Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ • LESIÐ f MÁLVERK SKJALDBREIÐUR 1929 JON STEFANSSON (1881-1962) Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Skjaldbreiður 1929, olía á léreft, 100 x 130 sm. ALDARFJÓRÐUNGI eftir að Ás- grímur málaði fyrstu Þing'valla- mynd sína verður Skjaldbreiður Jóni Stefánssyni að myndefni en hér eru efnistökin allt önnur. Mál- verkið er mjög einkennandi fyrir stílbrögð Jóns á þessum árum, er hann lagði líf og sál í myndbygg- inguna og var hér jafnvel kominn enn lengra í strangri formskipan en áhrifavaldurinn, meistarinn frá Aix, Paul Cézanne. Minnir fyrir sumt á Skúlaskeið, sem Jón málaði 1920-21, en litirnir ekki jafn þungbúnir og sýnu blæ- brigðaríkari. Þrátt fyrir að mynd- byggingin sé samhverfari og öll formskipanin strangari ber hún yfír sér meiri mýkt, þakkað veri ljölþættari forgrunni sem mál- arinn stílfærir eftir þörfum. Ekki tel ég að fyrirmyndin að þessari ströngu og óvægu burðargrind sé einvörðungu sótt til fræðikenn- inga Cézannes. Að hér hafi mönn- um sést yfir einhver áhrif frá danska málaranum Georg Jacob- sen (1887-1976), sem einnig leit- aði í smiðju Cézannes og var mjög upptekinn af byggingar- fræðilegum iögmálum myndflat- arins, full mikið að margra áliti. Á Parísarárum sínum 1919-24 vann hann náið með mexíkóska málaranum Diego Rivera og hef- ur samstarf þeirra gengið inn í listasöguna. Jacobsen lagði allt í hinn byggingarfræðilega, kon- struktfva, þátt heildarinnar, sem vék þó um sumt fyrir sértækari formunum. Hann var prófessor í Ósló 1934-40 og hafði mikil áhrif á Jean Heiberg, skólabróður Jóns Stefánssonar í skóla Matisse í Pa- rís 1908-10, en þeir, ásamt félag- anum Axel Revold, áttu eftir að halda sambandi alla ævi. Hve mikið Jón hefur þekkt til Jacob- sens veit ég ekki fullkomlega, en man ekki betur en að hann hafi lagt sérstaka áherslu á að Jacob- sen hefði haft slæm áhrif á Hei- berg, sem var mun mýkri og ynd- isþokkafyllri málari að upplagi. Jafn óvægur og gagnrýninn Jón var á eigin myndir, hefur honum kannski fundist hann sjálfur hafa fallið í sömu gryfju á tímabili og það angrað hann, en hann hafði þá löngu losað sig úr þeim meintu viðjum. Var hér sammála Jóni á þeim tfma, en viðhorfin breyst með annarri sýn á fortíðina, Jacobsen hefur verið endur- reistur, ekki aðeins sem málari heldur merkilegur hugmynda- fræðingur í byggingar- og um- hverfislist. Hóf upprunalega listn- ám f arkitektaskóla listakad- emíunnar í Kaupmannahöfn, en var áður í læri í múraraiðn svo að stutt var í hinn byggingarfræði- lega grunn. Myndir Heibergs sem hann málaði undir áhrifum Jacobsens, þykja sumar með lyk- ilverkum hans er svo er komið og hvað Jón Stefánsson snertir verð- ur að telja þessi ströngu bygging- arfræðilegu málverk frá þriðja áratugnum eitt merkasta framlag til íslenzkrar málaralistar á 20. öld. Rétt er að minna á að hér er einungis verið að fjalla um áhrif, eitt atriði á langri þróunarbraut, en þessir þrír málarar voru ann- ars gjörólíkir að upplagi, allir með sfn mörkuðu auðkenni á myndfletinum Hvað sem öllum vangaveltum líður er það óhrekjanleg stað- reynd að Jón Stefánsson er bygg- ingarmeistari fslenzks landslags- málverks. Meiri og minni áhrifa frá honum gætir í myndum flestra