Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hægt að kaupa föt í áskrift Ljósmyndarar og tísku- og skartgripahönnuðir sýna verk sín í Lista- safni Akureyrar undir heitinu „Ur og í“, en þar verður stíll og tungumál tískunnar í fyrirrúmi, í KVÖLD kl. 20 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin „Úr og í“, en þar sýna ungir íslenskir tískuljósmyndarar og leiðandi fata- og skartgripahönnuðir verk sín í samstarfi við Eskimo Models, Atmo og Futurice. Auk verka íslenskra hönnuða verða verk fímm finnskra fatahönnuða til sýnis. I tengslum við sýninguna gengst Listasafnið fyrir söfnun á notuðum fötum í samvinnu við Rauða kross íslands, notuðum flíkum verður þannig gefíð „nýtt líf‘. Tíska mikilvæg birtingar- mynd dægurmenningar í upplýsingum frá Listasafni Ak- ureyrar kemur fram að þótt tíska hafí ekki verið talin hluti af hámenn- ingu hingað til þá sé hún mikilvæg birtingarmynd dægurmenningar og áhrifamikið afl í lífí flestra. Þau Elísabet Ásbergs skartgripa- hönnuður, Kristinn Már Ingvarsson ljósmyndari og Linda Björg Áma- dóttir fatahönnuður hittu blaðamann til að spjalla stuttlega um sýninguna gg ástandið á vettvangi hönnunar í íslandi. „Á Akureyri ætla ég að sýna frek- ar stóra hluti, stórar festar, belti og muni sem eru líka unnir úr leðri og roði. Sumt af þessu er nýtt, en annað hefur verið sýnt áður,“ segir Elísa- bet Ásberg. Hún segir að fóik hafi í dag meiri áhuga á handunnum hlut- um en áður og leggi meiri áherslu á að nota það sem er kannski dálítið óvenjulegt. „Ég hanna líka stundum fyrir ákveðna einstaklinga og finnst Morgunblaðið/Kristinn Már Ingvarsson Hluti af myndverki Kristins Más Ingvarssonar. það mjög gaman, það er þá oft eitt- hvað sem höfðar sérstaklega til þeirra. Það sem ég sýni núna er ým- ist hluti af ákveðinni línu eða stakir hlutir, en ég hef enn ekki hannað neitt til fjöldaframleiðslu" segir El- ísabet. Kristinn Már Ingvarsson ætlar að sýna myndir sem hann hefur verið að taka núna síðasta mánuðinn. „Þetta eru ekki tískumyndir, heldur myndir sem eru teknar hér og þar sem ég tengi síðan saman þegar ég hengi þær upp. Þær eru í mismun- andi stærðum og ég raða þeim upp sem einskonar innsetningu, mynd- irnar eiga ekki endilega neitt sam- eiginlegt innbyrðis, það er frekar óljós tilfinning sem tengir þær sam- an,“ segir Kristinn. Linda Björg Ámadóttir sem markaðssetur sína hönnun undir nafninu SVO segist aðspurð í raun- inni ekki vera að sýna neitt nýtt. „Ég vil á þessari sýningu leggja áherslu á það að ég er að selja fjöldafram- leidda vöru. Við verðum með litla verslun, þarna verður slá með fotum, mátunarklefi og spegill. Fólk getur farið í fötin og jafnvel keypt þau að lokum. Við verðum líka með tölvu á staðnum þar sem hægt er að skoða Morgunblaðið/Bonni Skálahringar, hönnun Elísabetar Ásberg. föt sem seld verða í áskrift. Fólk fær þá senda flík á tveggja mánaða fresti, t.d. sérhannaða boli, á svipuð- um grundvelli og hægt er að fá tíma- rit í áskrift." Erfitt að vekja á sér athygli Það kom fram í samtali þremenn- inganna að margt hefur breyst á sviði hönnunar undanfarin tíu til fimmtán ár, en þrátt fyrir það er ákaflega erfitt að lifa á því að hanna nytjahluti. „Ég er búin að vera að stríða við þetta í tíu ár,“ segir Elísa- bet, „og þessu fylgir mikið óöryggi. Maður veit ekki alveg hvað maður á að gera til að vekja athygli á sér og selja, þess vegna eru tækifæri á borð Morgunblaðið/Börkur Arnarson Föt hönnuð af Lindu Björgu Árnadóttur undir merkjum SVO. við þetta mjög kærkomin." Undir þetta tekur Linda, en segir að þrátt fyrir að ísland hafi notið töluverðrar athygli erlendis og öll samskipti séu nú auðveldari en áður, þá hafi t.d. hennar fyrirtæki ekki selt neitt meira fyrir vikið, en SVO-föt eru m.a. á markaði í Bandaríkjunum. „Það tekur mjög langan tíma að kynna merki fyrir kaupendum og það má vel vera að það eigi eftir að skila sér seinna,“ segir hún. Linda segir ennfremur að henni hafi fund- ist nauðsynlegt að ákveða hvort hún vildi hanna föt sem eingöngu væru sýningargripir eða hvort hún vildi reka fyrirtæki og hanna fjöldafram- leidd föt. „Það hefur verið uppsveifla á fjármagnssviðinu á íslandi," segir Linda, „og Nýsköpunarsjóður lagði t.d. peninga í mitt fyrirtæki. Ef hægt er að sýna fram á hugsanlegan gróða er hægt að finna peninga en litlar