Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 65 Póstganga Islands- pósts HIN árvissa póstganga Is- landspósts verður farin laugar- daginn 13. maí. I fyrra voru Suðurnesin gengin í fimm áföngum og mættu þá alls um 600 manns. Þar var fetað í fót- spor fyrsta fastráðna land- póstsins, Sigvalda Sæmunds- sonar. Nú er komið að því að taka aftur upp gönguskóna og taka þátt í sjálfstæðu fram- haldi af fyrri póstgöngum. Fyrirkomulag göngunnar í ár verður með svipuðu sniði og áður. Lagt verður af stað frá ýmsum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Ekið verður í rútum til Borgarness og þaðan í átt að Langavatni. Gengið verður síð- an í um 2-3 tíma meðfram Langá. Rútur munu þá taka göngumenn og aka niður í Borgarnes. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa. Póstkort með póst- göngustimpli ásamt göngubol- um verða afhent þeim sem mæta í gönguna. Um er að ræða gamla póst- gönguleið sem farin var af Mýrum norður í Hvammsfjörð. Með í för verður leiðsögumað- urinn Árni Guðmundsson, sem er vel kunnugur á þessum slóð- um. Tvær rútur koma við á póst- húsum og sækja göngumenn. Önnur rútan leggur af stað frá Pósthússtræti 5 kl. 9 og kemur síðan við á pósthúsinu við Grensásveg og síðan í Póstmið- stöðinni á Stórhöfða (Jörfa). Hin rútan leggur af stað frá pósthúsinu í Hafnarfirði kl. 9 og kemur við á pósthúsunum í Garðabæ, Kópavogi og Mjódd (um kl. 9:30). Einnig verður komið við í Mosfellsbæ og Borgarnesi. Aætlaður komu- tími til Reykjavíkur er kl. 17. Allir velkomnir. Fuglaskoðun á Reykjanesi FERÐAFÉLAG íslands og Hið ís- lenska náttúrufræðifélag bjóða fólki að koma í fuglaskoðunarferð að skoða vorðboðana. Leiðin liggur um helstu fuglaslóðir á Reykjanesi en fuglalíf er þar gríðarlega fjölbreytt. „Þessar ferðir hafa átt miklum vinsældum að fagna enda margt að sjá og skoða og sérfróðir menn að- stoða við að sjá og þekkja fuglana. Meðal skemmtilegra fugla sem sáust í síðustu ferð má nefna lóm og himbrima, rjúpu og urtönd, stutt- nefju og landsvölu," segir í fréttatil- kynningu. Gott er að hafa góða sjónauka með í för og skjólfatnaður, góðir skór og nesti eru nauðsyn. Ferðin kostar 1.800 kr. fyrir fullorðna en ekkert fyrir börn í fylgd með forráðamönn- um. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 9 á laugardagsmorgun. Löggild próf hjá Alliance Fran^aise HALDIÐ verður DELF-próf í maí hjá Alliance Frangaise í Reykjavík, Austurstræti 3, sjötta árið í röð. Þetta er alþjóðlegt próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Skírteinið DELF er alþjóðlega viðurkennt sem vitnisburður um frönskukunnáttu. Alliance Frangaise sér um að skipuleggja, undirbúa og veita allar upplýsingar sem fólk óskar eftir í sambandi við þetta próf. DELF 1 mun fara fram í Alliance Frangaise helgina 22., 23. og 24. maí nk. og DELF 2 verður haldið dagana 5. og 6. júní nk. Innritun fer fram virka daga frá kl. 11 til 18. Málþing Mál- ræktarsjóðs MÁLRÆKTARSJÓÐUR stendur íyrir málþingi til kynningar á þeim verkum sem Lýðveldissjóður styrkti árin 1995-1999 til eflingar íslenskri tungu. Þingið verður haldið í Þjóðar- bókhlöðunni laugardaginn 13. maí og hefst kl. 10. Jón G. Friðjónsson setur þingið og þvi næst verða eftirfarandi erindi flutt: Verkefnisstjórn í íslensku: Eir- íkur Rögnvaldsson, Hugleiðingar um handbækur: Guðrún Kvaran, Gagnasafn Orðabókar Háskólans: Ásta Svavarsdóttir, Málfarsbanki og orðabanki íslenskrar málstöðvar: Ari Páll Kristinsson og Dóra Haf- steinsdóttir og Stafræn útgáfa á rit- verkum Árna Magnússonar. Farar- tálmar og framtíðarsýn: Már Jónsson. Eftir hádegishlé kl.13 heldur mál- þingið áfram: íslensk hugtakaorða- bók: Jón Hilmar Jónsson, Fornnor- ræni orðalistinn: Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, Rannsókn á íslensku nútímamáli: Kristján Ámason pró- fessor, Stflfræði 20. aldar: Þorleifur Hauksson, Orð ^ í mynd: Jóhanna Þráinsdóttir og Ólöf Kr. Pétursdótt- ir, Hljóð- og málvitund 5-6 ára barna. Tengsl við síðari lestrarerfið- leika: Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir, Aukafalls- frumlög í íslensku: Jóhannes Gísli Jónsson og Margmiðlunardiskur um íslenska tungu: Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson. Hússtjórnar- skólinn á Hall- ormsstað 70 ára HAUSTIÐ 1930 tók til starfa hús- stjórnarskóli á Hallormsstað undir stjóm Sigrúnar Blöndal. Skólinn hefur starfað nær óslitið síðan og er nú orðinn 70 ára gamall. „Dagana 13. og 14. maí verður af- mælisveisla skólans. Þá verður