Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 73 FÓLKí FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Uma Thurman, Gerard Depardieu og Carole Bouquet mættu saman til frumsýningar Vatel í fyrradag. almennt." í myndinni verður hann ástfanginn af Onnu de Montausier, en það rætist aldrei úr sambandinu vegna þess að hún velur frekar að halda stöðu sinni innan hirðarinn- ar. Aðspurð hvernig hún hafí und- irbúið sig fyrir hlutverkið, svarar Uma Thurman: „Leikstjórinn markar yfírleitt stefnuna og fylkir saman leikhópnum. Ég nálgast hlutverkið út frá því. Stemmningin og boðskapur myndarinnar skín í gegn í handritinu og því var ekki erfitt fyrir leikhópinn að holdgera söguna.“ Tíðindalítið sjálfsmorð Að sögn Joffés, sem er kunnast- ur fyrir myndirnar „The Killing Fields" og „Mission", var ekki lögð mikil áhersla á að fylgja nákvæm- lega sögulegum staðreyndum. „Það skiptir mestu að áhorfendur upplifi hugsunai’háttinn og lífernið hjá franska aðlinum á 17. öld og Jeanne hefur þekkingu og næman skilning á því.“ Labrune var gagn- tekin af sögu Vatels þegar hún rakst fyrir tilviljun á bréf frá lafði de Sévigné, sem var vel inni í slúð- ursögunum við hirðina, og skrifaði dóttur sinni um lítið atvik, sem raskaði lítillega móttöku í Chant- illy. Venjulega vakti það sem fór fram í eldhúsinu og hjá þjónustu- liðinu ekki áhuga aðalsins, og skipti þá engu hvort kokkurinn fremdi sjálfsmorð, svo lengi sem matur væri borinn á borð. I bréfí Sévigné kom fram að konungurinn hefði orðið að stytta dvöl sína í húsakynnum prinsins af Condé eft- ir sjáifsmorðið, vegna þess að þau voru ekki viðurkennd af kirkjunni. Því var líki Vatels holað ofan í jörðina á skammri stundu og að- stoðarmaður hans, Gourville, sett- ur yfir eldhúsið. „Við borðuðum mjög vel,“ var það eina sem Sév- igné skrifaði um veisluna. „Mér var mjög brugðið þegar ég las bréfið,“ segir Labrune. „Eg fór að kynna mér söguna og velta því fyrir mér hvað ég hefði undrast svo mjög. Mér fannst eins og kona frá 17. öld væri að tala til mín, svo ég lokaði mig af og skrifaði hand- ritið á fimm dögum. Ég byggði það alfarið á innblæstri, þótt ég kynnti mér söguna síðar, þegar ég endur- skrifaði handritið, til að gerast ekki sek um augljósar staðreynda- villur. Á vissan hátt var sautjánda öldin leið mín að þeirri tuttugustu, gagnrýni á samtímann, þar sem allt snýst um peninga og völd.“ Kynlíf, matur og vín Joffé tekur undir þetta. „Nú á dögum finnst mér eins og við höf- um glutrað niður hæfileikanum til að skilja eigin orð, eins og sam- band og ást. Við skiljum aðeins orðin peningar og völd og ekkert annað skiptir okkur máli.„ Hold- gervingur þess er Julian Sands, sem leikur Lúðvík fjórtánda. „Ég naut þess að bera hárkolluna," segir hann. „Suma daga var ég með tvær, eina ofan á annarri, auk-^ þess að ganga um á háum hælum, sem var alveg yndislegt. Búninga- hönnuðurinn vann mikið og gott starf og mér fannst frelsandi að upplifa þetta nýja lífsmynstur, sem er ekki hluti af mínu hversdagslífi, - þótt það gæti hæglega orðið það í framtíðinni." Uma Thurman segist njóta þess að heimsækja Cannes. „Héðan á ég margar af mínum bestu minn- ingum og þessi hátíð er ein af fáum sem gerir listrænum metnaði og mesta glamúr álíka hátt undir höfði.“ Depardieu tekur jafnvel enn dýpra í árinni. „Ég elska Cannes af öllu hjarta. Maður heyr- ir um að bíómyndir séu að breyt- ast, ný tækni hafi verið fundin upp og sér maður að allt er við það sama, - engu að síður fullt af lífs- þrótti.“ Sækirðu mikið í lífsnautnir? spyr ungt sprund frá Norðurlöndum. „Ertu að bjóða mér í kynlífssvall," spyr Depardieu á móti. „Ertu kannski bara að spyrja mig um hvað færir mér mesta ánægju?“ bætir hann við. „Ég nýt þess mest að vera með áhugaverðu fólki sem veitir mér innblástur og lífsfyll- ingu. Svo nýt ég kynlífs, víns og matar, alveg eins og tíðkaðist á^ sautjándu öld.“ Á þessum orðum vínekrubóndans og leikarans Dep- ardieus er viðeigandi að setja punkt aftan við skrifin frá Cannes. j. er rétti tíminn til indinn er réttur og ina í loftinu. ÍissestæSíS snuastumímyndfr.