Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 43 Lg-a í veo:aáætlun áranna 2000 til 2004 • • / Ogl O g ileiðir Heimild: Samgönguráðuneytið Er búist við að verkinu geti lokið árið 2006 og að því verði skipt í þrjá áfanga. Gert er ráð fyrir að viðbótarakreinarnar verði austan og sunnan núverandi vegar. Af framkvæmdum við gatnamót á höfuðborgarsvæðinu má nefna að viðbótarfé verður sett árin 2003 og 2004 í gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut og Breiðholts- braut, á mótum Víkurvegar og Vesturlandsvegar svo og Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Þá er að hefjast undirbúningur vegna fyrirhugaðrar Sundabraut- ar, m.a. umhverfismat. Samgöngu- ráðherra segir ráðgert að árið 2002 liggi fyrir hvaða leið brautinni verði valin og verður 50 milljónum varið til undirbúnings árin 2003 og 2004. Fyrsti áfangi er yfir Kleppsvík og er áætlað að hann kosti allt að fimm milljörðum króna. Er gert ráð fyrir að fjár til Sundabrautar verði aflað við endur- skoðun vegaáætlunar eftir tvö ár. Vestfirðir og Snæfellsnes Önnur sérstök verkefni eru 200 milij- óna króna framlög árin 2003 og 2004 til breikkunar á hringveginum gegnum Mosfellsbæ, 100 milljónir árlega 2002- 2004 vegna framkvæmda við Kolgrafar- fjörð en gert er ráð fyrir að leggja veg yfir fjörðinn utarlega sem styttir vega- lengdir milli byggða á Snæfellsnesi verulega og til stórverkefna á Vest- fjörðum fara 200 milljónir árin 2003 og 2004 til að flýta fyrir uppbyggingu og lagningu bundins slitlags. Sturla Böðvarsson vakti athygli á nýjum lið sem nefndur er jaðarbyggðir og ferðamannaleiðir sem verja á til 300 milljónum króna á ári frá árinu 2002. Sagði hann það í framhaldi af samþykkt byggðaáætlunar á Alþingi vorið 1999. Væri gert ráð fyrir vegaframkvæmdum innan jaðarsvæða, veikustu atvinnu- svæðanna. Tvennt er sérstaklega til- greint en það er nýr vegar að Dettifossi og betri vegur um Uxahryggi. Fara samtals 90 milljónir á ári í þessar tvær vegabætur og til viðbótar verða settar 35 milljónir á ári í ýmsar framkvæmdir við tengivegi í landsbyggðakjördæmun- um sex og samanlagt gerir þetta 300 milljónir á ári í þrjú ár. Bensíngjald og þungaskattur aðaltekjustofnar Á þessu ári er ráðgert að verja 9,8 milljörðum króna til vegamála, tæpum 12 milljörðum á næsta ári og síðan rúm- lega 13 milljörðum á ári næstu þrjú ár þar á eftir. Markaðar tekjur til vega- mála eru einkum bensíngjald og þunga- skattur og fást 9,6 milljarðar af þessum tekjustofnum á þessu ári en 10,2 til 10,6 milljarðar árlega næstu fjögur árin. Þessum tekjum til viðbótar kemur ann- að framlag úr ríkissjóði og sérstök fjár- öflun sem verður fengin með sölu ríkis- eigna og lánsfé. Eiga að fást 324 milljónir króna í ár, 750 milljónir á næsta ári og síðan 2,3 til 2,8 milljarðar króna árlega næstu þrjú ár þar á eftir. Stærstu liðir eru viðhald og stofn- kostnaður vega. Til viðhalds renna 3,8 milljarðar í ár og 4,2 til 4,5 milljarðar á ári næstu fjögur ár. Til nýframkvæmda af öllu tagi fara tæpir fimm milljarðar í ár, 6,7 á næsta ári, 7,7 árið 2002, 7,8 ár- ið 2003 og 7,6 árið 2004. Þá eru greidd- ar um 100 milljónir króna á ári í styrki til sérleyfishafa og styrkir til ferja eru kringum 500 milljónir á ári á tímabilinu. Morgunblaðið/Ásdís lierra kynnir vegaáætlun 2000-2004. um. Þetta tengist öllum þáttum því hér er um almenna vegi að ræða, orkuvegi sem eru nýmæli í vega- málum, ferðamannaleiðir og jarð- göng.