Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 49 DAGBJARTUR GUÐJÓNSSON + Dagbjartur Guð- jón Guðjónsson fæddist að Nýjabæ í Sandvíkurhreppi 22. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum 1. mai' síðastliðinn. Dagbjartur var son- ur hjónanna Guðjóns Einarssonar bónda og Helgu Halldórs- dóttur húsfreyju. Faðir hans átti þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi, en hann hafði misst fyrri konu sína frá kornungum börnum þeirra. Hálfsystkini Dag- bjarts voru: Jónína Guðrún, f. 1894, d. 1948, giftist Haraldi Loft- ssyni og eignuðust þau dótturina Guðrúnu. Næst var Sólveig en hún lést á barnsaldri. Yngstur hálfsystkinanna var Guðmundur, f. 1896, d. 1975. Alsystkini Dag- bjarts eru: Eyrún, f. 1905, d. 1970. Hún giftist Sveini Jóns- syni. Guðjón, f. 1908, bóndi á Bollastöðum í Hraungerðis- hreppi. Hann kvænt- ist Kristínu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau fjög- ur börn: Sigríði, Helgu, Gróu Stein- unni og Ólaf. Dagbjartur gekk ungur til liðs við Hvítasunnusöfnuð- inn og starfaði sem trúboði um árabil. Hann ferðaðist um landið með kristileg blöð og bækur, auk þess að taka þátt í sönglífi safnaðarins. Utfór Dagbjarts verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelf- íu, Hátúni 2, f dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Aldrei kemur maður í manns stað. Þrátt fyrir að kenningasmiðir hafi í árþúsund fengist við þá spurn sem mannsandinn hefur frá upphafi vega verið þá er ekki vitað til að dauðlegir menn gisti jörðu öllu oftar en einu sinni. Það er þess vegna sem dauðinn, sá mikli rukkari, skil- ur eftir sig svo margar erfiðar spumingar. Jafnt ungir sem aldnir glíma við þraut þessa og jafnframt þá þversögn að lifa og hrærast í þúsund ár; börn sem gamalmenni eru eilífðinni falin og útenda sitt skeið þannig hvert og eitt. Frekast á Vesturlöndum er dauðinn eitthvað sem er endanlegt og í eitt skipti fyr- ir öll. Þar farnast kennimeisturum í Gamla heiminum sem og í Asíu bet- ur við börn sín; orsök og afleiðing haldast í hendur, upphaf og endir eru samofin tilgangi, skynjun tilver- unnar í órofa heild sinni er hverjum og einum í blóð borin. Það er vormorgun í úrhelli á morgni lífsins að úlpuklæddur mað- ur styður sig við hjólfák sinn í hjarta Reykjavíkur og ræðir við mann nokkurn sem sýnilega á í mestu vandræðum með að fóta sig í bókstaflegum skilningi. Svo magn- þrungin er sýn þessi því hún brýtur í gegn öllum lögmálum um markað- ssetningu og gera sig gildandi í samfélagi spakviturra. Hvar var vonin um greiðan aðgang í banka- kerfi, að sitja að kjötkötlum, að ota sínum tota í nefndum og ráðum nema hvergi. Þannig gekk Dagbjartur Guð- jónsson hljóðlega um dyr og glugg samfélagsins, ónáðaði engan én var sívökull í starfi sínu sem sendiboði Drottins á jörðu. Dagbjartur gerði aldrei tilkall til eins eða neins sjálfum sér til handa en stundaði starf sitt næstum sér til óbóta því frekar kaus hann að láta sinn síðasta eyri af hendi rakna til þess starfs er hann hafði helgað sig en að sá eyrir íyndi sér stað í máls- verði, klæðnaði eða skjóli. Fábrotin vistarvera í Samtúni, gersneydd veraldlegum verðmætum, bar þess vísastan vottinn. Hvar voru banka- bækurnar, verðbréfin og vaxtamið- arnir nema í öllu því fólki sem hann hafði eignast að vinum og kunningj- um um nærfellt allt ísland á ferðum sínum með blöð og bækur en þó ekki sízt á síðustu áratugum í sálu- sorgun því öllum var það ljóst hversu einstakur og sérstakur hann var í allri framgöngu að hann naut trúnaðar sem leiðtogi hvort heldur í einstigi eða á breiðstrætum. Dagbjartur var réttsýnn maður og sanngjarn og svo mjög hafði hann kynnst lífinu sjálfu í gegnum starf sitt að kenningar og kenni- setningar, kreddur og einsýni urðu honum helst aldrei að fótakefli held- ur miklu frekar til að rétta hlut manna gegn óbilgirni sem af flónsku var grunduð á hjáróma útúrsnún- ingum og orðhengilshætti í fræðun- um sjálfum. Dagbjartur var svo vel lesinn í bók bókanna og hafði ígrundað rök sín svo vel að fáum ef nokkrum gekk