Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU HAFSJÓR TÆKIFÆRA AMERÍSK-íslenska verslunarráð- ið boðar til ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum miðvikudaginn 17. maí næstkomandi undir heitinu: Haf- sjór tækifæranna. A ráðstefnunni flytja erindi íslenskir og erlendir sérfræðingar og stjórnendur í sjávarútvegi. Aðrir þátttakendur eru boðaðir sérstaklega til ráð- stefnunnar. Ætlað að auka skilning okkar „Sjávarútvegur og framboð sjáv- arafurða í framtíðinni mun byggj- ast á sjálfbærri og ábyrgri nýtingu villtra stofna og sívaxandi fiskeldi víða um heim. Um það vitnar þró- unin undanfarin ár og allar spár kunnáttumanna. Sjávarútvegur víða um heim er einnig háður því að neytendur líti á sjávarafurðir sem ómissandi þátt í hollu mataræði, að þær séu heil- næmar og ómengaðar og að þeirra sé aflað í sátt við náttúruna. Á ráðstefnunni verður sérstak- lega fjallað um framboð sjávar- afurða í náinni framtíð með hlið- sjón af fiskveiðistjórnun annars vegar og vaxandi hlut eldisafurða hins vegar og til þess fengnir bæði heimsþekktir fræðimenn og menn með sérfræðiþekkingu og mikla reynslu úr sjávarútvegi og mark- aðsmálum. Henni er þannig ætlað að auka skilning okkar á fiskveiði- Ráðstefna um stöðu sjávar- útvegs og fram- boð sjávarafurða stjórn og framboðsmálunum næstu árin og vera vegvísir inn í nýju öldina,“ segir í frétt um ráðstefn- una. Til ráðstefnunnar er sérstaklega boðið forsvarsmönnum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og sam- taka ásamt innlendum fræðimönn- um. Ráðstefnan er ekki opin al- menningi og er þátttakendum boðið til hennar sérstaklega hverj- um og einum. Ráðstefnan fer öll fram á ensku. Hún verður haldin í þingsal 5 (bíósalnum) á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 17. maí klukkan 10.00 - 15.30 Þrír íslenskir fyrirlesarar Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands. Friðrik Pálsson, stjórnar- formaður SÍF, setur ráðstefnuna. Næst flytur Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra erindi um ís- lenskan sjávarútveg í upphafi nýrrar aldar. Þá er erindi dr. Gordon R. Munro, prófessors við háskólann í Bresku-Kólumbíu í Kanada, um fiskveiðistjórnun á ákveðnum stöðum í heiminum. Richard Gutting, framkvæmda- stjóri National Fisheries Institute í Bandaríkjunum, Sjávarútvegs- stofnunar Bandaríkjanna, fjallar um fiskveiðistjórnun í Bandaríkj- unum. Charles (Chuck) Bundrant, framkvæmdastjóri Trident Sea- foods Corp., í Bandaríkjunum, tal- ar um reynslu bandarískra fyrir- tækja af mismunandi fiskveiði- stjórnun og framtíð sjávarútvegs í Alaska. Síðastur fyrir hádegisverð talar Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, um þróun í innlend- um og alþjóðlegum sjávarútvegi. Eftir hádegi fjallar Leslie Dean, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador, um sjávarútveg á Nýfundnalandi í upphafi nýrrar aldar. Trond Björndal, prófessor í fiskihagfræði við viðskiptaháskólann í Bergen í Noregi, flytur erindi sem hann nefnir Fiskeldi, keppinautur eða samherji hefðbundins sjávarút- vegs? Loks flytur Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater Sea- food Corp. í Bandaríkjunum, erindi um framboð og eftirspurn á mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Fengu tvo hákarla ÞEIR Gunnsteinn Gislason og Guðmundur Jónsson fengu nýlega tvo hákarla á línu skammt undan Krossnesi. Hákarlalóðirnar Iögðu þeir um leið og grásleppunet, en ekki var hægt að vitja fyrr en eftir 10 daga vegna veðurs. Lóð- irnar voru lagðar 7-8 mflur NA frá Krossnesi, og tveir hákarlar voru í lóðunum, stærri hákarlinn var 800 kfló og 4 metrar að lengd en sá minni 450 kfló og 3,80 að lengd. Að sögn Gunnsteins og Guðmundar verður hákarlinn verkaður en Guðmundur á Mun- aðarnesi er þaulvanur hák- arlaverkun. Að sögn Gunnsteins er grásleppuveiði mjög treg og er hann sá eini hér í hrepp sem lagði grásleppunet, en hann gerir út bátinn Óskar III ST 40. