Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Midlum og Mascott frá Renault verða sýndir hjá B&Lí dag og á morgun. Nýir vöru- og sendi- bílar frumsýndir Símakosning í vændum vegna Eurovision- keppninnar Síminn ger- ir miklar ráðstafanir SÍMINN hefur gert verulegar ráð- stafanir í símakerfinu til þess að tryggja að Eurovision-símakosn- ingin nk. laugardagskvöld geti gengið sem best fyrir sig. Vegna hins skamma tíma sem kosningin istendur yfir, er hugsanlegt að ekki nái allir sambandi í fyrstu tilraun. „Það er mögulegt að það hringi fleiri en búnaðurinn ræður við og þá gæti fólk þurft að bíða í nokkrar sekúndur og hringja aftur. En það er engin hætta á því að það hafi nein áhrif á símakerfið," segir Ólaf- ur Stephensen, kynningarfulltrúi Símans. Hluti upphæðarinnar rennur til Rauða krossins Hvert símtal mun kosta 50 krón- ur og hefur Síminn ákveðið að 20 krónur af þeirri upphæð renni í söfnun Rauða kross íslands til styrktar sveltandi íbúum Eþíópíu. I fvrra greiddu íslendingar í kring- um 10 þúsund atkvæði og má áætla að um svipaðan fjölda verði að ræða í ár. Eins og í fyrra hefur hvert lag sitt eigið númer sem hringt er í, en auðvitað er ekki hægt að greiða at- kvæði með sínu eigin lagi. Númerin verða á bilinu 900 1001 til 900 1024, og mun almenningur aðeins hafa fimm mínútur til að greiða atkvæði. Samkvæmt reglum keppninnar er mæist til þess að ekki sé hringt oft- ar en þrisvar sinnum úr hverju númeri. Hægt er að kjósa úr öllum ífmum sem tengdir eru almenna símakerfinu, að undanskildum þeim númerum sem eru lokuð fyrir hringingum í símatorg. Ekki verð- ur í boði að kjósa í gegnum farsíma, hvorki hjá Símanum né Tali. Lögreglumessa í Seltjarnar- neskirkju LÖGREGLUMESSA verður haldin í Seltjamameskirkju sunnudaginn 14. maí næstkomandi klukkan 14. Lögreglukór Reykjavíkur syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. frestur er séra Kjartan Öm Guð- bjartsson. Ræðu flytur Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík. Kaffiveitingar verða á eftir messu og em allir velkomnir. SENDI- og vörubflar frá Renault verða frumsýndir hjá umboðinu, B&L, við Grjótháls í Reykjavík í dag, föstudag, og á morgun. Eru þetta gerðirnar Midlum og Mascott. Renault kynnti fyrir nokkru nýja vörubflinn, Midlum, og er Cleo opnuð að nýju HÁRGREIÐSLUSTOFAN Cleo í Garðatorgi í Garðabæ hefur opnað að nýju eftir gagngerar breytingar og endurbætur á stofunni. Af því tilefni verður stofan með opið hús fyrir viðskiptavini sína laugardaginn 13. maí frá kl. 16 til 18. Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga kl. 9-18 og Iaugardaga kl. 10-12. Eigandi stofunnar er Guðrún Sverrisdóttir. hann nú kominn til landsins. Meðal staðalbúnaðar er hemla- læsivörn, loftfjöðrun, fjarstýrðar samlæsingar og fleira. Þá er til sýnis sendibfllinn Mascott en þeg- ar eru nokkrir slíkir komnir á götuna sem sendibflar, pallbflar og vinnuflokkabflar. Sýningn á mynd Oskars Gíslasonar frestað VEGNA óviðráðanlegra orsaka er fyrirhugaðri kvikmyndasýningu á mynd Oskars Gíslasonar Reykjavík vorra daga, sem áætluð var sunnu- daginn 14. maí kl. 13.30 og 15.30 í Háskólabíói, frestað. Byggingadagar haldnir í sjöunda sinn SÝNINGIN Byggingadagar 2000, verður opin almenningi um helgina undir yfirskriftinni, Hús og garður, hönnun og handverk. Um 100 fyrir- tæki, félög og stofnanir taka þátt í sýningunni. Þetta er í sjöunda sinn sem Sam- tök iðnaðarins standa fyrir Bygg- ingadögum og hefur aðsóknin marg- faldast á