“ Á fundinum voru einnig nokkrir fulltrúar samgöngunefndar og sagði Jún Kristjánsson, sem einnig er formaður fjárlaganefndar, að mikilvægt væri að setja ekki tekjur af sölu ríkisjarða í rekstur, fjár- magn sem losnaði með sölu eigna ætti annaðhvort að nýta til að lækka skuldir rfkissjöðs eða í nýja fjárfestingu. Unnt að stækka áfanga Samgönguráðherra sagði hug- myndina að bjöða út störa áfanga í vegaframkvæmdum og þar væri einkum um að ræða jarðgöngin og Helgi Hallgrímsson vegamálastjöri benti á að með viðbótarfjármagninu væri nú unnt að stækka áfanga. Sagði vegamálastjóri æskilegt að hafa mörg og fjölbreytt úrval verka í útboði hverju sinni, hér væru margir og fjölbreytilegir verktakar að starfi. Hann vakti einnig athygli á þeirri þróun að undirbúningur vegaframkvæmda tæki sífellt lengri tíma. „Það líður sífellt lengri tími frá því ákvörðun og þar til fram- kvæmd getur hafist, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stundum þarf að bíða eftir ákvörð- unum varðandi skipulagsmál," sagði vegamálastjóri og fannst hon- um þessi þróun vera vaxandi áhyggjuefni vegagerðarmanna. Morgunblaðið/Einar Falur Ingþór Bjarnason og Una Björk Omarsdóttir fóru í gegnum vistir Ingþórs og Haralds í gær. Þau pökkuðu þvf sem á að fara aftur heim og stefna að því að hafa allt tilbúið til brottfarar þegar komið verður með Harald af ísnum. « Vont veðurútlit á pólnum gæti tafíð heimför Haraldar Er búinn undir nokkurra daga bið úti á ísnum VEÐURÚTLIT er slæmt á norður- pólnum og óvíst hvort hægt verður að sækja Harald Öm Ólafsson út á heimskautaísinn næstu daga. Hann hafði rekið 10 km til baka frá pólnum um kaffíleytið í gær. Hann ákvað þá að pakka saman bún- aði sfnum, gera sér lítið fýrir og ganga aftur á norðurpólinn í gær- kvöldi sér til skemmtunar. Hugðist Haraldur siðan láta vita af sér um miðnættið. Til stóð að sækja hann í dag, föstudag, en útlit er fyrir að þær áætlanir breytist vegna veðurs. Hallur Hallsson og Skúli Björnsson í bakvarðasveit leiðangursins fund- uðu með framkvæmdastjóra kanad- íska flugfélagsins First Air í Resol- ute Bay í gær og kom þá fram að flugið gæti tafist um þrjá til fjóra daga. Sáttur við tafir á flugi Að sögn Unu Bjarkar Ómarsdótt- ur, unnustu Haraldar, var hann vel sáttur við fregnir um fyrirsjáanleg- ar tafir á fluginu enda alltaf við slíku að búast þar um slóðir. Una Björk sagði í samtali við Morgun- blaðið að íslendingamir í Resolute biðu í viðbragðsstöðu eftir nýjum veðurupplýsingum og allt eins mætti búast við tilkynningu um brottför á pólinn hvenær sem væri. Þegar Morgunblaðið hringdi í Iridium-gervihnattasíma Haraldar, sem haldist hefur í sambandi allan leiðangurinn þrátt fyrir yfirvofandi lokun fyrirtækisins, sagðist hann vera þakklátur nú í lciðangurslok fyrir sfmasambandið og beindi þakklæti sfnu einkum til Radi'ómið- unar ehf., umboðsaðila Iridium á ís- landi, sem lagði leiðangrinum til símann og stendur straum af sím- talskostnaði leiðangursins. Haraldur sagðist hafa miklar vist- ir úti á i'snum og vera undir það búinn að bíða í nokkra daga eftir flugvélinni. Hann hvfldi sig vel í tjaldi sínu