Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HEF loksins tekið pólitíska afstöðu, eftir mikla íhugun. Ég hef líka fengið grænar bólur af fjölmiðlaum- stanginu í kringum stofnfund Samfylking- arinnar. Össur situr kokhraustur og lýsir -®f>ví yfir að þeir ætli ekki að vera miklu betri en Sjálfstæðis- flokkurinn, bara ekki eins slæmir. Össur vill líka afnema kvótakerf- ið á 10 árum, semsagt taka 10% af útgerðun- um á ári og bjóða út, láta þannig „markað- inn“ ráða verðinu. Til hamingju, Össur! Ég held að þú og þinn flokkur séuð jafnvel heimskari en sjálfstæðismenn, og er þá mikið sagt. Hvaða markaður ákvarðar verð á kvóta þar sem meirihluti hans er í höndum stórútgerða? Er það ekki bara sami markaðurinn og AEður verðlaginu núna, kvótaeig- endurnir? Ég get svo svarið það... Sjálfstæðisflokkurinn vill ennþá enga breytingu. Þeir halda því enn- þá fram að kerfið sé á heimsmælik- varða og beri að kenna sem flest- um. Svo lofa þeir Vatneyrar- dóminn, sem svo óheppilega tafði nefndina sem átti að endurskoða kerfið um ár. Ég skil ekki hvernig Vatneyrardómurinn gat staðið svo illa í þessari aumingja nefnd að þeir gætu ekki drukkið kaffi og l&pjallað saman í heilt ár. Einn dómaranna var jú fyrrverandi forseta- frambjóðandi á veg- um Sjálfstæðisfiokks- ins og því hlaut að fara sem fór. Talandi um vanhæfi... Vinstri grænir sóma sér vel sem kynþáttahatarar. Ef Sj álfstæ ðisflokkurinn og Vinstri grænir sætu saman í stjórn væri löngu búið að smala landsbyggðar- fólki og öðrum óæski- legum lýð í flutninga- bíla og skjóta þá alla saman. Hvernig get ég hamrað vel á Framsókn? Það eina sem mér dett- ur í hug er hópur hrokafullra, sjálf- umglaðra aumingja sem ráfa um og móðga og misbjóða fólki við hvert tækifæri. Flokkur með framtíð! Nei, eini flokkurinn sem ég sé í dag er Frjálslyndi flokkurinn. Nógu fámennur til að hafa ekki einhverja óhugsandi hálfvita ráf- andi um fyrir sjónvarpsmyndavél- um, svalandi sinni sýniþörf og út- býtandi lygum og heimsku á meðal þjóðarinnar. Þetta er eini flokkur- inn sem hefur ekki tekist að móðga greind mína með yfirlæti og lygum. Fyrsti flokkurinn sem ég mun kjósa, það er á hreinu! Þið þarna úti sem stamið ennþá sömu rulluna: „Já, en hann Sverrir Hermannsson." Við ykkur hef ég bara eitt að segja. Sverrir var hengdur fyrir smámuni miðað við það sem gengur og gerist í dag, og allt vegna blóðþorsta kommanna í landinu. Mér finnst allavegana Laxveiðar fyrir u.þ.b. 2,5 milljónir vera smámunir miðað við 5 millj- óna gullklósett í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Það er ekki sú staðreynd að klósettið skyldi kosta 5 milljónir, heldur að mikil- mennskubrjálæði ráðherra vorra sé orðið slíkt og þvílíkt, að ekkert dugi nema gull til að taka við hægðum þessa fólks. Talandi um guði!!! Þrátt fyrir öll loforð stjórnar- flokka Islands um að nú taki betri tímar við, því nú eigi að sinna fólk- inu, fellur allt í sama farið þegar í stjórnarstólinn er komið. Þjóðinni er gleymt. Menn fara á sjálfselsku- ferðalag og koma ekki tilbaka fyrr en skömmu fyrir kosningar. Ég trúi því vel þegar Össur segist til- Kvótinn Menn fara á sjálfselsku- ferðalag, segír Kristján Ragnar Asgeirsson, og koma ekki til baka fyrr en skömmu fyrir kosningar. búinn að taka við stjórnartaumun- um í landinu. Ég trúi að allir stjórnarflokkarnir séu tilbúnir að taka