að mæla í mót; hann var svo sannur og heill í verkum sín- um, upphafinn; málsendar hans voru hin hinztu rök. Dagbjartur gaumgæfði þýðing- una á einni bók bóka frá 1912 jafn- framt sem hann kynnti sér þýðing- una frá árinu 1981 og bar þessar tvær saman. Þá fannst honum ekki minna um vert að fá tækifæri til að lesa drög að hátíðarútgáfu þeirri sem í smíðum var í tilefni þúsund ára kristni í landinu og út skyldi koma árið 2000. Hann setti lítið fyr- ir sig áhyggjur fræðimanna að skammt væri milli þýðinga heldur færði að því rök að þýðingarnar hefðu mátt við því að vera endur- skoðaðar. í þessum punkti mætti gjarna til- færa einlæga aðdáun hans á kveð- skap Hallgríms Péturssonar. Mér er næst að halda að hann hafi kunn- að flesta sálmana utanbókar. Það sama gilti um ritningarstaði og greinar, allt var það tiltækt og ótrú- lega áreynslulaust og innan handar. A síðustu árum þóttist ég kenna að Dagbjarti væri ljóst að senn yrði hann kallaður til fundar við höfund lífsins og tár og tregi jarðlífs yrðu að baki og svo lítið ofhasaðist hún honum þessi tilhugsun að jafnvel nauðsynleg læknishjálp mátti missa sig. Eg sá þá í fyi’sta skipti hversu dýr sú fórn var sem hann hafði fært fram. Dagbjartur var alvörumaður í lífi og starfi. Orð og æði svo vandað að einfaldri spurningu var ósjaldan svarað með spurningu í viðtenging- arhætti hvar pottþétt svar og af- dráttarlaust var íþætt; ósjaldan allri orðræðu hagað svo. Þetta var kúnst sem hann einn kunni að fara með en var eftirminnileg öllum sem til þekktu. Alvara hans fólst í að vera ævinlega til staðar. Meðan flöktandi mýraljósin slokknuðu og þau fjöl- mörgu blómstur sem fagnandi prýddu beð vakningar og nýbylgju fölnuðu og bliknuðu og fuku sinn veg þá var hann þar. I gleði og sorg, þá var hann þar. Og enn er hún minningin kær er tær og ómþýð rödd hans hljómaði um Fossvog- skirkju svo björt og hrein að allir viðstaddir litu upp og undruðust því engu líkara var að af himni ofan kæmi og með ólíkindum að nokkr- um jarðneskum manni væri slíkt lánað. Og þannig var Dagbjarti flest vel gefið og eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Skilyrðislaus þjónusta hans og fórnfýsi er fráleitt skiljanleg enda maðurinn um flest sérstakur og híbýli hans og vett- vangur tæpast jarðnesk og því þekkti hann betur öðrum mönnum og þræddi það einstigi sem hvorki var þar né hér. Ættingjum, venzlafólki og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guðni Björgólfsson. í dag kveðjum við kæran trú- bróður og vin, Dagbjart Guðjóns- son. Dagbjartur, venjulega kallaður Denni, var einhver traustasti og trúfastasti maður sem ég hef kynnst um mína daga. Eins og fjölmargir íslendingar minnist ég Denna úr bernsku minni sem skemmtilegs karls sem söng svo vel um Jesú með vini sínum Daníel Glad. Þeir félagar fóru vítt og breitt um landið með Guðsorð og bænir inn á heimili landsmanna, óteljandi mörgum til blessunar og huggunar. Eg minnist þess eftir að ég stofnaði eigið heim- ili að Denni kom stundum við til að athuga hvernig við hefðum það og vildi hafa stund með okkur. Denni átti þessa einu hugsjón, að breiða út fagnaðarerindið um Jesú Krist, og hafa þúsundir íslendinga meðtekið boðskap frelsisins úr hans hendi í formi smárita. Það starf var honum ævistarfið. Hann gerði sér mikla grein fyrir alvarleika eilífðar- innar sem framundan er og unni sér ekki hvíldar í boðun Orðsins uns yf- ir lauk. Allur hugur hans var við Drottin og úr þeim farvegi miðlaði hann til annarra svo ötull að margur stór- prédikarinn bliknar í samanburði. Denni átti við alvarleg veikindi að stríða síðustu árin en eins lengi og heilsan leyfði dreifði hann smáritum og lét sig ekki vanta á samkomum safnaðarins síns. Fíladelfíusöfnuðurinn gi-ætur hljóðum tárum með þakklæti og kveður kæran og traustan sam- starfsmann til margra ára. Eg og mín fjölskylda nutum um- hyggju hans og bæna til margra ára og fyrir það þökkum við af alhug með djúpri virðingu. Eftirlifandi ættingjum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu góðs