Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Pétur H. Blöndal um frumvarp um afnám skattfríðinda forseta íslands „80-90% líkur á að þetta frumvarp verði samþykkt“ FRUMVARP til laga um afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta íslands var lagt fram á Alþingi í gær. Flutningsmenn þess eru Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Ámi Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði, Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, og Ólafur Örn Haraldsson, Fram- sóknarílokki. Forseti Alþingis hefur ákveðið að setja frumvarpið á dagskrá Aiþingis í dag og segist Pétur H. Blöndal gera sér miklar vonir um að frumvarpið Vinnueftirlitið minnir sveitarfélög á reglur um vinnu barna Bannað að ráða yngri en 13 ára VTNNUEFTIRLIT ríkisins hefur sent bréf til allra sveitarfélaga á landinu þar sem vakin er athygli á því að þeim er óheimilt lögum sam- kvæmt að ráða börn yngri en 13 ára til vinnu í vinnuskólum sínum. Að sögn Sigþrúðar Þorflnnsdóttur, lög- fræðings hjá vinnueftirlitinu, er til- efni bréfsins að spurnir hafa borist af því að víða, einkum úti á landi, sé börnum á þrettánda ári boðin vinna í vinnuskólunum sveitarfélaganna. I bréfi vinnueftirlitsins kemur fram að engin lagaheimild er til að miða við fæðingarár bama í stað fæðingar- dags við ráðningu í vinnu. Reglurnar skipta árganginum upp Reglumar hafa í raun þá þýðingu að ráða má hluta þess árgangs sem lýkur 7. bekk hverju sinni til starfa í vinnuskólunum, þ.e. þá sem orðnir em þrettán ára, en hina má ekki ráða. Sigþrúður segir að fulltrúar nokk- urra sveitarfélaga hafi haft samband við vinnueftirlitið til að fá nánari út- skýringar á reglunum sem gilda um vinnu bama. Hún segist hafa heyrt á fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem samband hafi haft að þeim sé illa við að skipta árganginum upp og ætli því að falla frá því að ráða böm úr hópn- um í vinnu og bjóða jafnvel upp á ein- hvers konar tómstundastarf í stað- inn. verði að lögum. „Ég held að það séu 80-90% líkur á að þetta fmmvarp verði samþykkt," sagði hann. Að sögn Péturs fékkst enginn þingmaður Samfylkingarinnar til að að vera meðal flutningsmanna fmmvarpsins. „Mörgum þeirra var boðið að vera með en þeir vildu það ekki,“ sagði Pétur. í greinargerð frumvarpsins segir að á undanförnum ámm hafi oftsinn- is kviknað umræða í þjóðfélaginu um að óeðlilegt sé að forseti lýðveldisins sé undanþeginn greiðslu skatta og FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, opnar í dag vef helgaðan Landssímadeildinni í knattspymu. Á vefnum er að finna upplýsingar um liðin sem keppa um Islan- dsmeistaratitilinn íknattspymu og leikmenn þeirra. Upplýsingar verða færðar inn jafnharðan og leikir fara fram og því ævinlega hægt að sjá stöðu liða hverju sinni og markaskor. Þá er hægt að kalla fram ýmsar tölfræðilegar upp- lýsingar, s.s. fjölda marka leik- manna og liða, spjöld o.s.frv. opinberra gjalda. f síðustu forseta- kostningum hafi einnig allir forseta- frambjóðendur lýst þvi yfir í sjón- varpsumræðum að þeir væm hlynntir því að skattfrelsi forseta og maka hans yrði afnumið. Heppilegnr tími nú Pétur sagði að ástæða þess að frumvarpið væri lagt fram nú væri sú að nú væri heppilegur tími til að af- nema skattfríðindin þar sem kjör- tímabili forseta væri að ljúka. Skv. lögum er óheimilt að breyta launa- Gestum vefjarins er boðið að skjóta á úrslit leikja, en þeir geta spáð um úrslitin í hverri umferð. GSM-sími frá Landssímanum er í boði í hverri umferð fyrir þá sem spá rétt um flesta leiki umferðar- innar. Einnig geta gestir svarað spum- ingum um ýmis atriði sem ber á góma. í tilefni af opnun vefjarins bregð- ur mbi.is á leik með íslandsmeistur- um síðasta árs, KR, en með því að svara léttum spumingum um liðið kjörum forseta á kjörtímabili hans. Pétur sagði að sumir hefðu gagn- rýnt það hvað frumvarpið kæmi seint fram og því gæfist ekki mikill tími til að ræða efni þess. Hann sagðist ekki telja mikla þörf á löngum umræðum um frumvarpið því málið væri í sjálfu sér mjög einfalt og varðaði það hvort forsetinn ætti að greiða skatta eins og aðrir borgarar landsins eða ekki. „Ég hef engan heyrt, að einum eða tveimur undanskildum, mæla með því að forsetinn sé skattfrjáls," sagði Pétur. geta heppnir unnið nýju KR- búningana og eintök af KR- disknum sem kemur út í næstu viku. Líkt og síðustu sumur verður fylgst með öllum leikjum og lýsing- ar á þeim settar inn jafnharðan og tilefni gefst, auk þess sem beinar útsendingar verða frá leikjum eftir því sem verkast