menntunar þrátt fyrir að Mennt hafi einungis verið falinn undir- búningurinn í maí. Ingi Bogi kveðst einkum ánægður með fjöl- breytilegt framlag þeirra sem sýndu á Degi símenntunar á laug- ardag. Hann kveðst tiltölulega ánægður með aðsóknina en segist vita að hana megi bæta. „Við von- umst til þess að búið sé að planta út þessari hugmynd um Dag sí- menntunar og við munum upp- skera miklu betur á næsta ári,“ sagði Ingi Bogi. „Nú eru eftir fjór- ir dagar símenntunar og miðað við hvað þetta tókst vel núna hlökkum við til að vinna verkið áfram,“ sagði hann. Ingi Bogi segir Dag símenntunar hag margra aðila, einstaklinga og viðkomandi skólastofnana, en ekki síst atvinnulífsins. „Atvinnulífið er farið að gera ráð fyrir menntun sem framleiðniaukandi þætti ekk- ert síður en endurnýjun tækja og framleiðsluferla. Menntun starfs- fólks er þannig séð fjárfesting. Við þurfum kannski að þoka þeirri hugsun aðeins áfram,“ sagði hann. Dagskrá Dags símenntunar fór fram um land allt og var samræmd að hluta til því flestir staðanna voru tengdir saman á Netinu og með fjarfundabúnaði. Samtengingin þótti takast framar vonum, að sögn Inga Boga. „Það var ákveðin kjöl- festa fyrir marga af þeim stöðum þar sem dagskrá átti sér stað að vera í beinu sambandi. Ég heyri ekkert annað en að það hafi tekist mjög vel, að menn hafi verið ánægðir með það. Þama virðist vera að tæknin sé orðin svo öflug að það sé hægt að gera ráð fyrir þess- um möguleika," sagði Ingi Bogi. „Þessi tækni rífur í okkur og hvet- ur okkur til þess að nýta þessa nýju möguleika einmitt í sambandi við símenntun," sagði hann. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra settu dag- skrána samtímis um land allt með aðstoð fjarfundabúnaðarins. Samfellt starf lífíð á enda Forseti íslands sagði meðal ann- ars í ávarpi sínu: „Menntun er að verða samfelld reynsla frá morgun- stund til dagsloka, frá æskuárum til ævikvölds og alnetið og tölvutækn- in hafa í raun gert hvem og einn að sínum eigin skólastjóra." Forsetinn sagði þróunina hafa breytt eðli menntunar úr afmörk- uðu viðfangsefni á fyrstu áratugum ævinnar í samfellt starf lífið á enda. Ólafur Ragnar sagði að því fyrr sem við tækjum mið af þessum þátta- skilum þeim mun betur myndu Is- lendingum nýtast þau sóknarfæri sem tæknin og nýir þjóðfélagshætt- ir hafa fært okkur í hendur. Þá sagði forsetinn: „Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur umræða okkar íslendinga á vettvangi skóla- mála og menntunar verið of bundin við samninga um kaup og kjör, um lög og reglugerðir, réttindi og kröf- ur, skipulag stofnana og húsakost. Allt eru þetta þörf viðfangsefni og nauðsynleg, en þau mega hvorki byrgja okkur sýn né læsa okkur í liðnum tíma.“ Upplýsingatæknin hefur gert heiminn að einum skóla I ávarpi sínu sagði menntamála- ráðherra símenntun eina veiga- mestu stoð þekkingarþjóðfélagsins og benti á að hugtakið sjálft minnir okkur á þá staðreynd að menntun er æviverk. „Þegar rætt er um sí- menntun er ekki verið að lýsa menntakerfinu heldur þjóðfélaginu, hvort þar sé almennur áhugi á menntun eftir skóla,“ sagði ráð- herrann. Menntamálaráðherra telur mik- ilvægt að auka hlut tölvu- og upp- lýsingatækni í öllu námi, það auð- veldi nemendum að stunda nám alla ævi. Ráðherrann telur að að því markmiði beri að keppa að allir framhaldsskólanemar eignist far- tölvu, með opinberum stuðningi ef nauðsyn krefur. Ráðherrann sagði að með upplýsingatækninni væri heimurinn orðinn að einum skóla. „Öflug grunnmenntun í nútíma- legu skólakerfi, þar sem nútíma- tæknin er nýtt til hins ýtrasta, er mikilvægt framlag til að styrkja almennar forsendur símenntunar. Árangurinn ræðst af viðbrögðum hvers og eins og þjóðfélagsins alls. Þar skiptir máli, að símenntunin sé metin að verðleikum á hinum almenna vinnumarkaði, bæði þeg- ar ráðið er í störf og litið í launa- umslagið. Afrakstur menntunar, rannsókna og vísinda bætir hag einstaklinga, fyrirtækja og þjóðar- búsins í heild. Aukin áhersla á þessa þætti er forsenda þess, að íslensku þjóðinni vegni vel á 21. öldinni," sagði menntamálaráð- herra. Nýr prófastur í Þingeyjar- prófastsdæmi BISKUP íslands hefur skipað séra Pétur Þórarinsson, sóknarprest í Laufási, prófast í Þingeyjarpró- fastsdæmi frá 1. september og til næstu 5 ára. Umsóknarfrestur um stöðu sókn- arprests í Hveragerðisprestakalli, Árnesprófastsdæmi og Þórshafnar- prestakalli, Þingeyjarprófasts- dæmi, rann út á mánudaginn og sóttu tveir um stöðumar. Séra Jón Ragnarsson sótti um stöðuna í Hveragerðisprestakalli en Sveinbjöm Bjamason, cand. theol., um stöðuna í Þórshafnarprestakalli. Séra Jón hefur gegnt embætti sóknarprests í Hveragerðispresta- kalli frá árinu 1995, en hann var kallaður til fjögurra ára og rennur köllun hans því