Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bærinn fær hjól eggjasalans að gjöf Gardabær GARÐABÆR hefur fengið að gjöf sérstakt reiðhjól Sig- inundar heitins Jónssonar. Árum saman hjólaði hann daglega um samfélag frum- býlinga í Garðahreppi og seldi eggin, sem hænurnar hans urpu heima í Hörga- túni. „I uppundir 20 ár fórum við á hverju kvöldi og seld- um egg,“ sagði Álfheiður Björnsdóttir, ekkja Sigmundar, sem gefíð hefur bænum hjólið. „Það datt eng- um í hug að kaupa egg af öðrum en Simrna," sagði Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmála- nefndar og fyrrverandi við- skiptavinur hjónanna. Alfheiður sagði að þau hjónin hefðu flust í Garðabæ árið 1955. Þau byggðu sér hús þar sem nú er gatan Hörgatún og þar býr Álf- heiður enn. „Hænumar voru í bílskúrnum," sagði Álfheið- ur. „Ég man ekki hvað þær voru margar en þetta var þó nokkuð. Það var mikið vesen í kringum þetta, það þurfti að þvo eggin og fleira og bömin hjálpuðu til. Það var ekki allt fengið upp í hend- urnar þá. Öll kvöld fóram við að keyra út á hjólinu í Arnar- nes eða Lundir og Flatir. Stundum komu húsmæðurn- ar eða sendu börnin sín eftir eggjum ef þær vantaði í baksturinn." Þetta atvinnutæki Sig- mundar og Álfheiðar var ekkert venjulegt reiðhjól eins og sést á myndinni hér til hliðar. Þetta var þríhjól með stórri körfu undir eggin yfir tveimur hjólum að fram- an. Álfheiður segir að þau hafi keypt það austur í Hreppum og látið gera upp. Nú eru sonur þeirra hjóna og barnabarn að gera hjólið upp að nýju. Það verður af- hent bænum endurnýjað og hefur þurft að kaupa ófáa varahluti frá útlöndum, seg- ir Álfheiður en farið var að sjá á gripnum sem hafði staðið á stéttinni í Hörgatúni frá því Sigmundur féll frá. Þá var hann löngu hættur að hjóla með eggin enda samfé- lagið orðið breytt; Garðabær orðinn þéttbýll kaupstaður og verslanir á næsta eða þar- næsta homi. Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmála- nefndar Garðabæjar er með- al frumbýlinga í Garðabæ, sem þá hét Garðahreppur, og var í stórum hópi við- skiptavina Sigmundar. „Hann hjólaði í hvert hús í hreppnum og seldi okkur egg og engum datt í hug að kaupa egg af öðmm en „Simma eggjó“.“ Lilja sagði að á þessum ár- um hefðu ekki verið verslan- ir í hreppnum, nema þá kaupfélagið, sem mörgum var í nöp við. „Fyrst var bara rúta sem keyrði á milli og seldi vörur og kaupfélag á Garðaflöt sem flestir vom á móti. Það var betra að kaupa Á þessari gömlu mynd stendur Sigmundur Jónsson við at- vinnutæki sitt, eggjahjólið. eggin af „Simma eggjó“, sem rukkaði líka fyrir Vikuna eða Fálkann og vann hjá bænum sem meindýraeyðir og „altmuligman". Lilja segir að Garðabær sé farinn að koma sér upp vísi að byggðasafni og hafi feng- ið vilyrði um ýmsa hluti frá gömlum Garðbæingum. Að- staða er fengin til að geyma hlutina sem safninu áskotn- ast f kjallara nýja hjúkrunar- heimilisins f bænum og stefnt er að því að setja svo upp sýningar úr safninu hér og þar uns varanleg sýningar- aðstaða fæst með tíð og tíma. Klébergs- skóli er ári eldri Reykjavík TVEIR grunnskólar borgar- innar halda 70 ára afmæli sitt um þessar mundir; Austur- bæjarskóli og Klébergsskóli á Kjalarnesi. Klébergsskóli heldur upp á afmælið í lok 70. skólaárs en Austurbæjarskóli í lok þess 69. I framhaldi af frásögn Morgunblaðsins í gær um 70 ára afmæli elsta Klébergs- skóla, hafa nokkrir haft sam- band við Morgunblaðið til að halda því fram að skólinn sé ekki eldri en Austurbæjar- skóli sem einnig sé 70 ára um þessar mundir. Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi á Fræðslu- miðstöð, upplýsti að vissulega væri Klébergsskóli eldri. Hann hefði verið stofnaður haustið 1929 og héldi afmælis- hátíðina nú í lok 70. skólaárs- ins. Austurbæjarskóli hefði hins vegar tekið til starfa haustið 1930 en hátíðahöld þar eru nú að hefjast í lok 69. skólaársins. Tilraunaverkefni með mælingu og flokkun sorps að hefjast hjá ReykjavLkurborg ÍBÚAR í Breiðholti, Árbæ, Selási og Ártúnsholti verða fram til áramóta þátttakend- ur í könnun á nýju fyrir- komulagi í sorphirðu sem miðar að því að draga úr því sorpi sem fært er til urðunar og auka söfnun endurnýjan- legs úrgangs frá heimilum. I Árbæ, Selási og Ártúns- holti verður sorp losað á tíu daga fresti en ekki vikulega eins og verið hefur; í Selja- hverfi og í fjölbýlishúsum í Bakkahverfi verður losað vikulega og sorpið vigtað en annars staðar í Breiðholts- hverfi verður farið um viku- lega og tunnur tæmdar þeg- ar húseigandi gefur merki um það með því að setja upp flagg sem fylgir tunnunum. Ríó-samkomulagið er hvatinn Einar Bjamason, deildar- stjóri hreinsunardeildar gatnamálastjórans í Reykja- vík, segir að hvatann að þessari tilraun megi rekja til Ríó-samkomulagsins frá 1991 en samkvæmt því skuldbundu aðildarþjóðir sig til að draga verulega úr sorpurðun og auka endur- vinnslu. Undirbúningur hófst í jan- úar og undanfarinn IV2 mán- uð hafa starfsmenn verið þjálfaðir og gengið frá upp- setningu tölvukerfa og slíks. „Kerfið virkar,“ segir Einar. Á tunnumar hefur verið sett örflaga með raðnúmeri og strikamerki sem tengir tunnu ákveðnu húsi. Bíl- stjórar fá að morgni diskling þar sem er að finna upp- lýsingar um leiðina sem aka ber þann daginn. Að kvöldi eru skráðar upplýsingar af disklingnum inn í gagnasafn- ið sem tengist tilrauninni. Tilraunin stendur til ára- móta í því skyni að ákveða hver leiðanna þriggja gefst best en framhaldið verður ákveðið í ljósi rejmslunnar af tilrauninni. I rúmmálskerfi greiða menn fyrir fjölda losana. Farið er vikulega inn í hverf- ið og með merkjakerfi lætur fólk vita hvort það vilji láta losa hjá sér. Þar sem sorpið er vigtað er losað vikulega. Á öskubílnum er vigt þar Sorpið vigtað, mælt og losað sjaldnar sem innihald tunnunnar er vegið og skráð í tölvu. I Árbæ, Selási og Ártúns- holti kemur sorpbíll hins vegar á 10 daga fresti í hverfið en ekki vikulega eins og verið hefur. Á næstu dögum verður dreift í hús í þessum hverf- um bæklingi þar sem kerfið er nánar útskýrt og leiðbein- ingar gefnar um hvað sé hægt að flokka frá sorpi og láta endurvinna. Dregið úr um 30-40% með lítilli fyrirhöfn Aðspurður sagði Einar að hann teldi að flestir ættu með lítilli fyrirhöfn að geta dregið um 30-40% úr því magni sem fer í tunnuna með því að flokka frá niður- suðudósir, plastumbúðir á borð við jógúrtdósir, pappa eins og klósettrúlluhringi og morgunkornspakka, pappír, dagblöð, mjólkurfernur og fleira. Mjólkurfernum má skila í söfnunargáma dag- blaða við fiesta stórmarkaði en þeir verða stækkaðir á næstunni og einnig við end- urvinnslustöðvar Sorpu, þar sem tekið er við öðru því endurnýtanlega efni sem tal- ið var upp hér að ofan. Einar var spurður hvort ekki væri viðbúið að mörg- Morgunblaðið/Porkell Tómas Tómasson sturtar vigtuðu sorpinu aftan í bílinn. Morgunblaðið/Porkell Svona strikamerki er komið á allar öskutunnur í Árbæ, Breiðholti, Selási og Ártúnsholti og þannig skráist eftir at- vikum magn sorps og fjöldi losana frá hverju húsi. um hrysi hugur við fyrir- höfninni en miðað við að með hámarksflokkun og endur- vinnslu megi lækka sorp- hirðugjaldið um e.t.v. helm- ing. Gjaldið er nú 6.000 kr. á ári á hverja tunnu og hefur að sögn Einars nánast staðið undir kostnaði við sorphirð- una í borginni. Hann áætlar að í breyttu kerfi yrði fast gjald, sem yrði lægra en nú- verandi gjald, en að hluta verði innheimt eftir því magni sem frá heimili kemur eða fjölda losana og telur ekki ólíklegt að með hámarksendurvinnslu