Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 35 Stone og ruðningurinn Morgunblaðið/Kristinn Leikrit Gerðar Kristnýjar, Bannað að blóta í brúðarlgdl, í samlestri. KVIKMYIVDIR Borgarbíó, Bíóhöllin „ANY GIVENSUNDAY“ ★ ★ Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Stone og John Logan. Aðal- hlutverk: A1 Pacino, Cameron Diaz, Dennis Quaid, Jamie Foxx, James Woods, Jim Brown, LL Cool J, Matthew Modine. 1999. OLIVER Stone vill gera allt stórt í sniðum. Hann finnur morðingja Johns F. Kennedys. Hann skoðar inn í sálarlíf Nixons. Hann tekst á við Víetnamstríðið og þarf heUar þrjár bíómyndir til. Hann fjallar um græðgina á Wall Street. Hann fjall- ar um ofbeldisdýrkunina í Ameríku. Hann er hávaðasamasti krossfari kvikmyndanna. Honum fylgja ávallt stórkostlegar flugeldasýningar. Stone hefur aldrei verið lítUlátur, ljúfur, kátur. Hann hefur alltaf verið eins og taugastrekktur fíll í postu- línsbúð. Hann tekur fyrir stór og mikil viðfangsefni og gerir þau enn- þá stærri og meiri. Stundum er eins og hvíta tjaldið ætli að kikna undan látunum í honum. Svo þið skuluð ekki búast við neinum rólegheitum þegar þið farið og sjáið hvemig hann fjallar um am- eríska ruðningsboltann í myndinni „Any Given Sunday“ eða Alltaf á sunnudögum. Reyndar er myndin Þessi tróskúlptúr eftir Daníel Hjört er meðal gripa á sýningu hans í Listhúsi Ófeigs. Konur og m§nn hjá Ófeigi DANÍEL Hjörtur opnar sýningu á tréskúlptúrum á morgun, laugar- dag, kl. 15, íListhúsi Öfeigs, Skóla- vörðustíg 5. Sýning ber yfir- skriftina Konur og menn og er opin á almennum verslunartíma til 27. maí. ------------ Menningar- mál í Bæjarbíói MENNINGARMÁLANEFND Hafnarfjarðar heldur menningar- málþing í Bæjarbíói á morgun, laug- ardag, kl. 10-15.30. Yfirskriftin er „Hvert viljum við stefna í menning- armálum" og verða hugmyndir manna þar um kynntar. Þá verður rætt um hlutverk sveitarfélaga í menningarmálum og safnabæinn Hafnarfjörð. Fundarstjóri verður Viðar Eggertsson. Að málþingi og kaffiveitingum loknum verða afhent- ir styrkir til lista- og menningar- starfsemi. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. einvörðungu fyrir áhugamenn um ameríska ruðninginn. Mjög stórir hlutar hennar gerast inni á vellin- um, talsmátinn er allur bundinn fót- boltaklisjum, allt snýst um karl- mennsku og þor og karlmennsku og vinskap og karlmennsku og liðs- heild. Innan í því öllu saman eru svo stærri máhn (það eru alltaf einhver stærri mál hjá Stone) sem fjalla um það þegar íþróttastjarna finnur sinn vitjunartíma, íþróttastjarna finnur sig í liðsheildinni, íþróttastjama fæst við frægðina. Og myndin er um kynþáttafordóma í íþróttinni, hvern- ig flestir leikmennimir em svartir en eigendurnir hvítir, um gamla tímann og þann nýja í íþróttaþjálf- uninni, íþróttafjölmiðla, íþróttaslys, lyfjanotkun og lyfjamisnotkun. En fyrst og síðast fjallar hún um mðn- inginn, sjálfan leikinn inni á vellin- um sem Stone reynir að mynda þannig að áhorfandanum finnist hann vera einn af liðsmönnunum. Frásagnaraðferðin er orðin gamalkunnug og hefur eins og í mörgum fyrri myndum leikstjórans það að aðalmarkmiði að áhorfandan- um leiðist aldrei, jafnvel þótt ekkert merkilegt sé að gerast á tjaldinu. Stone klippir hratt og leikur hávaða- rokk undir og skýtur myndskreyt- ingum inn í samtöl sem honum sjálf- um virðist leiðast. í einu tilviki er A1 Pacino, gamalreyndi þjálfinn, að tala við Jamie Foxx, nýju, órólegu stjörnuna, um liðsheild og Stone klippir inn í það samtal senur úr hin- um fræga kappleik í Ben Húr þar sem Charlton Heston er á fleygiferð í hestvagni. Samlíkingin á sjálfsagt rétt á sér (ef þú nennir að pæla í því í mynd um ruðningsbolta) en svo ruglar Stone áhorfandann enn frek- ar í ríminu þegar allt í einu Heston á gamalsaldri birtist í litlu