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Félagarnir Gunnsteinn og Guðmundur með aðra ókindina. Siglingakeppni milli Paimpol og Reykjavíkur í sumar Fara sömu leið og Islandssj ómennirnir París. Morgunblaðið. SAGA Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi er óneitanlega samoftn Islandi. Frá Paimpol og héraðinu í kring héldu franskir sjómenn á íslandsmið yfir 83 ára tímabil eða frá 1852 til 1935. Á þessum árum fórust 2.000 franskir sjómenn við strendur Is- lands og 100 skonnortur hurfu á mið- unum. I dag er varla sú fjölskylda á svæðinu sem ekki átti skyldmenni sem fórst við ísland og er þetta að öll- um líkindum það hérað í Frakklandi sem tengist íslandi hvað mest. Yann Huchet, Dominique Taillefer og Michel Morin, íbúar í Paimpol, hafa átt þann draum að minnast þessa tímabils nú í upphafi 21. aldarinnar með eftirminnilegum hætti. Því hefur verið ákveðið að efna til siglinga- keppni í sumar frá Paimpol til Reykjavíkur, þar sem sigld verður sama leið og Islandsjómennimir fóru forðum daga. Undirbúningur hefur staðið í nokkum tíma og hafa skipu- leggjendur farið til íslands af því til- efni. Heimsóttu þeir m.a. Fáskrúðs- fjörð, aðalviðkomustað frönsku sjómannanna hér á landi. í Paimpol og nágrannabæjum verður ýmislegt á dagskrá frá 14. til 18. júní þegar Sigríður Á. Snævarr sendiherra í París mun ræsa keppn- ina. Skútumar munu þá leggja úr höfri í Paimpol og sigla hina 1.300 sjó- mílna löngu leið til Reykjavíkur. Reiknað er með að þær fyrstu nái til hafnar í Reykjavík 25. júní og þær síðustu komi 1. júlí. Tvö skólasldp frá sjóhemum, sem byggð vom árið 1939, nákvæmar eft- irlíkingar af skonnortunum sem sigldu á íslandsmið, munu á táknræn- an hátt opna leiðina fyrir siglinga- keppnina. Þessi skip munu leggja úr höfn í Paimpol 3. júní og er áætlað að þau sigli inn Reykjavíkurhöfn á þjóð- hátíðardag okkar, 17. júní. Sama dag leggur endurgert víkingaskip Eiríks rauða úr höfn vestur um haf og munu skonnortumar tvær fylgja skipinu úr höfn. Mikið kynningarátak hefur verið sett í gang og heilmikið hefur verið skrifað um keppnina í blöðum í Frakklandi. Fjöldi skráðra þátttak- enda í keppnina er vonum framar, alls em um 30 skútur skráðar. Stærsta skútan sem í dag er skráð er með ís- lenskri áhöfn og em það einu íslend- Morgunblaðið/Þorbjörg Sigríður Á. Snævarr, sendi- herra Islands í Frakklandi, virð- ir fyrir sér minningarskildi um íslandssjómenn á vegg við kirkjugarðinn í Paimpol. ingarnir sem fram til þessa hafa skráð sig. Sigríði Á. Snævarr sendiherra og Magnúsi Ásgeirssyni svæðisstjóra Flugleiða í París var boðið í heimsókn til Paimpol nú á dögunum í tilefni væntanlegrar siglingakeppni og dag- skrár í kringum hana. Farið var í tveggja tíma kynnisferð um Paimpol og í nágrannaþorpið Ploubazlanec.S- jóminjasafnið í Paimpol var heimsótt, kirkjan í Ploubazlanec, en þar hanga uppi minningaskildir margra sjó- manna, sem ættingjar hafa sett upp. Farið var upp að Ekknakrossinum (La Croix des Veuves), þar sem eigin- konur og mæður frönsku sjómann- anna stóðu tímunum saman og horfðu til hafs í von um að sjá til skonnortn- anna. íslandssafnið var heimsótt og að lokum farið í kirkjugarð Ploubazlan- ec. Þar er sérstakur veggur þakinn minningarskjöldum með upplýsing- um um þau skip sem aldrei komu til baka og fjölda þeirra sjómanna sem fórst með hveiju skipi. í tengslum við þennan viðburð hef- ur verið skipulögð ferð frá Frakklandi til íslands, fyrir þá sem vilja fylgjast með komu skútnanna til Reykjavíkur í lok júm' og hafa 80 manns nú þegar skráð sig í ferðina. Frönsk fyrirtæki koma að þessu auk Reykjavíkurborgar og Flugleiða í París. Keppnin er einnig hluti af dag- skrá Menningaborgar Reykjavíkur. BRONCO ocj PIAMOND SCOTT • GIANT • BRONCO VIVI QIANT BRONCO DIAMOND scon Hamax Brancale og Hamax «► 1$Í VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar. barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraöamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bila og margt fleira. 5% staögreiöslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Alvöru reiöhjólaverslun ótrúlegt úival og frábært verö VnnfJiö valiö vmliö í scrvcrslun varahluta- og viðrjcröarjijónusta zr<r,- Armula 40 Sími: 553 5320 Iferslumn V AMRK Árs ábyrgð Reiðhjólahjálmar frá og frí upphersla eftir nnonco ^ HAMAX. vivj wtaarmzzjz €uSmr eurostar diamond einn mánuð Barnasæti frá I Barnahjól fyrir 3-6 ára frá | Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól fyrir dömur frá Fjallahjól fyrir börn frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.