út 1. október og samkvæmt lögum ber því að aug- lýsa embættið. I Þórhafnarprestakalli hefur séra Ingimar Ingimarsson sóknarprest- ur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september, en hann varð sjötug- ur 24. ágúst síðastliðinn. Það er kirkjumálaráðherra sem skipar síðan í embætti sóknar- presta og er það gert til fimm ára. ----------------------- Allt 16 mni stál kláraðist MIKIL spenna hefur verið á bygg- ingarmarkaði í sumar og leiddi það til þess að allt 16 mm steypustyrkt- arstál kláraðist hjá söluaðilum. Að sögn Arnar Bjarnasonar, verk- smiðjustjóra hjá Timbri og stáli hf., sem flytur inn steypustyrktarstál, er þetta einsdæmi. Hann sagði að þetta ástand hefði varað í nokkrar vikur en nú væri búið að flytja 16 mm stál til landsins. Skýringin á þessu væri m.a. sú að nokkur mjög stór verkefni hefðu verið í gangi á sama tíma sem í hefði þurft mikið af stáli af þessari stærð. Hann sagðist ekki vita tO þess að stórvandræði hefðu hlotist af þessum sökum. Þeir sem hefðu staðið í stórum verkefn- um hefðu flestir byrgt sig upp af stáli. Ekkert stál af þessari stærð hefði hins vegar fengist á smásölu- markaðinum. -----♦-♦-♦---- Umhverfíssinn- ar yfírheyrðir ÞRÍR umhverfissinnar sem hindr- uðu för stjómar Landsvirkjunar yfir Bessastaðaá mánudaginn 23. ágúst voru yfirheyrðir á föstudaginn fyrir að leggja bifreið sinni á brúnni, að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Um er að ræða brot á umferðarlögum og er málið nú í höndum fulltrúa, sem ákveður framhaldið. Umhverfissinnamir em aðilar að Félagi um vemdun hálendis Aust- urlands og vilja þeir að Fljótsdals- virkjun fari í lögformlegt umhverf- ismat. Formaður FÍA telur hugmyndir um tilfærslu snertilendinga þarfnast meiri undirbúnings Flestir líklegir vellir með öllu óhæfír FRANZ Ploder, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir flesta þá flugvelli sem taka eiga við lunga æfinga- og kennsluflugs eftir að dregið verður úr því á Reykjavík- urflugvelli í haust, vanbúna til að sinna því hlutverki. Þá veki slíkar tilfæringar spumingu um öryggis- mál í kennslu- og æfingaflugi, þar sem flugöryggi sé ekki tryggt með sama hætti og á Reykjavíkurflug- velli. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kveður ráðstafanir til að draga úr snertilendingum vegna æfinga- og kennsluflugs á Reykja- víkurflugvelli til þess gerðar að koma til móts við þá sem telja að flugumferðin við Reykjavíkurflug- völl valdi ónæði. Gert er ráð fyrir endurbyggingu eldri valla eða byggingu nýrrar flugbrautar í grennd við Reykjavík sem sérstak- lega væri ætluð fyrir æfinga- og kennsluflug, en þó myndu slíkar framkvæmdir ekki hefjast fyrr en eftir fjögur til fimm ár. Á meðan vill ráðherra beina snertilending- um á flugbrautirnar á Selfossi, á Sandskeiði, við Álfsnes, á Stóra- Kroppi í Borgarfirði og Keflavíkur- flugvöll. Franz segir að að frátöld- um Keflavíkurflugvelli séu þeir flugvellir sem til greina koma ekki í stakk búnir til að taka við þessari umferð. Ekki frostheldar flugbrautir „Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig þessir vellir geti komið í staðinn fyr- ir Reykjavíkurflugvöll og held að að- eins völlurinn í Keflavík og á Sel- fossi séu nothæfir á veturna, þar sem hinir ero ekki undirbyggðir þannig að þeir séu frostheldir. Að færa snertilendingar þýðir jafn- framt aukaflug og jafnframt heil- mikinn aukakostnað sem leggst þá á nemendur. Að fljúga til dæmis aust- ur á Selfoss á lítilli kennsluvél tekur um 20 mínútur hvora leið. Á Kefla- víkurflugvelli er mjög mildð að gera á ákveðnum tímum og það á illa saman, flug hraðfleygra farþega- þotna og herflugvéla og lítilla kennsluvéla," segir Franz. Hann kveðst þeirrar skoðunar að eigi að færa snertilendingarnar frá Reykjavík, þurfí að undirbúa þá til- færslu mun betur en gert hefur ver- ið. Eina raunhæfa lausnin að hans mati sé að hafa fullbúinn flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem tekur við þessari umferð, en ekki að flytja snertilendingar með þessu hætti. „Ég fæ ekki séð að hægt sé að flytja þessar snertilendingar yfir á hina flugvellina, þar sem þeir eru bæði of langt í burtu og flestir algjörlega |j óhæfir til að taka við þessari um- ' ■ ferð, allavega á veturna,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á öryggis- málin í þessu sambandi. „Fyrir utan Keflavíkurfiugvöll eru þessir flug- vellir sem til greina koma með öllu vanbúnir hvað varðar öryggi- Til allrar lukku hafa ekki mörg slys tengst flugkennslu hérlendis, en m lendingarbraut uppi í sveit er tals- j vert annar handleggur en Reykja- || víkurflugvöllur með slökkviliði og " sjúkrahús í nágrenninu. Það er al- veg tvennt ólíkt,“ segir Franz.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.