Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LACOSTE og liturinn þinn Samningur Akureyrarbæjar og íþróttafélaganna KA og Þórs Félögin sjá um vistun og íþróttaskóla Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir samning íþróttafélaganna og bæjarins um sumarvistun skólabarna. SAMNINGUR milli Akureyrarbæj- ar og íþróttafélaganna KA og Þórs um að félögin starfræki sumarvistun og íþrótta- og tómstundaskóla fyrir 5-12 ára börn í sumar hefur verið undirritaður. Með því að styrkja starfsemi íþróttafélaganna tryggir Akureyrar- bær að bömum í 1. til 4. bekk, þ.e. á sumarvistaraldri, bjóðist sumarvist í stað þeirrar vistars sem skóladeild bæjarins hefur séð um fram til þessa. „Þetta er tímamótasamning- ur,“ sagði Gunnar Gíslason deildar- stjóri skóladeildar Akureyrarbæjar. Þátttaka Akureyrarbæjar í rekstrin- um felst í því að skóladeild og íþrótta- og tómstundaráð greiða sem svarar 6 stöðugildum til rekstrarins, en íþróttafélögin munu sjá um fram- kvæmd og skipulagningu starfsins sem og daglegan rekstur. Bækistöðvar verða á svæðum íþróttafélaganna Bækistöðvar starfseminnar verða á svæðum íþróttafélaganna og munu þau nú í sumar bjóða börnum á sjötta aldursári, þ.e. þeim sem fædd eru árið 1994, upp á sumarvist og íþrótta- og tómstundaskóla. Þeim skóla er skipt niður á 6 tímabil, sem flest vara í tvær vikur með þriggja klukkustunda dagskrá hvern dag, en tímabilið kostar 4.900 krónur. Fyrir og eftir íþrótta- og tómstundaskól- ann er boðið upp á vist, þannig að gæsla verður á tímabilinu frá kl. 7.45 til 9, en þá hefst íþrótta- og tómst- undaskólinn og stendur til hádegis. Börnin geta komið með nesti með sér að heiman eða keypt hressingu á staðnum samkvæmt pöntun, en hver máltíð kostar 220 krónur. íþrótta- og tómstundaskólinn verður svo starf- ræktur frá kl. 13 til 16 og að lokum er boðið upp á gæslu frá þeim tíma og til kl. 17.15. Hver klukkustund í gæslu kostar 150 krónur, þ.e. fyrstu 30 klukkustundirnar, en eftir það fer verðið niður í 125 krónur. Starfsemin byggist þannig á því að börn sæki íþrótta- og tómstunda- skólann en eigi svo kost á vistun eftir þörfum. Þær Helga Steinunn Guðmunds- dóttir formaður KA og Svala Hall- dórsdóttir formaður Þórs segja að áhersla verði lögð á útiveru og fjöl- breytni í leikjum og verkefnum auk þess sem börnum verði gefinn kost- ur á að upplifa náttúruna. í íþrótta- og tómstundaskólanum verða hinar ýmsu íþróttagreinar kynntar fyrir bömunum, farið í sund- og reiðhjóla- ferðir, ratleiki og almenn útivist stunduð. Bærinn mun sem áður seg- ir kosta störf þriggja starfsmanna hjá hvoru félagi en áætlað er á þau sjálf bæti við tveimur til þremur starfsmönnum. „Eg fagna því mjög að samningar hafa tekist um þetta mál. Okkur þyk- ir þetta spennandi og gaman verður að sjá hvernig þetta kemur út, en við munum fara yfir þetta í haust og ákveða þá framhaldið. Við höfum lengi viljað koma sumarvistinni út úr húsnæði skólanna, þannig að bömin sem em í þessari vist fái svolitla hvíld frá skólanum og nú hefur það tekist. Þau munu nú verða í öðra um- hverfi í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytt starf á sviði íþrótta og tómstunda," sagði Gunnar. Frestur til að skrá börn í sumar- vist rennur út 26. maí næstkomandi og verða eyðublöð send heim með þeim börnum í leik- og grannskóla sem eiga þess kost að vera í vistinni, þ.e. á 6. til 10. aldursári. Iþróttafé- lögin sjá um skráningu þeirra sem eingöngu munu sækja íþrótta- og tómstundaskólann. Stjórnarformaður KEA um niður- stöðu í atkvæðagreiðslu bænda á samlagssvæðum félagsins Nokkuð sáttur við niðurstöðuna Morgunblaðið/Kristján Byggingamenn hafa haft í négu að snúast undanfarna mánuði og útlitið framundan er nokkuð bjart. Byggingamarkaðurinn á Akureyri aldrei verið líflegri Enginn flutt úr bæn- um vegna ástandsins JÓHANNES Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Kaupfélags Ey- firðinga sagðist nokkuð sáttur við niðurstöðuna í atkvæðagreiðslu mjólkurframleiðenda í Þingeyjar- sýslum og Eyjafirði um fyrirliggj- andi samning milli KEA og mjólk- urframleiðenda. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, eru 239 framleiðendur á samlagssvæðunum en atkvæði greiddi 171. Fylgjandi samning- num við KEA voru 135 eða um 79% en á móti voru 30 framleiðendur eða 17,5%. Jóhannes Geir sagði niðurstöðuna liggja nokkuð nærri því sem hann hafi talið líklega fyr- irfram. „Umræðan hefur verið á KIWANISKLÚBBURINN Kald- bakur afhendir bömum sem verða 7 ára á árinu, fædd 1993, reiðhjóla- hjálma og veifur við verslunarmið- stöðina Sunnuhlíð á Akureyri á laug- ardag, 13. maí frá kl. 12 til 15. Þetta er í tíunda sinn sem Kald- baksmenn gefa 7 ára bömum á Akur- þeim nótum en ég veit hins vegar að sjónarmið nokkurra framleið- enda, sem vom ósáttir við sam- komulagið, var að þeir myndu skrifa undir það ef meirihlutinn væri því meðmæltur. Þessi niður- staða gefur því ekki endanlega mynd af því hverjir munu vera í fé- laginu. Jóhannes Geir sagðist ekki sjá annað í spilunum en að af þessu samkomulagi verði og að stjórn KEA hafi fulla heimild aðalfundar til þess að ganga frá því. í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar er fyrirhugað að boða til stofnfundar framleiðenda samvinnufélags á allra næstu dögum. eyri reiðhjólahjálma, en að jafnaði em gefnir frá 260 til 300 hjálmar árlega að sögn Stefáns Jónssonar í Kaldbak. Auk þess sem bömin fá hjálma og veifur verður boðið upp á grill, safa og ís og lögreglan mun sjá um reiðhjóla- skoðun og standa íyrir reiðhjóla- keppni. GÍFURLEG þensla er í byggingar- iðnaðinum á Akureyri og hefur at- vinnuástandið í þessari grein verið mjög gott í nokkuð langan tíma. Ak- ureyrsk verktakafyrirtæki hafa næg verkefni og að minnsta kosti eitt fyr- irtæki hefur sett á vaktir við upp- steypu í ákveðnu verki. Þá hafa Dal- víkingar verið að sækja inn á markaðinn í bænum í auknum mæli. Unnið er við mörg mjög stór verk á vegum opinberra aðila og önnur að fara í gang og þá er töluvert mikið byggt af íbúðarhúsnæði. Guðmund- ur Omar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði, sagði að það ætti í raun eftir að reyna á það hvort nægur mannskap- ur fengist til vinnu á næstunni. Það væri vissulega mikið undir hjá verk- tökunum og að mestu lætin yrðu meðhaustinu. Guðmundur Ómar sagði að óvenju margir húsasmíðanemar væra að koma inn á samning og því væri fyr- irsjáanleg ágætis endurnýjun í greininni. „Einnig er hópur nema að ljúka samningi sínum. Þá hafa verið að skila sér til baka í greinina menn sem vora famir í annað og að auki hafa menn verið að skila sér til bæj- arins aftur. Og þeir sem fóra suður að vinna eiga eftir að skila sér aftur heim í sumar í einhverjum mæli. Guðmundur Ómar telur að minna geti orðið um sumarfrí hjá bygginga- mönnum að þessu sinni. Eftir er að bjóða út viðbyggingu við Amtsbóka- safnið, verktakar eiga íbúðalóðir og þónokkuð er byggt af iðnaðarhús- næði. Utlitið er því nokkuð bjart framundan, að sögn Guðmundar Ómars,en aðspurður hvort menn hefðu áhyggjur af stöðunni, sagðist hann „ekki vita til þess að neinn hefði flutt úr bænum vegna þess að það væri of mikið að gera“. Afkastagetan aukist gífúrlega Hann sagði að ekki hefði verið önnur eins þensla á byggingamai'k- aðnum á Akureyri í annan tíma en þó hefði verið mikið um að vera í grein- inni á sjöunda áratugnum." Afkasta- getan hefur aukist gífurlega frá þeim tíma, hraðinn aukist og fram- kvæmdirnar era því ódýrari um leið. ------H-*------- Islandsbærinn Sýning á handverki EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. VALDIR munir af handverki úr Eyjafjarðarsveit verða til sýnis í ís- landsbænum við blómaskálann Vín, en sýningin verður opnuð á morgun, laugardaginn 13. maí kl. 14. Sýningin stendur til 21. maí næst- komandi og verður opin alla daga frá kl. 14 til 17. Menningarmálanefnd Eyjafjarð- arsveitar stendur að sýningunni. Félagsheimilið Ljósvetningabúð Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu Tilvalinn staður fyrir ættarmót og annan mannfagnað Stór salur og stórt svið. Eitthvað fyrir leiklistarfólk. Svefnpokapláss, eldunaraðstaða, tjaldstæði á íþróttavelli, sturtur og búningsklefar. Stutt í sundlaug og alla aðra þjónustu Upplýsingar hjá húsverði ■ símum 464 3231 og 464 3617 Kiwanisklúbburinn Kaldbakur Reiðhjólahj álmar afhentir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.