Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bókunarmiðstöð íslands fjölgar samstarfsaðilum og sækir inn á nýja markaði EFA kaupir 23,8% hlut í Bókunarmiðstöðinni Morgunblaóiö/Þorkell Forsvarsmenn Bókunarmiðstöðvar ísiands. F.v. Jón Sigurðsson, forstöðu- maður fjárfestingarsviðs EFA, Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Bókunarmiðstöðvarinnar, og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ AI- þýðubankinn hf. hefur keypt 23,81% hlut í Bókunarmiðstöð íslands (Disscoverlceland). Samvinnuferðir- Landsýn stofnuðu Bókunarmiðstöð íslands og sérstaka vefsíðu hennar, www.discovericeland.is, fýrir nokkr- um árum og hafa unnið að uppbygg- ingu og þróun kerfisins í samstarfí við fjölmarga aðila í ferðaþjónustu, sveitarfélög, stéttarfélög o.fl. Nú þegar eru flestir helstu aðilar í gisti- og ferðaþjónustu á íslandi komnir í gagnagrunn miðstöðvarinn- ar og er stefnt að því að fjölga sam- starfsaðilum stórum skrefum á næstunni. Þá er að því stefnt að auka hlutafé til að hraða uppbyggingu upplýsinga- og bókunarkerfisins og dreifa eignaraðild að Bókunarmið- stöðinni með því að fá fleiri aðila til samstarfs. Forsvarsmenn Bókunarmiðstöðv- ar íslands sögðust í samtali við Morgunblaðið í gær stefna einnig að því að færa út kvíamar til Norður- landanna í nánustu framtíð í sam- starfi við þarlenda aðila. Geta bókað margskonar ferðaþjónustu milliliðalaust Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir að Bókunarmiðstöðin sé bylt- ing í íslenskri ferðaþjónustu en hún gerir innlendum og erlendum ferða- mönnum mögulegt að bóka aðstöðu og þjónustu án nokkurra milliliða á einum stað og opnar nýja leið fyrir viðskiptavini í gegnum Intemetið, sérstakar útstöðvar sem settar verða upp um allt land og í gegnum síma. Þá hefur verið gerður samstarfs- samningur við Upplýsingamiðstöðv- ar ferðamála sem tengjast mun gagnagrunni Bókunarmiðstöðvar- innar í þeim tilgangi að kynna þjón- ustu fyrir ferðamönnum, prenta út upplýsingar og bóka. Að sögn Helga er Bökunarmiðstöðin einnig í sam- bandi við sveitarfélög um allt land og má finna upplýsingar á vefsvæði Bókunarmiðstöðvarinnar um hvað- eina sem ferðamönnum stendur til boða á hverjum stað og mikið magn hagnýtra upplýsinga sem ná til allra staða landsins. Þar er einnig boðið upp á möguleika til að bóka og greiða fyrir margvíslega ferðaþjónustu sem í boði er, s.s. gistingu, bílaleigur, skoðunarferðir, borðapantanir á matsölustöðum o.fl. sem ferðamönn- um stendur til boða á hverjum tíma. Boðið verður upp á margvíslega þjónustu í útstöðvunum í samstarfi við nokkur öflug fyrirtæki s.s. bankaþjónustu, verslun, miðasölu o.fl. að sögn forsvarsmanna Bókun- armiðstöðvarinnar. Auk þessa starfrækir Bókunar- miðstöðin sérstakt þjónustuver sem tekur á móti bókunum í gegnum síma. Samstarfsaðilar stjórna sjálfir verðlagningu og þjónustu Forsvarsmenn Bókunarmiðstöðv- arinnar segja þetta kerfi bjóða upp á óendanlega möguleika til að bóka, auglýsa og veita upplýsingar um nánast allt sem hugurinn girnist. Að sögn Helga var í fyrstu sá mis- skilningur uppi að Samvinnuferðir ætluðu sér að hafa stjórn á verðlagn- ingu í íslenskri ferðaþjónustu með stofnum Bókunarmiðstöðvarinnar. Þetta segir hann að sé alrangt. Hlut- verk Bókunarmiðstöðvarinnar sé fyrst og fremst að miðla upplýsing- um samstarfsaðilanna, sem ráði al- gerlega sjálfir hvaða verð, tilboð eða þjónustu þeir bjóða upp á í Bókunar- miðstöðinni og þeir geti hvenær sem er breytt upplýsingum í kerfinu. „Við teljum þetta áhugaverðan fjárfestingarkost, sem hafi töluverða vaxtarmöguleika. Þarna eru famar nýjar leiðir í markaðssetningu og sölu á þjónustu til bæði innlendra og erlendra ferðamanna. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavinina að hafa allt á sama stað, og geta þannig byggt upp sínar eigin ferðir og endað með því að bóka,“ segir Jón Sigurðs- son, forstöðumaður fjárfestingar- sviðs Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans. Úrvalsvísitala Aðallista VÞI lækkaði í gær um 3,15% Gengislækkun á bréfum 23 félaga á Aðallista Úrvalsvísitala hlutabréfa á árinu 2000 MIKLAR lækkanir settu mark sitt á gengi bréfa á Verðbréfaþingi Is- lands í gær. Úrvalsvísitala Aðallista þingsins lækkaði um 3,15% og stend- ur nú í 1.603 stigum. Af þeim 34 fé- lögum á Aðallistanum sem viðskipti urðu með lækkaði gengi á 23 þeirra. Af einstökum félögum lækkuðu bréf í Tæknivali mest, 9,1%, og er gengi þeirra nú 12,0. Gengi bréfa Marels lækkaði um 8,3%, bréf Þró- unarfélags íslands lækkuðu um 7,8% og bréf Búnaðarbanka íslands um 5%. Þá lækkuðu bréf Stáltaks, sem skráð eru á Vaxtarlistann, um 31,3% í einum viðskiptum í gær. Mesta hækkun varð á bréfum í Pharmaco í gær, 16,7%, í einum við- skiptum fyrir 175 þúsund krónur. Þá hækkuðu bréf í SR-mjöli um 13%. Alls námu heildarviðskipti með hlutabréf á þinginu 358 milljónum króna. Mest viðskipti urðu með hlutabréf Eimskipafélagsins, fyrir 83 milljónir króna, og bréf íslands- banka, fyrir 55 milljónir. Miklar hækkanir frá áramótum Á meðfylgjandi línuriti sést hvernig þróun Úrvalsvísitölunnar hefur verið frá áramótum. Þegar lit- ið er á helstu breytingar á gengi bréfa á listum Verðbréfaþings frá áramótum, kemur í ljós að bréf Is- lenska hugbúnaðarsjóðsins hafa hækkað um 243% á þeim tíma. Bréf Opinna kerfa hafa hækkað um 97,5%, bréf Pharmaeo um 80,9%, bréf Skýrr um 80,7% og bréf Össur- ar um 75%. Þau bréf sem mest gengislækkun hefur orðið á frá áramótum eru bréf Þorbjöms, sem lækkað hafa um 29,2%. Næst í röðinni koma svo bréf íslenska jámblendifélagsins, sem lækkað hafa um 27,5%, bréf Sam- vinnuferða-Landsýnar um 23,9% og Flugleiða um 21,2%. Við útreikning á þessum breyting- unum frá áramótum hefur tillit verið tekið til arð- og jöfnunargreiðslna félaga. Tap lastminute.com 1,3 milljarðar á 3 mánuðum Bankastjórar um útlánaaukninfflina Auka þarf sparn- að til að hemja út- lánaaukningu FERÐAHEIMASÍÐAN lastminu- te.com hefur sent frá sér upplýsing- ar um afkomu á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs, sem er það fyrsta sem heyrist frá fyrirtækinu eftir að það var sett á hlutabréfamarkað í marsmánuði síðastliðnum. Tap á tímabilinu var 11 milljónir sterlings- punda, eða sem svarar 1,3 milljörð- um íslenskra króna, og heildartapið frá október á síðasta ári til marsloka á þessu ári var 17 milljónir punda, 2 milljarðar íslenskra króna, sam- kvæmt fréttavef BBC. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þrátt fyrir þessa útkomu sé hún samkvæmt áætlunum og að fyrir- tækið sé í örum vexti. Sala þess jókst í 11,4 milljónir punda á áðumefndu 6 mánaða tímabili en á sama tímabili ári áður var salan einungis 300.000 pund. Gengi á hlutabréfum í lastmin- ute.com hefur hækkað lítillega að undanfömu en er samt einungis um 65% af því sem það var þegar það var sett á hlutabréfamarkað í mars. Lægst fór gengið þó skömmu eftir útboðið í um 50% af útboðsgenginu. Fyrirtækið var mikið gagnrýnt fyrir að gengið hafi verið of hátt þegar út- boðið fór fram. Martha Lane Fox, einn stofnenda fyrirtækisins, segir hins vegar að verðmat hafi verið rétt en fyrirtækið hafi hins vegar lent í almennri lækkun á gengi í tæknifyr- irtækjum um heim allan. Rory Cellan-Jones, netsérfræð- ingur BBC, segir að lastminute.com eigi eftir að sýna fram á, eins og svo mörg önnur netfyrirtæki, að það geti skilað hagnaði á ört vaxandi sam- keppnismarkaði. Fyrirtækið lastminute.com var stofnað fyrir um tveimur áram, en á heimasíðu þess á Netinu má nálgast ýmis tilboð á síðustu stundu en áhersla er lögð á ferðalög. RÁÐHERRAR fjármála og utanrík- ismála gagnrýndu óhóflega útlána- aukningu bankanna í almennum stjómmálaumi'æðum á Alþingi í fyrrakvöld og sögðu Ijóst að Seðla- bankinn yrði að grípa til aðgerða. Spurður um viðbrögð Seðlabank- ans, segir Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri engar ákvarðanir hafa verið teknar. „Okkar hefð- bundnu aðgerðir era vaxtahækkanir en við þykjumst vissir um að fyrri vaxtahækkanir séu ekki farnar að hafa áhrif. Það tekur aðgerðir af þessu tagi langan tíma að virka og við eigum enn eitthvað inni.