Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 62
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Knapi sem er slakur og beitir líkamanum rétt fylgir hreyfingum hestsins. Maður og hestur verða eitt. Björn Jónsson og Glampi frá Vatnsleysu. Knapar þurfa að vera í göðri þjálfun ekki síður en hestarnir UMRÆÐA um líkamsástand knapa jefur ekki farið hátt hér á landi hing- að til. Viðkvæðið hefur verið að svo framarlega sem hesturinn getur bor- ið knapann skipti ekki máli í hvemig líkamsástandi hann er. Eitthvað virðist þetta viðhorf þó vera að breytast. Olil Amble, tamningakona og heimsmeistari, vakti til dæmis at- hygli á þjálfun knapa í viðtali í hesta- tímaritinu Eiðfaxa fyrri stuttu. Hún segir meðal annars að tii þess að vera góður knapi þurfi maður að hafa gott jafnvægi og geta fylgt hestinum eft- ir. Knapinn þurfi að hafa jafnvægi og líkamlegan styrk til að hendur hans geti unnið óháð hreyfingum búksins. LIÐ-A-MOT Miklu sterkara fyrir liða- mótin og líka miklu ódýrara | APÓTEKIN Hestar sem ætlast er til að verði eiganda sínum til gagns og gleði, hvort sem er í al- mennum útreiðum, keppni eða ferðalögum, jurfa að vera í góðri þjálfun. Um það er ekki deilt. Ásdís Haraldsdóttir velti því fyr- ir sér hvort knaparnir þyrftu ekki að fara að líta í eigin barm. Tai chi gerir líkamann sterkan og sveigjanlegan Uti í hinum stóra heimi hefur um- ræða um þjálfun knapa verið tölu- verð. A síðasta ári var fjallað um Mary Midkiff á hestasíðu Morgun- blaðsins. Hún hefur skrifað bók og heldur námskeið um konur og hesta og leggur áherslu á að til þess að geta stundað hestamennsku fram á efri ár sé nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og líkamanum. Hún hefur búið til æfingar og hefur hannað ým- is tæki, svo sem stóran bolta og teygjubönd, sem hestamenn geta notað til að ná upp styrk og sveigjan- leika. Ýmsar líkamsæfingar henta vel hestamönnum. Þar á meðal er hin forna kínverska bardagalist tai chi. Þeir sem hafa séð til þeirra sem stunda þá íþrótt undrast oft það vald sem iðkendurnir virðast hafa yfir lík- ama sínum. Bandaríkjamaðurinn James Shaw hefur þróað kennslu í tai chi fyrir reiðmenn. Hann var áður venjulegur tai chi kennari, en fyrir tilviljun fór hann að tengja íþróttina við reið- mennsku. Á heimasíðu James Shaw á Netinu Milli manns og hests... ... er RSTUnOflR hnakkur nsíuno FREMSTIR FYRIR GÆÐI segir hann meðal annars að Tai Chi séu heilsuæfingar sem leggi áherslu á að skapa sterkan og sveigjanlegan líkama á meðan stuðlað er að hring- rás „chi“ eða lífsaflsins. Chi hjálpar líkamanum að viðhalda innra jafn- vægi. Grundvallaratriði tai chi, sem er bardagaíþrótt, er að nota aldrei afl gegn aðsteðjandi ógn. Þannig nýtist íþróttin reiðmanninum þar sem ljóst er að hann verður aldrei líkamlega sterkari en hesturinn og því geti hann aldrei haft stjórn á honum með aflinu einu saman. Að stjórna hestinum fyrirhafnarlaust James segist hafa gert sér grein fyrir því að hestamenn hafi ekki endilega áhuga á því að verða meist- arar í tai chi og því hafi hann lagt áherslu á æfingar sem þjálfa hæfi- leika líkamans og næmi til að stjórna hestinum fyrirhafnarlaust. Þegar knapinn hefur náð tökum á líkama sínum getur hann fyrst ætlast til að ná tökum á líkama hestins. James vinnur með knöpum á hest- baki og á , jörðu niðri“. Hann horfir mikið á ójafnvægi knapans, hversu stressaður hann er og skekkjur í líkamanum. Hann segir að skekkjur í beinagrindinni leiði oft til rangrar vöðvabeitingar. Það leiðir aftur til spennu, ekki bara í vöðvunum, held- ur einnig í taugum og liðamótum. Þegar líkaminn sé í réttri stöðu geti vöðvarnir verið afslappaðir. Þá séu þeir næmir fyrir breytingum á afli inni í líkamanum og utan hans. Nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um líkamann því stöðugt þurfi að leiðrétta ranga stöðu og ranga beit- ingu hans svo ekki fari illa. Ef allt er í lagi er auðvelt að stjóma líkamanum. En stirðleiki, hvort sem er í beinum, liðamótum eða vöðvum, leiðir af sér keðjuverk- andi áhrif. Allir þessir líkamshlutar þurfa að vinna vel saman. Svo dæmi sé tekið er algengt að stirðleiki í mjóhrygg og mjaðmagrind leiði til vandamála bæði í baki og hnjám sem aftur leiðir til heftrar hreyfingar. James bendir á að við getum lengi lifað með því að vera með örlitla skekkju í beinagrindinni án þess að finna mikið fyrir því. Kannski fáum við stundum smá verki í bakið og hnén, verðum stirð í hálsi og öxlum og fáum höfuðverk. Um leið og við þurfum að nota líkamann meira, til dæmis í hestamennskunni, magnast áhrif þessa ójafnvægis. Vöðvar sem hafa verið misnotaðir geta ekki sinnt hlutverki sínu og það leiðir oft til mikils álags og meiðsla 1 liðamótum og liðböndum. Slakur knapi = slakur hestur James segir að með því að ná tök- um á að stjóma hreyfingum ýmissa líkamshluta, svo sem liðamóta, mjaðmagrindar, lærleggja, og hryggjar, eykur maður getu líkam- ans til að finna hreyfingar hestsins og fylgja þeim. Með því að vera með- vitaður um þessar hreyfingar og hafa betri stjóm á þeim er hægt að stuðla að því að líkaminn sé beinn. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir spennu í vöðvum og liðamótum og hreyfingar líkamans verða frjálsari. Þá getur knapinn fylgt hreyfingum hestsins; hreyfingar knapans og hreyfingar hestsins passa saman. Þá verður maður og hestur eitt, eins og hann orðar það. Eftir því sem knap- inn slakar meira á í líkamanum því slakari verður hesturinn. Eðlilegt er að þeir sem eru smeyk- ir á hestbaki spennist upp og missi við það jafnvægi. Um leið og eitthvað skortir á jafnvægi knapa er meiri hætta á að hann missi stjóm á hest- inum, sem aftur eykur á kjarkleysið. Þennan vítahring þekkja margir. Það hlýtur að vera grundvallaratriði að auka jafnvægið á hestbaki til að komast út úr þessum vítahring. Gott líkamlegt ástand hefur því mikið að segja og þar sem tai chi leggur áherslu á sterkan og sveigjanlegan líkama, hugarró og rétta öndun ætti þessi íþróttagrein að henta vel fyrir hestafólk, hvort sem um er að ræða þá sem stunda eingöngu útreiðar eða keppnisfólk. Sama má reyndar segja um allar íþróttagreinar sem auka styrk og sveigjanleika og auka með- vitund um rétta líkamsbeitingu. Reiðvegir orðnir sér vegflokkur í vegalögum ALÞINGI samþykkti á dögunum fmmvarp til laga um breytingar á vegalögum. Breyting laganna felur meðal annars í sér að reiðvegir verða sér vegflokkur. Samgönguráðherra skipaði nefnd í nóvember 1998 sem falið var að skýra og endurskoða reglur um reiðvegi. I niðurstöðum nefndarinnar var meðal annars lagt til að reiðvegir yrðu skilgreindir sem vegflokkur í vegalögum auk þess að tryggja sérstaka eignamámsheimild vegna reiðvega. I greinargerð með frumvarpinu er lagt til að hægt verði að heimila eign- arnám lands til lagningar reiðvega eins og til tiltekinna almennra vega og einkavega, enda komi fullar bæt- ur fyrir. Þetta er talin forsenda þess að tryggja megi gerð reiðvega. Reiðveganefndin svokallaða lagði til að gerð yrði áætlun í tengslum við samþykkt vegaáætlunar hverju sinni þar sem fram kæmi flokkun reiðleiða í þrjá flokka, stofnleiðir, þéttbýlis- leiðir og héraðsleiðir. Fram kemur í greinargerðinni með frumvarpinu að samgönguráðherra hefur falið Vega- gerðinni að hafa forgöngu um skrán- ingu og flokkun reiðleiða í samráði við sveitarfélög og félög hestamanna. Jafnframt kemur fram að auk þess að skrá og flokka reiðleiðir sé brýn- asta verkefnið að meta kostnað við að koma þéim í horf og halda þeim við. Samkvæmt niðurstöðum annarrar nefndar sem samgönguráðherra skipaði árið 1998 og gerði tillögur um uppbyggingu áningastaða og skipti- hólfa, söfnun og skráningu upplýs- inga um fomar og nýjar reiðleiðir o.fl. á miðhálendi Islands er líklegur kostnaður við lagfæringu á 3.500 km af reiðleiðum á hálendinu sé um 350 milljónir króna. í greinargerðinni með frumvarpinu kemur fram að gera verður ráð fyrir að reiðleiðir í byggð séu mun lengri og kostnaður við þær einnig mun rneiri. Lögin taka gildi 1. júní næstkom- andi. Tugur hesta- móta um helgina SAMKVÆMT mótaskrá Landsambands hestamannafé- laga verða hvorki fleiri né færri en tiu mót um helgina þar sem íþróttamótin eru fyriferðamest. Nágrannafélögin Ljúfur í Hveragerði og Háfeti í Þorláks- höfn verða bæði með firma- keppni, Ljúfur í Reykjakoti en Háfeti í Þorlákshöfn. Sóti á Álftanesi verður með gæðinga- keppni á Mýrarkotsvelli og er það jafnframt úrtaka fyrir gæð- ingakeppni landsmótsins. Er Sóti líkega fyrst félaga til að velja gæðinga sína til þátttöku á mótinu. íþróttamót heldur hinsvegar Fákur í Reykjavík og kallast mótið Reykjavíkurmót og er opið. Geysir í Rangárþingi verður einnig með opið mót á Gaddstaðaflötum en lokuð fé- lagsmót verða haldin hjá Dreyra á Æðarodda, Andvara á Andvaravöllum, Funa í Eyja- firði á Melgerðismelum, Herði á Varmárbökkum, og Sörli í Hafnarfirði verður með sitt fyrsta mót á nýgerðu félags- svæði þeirra. Rétt er að minna mótshaldara á að vilji þeir fá úrslit móta birt á hestasíðu Morgunblaðsins er hægt að senda þau á vakr@mbl.is fyrir klukkan 19 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.