Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frábært veður Ljósmynd/Hafdís Erla Bogadóttir Samkeppnisráð um peningahappdrætti Einkaleyfí verði afnumið BÖRNIN á leikskólanum Frábær á Egilssíööuin voru léttklædd og kát í gær, enda veðurblíðan einstök. Hit- inn fdr vel yfír 20 gráður þegar best lét og útlit er fyrir áframhald- andi sól og hita. -------------------- Dróst með strætisvagni SJÖTUG kona dróst með strætis- vagni 70-80 metra leið í Árbæjar- hverfi í gærmorgun. Konan ökkla- brotnaði á hægri fæti og hlaut áverka á kvið og öxl. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans og gekkst undir að- gerð þar. Konan er töluvert meidd en ekki í lífshættu, að sögn læknis á bráðamóttökunni. Hann á von á að hún muni liggja á spítalanum næstu vikur, en hún þarf að gangast undir frekari aðgerðir á næstunni. Konan var á leið út úr strætis- vagni við biðskýli við Rofabæ þegar vagnstjórinn lokaði dyrum hans og ók af stað. Svo illa vildi til að ökklar konunnar festust í hurð vagnsins með framangreindum afleiðingum. Islensk þrí- víddarbíómynd ISLENSKA fyrirtækið IFF hef- ur ráðist í gerð tölvuteiknimyndar sem hlotið hefur vinnuheitið Fjár- sjóðurinn. Þetta verður fyrsta kvikmyndin af þessu tagi sem framleidd er í Evrópu á alþjóðamarkað íyrir kvikmyndahús. Breskir leikarar leggja aðal- persónunum til raddir. Fram- leiðslutími er áætlaður tæp tvö ár en myndin verður frumsýnd í Bretlandi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 200 milljónir króna og er fjármögnun á lokastigi með þátttöku innlendra og erlendra fjárfesta. Ekki liggur fyrir hve- nær myndin verður frumsýnd en vonir standa til að það verði árið 2001. I Framleiða/Cl SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til dómsmálaráð- herra að beita sér fyrir því að sam- keppnisstaða happdrættanna í land- inu verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum og að einkaleyfi Happdrættis Háskóla Islands til að reka peningahapp- drætti verði numið úr gildi og hinum flokkahappdrættunum veitt leyfi til þess að greiða út vinninga í pening- um. Happdrætti DAS óskaði eftir áliti samkeppnisyfirvalda á einkaleyfi HHÍ til að reka flokkahappdrætti með peningavinningum. DAS hefur samkvæmt núgildandi lögum heim- ild til að starfrækja vöruhappdrætti. DAS telur að losnað hafi um einka- leyfi HHÍ til að reka peningahapp- drætti þar sem löggjafinn hafi heim- ilað samtökum að reka söfnunar- kassa og talnagetraunir þar sem vinningar séu greiddir út í pening- um. í umsögn HHÍ til samkeppnis- ráðs kemur fram að HHÍ hafi látið á þetta reyna til að fá niðurfellt einka- leyfisgjald sitt til ríkisins sem er 20% af hagnaði, eða 70-79 milljónir kr. á ári. HHÍ telur einkaleyfið þó form- lega í fullu gildi og að sá skilningur sé staðfestur með áframhaldandi innheimtu einkaleyfisgjaldsins. I áliti samkeppnisráðs segir að happdrættin, sem starfi samkvæmt núgildandi sérlögum, ættu að njóta jafnræðis hvað varðar skilmála fyrir rekstrinum, þannig að virk sam- keppni geti þróast á milli þeirra. Vinningshafar í vöruhappdrættun- Sýn sýnir leiki Stoke -♦ ♦ ♦ Grunur um íkveikju LÖGREGLAN í Reykjavik rannsak- ar tildrög bruna í glæsibifreið af gerðinni Jaguar sem skemmdist mikið í eldsvoða við Barónsstíg í gær. Grunur er