hverju ári segir í frétt frá samtökunum. Byggingadögunum er ætlað að höfða til almennings, ein- staklinga, fjölskyldna, húseigenda og húsbyggjenda sem og fagmanna úr öllum greinum byggingariðnaðar- ins og er gert er ráð fyrir að svipaðri aðsókn og á síðustu sýningu eða um 20 þús. gestum. A sýningunni kynna fyrirtæki, fé- lög og stofnanir starfsemi sína og veita ráðgjöf. Sýningardagana mun gestum verða boðið upp á lifandi og fjölbreytta dagskrá og sérstök dómnefnd mun velja besta básinn, besta kynningarefnið og athyglis- verðustu nýjungina. Sýningin er opin frá 10-18 laugar- dag og sunnudag og munu tekjur af miðasölu renna til Umhyggju - styrktarfélags langveikra bama á íslandi. Bömum verður aðeins hleypt inn í fylgd með fullorðnum. Fræðslu- fundur um latex- ofnæmi ALMENNUR fræðslufundur um Latex-ofnæmi verður haldinn laug- ardaginn 13. maí að Efstaleiti 9 (húsi Rauða krossins) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14. Markmið fundarins er að stofna starfshóp um latex-ofnæmi innan Astma -og ofnæmisfélagsins og einnig að fræða almenning um þennan illvíga sjúkdóm sem fer ört vaxandi. Fmmmælendur verða : Einn latex-ofnæmissjúklingur, Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir og dósent í klínískri ofnæmisfræði, Unnur Steina Björnsdóttir læknir og dósent í klínískri ofnæmisfræði, Mette Pedersen hjúkrunarfræð- ingur á Bráðamóttöku Landspíta- lans og Sigurjón Valmundarson sjúkraflutningamaður. Fmmmælendur svara fyrir- spurnum. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Víðistaðaskóli 30 ára NU er að ljúka þrítugasta starfsári Víðistaðaskóla. Af því tilefni verð- ur haldin afmælishátíð laugardag- inn 13. maí. Hátíðin hefst kl. 11 og stendur til kl. 14. Kl. 11 verður fánahylling og leik- ur Lúðrasveit Hafnarfjarðar nokk- ur lög. Leiktæki verða á skólalóð- inni, s.s. hoppkastali, stór rennibraut og fleira. Hestar verða á svæðinu og foreldrafélagið býður upp á veitingar. Kl. 12 hefst menn- ingarvaka í íþróttahúsinu við skól- ann. Skólinn verður opinn gestum og er þar ýmislegt að sjá, s.s. verkefni sem börnin hafa unnið í vetur, myndbandsupptökur frá ýmsum atburðum í skólalífinu á liðnum ár- um og sýndar myndir af öllum nemendum 1. bekkjar frá upphafi skólans. I tilefni afmælisins verður gefið út afmælisblað sem dreift verður inn á hvert heimili í hverfinu. Skólasýning í Rettar- holtsskóla SYNING á verkum nemenda í Réttarholtsskóla verður föstudag- inn 12. maí og verður hún opin frá kl. 11-15. I kennslustofum verða sýnd verk nemenda af öllu tagi, bækur, vinnubækur og verkefni, mynd- verk, föt, smíðisgripir, leirmunir og hvað annað sem nemendur hafa verið að vinna við í vetur. I samkomusal verður einnig sýn- ing og uppákomur af ýmsu tagi, kaffi og meðlæti. Kl. 12 og 14 verða dagskráratriði, flutt bæði af núver- andi og fyrrverandi nemendum skólans. Kynning á Waldorf- skólanum WALDORFSKÓLINN í Lækjar- botnum og Waldorfskólinn Ylur verða með opið hús á morgun, laug- ardaginn 13. maí, kl. 12-17. Dagskráin verður eftirfarandi: Kl. 12.30 verður innsýn í eðlisfræð- ikennslu, kl. 12.30 sögustund í leik- skólanum, kl. 12.50 innsýn í tungu- málakennslu og reikning, kl. 13.30 kynning á waldorfuppeldisfræðinni, kl. 14.30 að vera foreldri í Waldorf- skóla og leikskóla, kl. 15 uppboð á þæfðum höfuðfötum, kl. 16 innsýn í eðlisfræðikennslu kl. 16 sögustund í leikskólanum og kl. 16.20 verður innsýn í tungumálakennslu og reikning. Einnig verður flóamarkaður, kaffisala