við stjómartaumunum. Ég bara trúi ekki að þeir ráði við það starf sem_ þeir eru að bjóða sig fram til. Ég vona samt að Frjáls- lyndir verði nógu margir til þess einhvem daginn. Höfundur er nemi við Sam- vinnuháskólann á Bifröst. Öður til frjálslyndra Kristján Ragnar Ásgeirsson Kærleiksríkur agi, ástúðlegt frelsi! HelgaBjörk Linda Pálsdóttir Óladóttir í þjóðfélaginu ríkir almennt sú hug- myndafræði að ungl- ingsárin einkennist af mikilli togstreitu milli unglinga og foreldra. Ljóst er að þá ganga --unglingar í gegnum miklar andlegar og líkamlegar breyting- ar. Það getur því oft verið erfitt fyrir ungl- inginn að aðlagast nýjum hlutverkum og finna út hver hann er. Hvernig unglingur kemur út úr leitinni að sjálfum sér fer mikið eftir því hvemig sam- skiptum hans við fjölskyldu sína er háttað. Meginmarkmið með loka- verkefni okkar frá Háskóla íslands er að varpa ljósi á hversu mikilvæg samskipti unglinga og foreldra em m.t.t. sjálfsmyndar unglinga, þung- (Jíyndis og áfengisneyslu. Gögnin sem verkefnið byggist á era annarsvegar spurningalistar sem lagðir vora fyr- ir unglinga í 8., 9. og 10. bekk á öllu landinu og hinsvegar viðtöl sem tek- in vora við unglinga á þessum aldri. í gegnum árin hafa verið gerðar margar rannsóknir á sjálfsmati unglinga og áhrifum þess á líf þeirra. Einstaklingur, sem finnst hann metinn að verðleikum innan fjölskyldu sinnar og finnst hann ör- uggur og elskaður af öðram fjöl- skyldumeðlimum, er líklegri til að öðlast hærra sjálfsmat. Flestir ?ræðimenn telja gott sjálfsmat vera lykilinn að góðri félags- og tilfinn- ingalegri aðlögun. Niðurstöður okk- ar sýna að því meiri tíma sem ungl- ingar eyða með fjölskyldu sinni því hærra sjálfsmat hafa þeir. Þeir unglingar sem talað var við era allir sammála um að samskiptin við for- ojdra sína séu mjög mikilvæg, þeim nnnst gott að geta leitað til þeirra og fundið að þeir eru til staðar. Já- kvæð og góð sjálfsmynd virðist skipta miklu máli um það hvernig Uppeldi Þó svo að foreldrar séu ekki alltaf sammála um hvernig unglingurinn vinnur úr leitinni að sjálfum sér, segja Linda Óladóttir og Helga Björk Pálsdóttir, er betra að þeir taki því með jafnaðargeði og reyni frekar að styðja hann. unglingnum líður andlega og hvort hann leiðist út í áfengisneyslu. Þeim unglingum sem eiga góð samskipti við foreldra sína líður betur andlega og drekka áfengi í minna mæli. En þeir unglingar sem eiga ekki góð samskipti við foreldra sína eiga það til að líða verr andlega og leiðast út í meiri áfengisneyslu. Mai'gar rann- sóknir sem framkvæmdar hafa verið hér á landi hafa sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og sjálfsmyndar. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að hægt er að setja lágt sjálfsmat í samhengi við þunglyndi. Með niðurstöður þessarar rann- sóknar í huga má segja að góð sam- skipti milli unglinga og foreldra séu forsenda fyrir góðu sjálfsmati ungl- ingsins, góðri andlegri líðan og minni líkum á áfengisneyslu. Til þess að einstaklingurinn fái heildstæða og jákvæða mynd af sjálfum sér er nauðsynlegt að hann búi við jákvæð samskipti við for- eldra sína. Árangursríkast er að ein- staklingurinn búi við kærleiksríkan aga og ástúðlegt frelsi. Einnig að samskiptin einkennist af hlýju, gagnkvæmri virðingu og jákvæðri uppörvun. Mikilvægt er að foreldrar sýni þeim miklu