megi lækka sorphirðugjaldið um helming þannig að sparnað- urinn jafngildi um 250 kr. á mánuði. Hugsa um hverju er verið að henda Hann sagði að vissulega væri þessi fjárhagslegi áv- inningur ekki hár en hér þyrfti að líta til umhverfis- sjónarmiðanna. „Við vonum að fólk fari að horfa á hverju það er að henda frá sér án þess að hafa hugsað um það til þessa. Við þurfum að fara að hugsa um hverju við er- um að henda og það leiðir vonandi til þess að kostnað- ur lækki eitthvað en við megum ekki bara horfa á Kom sér upp EINAR Bjarnason, deildar- stjóri hreinsunardeildar gatnamálastjóra borgar- innar, fór að vinna að undir- búningi tilraunalosunarinn- ar í úthverfunum um áramót og segist strax hafa ákveðið að líta í eigin barm og fara að fiokka sorp heima hjá sér. „Ég kom mér upp flokk- unarstöð heima sem er kassi sem í eru fjórar 15 Iítra og tvær 30 lítra fdtur. I* þær flokka ég plast án skila- gjalds, gler án skilagjalds, alla málma, pappa, dagblöð- in og fleira. Það tekur mig um 6 vikur að fylla föturnar og þá þarf ég að fara í end- urvinnslustöð Sorpu. Einar segist hafa keypt þennan kassa með flokkun- arkerfinu hjá fyrirtæki í flokkunarstöð Kópavogi fyrir um 20.000 kr. „Kassinn er einn metri á hvorn veg og um 40 cm á dýpt og tekur lítið pláss í þvottahúsinu. Ég bý í einu þessara hverfa sem tilraunin nær til. Við erum vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn, og mér sýnist að það fari helmingi minna í tunnuna en áður og ég muni geta látið losa sorp- ið hjá mér hálfsmánaðar- lega. Ég hef ekki verið hug- sjónamaður í þessu máli en það er gaman að sjá hvað maður er búinn að kasta miklu frá sér og hvað hægt er að gera við hluti sem hingað til hafa farið í tunn- una,“ segir hann. „Fjár- hagslegi ávinningurinn er vissulega ekki mikill en í minu tilfelli ætti ég að geta sparað um helming gjalds- ins.“ þetta frá kostnaðarhliðinni heldur líka frá umhverfis- hliðinni,“ sagði hann. Fyrir um mánuði var fólki í tilraunahverfunum sent bréf og Einar segist hafa átt von við sterkum viðbrögðum. „En þvert á móti er fólk ánægt og óánægjuraddir hafa varla heyrst,“ segir hann. Tunnurnar eru tengdar hverju húsnúmeri og dugn- aður við endurvinnslu gagn- ast því öllum greiðendum sorphirðugjalds í viðkomandi húsi jafnvel þótt aðeins sum- ir leggi sig fram en aðrir ekki. Einar játar að hafa fengið spurningar um þessi efni „langflest fólkið hefur verið ánægt,“ segir hann. „I fjölbýlishúsum búa alls kon- ar fjölskyldur og fólk og sumir gera ekki neitt en njóta samt ávinningsins af því sem hinir samviskusömu gera því gjaldið verður inn- heimt í einu lagi. En ef flest- ir í húsinu flokka má segja að það myndist meiri þrýst- sg ingur á þann sem flokkar ekki,“ segir Einar. Hann segir að eins og kerfið er í dag sé ekki boðið upp á að íbúar í tví- og þrí- býlishúsum geti fengið hver sína tunnu. „Það er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir fólk að taka við sér. En við vonumst til að það komi einhver kippur í þetta,“ seg- ir hann. Þeir sem vilja leggja sig fram við flokkunina þurfa svo að fara í endurvinnslu- stöðvar Sorpu til að skila hinu endurnýtanlega af sér. Stöðvarnar eru nokkrar og ferð þangað kallar oft á um 10 mínútna bílferð. Um það hvort til standi að fjölga þessum stöðvum segir Einar að það sé ákvörðun byggða- | samlagsins Sorpu en ekki | hreinsunardeildar borgar- g innar. Magnús Þór Karlsson hjá Boðvaka hefur hannað og sett upp tölvu- og gagna- kerfið og segir að það hafi nú verið prufukeyrt um tíma og virki eins og til er ætlast. Einar segir að notendur muni geta beðið um útskrift á upplýsingum um fjölda los- ana og magn sorps en aðrir geti ekki fengið slíkar upp- lýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.