og sitthvað fleira. "s'í' ■ Elizabeth Arden kynning í dag í Grafarvogs apóteki, Hverafold 1-3, kl. 13.00-18.00. Kynntur verður nýi varaliturinn LIP LIP HOORAY. Ath.10 % kynningar- afsláttur. Glæsilegur kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðrún Sverrisdóttir, eigandi Hárgreiðslustofunnar Cleo. Sumarbúðir Rauða krossins SUMARBÚÐIR Rauða krossins í verða starfræktar í tólfta sinn í sum- ar. Tvö námskeið verða haldin að þessu sinni, frá 5 - 9. júní fyrir 12-13 ára og 12-16. júní fyrir 14-16 ára. Að venju er lögð áhersla á umhverfis- og Rauða kross fræðslu, útiveru og já- kvæð mannleg samskipti. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur, farið í gönguferðir og unglingarnir fá að kynnast menningu annarra þjóða. Þátttakendum frá 21 landi hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðleg- um sumarbúðum sem haldnar verða 5.-12. júlí í Holti, Önundarfirði. Sér- stök áhersla er lögð á að fá til lands- ins ungmenni frá þeim löndum sem eru í vinadeildasamstarfi við Rauða kross Islands en þau eru Júgóslavía, Albanía, Gambía, Lesótó, Mósambík og Úsbekistan. Gert er ráð fyrir um 50 íslenskum þátttakendum en Rauða kross deildir um allt land taka á móti skráningum. Námskeiðin standayfir frá mánu- degi til föstudags. Ákveðið hefur verið að halda námskeið á Snæfells- nesi um miðjan júní en önnur nám- skeið verða auglýst síðar. Námskeið- in eru á vegum Rauða kross deilda. Rauði krossinn er alþjóðleg hreyf- ing og þátttaka í sumarbúðum er- lendis er liður í alþjóðasamstarfi Rauða kross landsfélaga. í sumar er áætlað að senda fulltrúa í sumarbúð- ir í Finnlandi, 23.-28. júlí fyrir 16-15 ára og í Slóveníu 6.-16. júlí fyrir 16- 22 ára. Allir félagar í ungmenn- ahreyfingunni geta sótt um og skulu umsóknir berast fyrir 1. júní. Búist er við um 3.000 ungmennum á norrænt ungmennamót, „Kultur og ungdom“, sem haldið verður í Reykjavík dagana 21.-28. júní. Ung- mennafélag Islands sér um fram- kvæmd mótsins en það er hluti af Reykjavík - menningarborg 2000. Rauða kross deildir á Norðurlandi standa að sumarbúðum í júlí og ágúst sem eru öllum opnar, 9 ára og eldri, en einstaklingar með fötlum hafa forgang. Meðal dagskráliða eru íþóttir, sund, leikir, hestamennska og heimsókn á sveitabæ. Einnig er farið í sjóferð í kringum Drangey og heimsókn í Vesturfarasetrið. Leikhús- sýningar fyrir börn í Kringlunni NÝTT leikhús, „Kringluvinir“ á veg- um Fjölskylduklúbbs Kringlunnar hefur verið sett á laggirnar. Sýningar verða á Stjörnutorgi, veitingasvæði Kringlunnar, alla laugardaga kl. 10.30. Nauðsynlegt er að mæta eilítið fyrr eða uppúr kl. 10 til að koma sér fyrir því dagskráin hefst klukkan 10.30 og stendur í um klukkutíma. LEIÐRÉTT Pítsurnar á 299 krónur I helgartilboðum sem birtust á neytendasíðu í Morgunblaðinu í gær misritaðist verð á pítsum hjá Nettó. Pítsurnar voru sagðar kosta 99 krón- ur á tilboði en hið rétta er að þær kosta 299 krónur á tilboði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Röng mynd Röng mynd birtist með grein Guð- brands Jónssonar, „Villa í Vínlands- útgáfu“, í blaðinu í gær. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Burtfararpróf í Salnum Það skal áréttað að útskriftartón- leikar Oddnýjar Sigurðardóttur í Salnum í Kópavogi eru á morgun, laugardag, kl. 17. Rangur aldur f Árnað heilla í gær var Baldur Gissurarson sagður verða 71 árs 3. desember nk. Hið rétta er að Baldur verður 75 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.