Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rætt um frumvarp um varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna á Alþingi Breytingartillögu ætl- að að skapa svigrúm til frekari viðræðna HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi afar ólíklegt að frum- varp, sem nú er til lokaafgreiðslu á Alþingi, um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Islands og Bandaríkjanna, muni hafa áhrif á viðræður um bókun við varnar- samstarfíð sem hefjast síðar á þessu ári milli ríkjanna tveggja. Itrekaði Halldór að þetta frumvarp og væntanlegar viðræður um bókun um varnarsamstarf landanna væru í raun óskyid mál þó að ýmsir hefðu blandað þeim saman. Halldór sagði að hér væri verið að setja löggjöf á grundvelli þeirra samningsskuldbindinga sem þegar væru fyrir hendi. Hins vegar hefði verið ákveðið, með breytingartil- lögu sem lögð var fram á miðviku- dagskvöld við frumvarpið, að skapa svigrúm til að ræða tiltekinn þátt varnarsamningsins, þ.e. sjóflutn- inga fyrir varnarliðið, á næstu mán- uðum. Um þær viðræður væru þjóð- irnar sammála sem hlyti að benda til þess að þjóðirnar væru tilbúnar að halda samstarfi sínu áfram. Sama breytingartillaga felld við aðra umræðu ,pUlt þetta mál er orðið hið versta klúður, og hefur raunar verið það frá upphafi," sagði Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylk- ingar, við umræðuna í gær. Sagði Sighvatur málatilbúnað stjórnvalda varla vera gæfulegt upphaf við- ræðna við Bandaríkjamenn um bók- un við varnarsamninginn. Sighvatur rifjaði upp að við aðra umræðu um frumvarpið hefði Sam- fylkingin lagt fram breytingartil- lögu um að veittur yrði eins árs að- lögunartími en því hefði verið hafnað í utanríkismálanefnd, og síð- an í atkvæðagreiðslu í þinginu. Nú ALÞINGI kæmi hins vegar nákvæmlega sama tillaga frá utanríkisráðherra, að öðru leyti en því að þar væri miðað við frestun gildistöku ákvæða til 1. maí 2001 en ekki 1. janúar. Sighvatur sagði að verið væri að taka mikla áhættu í máli sem skipti hagsmuni íslendinga nánast engu máli, þar eð skipaflutningamir sem um ræðir væru aðeins upp á um 130 milljónir kr. á ári. „Eg held að hyggilegast hefði núverið við þessar aðstæður að lofa þessu máli að liggja," sagði hann. Bætti hann við að Samfylkingin myndi ekki hafa nein afskipti af þessu máli, að öðru leyti en því að hún myndi styðja breytingartillögu sem Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, hefur lagt fram. Felur tillaga Guðmundar í sér að sett verði sambærilegt ákvæði í lög- in og eru í bandaríska hluta samn- ingsins um sjóflutninga, en þar er gerð krafa um að flutningsaðilinn sigli undir bandarískum fána og hafí bandaríska áhöfn. Guðmundur kvaðst telja eðlilegt að jafnræði væri tryggt milli ríkj- anna og að sömu reglur gildi um þessa hluti hjá íslendingum og Bandaríkjamönnum. Fannst honum undarlegt að fulltrúar utanríkisráð- uneytisins skyldu vera að beita sér gegn þessu ákvæði. „Hvaða öfl eru það sem vilja ekki þetta ákvæði inn i samninginn?" spurði Guðmundur. „Ef að það væri inni í samningnum í dag þá væri Atlantsskip ekkert með hollenskt skip, hollenska áhöfn og pólska að flytja íslenska hluta sjó- flutninganna fyrir Bandaríkjaher." Sagði Guðmundur eðlilegt að þessu ákvæði væri bætt inn í lögin enda hefðu íslensk stjórnvöld og Eimskipafélagið byggt rök sín í þessu máli á því að nauðsynlegt væri að íslendingar sæju um ís- lenska hluta flutninganna. Sverrir Hermannsson leggur fram frávísunartillögu Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, kvaðst gera öll orð Sighvats Björgvinssonar að sínum í þessu máli sem orðið væri mikið ólíkindaklúður. Stjórnvöld hygðust hunsa dóma sem fallið hefðu í Bandaríkjunum og breyta einfaldlega íslenskum lögum til að ná sínu fram. „Þessi málatilbúnaður er Alþingi til vansæmdar,“ sagði Sverrir. Kvaðst hann í framhaldi leyfa sér með vísan í þingsköp að flytja frávísunartillögu svo þing- menn