að loknum 32 ti'ma enda- spretti á miðvikudagskvöld og sagð- ist hafa sofið vel aðfaranótt fimmtu- dags, borðað vel af nesti sínu og teygt á lúnum limum. Var mjög þreyttur eftir 32 tíma á ski'ðunum „Ferðin rann f gegnum hugann í gær [miðvikudag] þegar ég kom í tjaldið," segir Haraldur. „Eg var mjög þreyttur eftir að hafa verið 32 tíma á ski'ðunum og varð svolítið klökkur þegar ég uppgötvaði að ég væri kominn á leiðarenda. Það var rekið upp siguróp af mikilli innlifun að hætti fjallamanna og það var kannski á þeirri stundu sem maður var hvað mest einmana, að hafa eng- an til að fagna með sér og taka undir ópin og öskrin,“ segir Haraldur létt- ur í bragði þegar hann rifjar upp ferðalokin. „Þetta var gríðarlega góð stund en það var þó ekki mikið um frekari hátíðlegar athafnir að ræða enda þurfti ég hvflast." Þegar Haraldur rifjar upp ferðina segir hann að henni megi skipta í þrennt en upp úr þó standi tilhugs- unin um alla þá andlegu og lík- amlegu orku sem fór í að seiglast yf- ir ísinn á 60 dögum. „Fyrstu kaflaskiptin urðu þegar Ingþór sneri við,“ segir Haraldur. „í milli- kafla ferðarinnar, sem þá tók við var ég síðan að kljást við aðstæður einn og átti mjög langt eftir á pól- inn. Þriðji og síðasti kafli ferðarinn- ar hófst síðan eftir birgðasending- una. Hver kafli ferðarinnar hefur sín einkenni og það sem eftir- minnilegast er úr fyrsta kafla ferð- arinnar er sá gríðarmikil kuldi sem við var að eiga. Kuldinn var okkur mjög erfiður og maður þurfti að beita allri sinni reynslu og hugar- einbeitingu við að halda á sér hita. Maður þurfti stöðugt að passa sig og baráttan var mjög erfið. Það var líka eftirminnilegt þegar ég afréð að halda áfam ferðinni einn míns liðs. Sú ákvörðun var gríðar- lega mikil og gjörbreytti allri stöð- unni, sem kom upp mjög óvænt. Það sem á eftir kom var stöðug vinna við að koma sér í gegnum mikla íshryggi og vakir. Þeir eru , eftirminnilegir dagarnir sem ég kom að stórum vökum og maður hugsaði með sér að maður kæmist aldrei yfir og si'ðan hvað léttirinn var mikill þegar fær leið fannst að lokum. í gær [miðvikudag] þegar ég gat loksins slappað af fann ég fyrir ákveðnu spennufalli og fór að hugsa um alla þá orku sem ég hafði sett í ferðina." I fámennum hópi pólfara Ljóst er að Haraldur er í mjög fá- mennum hópi manna sem annars vegar hafa gengið bæði á suður- og norðurpól og hins vegar gengið einsamlir á norðurpólinn. Eftir því' sem næst verður komist hafa um fimm pólfarar komist einsamlir á norðurpólinn með eða án stuðnings síðan 1978. í grein Haralds sjálfs, sem birtist f sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 27. febrúar sl. kemur fram að fyrsti pólfarinn sem fór einsamall á norðurpólinn var Japan- inn Naomi Uemora árið 1978 sem fékk birgðir sendar reglulega með flugvél. Auk Haralds fór Svfinn Ola Skinnarmo einsamall á norðurpól- inn nú í vor eftir að félagi hans varð að snúa við vegna kals. Þá er ^ ónefndur Norðmaðurinn Borge Ousland sem fyrstur fór einsamall á norðurpólinn algjörlega án stuðn- ings árið 1994 og einn Frakki árið 1986 með stuðningi. Ekki er víst að fleiri en tíu manns í heiminum hafi gengið á báða pólana en í þeim hópi eru Haraldur, Borge Ousland, Erling Kagge og fleiri. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.