kröfur eru gerðar til þess hvernig varan lítur út, hönnunin skiptir engu. Það sem vantar hér á landi er stuðningur við hönnunarhliðina sjálfa. Það er auðvitað erfiðara að selja góða hönnun því flestir vilja fylgja straumnum og vera eins og fjöldinn." Á sýningunni á Akureyri mun kenna margra grasa, enda margir hönnuðir að sýna verk sín auk þeirra sem vinna óbeint á vettvangi tísk- unnar. Stund fegurðar og innihalds Það eru meiri forréttindi en margan grunar að fá Erling Blöndal Bengtsson heim í hlað til að halda tónleika, segir m.a. í umfjöllun um tónleika Erlings í ísafjarðarkirkju. Nemenda- sýning í Geysi FYRSTA árs nemar í grafískri hönnun við Listaháskóla ís- lands opna sýningu í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v. Ingólfs- torg á morgun, laugardag kl. 16. Nemendurnir fengu það verkefni í vetur að hanna vegg- spjald Unglistar 2000. Margar hugmyndir bárust og eru nú til sýnis í galleríinu. Galleríið er opið alla virka daga frá kl: 9-17 og lýkur sýn- ingunni 28. maí. LIFANDI HÖNNUN Den Skandinaviske Designh0jskole Lengri námskeið: 18 vikur frá 17.8.2000 39 vikur frá 17.8.2000 21 vika frá 4.1.2001 Styttri námskeid: Kirkjur og list: 19.6-25.6.2000 Máltid og menning: 19.6-25.6.2000 Hönnunar-sumarháskóli: 1.7-14.7.2000 Simi 0045 86448044 www.designhojskolen.dk TONLIST ísafjarAarkirkja EINLEIKSTÓNLEIKAR ERLING BLÖNDAL BENGTSSON Á efnisskrá voru þijár svítur fyrir einleiksselló eftir Johann Sebastian Bach. Svíta nr. 5 í c-moll BWV 1011, nr. 2 í d-moll BWV 1008, og nr. 3 í C-dúr BWV 1007. Tónleikarnir voru á vegum Tónlistarfélags Isa- fjarðar. Laugaidaginn 6. maí kl. 17. ÞAÐ var stór stund að hlýða á Erl- ing Blöndal Bengtsson, sellóleikara, í ísafjarðarkirkju. Erling er, eins og flestum er kunnugt, einn af helstu meisturum sellósins og stórt nafn í tónlistarheiminum. Það er ekki tilvilj- un að tónleikarnir voru á ísafirði. Móðir hans, Sigríður Nielsen, var fædd og uppalin á Eyrinni, dóttir Sophusar Nielsens, kaupmanns og bæjargjaldkera á ísafirði. Sophus var mikill áhugamaður um menningar- mál og hafði forgöngu um að kaupa orgel-harmóníum í Eyrarkirkju, hið fyrsta í kirkjunni, árið 1874. Hann átti sæti í byggingamefnd, þegar gamla bamaskólahúsið var byggt 1901, sat í mörgum fleiri nefndum og var m.a. einn helsti stuðningsmaður bókasafnsins á ísafirði. Sophus eign- aðist 23 börn og hvíla margir afkom- enda hans ásamt honum og konu hans í gamla kirkjugarðinum á ísa- firði. Erling Blöndal var því heiðra æskustöðvar móður sinnar með tón- leikum sínum í ísafjarðarkirkju. ísfirðingum þykir vænt um þessi tengsl eins og fram kom í máli Olafs Gunnarssonar, fulltrúa tónlistarfé- lagsins, þegar hann, í lok tónleikanna, færði meistaranum gjöf til minningar um ísafjörð og heimsóknina. Þar sagði hann m.a. að ísfirðingar kysu að líta á hann sem einn af ættingjum, ef ekki einn af sonum staðarins. Svítumar sem Bach samdi í kring: um 1720 innhalda sex dansa hver. í öllum svítunum er að finna dans- kaflana allemande, courante, sara- bande og gigue. Þá koma einnig fyrir prelude, gavotte, menuetto og bour- rée. Þrátt fyrir sameiginleg heiti danskaflanna eru svíturnar mjög ólíkar innbyrðis. Þær eiga þó sameig- inlegt að teljast til þess besta sem Bach samdi. Túlkun Érlings Blöndals var gríðarlega fáguð og stílhrein. Mýkt og nákvæmni einkenndu flutn- inginn og tónhendingar voru allar meistaralega útfærðar, þar sem beit- ing boga og tónmyndun var einstak- lega falleg og í raun tæknilegt afrek. Hvergi bar á óþarfa átökum með til- heyrandi aukahljóðum. Ekki skorti þó kraftinn, sérstaklega í gigue-kafla d-moll svítunnar nr. 2. Best fannst mér Erling takast upp í sarabande- köflum svítanna þriggja. Hann virtist njóta sín alveg sérstaklega í þeim, einkum í svítu nr. 5 í c-moll, sem var upplifun í hæsta gæðaflokki. Það kom því ekki á óvart að aukalagið var sara- bande-kaflinn úr svítu nr. 1 í G-dúr. Með því að velja aukalag úr einhverri af svítum Bachs, var ekki rofin sú andlega upplifun sem hófst á fyrstu tónum svítunnar í c-moll. Þar með lauk þessum glæsilegu tónleikum sem voru sannkölluð stund fegurðar og innihalds. Það eru meiri forréttindi en margan grunar, að fá Erling Blöndal Bengtsson heim í hlað til að halda tónleika. Kristinn Jóhann Níelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.