þyrftu ekki að taka efnislega afstöðu til málsins. Ögmundur Jónasson, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, sagðist vitaskuld ekki hlynntur þessu frumvarpi enda vildi hann að Island gengi úr Atlantshafsbanda- laginu (NATO) og að samið yrði um brottför varnarliðsins. Hann væri hins vegar hlynntur breytingartil- lögu Guðmundar Hallvarðssonar. Lýsti Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda ílokknum, einnig yfir stuðningi við breytingartillögu Guð- mundar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, rifjaði hins vegar í Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ræðustdl á Alþingi. ræðu sinni upp orðtækið um að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. „Og ég hygg að þetta orðtæki myndi nú rækilega sannast í þessu máli,“ sagði Steingrímur, „ef deilurnar út af þessum smámunum, mér liggur við að segja tittlingaskít, sem hér hafa orðið tilefni stóratburða, yrðu til þess að bandaríski herinn færi úr landi. En svo gæti nú kannski farið að við sæjum hér upphaf þeirra at- burða í samskiptum íslands og Bandaríkjanna sem leiddu til slíkra hluta.“ Steingrímur sagði ekki mikla reisn yfir málinu. Augljóst væri að rót þess væri að finna í þeirri stað- reynd að þeir aðilar, sem nú hefðu flutningana með höndum, væru ekki þóknanlegir stjórnvöldum. Sagðist hann ekki ætla að blanda sér í af- greiðslu þessa máls, þeir yrðu að bera ábyrgð á því sem að því stæðu. Tillaga Guðmundar sýndarmennska Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tók aftur til máls við lok umræðunnar í gær og neitaði því að verið væri að ganga fram fyrir skjöldu fyrir tiltekin fyrirtæki í þessu máli. Um Atlantsskip hafði Halldór það að segja að það hefði verið skoðun íslenskra stjómvalda á sínum tíma að Atlantsskip væri í reynd ekki íslenskt fyrirtæki. Hvort breytingar hefðu nú orðið á þessu myndi hann ekki leggja neinn dóm á og kvaðst hann vænta þess að fyrir- tækið gæti gert allar þær ráðstafan- ir sem til þyrfti til þess að uppfylla skilyrði þar um. Um breytingartillögu Guðmund- ar Hallvarðssonar sagði Halldór að óeðlilegt væri að setja sérlög um skip sem svo vildi til að hefðu innan- borðs varning frá varnarliðinu, og gat hann sér þess til að yrðu tillög- urnar samþykktar myndi það ein- ungis leiða til þess að ekkert ís- lenskt skipafélag gæti boðið í flutningana sem um ræddi. „Með því er ég ekki að segja að það sé ekki rétt að taka á þessu máli með almennum hætti. En að taka á þessu máli að því er varðar nokkra pakka eða gáma til og frá Banda- ríkjunum finnst mér vera hrein sýndarmennska," sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Óljóst er hvaða lagarammi verður settur um verktöku fyrir varnarliðið Samkomulag um að ræða áfram um ágreiningsmálin Bandarísk stjórnvöld féllust síðdegis á mið- ✓ vikudag á tillögu Islands um skipan nefndar til að ræða frekar um verktöku fyrir varnar- liðið. í framhaldi af því lagði utanríkis- ráðherra fram breytingartillögu við frum- varp um varnarsamstarfíð sem frestar gildistöku kaflans um verktöku í eitt ár. SÚ breytingartillaga við frumvarp um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi íslands og Banda- ríkjanna, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mælti fyrir í gær, þýðir að þjóðimar hafa orðið sam- mála um að gefa sér lengri tíma til að ræða ágreining um verktöku fyrir varnarliðið. ítarlegar viðræður fóru fram milli íslenskra og bandarískra stjómvalda í Washington sem stóðu með hléum frá 26. apríl til 10. maí þar sem fjallað var um óánægju Bandaríkjamanna með frumvarpið. Snemma í viðræð- unum lagði íslenska sendinefndin til að skipuð yrði nefnd háttsettra emb- ættismanna til að ræða um verktöku fyrir vamarliðið og fleiri mál sem varða samstarf þjóðanna í varnar- málum. í byrjun þessarar viku von- uðust íslensk stjómvöld eftir svari frá bandarískum stjómvöldum þar sem a.m.k. yrði fallist á þessa tillögu, en flestum í