samtíðarmanna hans, jafnt Ásgríms sem Kjarvals, Kristínar Jónsdóttur, Muggs og Sigurðar Sigurðssonar. Jón var jafnframt mestur rökfræðingur samtíðar- manna sinna í íslenzkri myndlist, allir lögðu opinminntir við hlustir er hann talaði um málverk, og fyrir miðbik aldarinnar leituðust ýmsir málarar við að temja sér framkomu Jóns og raddbrigði lfkt og ungir rithöfundar Laxness. Og rithöfundurinn Poul Uttenreitter skrifaði: „Ef Jón Stefánsson gæti ritað endurminningar sfnar af sama ímyndunaríjöri og brigð- næmi og hann getur sagt frá þeim, mundi hann vera mikið skáld. Nú skrifar hann f litum það, sem fyrir hann hefur verið borið og oft þarf hann ekki minni sínu til stuðnings annað en smá- krass á pappfrslappa. Á þann hátt er m.a. orðin mynd af Skjald- breiði, sem íslendingar gáfu Al- exandrínu drottningu árið 1929 - frumdrög hennar voru riss á um- slagi...“ Þótt hlutvakið sé, er málverkið Herðubreið strangflatarlist í orðsins fyllstu merkingu, hlut- fallaandstæðurnar afar sterkar þó svo myndbyggingin sé sam- hverf, brún fjallsins rekst svo til á skýjaslæðu sem gengur þvert og þráðbeint yfir myndflötinn, sem minna ský og ávalar formanir er enduróma lögun fjallsins mýkja, þá sker toppurinn myndina í jafna helminga svo kominn er þrí- hyrningur, fjalliö hér um bil píra- míði, myndar jafnframt nær áþreifanlegan og þó ósýnilegan fallbaug. Þessi óvægu frumform mýkir málarinn með mjúkum lá- réttum formunum um miðbik myndarinnar, en í forgrunninum marka nokkrir formsterkir gijót- hnullungar rýmisdýptina og fjar- lægðimar ásamt því að dökk tunga skerst inn í myndina frá hægri, myndar mótvægi við hið bylgjuformaða landslag, eflir og styrkir það ásamt því að halda skuggaformunum þess í skefjum. Á líkan hátt og brún fjallsins sker URKLÆÐNING Traust fslensk múrefni síðan 1973 Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. J\ uzr'ú] yjí3 hJJjj3j jjid/j ajJÍHJJ íl n)J U£J nJlljJJ JJÍJDJJll! L/ujjjid±: uxíjjjJjJijj"jxjujj Leitið tilboða! _ TiSÉii .,.-3 • «« 8 Wxi 'í\ -A. •' / Heiðarskóli Reykjanesbæ 4.400 fm S steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 5B7 2777 — Fax 567 2718 ELGO MÚRKLÆÐNINGIIU hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem NORDEST IVIT Build GG, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. Sýningum lýkur Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið Sýningu hins kunna franska listamanns Fabrice Hybert lýkur á sunnudag. Viðfangsefni Hyberts í innsetningu hans er blóma- og trjárækt í hinum ýmsu myndum. I Hafnarhúsinu standa líka yfir sýningar á úrvali af listaverkum úr eigu safnsins auk samsýningarinn- ar Lífið við hafið. Ásmundarsafn v. Sigtún Sýningu Steinunnar Þórarins- dóttur, Maður um mann, lýkur á sunnudag. Líkt og Ásmundur hef- ur Steinunn lengi fengist við sam- spil mannsins og umhverfisins í einföldum formum líkamans og lagt mikla áherslu á vægi þeirra efna sem hún kýs helst að vinna með. Ásmundarsafn er opið alla daga frá 10-16. Listasetrið Kirkjuhvoli Sýningu á verkum leikskóla- barna á Akranesi í Listasetrinu Kirkjuhvoli lýkur á sunnudag. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Eden, Hveragerði Sýningu Hannesar Scheving á 42 akrílverkum lýkur á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.