Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tandur hf. fyrirtæki ársins Morgunblaðið/Þorkell Frá móttöku sem haldin var í húsakynnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í tilefni af útnefningu á fyrirtæki ársins 2000. F.v. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, Guðmundur Gylfí Guðmundsson, rekstrar- stjóri Tandurs, Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, og Ólafur B. Thors, forsljóri Sjóvár-Almennra trygginga. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur útnefnt fyrir- tækið Tandur hf. fyrirtæki ársins 2000. Er valið byggt á könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Is- lands gerði meðal félagsmanna VR um viðhorf þeirra til lykilþátta í innra starfsumhverfi vinnustaðar- ins. Tandur fékk 4,55 í heildarmeðaleinkunn í könnuninni, af 5,0 mögulegum. Daníel Ólafsson, eða Danól ehf., varð í öðru sæti en í því þriðja Halldór Jónsson ehf. ÖIl fyrirtækin þrjú starfa við vöru- innflutning og -dreifingu. Aðstan- dendur könnunarinnar segja til- gang hennar vera m.a. að varpa ljósi á starfsskilyrði félagsmanna VR og gefa þeim færi á að meta starfskjör innan eigin fyrirtækis og hjá öðrum. Sigurvegarar í einstökum stærð- arflokkum fyrirtækja voru Danól ehf., í flokki fyrirtækja með 5 til 49 starfandi félagsmenn í VR, Kaup- þing hf. í flokki fyrirtækja með 50 til 99 félagsmenn í starfi og Sjóvá- Almennar hf. í flokki fyrirtækja með 100 eða fleiri félagsmenn í starfi. Er þetta þriðja árið í röð sem Sjóvá-Almennar eru með hæstu einkunn í hópi fyrirtækja með 100 félagsmenn í VR eða fleiri. Búnaðarbank- inn kaupir 7% í SALT BÚNAÐARBANKI íslands hf. hefur keypt 7% hlut í hugbúnaðarfyrirtæk- inu SALT, sem þróar hugbúnað til vefhönnunar og rafrænna viðskipta. Hugbúnaðurinn gerir einnig kleift að búa til vefgrunna og vefviðmót í gagnagrunna fyrirtækja án forritun- ar. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku hafa Flugleiðir einnig keypt 7% hlut í fyrirtækinu. í tilkynningu um kaupin segir að auk þess að vera virkur hluthafi ásamt Flugleiðum og lykilstjómend- um fyrirtækisins muni Búnaðarbank- inn aðstoða við komandi hlutafjár- aukningu til að styrkja fyrirtækið enn frekar við útrás á erlenda mark- aði. Verður þá einna helst horft á sölu til erlendra fjárfesta. Þá mun bank- inn einnig aðstoða félagið við að koma á kaupréttarskipulagi fyrir starfs- menn. Starfsmenn SALT eru 24 og hefur ákvörðun verið tekin um opnun tveggja útibúa fyrirtækisins erlendis nú með sumrinu og er það þriðja fyr- irhugað með haustmánuðum. Fyrsta útibúið verður formlega sett á stofn 1. júní næstkomandi í New York. Tandur hf. og Danól ehf., sem var valið Fyrirtæki ársins í fyrra, hlutu sömu heildarmeðaleinkunn eða 4,55. Fékk Tandur hæstu Selfossi - Skrifstofur Lánasjóðs landbúnaðarins voru formlega opn- aðar á þriðjudag á efri hæð hússins á Austurvegi 10 á Selfossi. Flutn- ingur starfseminnar var samþykkt- ur sem lög frá Alþingi vorið 1999 þar sem kveðið er á um að aðsetur sjóðsins skuli vera á Selfossi. Átta starfsmenn eru á skrifstofu sjóðsins og framkvæmdastjóri er Guðmund- ur Stefánsson. Lánasjóður landbúnaðarins er þjónustustofnun og hefur það hlut- verk að tryggja landbúnaðinum að- gang að lánsfé til fjárfestinga á hag- stæðum kjörum og stuðla að æskilegri þróun atvinnuvegarins. Unnið er að