utanríkisráðuneytinu var Ijóst að ólíklegt væri að Bandaríkja- menn myndu fallast á að koma til móts við sjónarmið Islands í aðal- ágreiningsmálinu, þ.e. sjóflutningum fyrir vai-narliðið. Islensk stjómvöld stóðu í þeirri trú að svar myndi ber- ast sl. mánudag. Það gekk ekki eftir og þótt gefið hefði verið í skyn að svar kæmi á þriðjudag gekk það heldur ekki eftir. Það var svo ekki fyrr en á miðvikudag sem svar barst frá bandarískum stjómvöldum um að þau féllust á skipan nefndarinnar. Einhveijar umræður höfðu átt sér stað um að stjómvöld í löndunum gæfu sameiginlega út yfirlýsingu um viðræður þjóðanna og þann ágrein- ing sem verið hefur um frumvarpið, en niðurstaðan var að gera það ekki. Óleystur ágreiningur Það er því Ijóst að stjómvöldum í löndunum hefur ekki tekist að leysa ágreininginn um fyrirkomulag verk- töku fyrir vamarliðið í Keflavík. Ut- anríkisráðuneytið telur þó alls ekki að viðræðumar hafi verið árangurs- lausar. íslendingar skilji betur af- stöðu Bandaríkjamanna og vonandi skilji Bandaríkjamenn einnig betur afstöðu íslendinga. Einnig er ljóst að lagður hefur verið gmnnur að við- ræðum sem hefjast síðar á árinu um framkvæmd vamarsamstarfsins. Eftir er að skilgreina betur verk- efni nefndarinnar og ekki er Ijóst hvernig hún verður skipuð. Nefndin mun ræða um verktöku fyrir vamar- liðið, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort verkefni hennar verður að fjalla um endurskoðun bók- unar um framkvæmd vamarsam- starfsins. Hvorag þjóðin hefur form- lega óskað eftir slíkri endurskoðun, en reiknað er með að Bandaríkja- menn óski eftir henni. Islensk stjóm- völd ætla ekki að gera það. Samningurinn við Atlantsskip framlengdur Guðmundur Kjæmested, fram- kvæmdastjóri Transatlantic Lines og annar stærsti eigandi Atlantsskips, sagði í gær í samtali við Morgunblað- ið að breytingartillaga utanríkisráð- herra kæmi sér ekki á óvart. Hann vildi að öðra leyti ekkert tjá sig um framvarpið, enda væri það á valdi Al- þingis að taka ákvörðun um meðferð þess. Guðmundur sagðist hins vegar ekki reikna með öðra en að Atlants- skip myndi sinna flutningum fyrir vamarliðið næstu fjögur árin. Flutningadeild bandaríska hersins hefur að undanfomu undirbúið fram- lengingu á samningnum við Atlants- skip, en upphaflegur samningur við fyrirtækið kveður á um samning til tveggja ára með möguleika á árlegri framlengingu í þrjú ár. Síðdegis í gær fékk Atlantsskip og Transatlantic Lines í hendur bréf írá flutningadeild hersins þess efnis að ákveðið hefði verið að framlengja samningana við fyrirtækin um eitt ár. Bréfið er sent daginn eftir að utanríkisráðherra ákveður að fresta gildistöku ákvæða framvarpsins um verktöku. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þó vilji flutningadeildar hersins til að framlengja samningana legið fyrir í alllangan tíma. Morgunblaðið hefur undir höndum bréf dagsett 17. apríl þar sem kemur fram sá skýri vilji embættismanns, sem hefur með málið að gera fyrir hönd flutninga- deildarinnar, að rétt sé að framlengja samninginn. í bréfinu skorar hann á aðrar stofnanir í Bandaríkjunum, sem hafa með málið að gera, að standa saman um óbreytta stefnu í málinu jafnvel þó að það komi til með að valda óánægju hjá einhveijum við- skiptavinum. Þar er hann að vísa til kvartana sem flutningadeildinni hafi borist vegna þjónustu Atlantsskips. Guðmundur sagðist kannast við að athugasemdir hefðu verið gerðar við þjónustu félagsins, fyrst og fremst frá einum aðila sem allt frá upphafí hefði verið óánægður með að Atlants- skip en ekki Eimskip hefði séð um flutningana. Atlantsskip legði metn- að sinn í að halda uppi góðri þjónustu við viðskiptavini sína og væri staðráð- ið í að standa sig. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi eðlilegt að flutningar fyrh’ vamarliðið yrðu boðnir út á þessu ári þó svo að ákvæði í lögunum um verk- töku yrði breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.