Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vandi fylgir vegsemd hverri ÉG ÁRNA Össuri Skarphéðinssyni heilla með hina nýju upphefð. Það skiptir miklu fyrir íslenskt stjómmálalíf að þeir einstaklingar, sem hafa valist til for- ystu flokka, temji sér vandaða framgöngu og ábyrgan málflutning. ^nandi mun for- mannstignin þannig hvetja Össur til að sýna meiri gát í stjómmála- umræðunni en hann virtist oft leyfa sér sem ritstjóri og þingmaður. Viðtöl í fjölmiðlum und- anfama daga benda hins vegar til, að enn þurfi að bíða þess að Össur stilli stóryrðum í hóf. Hann fullyrðir með- al annars að dómsdagsspár hans um efnahagsmál fyrir síðustu kosningar, sem aðrir gerðu fremur lítið með, hafi nú allar reynst sannar og réttar. Össur leiðir Seðlabankann sérstak- lega til vitnis um hið efnahagslega næmi sitt. Undirrituðum hefur jil^nst erfitt að finna þeim hrakför- um, sem Össur lýsti, stað í bókum Seðlabankans. Var gengi krónunnar að hruni komið? Efnahagsspá Össurar fyrir rúmu ári var þessi: Halli á viðskiptum Is- lendinga við útlönd var tifandi tíma- sprengja, hvorki meira né minna. Sprengja þessi átti fljótlega að kosn- ingum loknum að snöggveikja gengi íslensku krónunnar og þannig mundi y«jjðlag hér snarhækka. Tiltrú á ís- lénskt hagkerfi yrði fyrir bí. En hver er reyndin? Nú vill svo til að gengi ís- lensku krónunnar er sterkara en það var þegar Össur sj)áði hinu drama- tíska hmni þess. Astæður styrking- arinnar eru m.a. vaxtahækkanir Seð- labankans og almennt traust og eftirspum í íslensku efnahagslífi. Fremur er kvartað yfir því hér á landi að krónan sé of sterk en of veik. Því er nokkuð öfugsnúið hjá Össuri, að telja það óræka sönnun fyrir skyn- bragði sínu á efnahagsmál, að þróun- in hafi í þessu lykiiatriði orðið á þver- öfugan veg við það sem hann spáði. Mynt Össurar lækkar um tæpan fjórðung Önnur þverstæða er hér hjá Össuri. Hann óttast, sem fyny segir, að dauðagildra Islend- inga felist í hugsanlegri lækkun á gengi gjald- miðils okkar. Samtímis hefur hann lengi átt þá ósk heitasta að við leggjum af krónuna en tökum upp evruna, hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil. Össur hefur hins vegar hljótt um vissa staðreynd, sem honum hlýtur þó að vera kunnug: Evran hefur lækkað um tæpan fjórðung gagnvart helstu gjaldmiðlum heims frá því hún kom fram fyrir rúmu ári. Flestir mundu kalla það hrun á gengi, nokk- uð sem Össur hefur marglýst sem Hrakspár Hrakspá Össurar byggðist á hruni gengis krónunnar, segir Orrí Hauksson. Pótt krónan hafí þvert á móti styrkst síðan þá, gumar Össur samt af því að hafa einn allra reynst forspár. sérstakri martröð sinni. Reynsla Ira, sem hafa svipað og við notið mikillar velgengni undanfarin ár, er núna ein- mitt sú að verðbólga getur snar- hækkað við að taka upp sameiginleg- an gjaldmiðil með stærri ríkjum með mun slælegra efnahagslíf. Fælni Öss- urar gagnvart lækkandi gengi á gjaldmiðlum ætti einmitt að leiða tii þess að hann, manna helst, vildi forða okkar frá slíku óláni, en ekki kalla það yfir okkur. Enn leggur hann lítið upp úr lágmarkssamræmi í málflutn- ingi. Orri Hauksson Efnahagslíf á fullri ferð Engum dylst að mikill gangur er á íslensku efnahagslífi og ný tækifæri sífellt að skapast. Kaupmáttarstökk launþega undanfarin ár á sér vart hliðstæðu í sögu landsins. Vöxturinn hefur varað lengi, enda eru vissir þættir hagkerfisins þegar fullnýttir eða jafnvel ofnýttir. Viðskiptahalli er algengur fylgifiskur uppsveiflu, eftir að fólk hefur lengi haldið að sér hönd- um. Það deila fáir um að viðskipta- halli er ekki æskilegur sem langtíma- ástand. Ragnai'ök eru hins vegar ekki að bresta á. Þaðan af síður voru þau á næsta leiti í fyrra, eins og Öss- ur hossar sér nú af, svo undarlega. Það er ekki nóg að tileinka sér og setja reglulega fram ógnvænleg hug- tök eins og viðskiptahalla, án þess að rýna nánar í. Kemur viðskiptahallinn til af eyðslu eða fjárfestingum, og er ríkið með halla í sínum bókum eða einstaklingarnii'? Svo vill til að ís- lenska ríkið er að greiða niður skuld- ir um tugi milljarða þessi misserin, sem er stærsta sparnaðaraðgerð um áratuga skeið. Það eru einstakling- amir og fyrirtækin sem hafa slíka tröllatrú á framtíðinni að þau, á eigin ábyrgð, stofna til skulda um þessar mundir, en byggja líka upp nýjar eignir um leið. Slíkur halli er allt ann- ars eðlis og hættuminni