breytingum sem unglingar fara í gegnum á unglings- áranum skilning. Þó svo að foreldr- ar séu ekki alltaf sammála um hvernig unglingurinn vinnur úr leit- inni að sjálfum sér er betra að þeir taki því með jafnaðargeði og reyni frekar að styðja hann. Með jákvæð- um stuðningi, samræðum og áhuga foreldra á því sem unglingurinn er að gera, getur skipt sköpum um andlega líðan unglingsins og því hvort hann leiðist út í áfengisneyslu eða ekki. Með ofangreint í huga má enn og aftur segja að málshátturinn „lengi býr að fyrstu gerð“ eigi vel við hvað varðar samskipti foreldra við börn sín. Foreldrar, verum vakandi, verum til staðar fyrir börnin okkar. Höfundar eru félagsfræðingar frá Háskóla íslands. Onýt króna? NÚ ER krónan enn komin á flug. Þá er rétti tíminn til að fjalla um hvernig mynt okk- ar geti notið alþjóð- legrar viðurkenningar. Einn möguleikinn er að tengjast evra með eða án inngöngu í ESB. Það er tæplega nokkuð „sjálfstæði" falið i því að vera með vafasaman gjaldmiðil, í litlu sveiflukenndu myntkerfi eins og er hérlendis. Krónan er nú skráð svo sterk - með handafli - að hún er með sterk- ustu gjaldmiðlum í heimi. Stað- reyndin er samt sú, að hvergi er hægt að selja íslenskar krónur í bönkum erlendis, nema með miklum afföllum, - ef það er hægt! Fjármagnskostnaður hérlendis er tvö- eða þrefalt hærri en annars staðar í heiminum. Hver hefur efni á að borga „vísitöluálag" og 5-8 % vexti, - eða samtals 11-19% vexti, - á meðan sambærilegir vextir era 3-7% erlendis (enn lægri í Japan)? Varla hafa heimilin eða fyrirtækin efni á svona „sjálfstæði" sem skrúf- ar verðlag upp endalaust. Það má frekar spyrja hvort efnahagslegt sjálfstæði sé ekki í stórhættu með svona lélegan gjaldmiðil. Ekki hefur tekist að afnema vísi- tölutengingar frá peningakerfinu. Sú staðreynd er vísbending um að krónan sé vonlaus mynt til framtíð- ar. Vísitölutenging sem „hækja“ á veikum gjaldmiðli nýtur hvergi við- urkenningar. Erlendur gjaldeyrir hefur streymt inn í landið síðustu misseri, - og innflutningur og eyðsla farið vaxandi, - m.a. vegna þess hversu sterkt krónan er skráð. Hagnaður lánastofnana á sl. ári ber vitni um hverjir hafa möguleika á_að hagnast á þessum aðstæðum. Útflutnings- og samkeppnisiðnaður, - sem er í reynd kjölfestan í tekjuöflun þjóðar- innar, - og þarmeð fjárhagslegu sjálfstæði hennar, - tapar og tapar. Fyrirtæki sem eiga þess kost flýja land. Lánastofnanir mættu gjarnan taka skýrari afstöðu í þessu máli með útflutnings- og samkeppnisiðn- aði (bestu viðskiptavinum sínum), - svo veðin þeirra verði ekki verðlaus. Gamalt bankalögmál segir að eng- inn banki sé ríkari en helstu kúnn- arnir hans. Þeii- sem hafa varað við þessari vafasömu þróun síðustu misseri hafi þakkir, - en betur má ef duga skal. Hinir - í ábyrgðarstöð- um - sem þegja (en vita betur) ættu að hugleiða, - að þögn þeirra kann að leiða til þess, að allt of seint verði bragðist við þessari hættulegu þró- un. Það er margreynt hérlendis að vaxtahækkun virkar ekki á „þenslu". Vaxtahækkanir hafa oft- ast skrúfað verðlag upp. Skýringa er hugsanlega að leita í smæð mynt- kerfisins og séríslenskum aðstæð- um. Sumir lántakendur eiga þess ekki kost að hafna lánsfé hverjir sem vextir era. í öðru lagi leiðir veik eiginfjárstaða íslenskra fyrir- tækja til þess að fyrirtækin verða að velta öllum auknum kostnaði af