stefnumótun fyrir sjóð- inn og verður áhersla lögð á bætta þjónustu og aukna upplýsingagjöf, m.a. með nýrri heimasíðu sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra opnaði formlega. Slóðin er www.llb.is. Stefnt er að því að ein- falda umsóknarferil lána og stytta afgreiðslutíma. mögulegu einkunn í þremur af sjö þáttum könnunarinnar á meðan Danól hlaut hæstu einkunn í einum þætti hennar. Sjóðurinn veitir lán til jarð- akaupa, landbúnaðarbygginga og framkvæmda í sveitum, bústofns- og vélakaupa og annarrar atvinnu- starfsemi í sveitum. Einnig eru veitt lán til vinnslustöðva fyrir landbún- aðarafurðir. Útlán eru ekki bundin við ákveðnar búgreinar eða lands- Tandur er fjölskyldufyrirtæki og hjá því starfa 16 manns. Fyrirtæk- ið hefur verið í eigu hjónanna Guðmundar Aðalsteinssonar og Steinunnar Aðalsteinsdóttur frá árinu 1985, en í dag reka þau fyrir- tækið ásamt tveimur sonum sínum sem eru efnafræðingar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu á hreinsiefnum og öðrum hreinlætisvörum. Frá upphafi hefur það einbeitt sér að þjónustu við fyrirtæki og stofnanir og meðal viðskiptaaðila Tandurs eru fjölmörg matvælaframleiðslu- fyrirtæki, stóreldhús, veitingastað- ir, skólar og aðrar stofnanir. Regluleg þjónusta fyrirtækisins við matvælaiðnaðinn felst m.a. í eftirliti með þvottakerfum, nám- skeiðum, uppsetningu þrifaáætlana og fjölbreyttri miðlun upplýsinga varðandi hreinlætismál. Þá hefur Tandur allt frá stofnun verið í samstarfi við DiverseyLever Ltd., sem er alþjóðlegt stórfyrirtæki á sviði hreinlætisvara. Áuk þess kaupir fyrirtækið vörur og hráefni frá fjölmörgum öðrum erlendum birgjum. Vöruþróun og framleiðsla er sívaxandi þáttur hjá Tandri og hátt hlutfall þeirra hreinsiefna sem fyrirtækið hefur á boðstólum í dag er eigin framleiðsla. væði. Útlán 1999 námu tæpum 1,7 milljörðum króna og 1,6 milljörðum árið áður. Lengstu lán sjóðsins eru til 40 ára og vextir eru frá 3,3%. Bændur greiða sérstakan skatt, búnaðargjald, sem fjármagnar sjóð- inn, þannig standa bændur sjálfir að því að niðurgreiða vexti lánanna. Siminn tekur stærstu Linux- vél landsins í notkun • SÍMINN hefurtekið í notkun stærstu Linux tölvu sem sett hefur veriö upp hériendis, Hewlett-Packard Netserver LH4. Tölvan var keypt frá Opnum kerfum hf. sem einnig sáu um uppsetningu hennar í samvinnu við tæknimenn Símans. Linux er sérstök tegund af stýrikerfi sem meðal annars er þekkt fyrir stöðugleika, mikla af- kastagetu oggóðar aðgangsstýringar. í fréttatilkynningu segir að tilgangur- inn með uppsetningu tölvunnar hjá Símanum sé að prófa hvernig Linux- kerfið fellur að tölvuumhverfi fyrirtæk- isins og bendi fyrstu niöurstööur próf- ana á reiknigetu tölvunnar til góðar frammistöðu. Opin kerfi hafa veriö að auka viö og bæta þjónustu sína við Linux-notendur hér á landi og býður það viöskiptavin- um heildarlausnir í Linux umhverfinu; ráðgjöf, búnað og þjónustu. -------------------- Samruni Viacom ogCBS Washington. Reuters. AP. • BANDARÍSKA fjarskiptanefndin, Federal Communications Commiss- ion (FCC), hefur samþykkt samruna fjölmiölafyrirtækjanna Viacom og CBS undir merkjum Viacom meö skil- yrðum. Það var upphaflega í septem- ber á síöasta ári sem fyrirtækin til- kynntu um þessar fyrirætlanir. í yfirlýsingu frá Viacom segir að með samruna risanna tveggja verði til stærsti