Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 25 Enginn öruggur um sæti í bankaráði Morgunblaðið/Kristinn JC á Islandi veitir við- urkenningu fyrir fram- úrskarandi árangur ENGINN af fimm núverandi bankaráðsmönnum Islandsbanka sem gefa kost á sér til setu í bankaráði Islandsbanka-FBA hf. telur sig öruggan um sæti. Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Málningarverksmiðjunnar Hörpu og fulltrúi Lífeyrissjóðsins Framsýnar, segist telja að það sé ekki rétt sem kom fram í Morgun- blaðinu í gær; að baráttan muni verða á milli Orra Vigfússonar og Kristjáns Ragnarssonar eingöngu um sæti í bankaráði íslandsbanka- FBA en átta gefa kost á sér í sjö manna bankaráð bankans. „Það er enginn frambjóðandi öruggur. Það getur verið hlutskipti hvers sem er af þessum átta sem bjóða sig fram til setu í bankaráði Islandsbanka- FBA að ná ekki kjöri.“ Að sögn Helga þá þurfa þeir sem njóta stuðnings stórra hluthafa einnig á stuðningi fjölda annarra hluthafa að halda til að ná kjöri. „Því hefur verið haldið fram að ég sé öruggur vegna þess að hluthafi með rúm 7% styður mig. Það getur reynst mér erfitt ef hluthafar trúa því að þessi 7% nægi. Staðreyndin er sú að væntanlega þurfa menn 11% hlutafjár á bak við sig til að ná kjöri því búast má við gríðarlega mikilli fundarsókn. Ég vona að þessi stutta kosningabarátta fari vel fram. Með þeim hætti einum verða hagsmunir íslandsbanka- FBA og hluthafa best tryggðir," segir Helgi. Erfiðara að átta sig á dreifingu atkvæða i margfeldiskosningu Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-AImennra og fulltrúi Burðaráss og Sjóvár-AImennra, segir að baráttan standi ekki ein- ungis á milli Orra og Kristjáns heldur fleiri aðila. „Ég lít alls ekki svo á að ég sé með örugga kosn- ingu í bankaráðið og leita því eftir stuðningi hluthafa við kosninguna." Að sögn Einars er marfeldis- kosning þannig í eðli sína að erfið- ara er að átta sig á dreifingu at- kvæða og að kosningin geti því farið á ýmsa lund. „Það er hluti af þeim kosninga- áróðri sem nú er í gangi að láta í það skína að ég sé öruggur með kosningu og því geti menn óhikað ráðstafað sínum atkvæðum annað. Þetta er alrangt. Ég vænti þess að hluthafar beri það traust til mín og minna starfa að ég njóti stuðnings þeirra til setu í bankaráði og geti þannig áfram verið virkur þátttakandi í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem á sér stað með samruna Islandsbanka og FBA með hag allra hluthafa, stórra sem smárra, að leiðarljósi," segir Einar. Þarf á öllum atkvæðum að halda Guðmundur H. Garðarsson, full- trúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að hann hafi ákveðið að gefa kost á sér í bankaráð hins nýja banka en framboðin eru fleiri en kjósa skal. „Enginn okkar er ör- uggur um að ná kosningu þannig að ég þarf á öllum þeim atkvæðum að halda sem ég get fengið. í störf- um mínum sem bankaráðsmaður íslandsbanka og í mörg ár sem varaformaður bankaráðs hef ég lagt áherslu á velferð viðskiptavina, trygga og örugga arðsemi hlutafjár og góða afkomu starfsmanna. Ég hef notið almenns stuðnings úr at- vinnulífinu við kosningu til banka- ráðs og á það sérstaklega við fólk úr þjónustu og verslunargreinum. Vegna þátttöku minnar við upp- byggingu Lífeyrissjóðs verslunar- manna hef ég notið óskoraðs trausts þeirra sem að sjóðnum standa en það eitt tryggir ekki kosningu í bankaráð Islands- banka-FBA. Til þess þarf breiðari stuðning. Enginn er öruggur nema hann fái atkvæði og þar með traustsyfirlýsingu hluthafanna," segir Guðmundur. Undanfarin ár hefur verið sjálf- kjörið í bankaráð, en þegar síðast var kosið, 1995, fékk Kristján Ragnarsson flest atkvæði eða 14,64%, Orri Vigfússon 14,14%, Örn Friðriksson 12,82%, Haraldur Sum- arliðason 12,76%, Guðmundur H. Garðarsson 12,68%, Einar Sveins- son 11,56% og Magnús Geirsson 11,37%. Sveinn Valfells náði ekki kjöri með 10,42% atkvæða. JC á Islandi hélt námstefnu í fyrradag og veitti jafnframt við- urkenningu þremur einstakling- um úr íslensku atvinnulífi sem þykja hafa skarað fram úr hver á sínu sviði. Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, hlaut viðurkenningu sem fram- úrskarandi stjórnandi. Skúli Mogensen, forstjóri OZ.com, hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi niarkaðsmaður og Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður OZ.com, sem framúrskarandi frumkvöðull. Á námstefnunni flutti Siiri Odr- ats, framkvæmdastjóri þýska lyfjafyrirtæksins Henkels í Eystrasaltslöndunum og al- þjóðlegur varaforscti JC, erindi sem bar heitið framúrskarandi árangur. Hansína B. Einarsdóttir, stofn- andi og framkvæmdastjóri Skref fyrir skref, fjallaði um leiðtoga framtíðarinnar. Gunnar Jónatansson stjórnaði vinnusmiðju og Jón Sigurðsson, forstjóri Ossurar hf., hélt erindi um fyrirtækið og framtíðarmögu- leika þess. » @00 tækifær Bolir 499 St. s-xi - 989 kr Kjóll St. s-x! 2.495 kr Skyrta St. s-xl 1.495 kr Jakkar St. 10-22 4.995 kr Buxur St 10-22 2.495 kr Meira úrvai - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.