“ Birgir Is- leiíúr segir fundi með bankastjómum helstu viðskiptabankanna fyrirhug- aða á næstunni. Samkvæmt tölum frá Seðlabank- anum nam 12 mánaða útlánaaukning í lok mars sl„ að frátöldum kaupum bankanna á markaðsskuldabréfum, 23,8%, þar af nam aukningin í mars- mánuði 4,1%. Á sama tíma í fyrra var 12 mánaða útlánaaukning 33,3% en 3,1% í mars 1999. Tólf mánaða útlána- aukning hefur því dregist nokkuð saman, en er engu síður of mikil, að sögn Birgis ísleifs. Útlánaaukningin frá ái-amótum nemur 7% til loka mars, sambærileg tala frá í fyrra er 6,4%. Að sögn Birgis ísleifs era vís- bendingar um að útlán hafi dregist saman í apríl, en áreiðanlegar tölur liggjaekkifyrir. Fjölskyldur hafi fjármál sín öll hjá einum banka Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, telur ábendingu ráðherranna rétta og telur Landsbankann hafa gætt hófs í útlán- um. Tólf mánaða útlánaaukning Landsbankans í mars var rúm 13% og frá áramótum um 5%, að sögn Hall- ------------------ LEIÐRÉTT í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með föðurnafn Bjama framkvæmdastjóra Talentu. Var hann sagður Þorvaldsson en hið rétta er Þorvarðarson. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. dórs. Spurður um aðgerðir Seðla- bankans segist Halldór eiga von á vaxtahækkun Seðlabankans á næst- unni og bankinn hafi jafnframt verið í viðræðum við viðskiptabankana um stöðuna. Að mati Halldórs er mikilvægt að heimili og fjölskyldur hafi fjármál sín öll hjá einum viðskiptabanka til að vinna gegn skuldasöfiiun. „Það gefur þjónustufulltrúum tækifæri á að að- stoða heimilin við mat á skuldsetn- ingu miðað við greiðsluhæfi. Þegar lánamöguleikar era orðnir margir verður yfirsýn heimilanna verri en ella. Því er mikilvægt að heimilin hafi heildarfjármálaþjónustu á einum stað, þ.e. í viðskiptabanka sínum.“ 11% útlánaaukningfrá áramótum hjá Búnaðarbankanum Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbanka Islands, tekur undir að útlána- aukning hafi verið mikil í bankakerfinu í heild og bregðast þurfi við henni. Bank- astjóm Búnaðarbankans á fúnd með bankastjóm Seðlabankans á mánudag og gerir þá grein fyrir stöðu mála hjá Búnaðarbankanum. Útlánaaukning hjá Búnaðarbankanum nemur um 11% frá áramótum, að sögn Stefáns. ,Allir bankamir hafa eflaust tekið yfir einhver lán sem áður vora veitt af erlendum bönkum. Það þarf að fara yfir hvað er nýtt heildarfjármagn og hvað er endurfjármögnun í kjölfar þess að fjármagnsflæði var gefið ftjálst á milli landa. I einhveijum til- vikum hafa íslenskir bankar tekið við stöðu lánveitandans af erlendum bönkum og það skýrir útlánaaukning- una að einhveiju leyti.“ Hallginmur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, er á móti inngripum Seðlabankans til að spoma við útlánaaukningunni. „Þjóðin sjálf þarf að kippa í spottann og auka sparnað sinn.“ I lok mars var 12 mán- aða útlánaaukning hjá Sparisjóði vél- stjóra um 14% og írá áramótum til marsloka tæp 6%, að sögn Hallgríms. „Fremur en að Seðlabanldnn grípi til aðgerða þarf ríkisstjómin að standa fyrir aðgerðum sem hvetja lands- menn til að auka spamað og minnka þar með þenslu og viðskiptahalla."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.