auglýsingamarkaður í fjölmiðlum í heiminum. Fyrirtæki sem fyrir voru innan Viacom eru m.a. MTV, Nickelodeon, Paramount, Block- buster, Showtime, Simon & Schuster, VHl, Infinity Outdoor, Infinity Broa- dcasting og fleiri. Með tilkomu CBS bætast m.a. 38 sjónvarpsstöövar, 162 útvarpsstöðvar, kvikmyndaver og nokkrar kapalstöövar í samsteypuna. Eftir samrunann hefur Viacom 41% markaöshlutdeild á sjónvarpsmark- aði, sem er yfir þeim 35% mörkum sem leyfö eru að hámarki samkvæmt reglum bandarísku fjarskiptanefndar- innar. Viacom verður því að selja ein- hverjar sjónvarpsstöðvartil að verða undir tilskildum mörkum og hefur 12 mánuði til þess. Fjarskiþtanefndin veitti Viacom einnig sex mánaða frest til að selja sjónvarpsstöðvar í Los Angeles, Chicago, Dallas, Baltimore og Sacramento, til aö mæta kröfum um hámarks markaöshlutdeild á ein- stökum markaðssvæðum. Með samrunanum sameinast tveir fjölmiðlarisar, sem skipt var upp fyrir tveimur áratugum, því Viacom var stofnað út frá CBS á áttunda áratugn- um. Lánasjóður landbúnað- arins fluttur á Morgunblaöiö/Siguröur Jónsson Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnar heimasiðu Lánasjóðs land- búnaðarins á skrifstofu hans á Selfossi. Söluaðilar um allt land Söluaðili: Gata/versl: Staðsetn: 66°N versl. Faxaf. 12 Reykjav. Lipurtá Kringlunni Reykjav. Akrasport Skólabr. 28 Akranes Axel Sveinbj. Suðurg.7-9 Akranes Vöruhús KB Egilsgötu 11 Borgarn. Skipaþj. Esso Kirkjutúni 2 Ólafsvík Versl. Hamrar Nesveg 5 Grundarf. Hafnarbúðin Hafnarh. ísafirði á ulla Söluaðili: 66°N versl. Versl.Tákn Vöruh. K.H.B Súnbúðin KÁverslun 66° N versl. Einarsbúð Gata/versl: Glerárg. 32 Garðarsbr. 62 Kaupvangi 6 Hafnarbr. 6 Austurv. 3-5 Vestm.br. 30 Strandg. 49 Staðsetn: Akureyri Húsavík Egilsst. Nesk.sL Selfoss Vestm.eyj. Hafnarf. Sími: 461 3017 464 1340 4701210 477 1133 482 1000 481 3466 555 4106 Sími: 588 6600 581 1840 431 2290 431 1979 430 5536 436 1581 438 6808 456 3245 Harpa kaupir Dropann í Keflavík EIGENDUR Hörpu hf. hafa keypt öll hlutabréf í Kristni Guðmundssyni & Co ehf. í Keflavík sem rekur versl- unina Dropann við Hafnargötu. Kristinn Guðmundsson og fjöl- skylda hafa rekið Dropann í nær 35 ár og námu rekstrartekjur verslun- arinnar á siðasta ári 120 milljónum króna. í fréttatilkynningu kemur fram að Dropinn verður rekinn áfram í sama húsnæði og ekki verða gerðar neinar grundvallarbreytingar á starfseminni. Guðmundur Már Kristinsson, sonur Kristins Guð- mundssonar, hefur verið ráðinn verslunarsfjóri en hann hefur starf- að við reksturinn um árabil. Þá mun Kristinn starfa fyrir verslunina og allt starfsfólkið hefúr verið ráðið hjá nýjum eigendum. Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu hf., segir að kaupin á Dropanum séu í samræmi við stefnu sem félagið hafi markað fyrir einu ári þegar hafinn var rekstur þriggja Hörpuverslana á höfuðborgarsvæð- Helgi Magnússon og Kristinn Guð- mundsson cftir að samningur hafði verið undirritaður. inu. Um sé að ræða sérhæfðar versl- anir með málningu og tengdar vör- ur þar sem áhersla er lögð á þjónustu og ráðgjöf fagmanna við almenning og verktaka. Hjá Drop- anum er breidd í vöruvali talsvert meiri en engu að síður sé sala máln- ingar og stuðningsvara fyrirferðar- mikil þar. Slitolían frá Weleda engu lík, fáðu prufu ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.