vill. Slóðin að nýja vefnum er www.mbl.is/sport/landssimadeild/ en einnig er hægt að nálgast hann með því að smella á sérstakan hnapp á forsíðu mbl.is. Hæstiréttur Ekki bætur vegria 32 hunda HÆSTIRÉTTUR hefur sýkn- að Reykjavíkurborg af skaða- bótakröfum manns, sem rækt- aði hunda í húsi sínu í Laugardal, en hundarnir voru teknir af honum við húsleit lög- reglu. Maðurinn hafði fengið und- anþágu árið 1988 frá banni við hundahaldi fyrir þrjá hunda í Reykjavík. Hann ræktaði hunda á heimili sínu og var yf- irleitt með fleiri hunda en und- anþágan náði til, að því er fram kemur í dómi Hæstaréttar. Hann sótti þó ekki um sérstakt starfsleyfi fyrir starfsemina. Lögregla og heilbrigðiseftir- lit höfðu oft afskipti af hunda- haldi mannsins og í júlí 1996 var leyfi hans til hundahalds fellt niður vegna vanskila á leyfisgjaldi. Hann sinnti ekki áskorun um að afhenda hunda sína hundaeftirlitsmanni. Lög- regla gerði húsleit hjá honum í september það ár, til að kanna hvort hann héldi hunda ólög- lega. 32 hundar voru á heimil- inu og voru þeir fjarlægðir. Maðurinn taldi töku hundanna ólögmæta og krafðist bóta. Samkomulag ósannað Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að hundarækt- un hefði verið atvinnustarfsemi hans, á þann veg að hún hefði notið verndar 75. gr. stjórnar- skrárinnar, enda hefði hann ekki haft leyfi að lögum til þeirrar starfsemi. Þá taldi rétt- urinn ósannað, að gert hefði verið samkomulag við manninn þess efnis að hann greiddi ein- j ungis leyfisgjald af tveimur til fjórum hundum á ári en hefði heimild til að halda mun fleiri hunda vegna hundaræktunar sinnar. Loks sagði Hæstiréttur óumdeilt, að leyfi mannsins til að halda þrjá eða fjóra hunda hefði verið fallið úr gildi, þegar lögregla fjarlægði hundana af heimili hans. Aðgerðir gagn- vart honum hefðu verið rétt- mætar og samkvæmt lögum. Einn hæstaréttardómari af fimm, Hjörtur Torfason, skilaði séráliti og sagði m.a. að báðum aðilum málsins hefði verið nokkur vorkunn vegna skorts á reglum eða leiðbeiningum um hundahald í atvinnuskyni. Morgunblaðið/Ami Sæberg Vefur um Landssímadeildina o Black Notice Bók Cori® Líkið, sem byijað var að rotna, gaf Dr. Kay Scarpetto engar visbendingar um dánarorsökina. En sérkennilegt húðflúr leiddi rannsóknina til höfuðstöðva Interpool og þaðan gat hún vatið tvær teiðir. Önnur leiðin verndaði feril hennar - hin tá til sannleikans. Mögnuð spennusaga eftir Patridu ComwetL BLACK NOTICE Erlendar bækur daglega 1.080 |kr. John Crisham- The Testament Stephen King- H«rh In Atfantls l vnuindssoii £>J1 1130* Krimjlunm 533 11.30 • H.ifnariifði í>‘j$ 004S Leiðangur til Græn- lands bar ekki árangur LEIÐANGUR fimm björgunar- sveitarmanna úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri til austurstrandar Grænlands bar ekki árangur, en freista átti þess að ná upp líki Hol- lendings sem féll í jökulsprungu í Gunnbjornsfjalli á föstudag í síðustu viku. Ingimar Eydal formaður Björgun- arsveitarinnar Súlna sagði að vel hefði gengið að komast á staðinn, í um 2.000 metra hæð í íjallinu. Sprungan hefði verið þröng efst, en þegar sigið var niður í hana kom í Ijós að hún víkkaði mikið og var hún heljarstór. Leiðangursmenn voru með 50 metra línu meðferðis og sigu eins langt og unnt var ofan í sprunguna. Talið var að maðurinn væri á 10 til 15 metra dýpi í sprungunni, en sigið var mun neðar en það. Fundu skíðastaf „Þeir fundu einn skíðastaf ofan í sprungunni, en annað sáu þeir ekki. Þeir fóru eins langt niður og hægt var en sáu ekki til botns, sagði Ingi- mar. Hann sagði að líklegast væri að maðurinn hefði fallið þessa 10 til 15 metra ofan í sprunguna í fyrstu, en síðar hefði hann fallið lengra, jafnvel alla leið niður. „Það má vera að hægt sé að kom- ast alla leið niður í sprunguna, en til þess þarf stórvirk tæki og árangur af slíkri ferð er heldur ekki tryggur," sagði Ingimar. Fimmmenningamir sem þátt tóku í leiðangrinum héldu niður af fjallinu og í aðalbúðir hóps fjallgöngumanna sem dvalið hafa á Grænlandi við fjall- göngur síðustu daga. Hollendingur- inn sem leitað var að var úr þeirn hópi. Leiðangursmenn tjölduðu við búðimar í fyrrinótt og var ætlunin að fljúga með skíðavél Flugfélags ís- lands til Akureyrar síðdegis í g®r eða gærkvöld, en vélin var upptekin við ákveðin verkefni og óvíst hvenær hægt yrði að leggja af stað heimleið- is. Að sögn Ingimars mun trygginga- félag ferðaskrifstofunnar sem skipu- lagði ferðina til Grænlands greiða kostnað við leiðangur Akureyring- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.