drengs. Erling Magnússon og fjölskylda. Ungur maður endurfæddist Dagbjartur Guðjónsson til lifandi trúar á Jesúm Krist og lét skírast í Fíladelfíusöfnuðinum 1949. Hann var um árabil einn af ötulustu trúboðum hvítasunnumanna og ferðaðist um landið í erindum Drottins, heimsótti fólk, dreifði rit- um hvítasunnumanna, seldi sumar bækur og gaf aðrar, söng sálma, las úr Ritningunni og bað bænir. Hann átti stóran hóp viðskiptavina og það skipti hann mestu að þeir fengju Guðs orð og annað uppbyggjandi lesmál, greiðslan mátti gjarnan bíða. Þeim viðskiptum var þó öllum haldið til haga á litlum miðum og gerð upp þegar vel stóð á. Ég kynntist Dagbjarti vel í starfi mínu við blaða- og bókaútgáfu Ffla- delfíu. Orðvarari og umtalsfrómari maður en Dagbjartur verður vand- fundinn. Hann vandaði sig svo við að segja satt að sumir hentu jafnvel gaman að. Dagbjartur var ákaflega bóngóður, greiðvikinn og hrekklaus. Oft undraðist ég þolinmæði hans og gi'eiðasemi við fólk sem ég taldi vilja misnota góðsemi hans og hlunnfara hann. Ef ég minntist á þær áhyggjur mínar eyddi hann því tali. Svo komst ég að því að Dag- bjarti var einfaldlega annara um ná- ungann en aurana sína. Hann lifði bókstaflega eftir orðum Páls post- ula sem er að finna í fyrra Tím- óteusarbréfi 6. kafla: „Já, guðhræðslan samfara nægju- semi er mikill gróðavegur. Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan. Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortím- ingu og glötun. Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. En þú, Guðs maður, forðast þú þetta, en stunda réttlæti, guð- hræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð. Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú ját- aðist með góðu játningunni í viður- vist margra votta.“ Baráttu Dagbjarts við sjúkdóm og hrörnun er lokið, hann er geng- inn inn til fagnaðar herra síns. Sam- ferðarmenn minnast hans sem vandaðs og hrekklauss manns sem vann árangursríkt starf í víngarði Drottins. Guð blessi minningu Dagbjarts Guðjónssonar. Guðni Einarsson. Trúbróðir, gamall og góður vinur til margra ára, er genginn á fund frelsara síns. Ég vil með fáum orð- um minnast Dagbjarts Guðjónsson- ar trúboða eða Denna eins og hann var oftast kallaður af vinum sínum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum fjórum áratugum eftir að ég hafði frelsast fyrir trúna á Jesú Krist. Ég bar strax virðingu fyrir þessum hæverska og geðprúða manni. Síðar urðum við nánir sam- starfsmenn í ferðatrúboði vítt og breitt um landið um margra ára skeið. Denni hafði fyrst ferðast um landið á reiðhjóli ásamt Þorsteini Einarssyni ferðatrúboða, farið veg- leysur og vaðið óbrúaðar ár til að segja frá frelsaranum Jesú Kristi. Trúin var honum hjartans mál og Jesú Kristur skipaði efsta sæti í lífi hans. Denni var öðlingur og sannkrist- inn maður sem gat staðið fast á sínu þegar orð Guðs og trúin á frels- arann Jesú Krist áttu hlut að máli. Hann kynntist mörgu fólki gegnum trúboðsstarf sitt og víða stóðu hon- um opnar dyr enda hafði hann heimsótt þúsundir heimila með kristilegar bækur og rit. Tíðlega voru í leiðinni hafðar samkomur á heimilum, sjúkrahúsum, skólum og dvalarheimilum eða hvar sem opn- aðist fyrir slíkar samverustundir. Denni lék á gítar sem hann skyldi + Gunnlaugur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1957. Hann Iést á heimili sfnu 30. apríl si'ðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 9. maí. Vorkomunnar er óvíða beðið með meiri eftirvæntingu en á ís- landi. Dimmur, langur og rysjóttur vetur hop- ar, fuglar flykkjast til landsins og náttúran vaknar úr vetrardái. En í miðjum þeim klíð- um verður góður drengur og fyrrum vinnufélagi okkar flestra á Veðurstofunni til margra ára að játa sig sigraðan í glímunni miklu milli lífs og dauða. Glímu sem við öll göng- um í gegnum fyrr eða síðar en hann þurfti að takast á við allt of snemma. Gunnlaugur Kristjánsson, eða Gulli eins og hann var ávallt kallaður, hóf störf ú Veðurstofunni síðla árs 1979 og þá í veðurfarsdeild. Ari síðar flutti