Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNIR SIG URÞÓRSSON + Reynir Sigur- þórsson fæddist í Reyly'avík 28. febr- úar 1930. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 27. aprfl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 5. maí. Ég man það enn þegar mamma kom til mín og sagðist vera að flytja til Egilsstaða og ætla að fara að búa með þér. Eigingirnin sagði nei, en skynsem- in sagði auðvitað: Af hverju ætti mamma ekki líka að fá að vera ham- ingjusöm? Við systkinin hlógum oft að eilíf- um ferðalögum ykkar upp á hálend- ið. Var einhver kimi látinn ósnort- inn? Tommi bróðir sagði einhvern tíma að það væri ekki hægt að ná sambandi við mömmu því fugla- söngurinn og lækjarniðurinn í eyr- unum á henni hefði tekið öll völd. Það leið ekki langur tími þar til ég heimsótti ykkur í fyrsta skiptið. Viðtök- urnar og notalegheit- in, sem alltaf ein- kenndi heimili ykkar, voru með þeim hætti að ég og ört stækkandi fjölskylda mín urðum tíðir gestir hjá ykkur. Það skipti engu máli hvenær við tilkynntum komu okkar, þú varst alltaf boðinn og búinn, lána bílinn, skipu- leggja ferðir, sinna barnabörnunum, allt var sjálfsagt og ekkert eftir sér talið. Hver heimsókn var ævintýri og tilhlökkunin til næstu alltaf sú sama. Sem betur fór gafst okkur líka tækifæri til þess að hitta ykkur mömmu í hinum ýmsu heimshorn- um. Ég kynntist ekki Jórdaníu fyrr en þú komst í heimsókn, þó svo að ég hafi verið búsett þar í þrjú ár þegar þið komuð í fyrstu heimsókn- ina. Þú varst sko búinn að skipu- leggja allt í þaula og kynna þér staðhætti. Þetta var yndislegur tími sem mun lifa í minningunni. Þú varst umfram allt hjálpsamur, traustur, ákveðinn en viðkvæmur. Hið hrjúfa viðmót og harkan sem birtist annað slagið var bara til þess að fyrirbyggja það að við héld- um að þú værir einhver kerling. Nei ekki þú. Ekkert fjall, engir vegir voru þér ófærir og flesta fórstu óstuddur. Við sem þótti vænt um þig stóðum oft neðst í brekk- unni og hneyksluðumst á upp- átækjunum í þér, hjartveikum manninum, en fylgdum síðan í fót- spor þín. Kallið kom snöggt. Minningar og handtökin þín í kringum okkur munu hlýja okkur um hjartaræt- urnar í framtíðinni og vonandi minnkar söknuðurinn. Elsku mamma, þú ert aftur orðin ein. Ekki gleyma því að þú átt marga að í kringum þig sem munu létta þér sporin og hjálpa þér við að draga úr sársaukanum. Far í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Birna. Kæri afi, nú ert þú búinn að kveðja okkur og kominn á hinn óþekkta stað þar sem við öll förum einhvern tíma. Ég vona að þér líði vel þar og ég veit að vel verður tek- ið á móti þér. Þú fluttir í bæinn til okkar fyrir tveimur árum, því að þú varst veik- ur. Okkur fannst huggun að hafa þig og ömmu nálægt, svo að við gætum hjálpað ykkur ef með þyrfti. Þó að þú hafir verið með veikt hjarta þá hægðirðu aldrei á þér, þú varst alltaf á fullu og vildir aldrei að neinn hjálpaði þér. Ég á í engum erfiðleikum með að minnast þín en hvar á að byrja? Manstu þegar ég mamma, pabbi og systur mínar komum til þín og ömmu í sumarbústað rétt hjá Höfn í Hornafirði? Daginn sem við kom- um beiðst þú eftir okkur úti og tókst á móti okkur með bros á vör þótt veðrið hafi verið leiðinlegt. Þið höfðuð komið með Lady og nýfædd- an hvolpinn hennar hann Prince. Seinna fórum við öll upp á Vatna- jökul. Þar leigðum við okkur vél- sleða og ég var með þér á sleða. Eftir að við vorum búin að fara nokkra túra á sleðunum fórum við inn í skálann og fegum okkur heitt kakó og vöfflur. Að dvöl lokinni átti ég að fá að fara með ykkur heim til Egilsstaða. Þú keyrðir Fjallabaksleið því hún var næstum því ófær. Það sem mér