um íkveikju og sást til manns hlaupa af vettvangi skömmu áður en þess varð vart að eldur logaði í bifreiðinni. Tilkynnt var um brunann klukkan 16.25 tíl lögreglunnar og logaði glatt er slökkviliðið bar að nokkrum mín- útum seinna. Gekk greiðlega að slökkva eldinn en bifreiðin er mjög mikið skemmd og jafnvel talin ónýt. Grunnskólanemar gengu með bref frá Vopnafírði til Egilsstaða í gær Vildu vekja athygli á lé legum póstsamgöngum Vaðbrekku. Morgunblaðið. ÁTTA nemendur úr 10. bekk grunn- skólans á Vopnafirði gengu með bréf frá Vopnafirði til Egilsstaða í gær. Þau vildu þannig minna á lélegar póstsamgöngur milli staðanna, en bréf frá Vopnafirði er þrjá daga á leiðinni til Egilsstaða. Nemendumir lögðu af stað með bréfið frá Vopna- firði klukkan 9 í gærmorgun og póst- lögðu um leið annað bréf til Egils- staða. Nemendumir komu til Egilsstaða klukkan 11 í gærkvöldi, þau vom því fjórtán tíma á göngu. Bréfið sem þau póstlögðu kom hins vegar í gær með flugi til Akureyrar og í nótt með bíl til Reykjavíkur. í kvöld fer bréfið svo með bfl til Egilsstaða og verður til afgreiðslu í pósthúsinu þar á mánudag. Veðrið var helsta vandamálið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Helga Ösp Bjarkardóttir og Máney Mjöll Sveinsdóttir með bréfið sem gengið var með frá Vopnafirði til Egilsstaða. um þurfi að hafa fyrirhöfn og vænt- anlega kostnað af því að koma vinn- ingum sínum í peninga. Það sé því óhagkvæmt íyrir neytendur og geti gert vinninga verðminni í hendi vinningshafa en efni standi til. Einkaleyfi HHÍ til þess að greiða vinninga út í peningum gefi happ- drættinu samkeppnislegt forskot gagnvart vömhappdrættunum og torveldi frjálsa samkeppni á mark- aði. Einkaleyfið fari því gegn mark- miðum samkeppnislaga. -------♦-♦-♦------ SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn ætlar að sýna beint frá leikjum enska knattspyrnuliðsins Stoke gegn Gillingham í umspili um laust sæti í 1. deild. Sýn hefur samið við þar- lent fyrirtæki um útsendingu á leikjunum en ekki stóð til að ensk- ar sjónvarpsstöðvar sendu út leik- inn. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lensk sjónvarpsstöð á fmmkvæði að slíkum útsendingum. Hermann Hermannsson, for- stöðumaður Sýnar, segir að undir- búningur hafi staðið yfir síðustu daga. Hann segir að frá íslandi fari íþróttafréttamaður og framleiðandi en leikirnir verði teknir upp á sex tökuvélar. Kostnaður við upptök- una er um þrjár milljónir króna. Nemendurnir söfnuðu 150 þúsund krónum í áheit. Peningarnir renna i ferðasjóð þeirra en þau áforma ferð til Danmerkur. Gönguferðin gekk framar vonum en hópurinn áætlaði að vera á göngu til klukkan 3 í nótt. Helstu erfiðleikar í ferðinni voru veðrið; hiti fór í 20 gráður, glaða- sólskin var og nokkuð um að þátttak- endur sólbrynnu. Má reikna með að einhver hluti af hópnum hafi ham- skipti næstu daga. Krakkamir gengu tveir og tveir i einu, þrjá kílómetra í einu til að byrja með en 500 metra í einu upp Hellisheiðina. Síðan einn og hálfan til tvo kílómetra í einu. Sérblöð í dag luM BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Besti hópur sem ég á völ á, segir Þorbjörn Jensson / B4 Katrín skoraði átta mörk í bikar- ieik í Noregi / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.