hann sig um set í spádeildina þar sem starfaði næstu árin. A þess- um árum var tölvuvæðingin að hefj- ast fyrir alvöru á Veðurstofunni og m.a. þess vegna runnu fjarskiptin, sem áðui’ var sinnt af stórri og mann- frekri deild, inn í spádeildina. Ungur, úhugasamur og greindur stúdent dróst því inn í verkefni, sem þessari miklu tæknibreytingu fylgdi og áður en varði var hann orðinn lykilmaður í flestu því sem laut að tölvum og tölvurekstri. Sérstök tölvudeild var svo stofnuð á Veðurstofunni árið 1984 og í ársbyrjun 1985 flutti Gulli sig formlega þangað. Þegar skipu- lagsbreytingar voru gerðar á Veð- urstofunni fyrir sex órum og upplýs- ingatæknideild tók til starfa varð Gulli starfsmaður hennar þar til hann ákvað síðla árs 1994 að leita á vit nýrra verkefna og ævintýra í tölvuheiminum. Vildi hann spreyta sig á sjálfstæðum vettvangi í sam- vinnu við öflugt tölvufyrirtæki GSS sem hann hafði kynnst vegna verk- efna sem það vann fyrir Veðurstof- una. Þannig starfaði Gulli í um 15 ár á Veðurstofunni eða stærstan hluta starfsævi sinnar. Á þessu tímabili mikillar uppbygg- sjaldnast við sig á þessum trúboðs- ferðum. Hann var afbragðs söng- maður og lagviss og kunni flesta söngva og sálma utan að. Denni bar ætíð á sér Nýja testa^ menti í brjóstvasanum vel undir- strikað því Guðs orð var honum kært og hugleikið. Þá vissi ég að hann hafði einnig hin síðari ár mikl- ar mætur á Passíusálmunum. Þegar hann talaði um Drottin sinn og frelsara og nauðsyn þess fyrir hvern mann að frelsast frá synd og glötun, benti hann gjarnan á orð séra Hallgríms Péturssonar í 27. passíusálmi og 12. erindi, sem er á þessa leið: Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm! Hann talaði tæpi- tungulaust um synd og náð og bætti svo kannski við þessum orðum;-» „Það er ekki ný trú sem við (hvíta- sunnumenn) boðum. Það er gamla trúin sem Hallgrímur Pétursson átti.“ Þetta er í fullkomnu samræmi við hina heilnæmu kenningu Drottins Jesú Krists og postula hans eins og hana er að finna í Nýja testament- inu. Þar er nærtækast að minna á hinn þekkta ritningarstað, Jóhann- es 3:16, eða Litlu-Biblíuna, og orð Jesú Krists í 10. kafla og 9. versi Jó- hannesarguðspjalls er hljóða svo: „Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast..." Þetta var trú Denna og í þessari sælu trú kvaddi hann hið jarðneska líf til að vera með Jesú Kristi um alla eilífð í himneskri dýrð. Blessuð sé minning hans. Ég votta öldruðum bróður hans og ættmennum innilega samúð. Guð blessi þau öll. Hallgrímur S. Guðmannsson. ingar á tölvusviðinu naut Veðurstof- an starfa Gulla og innan veggja stofnunarinnar byggði hann upp yf- irburða þekkingu sína og reynslu í tölvuheiminum. Þannig mótaði hann starfsem- ina og starfsemin mót- aði hann. Því varð til gagnkvæmur hlýhugur milli Gulla og annarra starfsmanna Veður- stofunnar. Og aufúsu- gestur var hann ávallt þótt hann léti af störf- um við stofnunina. Greiðvikni, jákvæði og glaðværð voru eigin- leikar sem fylgdu hon-^ um fram til þess síð- asta. Bóngóður var hann með afbrigðum og skipti þá lítt máli hvenær sólarhrings var kallað til hans. Það var djúpt á nei-inu þegar til hans var leitað. Þeg- ar ég sá hann síðast fyrir nokkrum vikum var ekki að sjá að þar færi maður sem fengið hefði vitneskju um örlög sín. Þessi góði drengur var enn óbeygður og með glaðvært fas. Undangengið misseri hefur verið það harðasta í 80 ára sögu Veðurstof- unnar. Á síðustu mánuðum liðins árs missti stofnunin tvo menn í blóma lífsins í bflslysum og nú sjáum við á bak Gulla. Á besta aldri fellur hann frá stórri fjölskyldu, sem í alltof_ stuttan tíma naut gjafa Gulla og hann í sinni blóðbornu greiðvikni naut að gefa. Fyrir hönd Veðurstofu íslands vil ég þakka honum langa og dygga þjónustu og persónulega þakka ég honum samfylgdina á þeim tímum sem við unnum saman. Eiginkonu hans og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Magnús Jónsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta EnUBnBBnHHBHI GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.