opn- uð sýning á handavinnu nýnema og yfirlitssýning á verkum eldri nem- enda. Síðamefnda sýningin verður einnig opin í júní. Velunnarar skól- ans, eldri nemendur og aðrir gestir em boðnir velkomnir afmælisdagana til að skoða sýningamar og húsið. Boðið er upp á kaffihlaðborð á vægu verði. Húsið er opið frá kl. 14-18 báða dagana. Á afmælisárinu verður margt gert til hátíðabrigða, t.d. verða uppákom- ur sem verða auglýstar síðar. Sem dæmi má nefna að Safnastofnun Austurlands á Egilsstöðum mun setja upp sýningu um Hússtjómar- skólann á Hallormsstað jafnframt því að í anddyri stofunarinnar verð- ur sett upp ljósmyndasýning um sögu skólans. Tímaritið Glettingur mun helga hluta af haustblaði sínu afmæli og sögu skólans og fleira mætti telja,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá skólanum. Opið hús hjá leikskólum Seltjarnarness LEIKSKÓLARNIR Mánabrekka og Sólbrekka við Suðurströnd auk Lerkilundar/við Vallarbraut sem er deild rekin í tengslum leikskólann Sólbrekku bjóða upp á opið hús laug- ardaginn 6. maí frá kl. 12 til 13.30 og kynna starfsemi leikskólanna. Auk þess gefst foreldrum og öðr- um gestum kostur á að sjá hluta þeirra verkefna sem unnin hafa verið í leikskólunum í vetur. Kajakhátíð í Nauthólsvík KAJAKHÁTÍÐ verður haldin í fé- lagsaðstöðu Kajakklúbbsins við yl- ströndina í Nauthólsvík laugardag- inn 13. maí kl. 11 til 17. Klúbburinn verður með kynningu á starfsemi sinni, bátar og búnaður verða til sýnis ásamt myndasýning- um og að hægt verður að prófa kaj- akróður. Einnig verður kynning frá söluaðilum og aðilum í ferðaþjónustu. Frá versluninni Aloe Vera. Nýr rekstraraðili að Aloe Vera HEILDVERSLUN HAB ehf. hefur tekið við rekstri verslunarinnar Aloe Vera, Ármúla 32, Reykjavík. Verslunin verður áfram með sömu vörur og áður. Jafnframt verða í versluninni all- ar þær vörur sem áður voru í Húsi andanna (Heilsuvali), Bardnsstíg. Um innkaup og stjórn verslunar- innar sér Hulda Haraldsdóttir. Verslunin er opin mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga 11-14. Sent er í póstkröfu hvert á land sem er. Nýr Hyund- ai Accent ^ kynntur B&L bjóða til kynningar á nýj- um Hyundai Accent um helg- ina í húsnæði sínu að Grjót- hálsi 1. Opið er á frá kl. 10 til 16 á laugardag og frá kl. 12 til 16 á sunnudag og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. „Nýju Hyundai bifreiðarnar eru mun betur búnar þrátt fyrir að litlar verðbreytingar hafi orðið frá eldri gerðum Hyundai," segir í fréttatil- kynningu. „Hyundai Accent er með ör- yggisbúnað eins og hann ger- ist bestur í dag, ABS hemla- læsivörn, loftpúða fyrir ökumann og farþega, styrktar- bitum í hurðum, sérstyrktum toppi og botni auk ýmissa ann- arra eiginleika. Nýi Accentinn endurspeglar því vel þarfir neytenda þar sem kröfur um notagildi eru ekki síður í fyrir- rúmi en kröfur um gæði, gott verð, hönnun og öryggi," segir í fréttatilkynningu. Hluthafafundur Frjálsa fjárfestingarbankans (áður Samviryiusjóður Istonds hf.) Stjórn Frjálsa Ijárfestingarbankans hf. boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 23. maí 2000 kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík, við Sigtún. DAGSKRÁ 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna Fjárvangs hf.við Frjálsa fjárfestingarbankann hf. (áður Samvinnusjóð Islands hf.) skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna 2. Stjórnarkgör 3. Breytingar á samþykktum félagsins 3. önnur mál löglega upp borin Verði tillagan samþykkt, þá félst jafnframt í henni breyting á samþykktum Frjálsa fjárfestingarbankans hf. um hækkun hlutafjár úr 840.832595 kr. 11218597.964 kr. Hækkuninni verður varið til að skipta á hlutum hluthafa I yfirrekna félaginu I hlutabré I Fijálsa fjárfestingarbankanum hf. Hluthöfum er bent á að skjöl viðkomandi fyrirhuguðum samruna. skv. 5. mgr. 124. gr. hlutafélagalaga. hafe legið ffammi til skoðunar á skrilstofu félagsins ffá 3. aprll 2000. Þar er um að ræða sjálfa samrunaáætlunina. ársreikninga slðustu þriggja ára. stofnefhahagsreikning sameinaðs félags. sameiginlega greinargerð stjórna samrunafélaganna og skýrslu matsmanna. Ef af verður miðast samruni félaganna við 1. janúar 2000. Hluthafer geta fengið ffamangreind gögn send fyrir fendinn eða nálgast þau á skrifetofú félagsins Sigtúni 42. Gögnin liggja einnig frammi til skoðunar á hluthafefúndinum. Stjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. FRJÁLSI FJÁRFESTINGARBANKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.