Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 29 AP Fáni Suðurrikjanna blaktir ekki lengur yfir þinghúsinu í Suður-Karó- línu en honum verður komið fyrir á þessu minnismerki um hermenn. Suðurrfkjafáninn dreginn niður Columbia. AP. FULLTRUADEILD þingsins í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum samþykkti í fyrrakvöld að hætta að flagga Suðurríkjafánanum á þing- húsinu en þess í stað verður honum komið fyrir á minnismerki skammt frá. Öldungadeild þingsins hafði áður samþykkt það sama en mun þó fá málið aftur til meðferðar vegna lítils- háttar breytingar, sem á því varð í meðförum fulltrúadeildarinnar. Suðurríkjafáninn var dreginn að húni yfir þinghúsinu 1962 til að minnast þess, að þá var öld liðin frá borgarastríðinu í Bandaríkjunum, en ýmsir hafa haldið því fram, að það hafi ekki síður verið gert til að lýsa yfir andúð á starfsemi mannrétt- indahreyfinga og baráttu blökku- manna fyrir fullum réttindum. Pess vegna sé fáninn tákn fyrir þrældóm og misrétti en stuðningsmenn hans segja hann vera menningarlega arf- leifð og hluta af þjóðarsögunni. Svo undarlegt sem það er, þá tóku stuðningsmenn fánans og blökku- menn á þingi höndum saman um að reyna að fella frumvarpið. Þeir fyrr- nefndu vildu hafa fánann áfram á þinghúsinu en þeir síðarnefndu vildu alls ekki, að fánanum yrði komið fyr- ir á minnismerkinu. Stendur það við mjög fjölfarin gatnamót og því mun í raun bera meira á fánanum þar en á þinghúsinu. Urðu einhverjir til að vinna nokkrar skemmdir á minnis- merkinu í fyrradag. Martin Luther King og Suðurríkjasambandið Suður-Karólínuþing samþykkti sl. mánudag, síðast bandarísku ríkj- anna, að blökkumannaleiðtogans Martin Luther Kings skyldi minnst með frídegi í febrúar ár hvert, en svartir þingmenn reyndu að koma í veg fyrir það. Var ástæðan sú, að frumvarpinu um Martin Luther King var hnýtt aftan í annað frum- varp um sérstakan frídag í minningu Suðurríkjasambandsins. Hvort tveggja frumvarpið var þó samþykkt og vegna þess síðara voru margir op- inberir starfsmenn í fríi í fyrradag. EES-samstarfíð Endur- skoðun vart möguleg KJARTAN JOHANNSSON, fram- kvæmdastjóri Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA), segir að endurskoðun EES-samningsins sé hvorki fýsileg né möguleg við þær aðstæður sem nú ríki í Evrópu. Þetta kom fram í svokölluðum Schuman-fyrirlestri sem Kjartan flutti í gær í Ósló, höfuðborg Nor- egs. Kjartan fallaði meðal annars um framkvæmd EES-samningsins, einkum með tilliti til þeirra breyt- inga sem eru að verða innan Evrópusambandsins (ESB). Að sögn hans veldur sífelld endur- skoðun grunnsáttmála sambands- ins því að ýmis lagaleg vandamál geta komið upp í tengslum við EES-samstarfið. I hvert sinn sem samstarf ESB-ríkjanna verði nán- ara og sameiginlegum ákvörðunum fjölgi, verði þau ríki sem myndi EFTA-stoð samstarfsins fyrir áhrifum. í sumum tilvikum takist að finna leiðir til að tryggja þátt- töku EFTA-ríkjanna en í mörgum tilfellum reynist það ekki mögu- legt. Kjartan nefndi að líklega væri hvorki ákjósanlegt né póli- tískt mögulegt að reyna að ná samningum við ESB um endur- skoðun EES-samstarfsins. Og fyrst svo væri þyrfti að leita nýrra leiða til að þróa samninginn. Samstarf við Persaflóaríki Kjartan gat þess að á næstunni væri fyrirhygað að EFTA undirrit- aði yfirlýsingu um tengsl við Samstarfsráð ríkja við Persaflóa (GCC). Hann sagði einnig að farið hefðu fram könnunarviðræður við Chile og Mexíkó. Einnig væri fyr- irhugað að undirrita yfirlýsingu um samstarf við ríki MERCOSUR og að hugsanlega yrðu hafnar við- ræður við Suður-Afríku, Singapore og Suður-Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.