en ríkishalli. Raunverulegt innlegg, ekki fyrirsagnir Brýnasta viðfangsefnið í efnahags- málum er að auka sparnað og í þeim tilgangi hafa yfirvöld gripið til ým- issa aðgerða undanfarið, sem skila árangri til langs tíma. Fyrst og fremst er ríkið sjálft að minnka skuldir sínar í æ stærri stíl. Vissulega þarf að fylgjast glöggt með vissum þáttum á næstunni, fara að með gát og draga úr ofvirkni í hagkerfinu. Hættumerki á ekki að leiða hjá sér. Það er hins vegar alls ekki tilefni fyr- ir Össur að ítreka margtuggin gífur- yrði, hvað þá halda því fram að hrak- spá hans frá því fyrir kosningar sé þegar orðin að veruleika. Efnahags- mál eru mikilvægt langtímaverkefni, en hvorki viðfangsefni frasahönnuða né fallin til stundarfrægðar fjölmiðla- skörunga. Þau útheimta meiri virð- ingu en svo, að formaður flokks, sem hyggst gera sig gildandi, geti beitt innantómum fyrirsagna- og kosning- astíl í umræðum þar um. Hölundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Stórátak í vega- framkvæmdum um allt land MEÐ ákvörðun rík- isstjórnarinnar um við- bótarfjármagn á vega- áætlun 2000-2004 er verið að stíga eitt stærsta skrefið í sögu íslenska lýðveldisins um sérstakt átak í vegagerð á landinu, eða vegafé upp á 9 milljarða króna og er þá ótalið það sem vænta má sem fyrstu framlög í Sundabraut eftir tvö ár, en reikna má með a.m.k. tveimur milljörðum á fyrstu tveimur árum þess verkefnis þegar það kemur til fram- kvæmda vonandi árin 2003 eða 2004. Það viðbótarfé sem nú er ætlað í mörg átaksverkefni spannar brýn Vegagerð Með viðbótarfjármagni upp á 9 milljarða á vega- áætlun er tekin ákvörð- un um mörg spennandi verkefni um allt land. Árni Johnsen segir að á þessi verkefni hafí verið hrópað um árabil og skipti þau miklu máli í þróun byggða og samgöngum. verkefni um allt land, verkefni í al- mennri vegagerð, ferðamannavegi, iðju- og orkuvegi og jarðgöng á Norðurlandi og Austfjörðum. Sam- göngunefnd Alþingis hefur fjallað um vegaáætlunina í stóru og smáu, en þingmannahópar allra kjördæma koma að málum í hverju kjördæmi. Viðbótarfjármagnið kemur hins vegar inn á síðustu dögum þings- ins sem tillaga ríkis- stjórnarinnar, en nefndarálit samgöngu- nefndar var einróma. I samöngunefnd eru fulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Ambjörg Sveinsdóttir, Guð- mundur Hallvarðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og und- irritaður sem er for- maður samgöngu- nefndar. Fulltrúar Framsóknarflokks eru Jón Kristjánsson og Hjálmar Árna- son, fulltrúar Samfylkingarinnar eru Kristján Möller og Lúðvík Bergvinsson og fulltrúi vinstri grænna er Jón Bjarnason. Orku- og iðjuvegir fyrir milljarð á Austurlandi Byrjað verður í ár á orku- og iðju- vegum á Austurlandi fyrir 1 milljarð kr., aðallega vegum um Fljótsdal og einnig byggingu svokallaðs iðjuveg- ar milli Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar og nýs vegar sjávai'megin við byggð Reyðarfjarðar. 400 milljónir í gatnamót í höfuðborginni Mörg brýn verkefni liggja fyrir í Reykjavík, meðal annars mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut, en til gatnamóta á höf- uðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir 400 millj. kr. 2003 og 2004. Fjár- magnið er ekki markað á ákveðna staði í höfuðborginni, en unnið mun að skipulagsvinnu í þeim efnum. Suðurstrandarvegur í framkvæmd 2001 Til Suðurstrandarvegar millli Þorlákshafnar og Grindavíkur eru veittar af viðbótarfé 400 millj. kr. á árunum 2003 og 2004, 200 millj. kr. til Suðurlandskjördæmis og 200 millj. kr. til Reykjaneskjördæmis en Ámi Johnsen Hljómsveitin norðlenska 200.000 naglbítar sendir frá sér aðra breiðskífu sína, Vögguvísur fyrir skuggaprins, 22. maí næstkomandi. Af því tilefni gefst lesendum mbl.is kostur á að hlýða á skífuna í heild og lesa að auki lýsingu hljómsveitarmanna á lögunum á plötunni. Einnig er hægt að horfa á þrjú myndbönd með hljómsveitinni. Þeir, sem svara léttum spurningum um hljómsveitina eiga, kost á að vinna: • Nýju plötuna með 200.000 naglbítum, Vögguvísur fyrir skuggaprins. • Veggspjöld með hljómsveitinni. • Miða á útgáfutónleikana. • 200.000 naglbíta boli. Útgáfutónleikar 200.000 naglbíta verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum 18. maí næstkomandi. Kíktu á slóðina: http://Www.mbl.is/serefni/naglbitar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.