sér, - beint út í verðlagið aftur. Þriðja skýringin er svo hugsanlega sú að menn vita að myntin er ótraust og stunda því spákaupmennsku í fast- eignum og fleiri sviðum. Er til kennslubók í hagfræði sem segir að vaxtahækkun virki á þenslu, - í litlu myntkerfi, - með handstýrðu gengi, - sem nýtur ekki trausts? Sjávarútvegur - evra og ESB Hvað varðar íslenskan sjávarút- veg - evra og ESB - er aðalatriði málsins það að gjaldmiðill sá sem sjávarútvegur fær greitt í við sölu gjaldeyris - njóti alþjóðlegrar viður- kenningar. Þetta er að- alatriði málsins. Sé þetta ekki mögulegt - nema þá að taka upp evru með því að sækja um inngöngu í ESB, - þá er spurning hvort ekki er tímabært að hefja þá umræðu um hvort það sé ekki bara lausnin. Komið hefur fram að íslensk skip myndu veiða hér að mestu leyti. Þótt ESB skip fengju að veiða hér eitthvert lítilræði (einhver þúsund tonn af einhverju t.d. kol- munna og karfa) - hvað með það?!! Islensk skip veiða í erlendri lögsögu - og kaupa fyrirtæki og kvóta er- lendis. Hvers konar tvöfalt siðgæði er það, að við eigum að fá að veiða í smugum - og kaupa fyrirtæki í sjáv- Gjaldmiðlar Ekki hefur tekist að af- nema vísitölutengingar frá peningakerfinu. Kristinn Pétursson telur þá staðreynd vísbendingu um að krónan sé vonlaus mynt til framtíðar. arútvegi erlendis eins og við viljum, - en erlendir aðilar megi ekki eiga neitt í sjávarútvegsfyrirtækjum hérlendis?! Hugsanlega höfum við nú tæki- færi til að vera á undan Norðmönn- um til að þreifa á viðræðum við ESB. Af hverju reynum við ekki - Islendingai’, - að semja um að við höfum forys'tu í sjávarútvegsmálum innan ESB? Ef við reynum ekki að þreifa á þessu núna, - þá má allt eins búast við því að Norðmenn hlaupi í skarðið, - semji um inn- göngu fyrir sig, - og taki forystu í sjávarútvegsmálum innan ESB. Þá verður kátt í höllinni í EES, - ís- land og Lichtenstein - með Norð- menn hinum megin við borðið! Er ekki staðreyndin sú að við er- um komin 90% inn í ESB með því að taka yfir flest öll lög og sam- þykkja þau í Alþingi skv. EES samningi? Samþykkt þessara laga hefur fleytt okkur stór skref fram á við á mörgum sviðum t.d. hvað varð- ar samkeppnislöggjöf. Er það sem eftir er ekki bara svipað og að sam- eina sveitarfélög, - gangur nútím- ans - stærri og hagkvæmari eining- ar? Auðvitað myndu fylgja því einhverjir gallar að við tækjum upp evra með því að sækja um aðild að ESB, - en eru þeir gallar ekki að verða lítilvægt smáatriði, - miðað við þann risastóra galla sem er há- gengi, háir vextir og sívaxandi við- skiptahalli sem gæti farið í 100 milljarða? Hvers vegna sætta íslensk fram- leiðslufyrirtæki sig við að skipta á erlendum gjaldeyiú - í verðlausar krónur? Era svona þvinguð „við- skipti" ekki keimlík því þegar við létum danska einokunarverslun selja okkur maðkað mjöl, - á fullu verði? Þeir sem neyddir eru til að skipta erlendum gjaldeyri í krónur geta svo aftur fengið krónur lánaðar með svimandi háum vöxtum, - vísi- töluálagi og uppsprengdu verðlagi á flestum nauðsynjum. Kjami málsins er að við þurfum að fá alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil sem fyrst, - ef ekki með evra, - þá með öðram alþjóðlega viðurkenndum hætti. Höfundur er framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis. Kristinn Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.