“ um allt eru eintómir brjálæðingar á fylleríi alls staðar í snældugeggjun. Það er svo margt að í þessu þjóðfé- lagi sem skiptir máli að sé talað um. Við erum rokkarar með meiningar,“ segir Bubbi og Mike tekur undir: „Rokk hefur breytingamátt. Sjáðu bara kúltúrbyltinguna sem Beat- kynslóðin stóð fyrir. Hún hafði miklu meira að segja um niðurrif Berlínar- múrsins en hundrað gjammandi póli- tíkusar." Ætlið þið að semja ný lög með Magnús: „Það er fullt af góðum músíköntum í ReykjavfkenM bara ekki nog. Utangarð^ er menn gerðu miklu meira en spila einhverja tónhst. textum um þessi mál? „Ég er alveg öruggur á því að við munum búa til ný lög,“ svarar Danny. „Það er engin spuming. Við Morgunblaðið/Porkell Utangarðsmenn á blaðamanna- fundi í gær. byrjum að æfa af fullum krafti í lok júnímánaðar þegar bassaleikarinn okkar, Rúnar Erlingsson, kemur heim frá Danmörku." Erþörf á Utangarðsmönnum íís- lenskri tónlistarflóru? „Nei, nei,“ svarar Bubbi. „Það er ekkert endilega þörf á okkur. Við er- um fyrst og fremst að gera þetta fyr- ir okkur. Bæði af því þetta er skemmtilegt og af því við munum hafa góðar tekjur. Ég væri mesti hræsnari í heimi ef ég neitaði því að peningar spila inn í. Við erum allir fjölskyldumenn með börn sem við þurfum að brauðfæða. Þvi gerum við þetta auðvitað ekki á sömu for- sendum og í gamla daga þegar við vorum aðeins 23 ára, bjuggum í æf- ingahúsnæðinu og höfðum bai-a um typpið á okkur að hugsa,“ segir Bubbi. Sannleikurinn rokkar Á undanförnum árum hefur verið gífurleg gi'óska í íslenskri tónlist og flestir á einu máli um að sjaldan hafi verið jafnmikill kraftur í bransanum. Eru Utangarðsmenn ekki sammála þessu? Finnst þeim rokkið í Reykja- vík þurfa á sparki í rassinn að halda? „Pólitískt eða samfélagsmeðvituð HARMONIKUBALL verður í ÁSGARÐI, Glæsíbæ við Álfheima, á morgun, laugardagskvöldið 13. maí, kl. 22. Allir velkomnir bönd eru ekki til á íslandi," segir Bubbi. „Böndin eru mjög sjálfhverf og allt snýst um ímyndir. Það eru ör- fáir einstaklingar sem er að ein- hverju leyti hægt að flokka undir það að vera róttækir eða pólitískir. Páll Óskar hafði til dæmis allt til þess að bera að geta orðið mjög róttækur músíkant en hann kaus glys og ímynd í staðinn, sem er auðvitað bara hans mál. En ef við skoðum all- ar þessar hljómsveitir sem eru starf- andi í dag, þá hafa þær ekkert að segja. Rétt eins og Bylgjan hefur ekkert að segja." Magnús slær á sömu strengi og segir Bubba vera rétta manninn til að tala máli fólksins. „Bubbi hefur mjög sérstakan hátt á að segja frá og það þarf akkúrat þennan Bubba-hátt til að syngja ofan á svona harða rokktónlist," segir Magnús. „Það er fullt af góðum músíköntum í Reykja- vík, en það er bara ekki nóg. Utan- garðsmenn voru að gera miklu meira en að spila einhverja tónlist. Við höfðum sérstakan boðskap að bera fólkinu og höfum enn. Það er fyrst og fremst þörf á einhverjum sem þorir að segja sannleikann,“ segir Magnús. Utangarðsmenn hafa þó ekkert við kraftinn í íslenskri rokktónlist sem slíkri að athuga. Það eru ein- ungis textarnir sem þeim þykja fá- tækir að róttækum pælingum. „Það er fullt af góðum böndum í gangi,“ segir Mike og Bubbi bætir við: „Mín- us er til dæmis ofsalega kröftug. Sama má segja um Botnleðju og Ensími. Ég er sérstaklega hrifinn af þessum böndum, en hvar heyrast þau spiluð? Hvergi!" Ef rokkið rúllar vel hjá ykkur í sumar, stendurþá til að halda þessu áfram? „Það gétur vel verið,“ svarar Bubbi. „Það getur líka verið að það líði önnur 20 ár.“ Mike er alltaf jafn einlægur og bætir við: „Við tökum þetta bara „spontant“ og fylgjum hjartanu. Við gerum þetta af enn meiri krafti en fyrir tuttugu árum og í þetta sinn án dóps.“ Nú þegar hefur Kristinn Sæ- mundsson skipulagt fimm tónleika með Utangarðsmönnum í júlí sem hluta af hátíðinni „Lágmenningar- borgin snýr aftur“ sem hann skipu- leggur. „Ég treysti engum betur en gömlu köllunum til að hrista upp í lognmollunni sem ríkir í dag,“ segir Kristinn. „Þrátt fyrir að allt kraumi undir niðri þarf að sparka aðeins í rassinn á okkur og það kunna engir betur en Utangarðsmenn." Fyrstu tónleikar Utangarðs- manna verða haldnir 13. júlí á Hótel Egilsbúð í Neskaupstað, þeir næstu verða daginn eftir í Sjallanum á Ak- ureyri og hinn 20. júlí í Félagsheimil- inu Hnífsdal. 21. júlí verður rokkað í Hreðavatnsskála í Norðurárdal og lýkur túmum með stórtónleikum í Reykjavík laugardaginn 22. júlí. Dagskrá hátíðarinnar „Lágmenn- ingarborgin snýr aftur“ er yfirfull krassandi atriða og standa viðræður yfir við íjölda þekktra hljómsveita og tónlistarmanna. Nœturgalinn simi 587 6080 Hinir frábœru Ari Jónsson oq Úifar Siqmarsson leika í kvöld. Frítt til miðnaettis wr Skemmtistaðurinn Bohem Opið alla daga vikunnar frá kl. 20. BOHE1M Grensásveg 7 • Simar; 553 3311 / 896 3662 Erótískur skemmtistaður Nú einnig opið á mánudagskvöldum. Enginn aðgangseyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.