fannst skemmtilegast við að vera með þér í bíl var að þú varst alltaf svo fjörugur og hættir aldrei að tala um allt á milli himins og jarðar. Þú vissir svo margt um landið en gerð- ir líka grín að næstum því öllu. Ég mun aldrei gleyma litlu jólastjörn- unni í herberginu okkar sem logaði eftir að ljósin höfðu verið slökkt og þú og amma kysst okkur góða nótt. Afi, það var alltaf svo æðislegt að vera nálægt þér, þú farst fullur fjöri og gleði. Það er varla hægt að segja annað en að þú hafir lifað líf- inu út í ystu æsar, þú varst engum líkur. Mig langar að kveðja þig með orðum skáldsins: Hvað eru tár? Innra manns talandi tunga Tæmandi hjartnanna þunga, Það eru tár. Saknaðartár, afleiðslulind vorra harma, logandi falla um hvarma, saknaðartár. Elsku amma, ég veit að þetta eru erfiðir tímar fyrir þig en ég vil að þú vitir að þú átt svo marga að sem vilja hugga þig og hjálpa á þessum tíma. Megi guð veita okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn, Ægir Amin. GRÉTAR DALHOFF MAGNÚSSON + Grétar Dalhoff Magnússon fæddist _ í Vetleifs- holti, Ásahreppi í Rangárvallasýslu 1. núvember 1930. Hann lést á hjúkrun- N arheimilinu Eir í Grafarvogi 26. aprfl síðastliðinn og fér útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. maí. Grétar Dalhoff Magnússon var tíður gestur í félagsmiðstöð Blindrafé- lagsins í Hamrahlíð 17 frá því að hann gerðist félagsmaður á fyrri- hluta áttunda áratugarins. Hann missti ungur sjónina, en lét það ekki aftra sér frá því að ferðast um og bjarga sér í daglegu lífi. Hann ferðaðist um með hvíta stafinn og notaði strætisvagnana talsvert. J Sjálfsbjargarviðleitni hans var ein- stök og menn furðuðu sig oft á því hversu djarfur hann var á ferðum sínum í hraðri umferð borgarinnar. Hann fékk ekki hvíta stafinn í hendur fyrr en hann gerðist félags- maður Blindrafélagsins en áður en það varð hafði hann verið blindur í tæp níu ár og þau ár ferðaðist hann um borgina staflaus. Hann lifði alltaf samkvæmt orðunum „Kemst þótt hægt fari“ og það voru lika orð að sönnu. Grétari fylgdi ávallt góður andi og menn vissu ætíð ef hann var á ferð, því þá spilaði hann nær undantekn- ingalaust á gamla stofuorgelið, sem stað- sett er miðsvæðis í húsi Blindrafélagsins. Tónlistin átti stóran sess í lífi hans. Hann fékk undirstöðutilsögn í orgelleik sem ungl- ingur, en að öðru leyti var hann sjálfmenntaður í þeim fræðum. Þau eru fá kirkjuorgel landsins, sem hann hefur ekki leik- ið á. Hann fór gjarnan í ferðalög á vegum Blindrafélagsins og þegar stoppað var til að skoða kirkjur notaði hann ætíð tækifærið og lék fyrir ferðafólkið á orgelið. Hann gekk til liðs við Góðtempl- araregluna á sjötta áratugnum og var virkur félagsmaður innan hennar í rúm 40 ár. I mörg ár stóð hann fyrir því að góðtemplarar buðu félagsmönnum Blindrafélags- ins í heimsókn einu sinni á ári. Þá var gjarnan sungið, flutt erindi, ýmis skemmtiatriði voru í boði og að lokum voru kaffiveitingar. Grétar var félagslyndur, sér- staklega hin síðari ár. Hann tók virkan þátt í öllu félagslífi Blindra- félagsins og til margra ára var það fastur liður að hann léki á orgel fé- lagsins á jólatrésskemmtunum. Grétar var fróður vel um hin fjölbreyttustu málefni og miðlaði gjarnan af þeim brunni. Hann hafði BA-próf í þýsku og ensku og sú menntun kom honum að góðu gagni við störf hjá Seðlabanka Is- lands. Hann var í góðu sambandi við marga félagsmenn Blindrafé- lagsins og ræddi þá oft um málefni blindra og sjónskertra, sem voru honum afar hugleikin. Hann fylgd- ist vel með málefnum hópsins og hafði góðar hugmyndir þar um. Hann sýndi Blindrafélaginu ávallt mikinn hlýhug og velvilja í hví- vetna. Grétar sótti sumarbúðir þjóðkirkjunnar að Vestmannsvatni í Aðaldal í hópi félagsmanna Blindrafélagsins. Þar nutu tónlist- arhæfileikar hans sín vel á kvöld- vökum. Hann var sæmdur viður- kenningu fyrir tveggja áratuga þátttöku í sumarbúðunum fyrir nokkrum árum. Grétars verður sárt saknað og skarð er höggvið í vinahópinn. Eft- ir að heilsu hans fór að hraka fækkaði ferðum hans í Hamrahlíð- ina og um leið þeim stundum sem menn heyrðu leikið á gamla orgel- ið. Guð blessi minningu Grétars Dalhoff. Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Ragnar R. Magnússon og Halldór Sævar Guðbergsson. OLIJOHANN KRISTINN MAGNÚSSON + Óli Jóhann Krist- inn Magnússon fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1948. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. maí síðastiið- inn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 11. maí. Óli J. K. Magnús- son kom til starfa sem vagnstjóri hjá Stræt- isvögnum Reykjavík- ur hinn 1. júní 1973. Hann hafði ^ví um það bil 27 ára starfsaldur að baki hjá fyrirtækinu þegar hann lést langt um aldur fram nú í byrj- un maí. Óli var góður starfsmaður og ákaf- lega áhugasamur um starf sitt. Hann var óþreytandi við að koma á framfæri ábendingum og at- hugasemdum um hvað eina sem laut að starfi hans og hann hafði skoðanir á leiðakerfi og þjónustu sem hann miðlaði fúslega til mín og annarra stjórn- enda. Hann var glaðlegur í fasi og það gustaði um hann þar sem hann fór. Það er venja hjá SVR að þeir starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu í aldarfjórðung eru heiðraðir fyrir þá hollustu. ðli var einn þeirra sem áttu 25 ára starfs- afmæli hjá SVR árið 1998. Þegar við komum saman, í byrjun árs 1999, til að fagna með þeim sem náð höfðu þessum áfanga á nýliðnu ári, duldist það ekki að Óli gekk ekki heill til skógar. Hann hafði þó ekki sérstakar áhyggjur og fullyrti að hann yrði fljótur að ná sér. Og þótt skömmu síðar kæmi i ljós að sjúkdómurinn væri alvarlegs eðlis tókst Óli á við hann af einurð og kom aftur til vinnu fullur þess sama hressileika, sem ávallt eink- enndi hann. Það voru döpur tíðindi þegar aftur hallaði undan fæti. Samstarfsmenn kveðja nú kær- an vinnufélaga og fyrirtækið sér á bak dyggum starfsmanni. Fjöl- skyldu Öla er vottuð dýpsta sam- úð. Guð blessi minningu hans. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. t Ástkær móðir okkar, SNJÓLAUG BALDVINSDÓTTIR frá Akureyri, sem andaðist í Hraunbúðum í Vestmanna- eyjum miðvikudaginn 3. maí sl., verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 13. maí kl. 11.00. Erla Baldvinsdóttir, Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Baldvin S. Baldvinsson. t Ástkær systir okkar og mágkona, PURÍÐUR HUGBORG HJARTARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis í Skaftahlíð 4, lést miðvikudaginn 10. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Pálmey Hjartardóttir, Guðmundur Hjartarson, Emil Hjartarson, Elín Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför GRÉTARS DALHOFF MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir góða umönnun og til vina hans í Góðtemplarareglunni, Blindrafélaginu og Seðlabanka íslands. Björg Bjarnadóttir, Álfþór Br. og fjölskylda. t Alúðar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, SVERRIS BJÖRNSSONAR frá Viðvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar I og deildar II á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur. Sigríður Hjálmarsdóttir, Björn Sverrisson, Svavar Sverrisson, Torfi Sverrisson, Sigríður Sigurlína Sverrisdóttir, Erlingur Viðar Sverrisson, Hilmar Sverrisson, og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.