hlutverki í myndinni hans; um hvað er Stone þar að fjalla í mynd um ruðnings- bolta? Er hann kominn út í kvik- myndasögu? Skiptir það einhverju máh? A1 Pacino er kannski það besta við þessa óróasömu mynd, enda enginn venjulegur leikari. Hann getur meira að segja tekið gömlu þjálfara- tugguna og fundið í henni nýtt líf. Dennis Quaid fer líka vel með rullu gömlu íþróttahetjunnar sem veit að þetta er búið og Jamie Foxx er ágætur sem unga stjarnan sem vill vinna leikina einn og sjálfur. Verri er Cameron Diaz í hlutverki eiganda liðsins. Henni tekst ekki að vera sannfærandi eigandi ruðningshðs. Eins og áður sagði er þetta „stóra“ úttekt Oliver Stones á amer- íska ruðningsboltanum og hún er ekki nema fyrir innvígða. Hann sér manni fyrir nægu áreiti til þess að láta manni ekki leiðast þessi langa, langa mynd en þegar upp er staðið veltir maður því fyrir sér hver til- gangurinn með henni var. Og hvort maður var ekki búinn að sjá þetta allt saman áður í öðrum umbúðum. Æfingar hafnar á einleik í Kaffi- leikhúsinu Á ÞESSU ári mun Kaffíléikhúsið í Hlaðvarpanum standa fyrir sýn- ingu á sex einleikjum eftir fslenska og erlenda höfunda undir yfír- skriftinni I öðrum heimi og eru æf- ingar hafnar á þeim fyrsta. Það er leikrit Gerðar Kristnýjar Bannað að blóta í brúðarkjól í leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur. Leikari er Nanna Kristín Magn- úsdóttir. Leikmynd og búninga hannar Rannveig Gylfadóttir. Leikritið fjallar um Elsu sem er brúður dagsins - þessa dags sem er merktur ótrúlegri samsuðu af sið- um og venjum að ekki sé talað um hjátrúna úr öllum áttum. Vortónleikar Landsvirkjun- arkórsins LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur árlega vortónleika í Grens- áskirkju, á morgun, laugardag, kl. 16. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt að vanda. Einsöngvarar verða þau Þuríður G. Sigurðardóttir og Þor- geir J. Andrésson og hljómsveitin Stormur, ogfélagar úr Harmoniku- félagi Reykjavíkur leika nokkur létt lög. Hljóðfæraleik annast Kolbrún Sæmundsdóttir á píanó og Guðni A. Þorsteinsson á harmoniku. Stjórnandi kórsins er Páll Helgason. Arnaldur Indriðason Minningartóiileikar Rey kj alundar kór sins REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í minningu Lár- usar Sveinssonar trompetleik- ara í Áskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 16. Lárus stjórnaði kórnum frá 1986 þar til hann lést í janúar síðastliðnum. Stjórnandi er Símon H. ívars- son gítarleikari, undirleikari er Judith Þorbergsson fagottleik- ari og einsöngvari er Ásdís Arn- alds. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, lög úr Misa Flamenca og verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, J. Arcadelt, Strav- insky, T. Kverno, Bruckner, Grieg og fleiri. Kórinn mun halda tvenna tón- leika í sal Varmárskóla 7. og 11. júní. Hreinlætis- daear tækjai Vandað salerni með lokuðum fæti og setu 14.900 kr. 19^46 HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Menningarmál... ...í Bæjarbíói, Strandgötu 6, þann 13. maí Menningarmálanefnd Hafnarfjaröar heldur menningarmálþing í Bæjarbíói þann 13. maí klukkan 10.00-15.30. Yfirskriftin er: „Hvert viljum við stefna í menningarmálum.“ Fundarstjóri er Viðar Eggertsson sem sér um að þátttaka gesta verði sem mest. ► 10.00 Setning: Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. ► 10.15 Dagskrá málþings: Marín Hrafnsdóttir, menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. ► 10.20 Hlutverk sveitarfélaga í menningarmálum: Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og þróunarsviðs Reykjavíkurborgar. ► 11.00 Safnabærinn Hafnarfjörður: Vinnuhópur safnafólks í Hafnarfirði. ► Hádegishlé ► 13.00 Hvert viljum við stefna t menningarmálum? - Kynning á hugmyndum listamanna. Halldór Árni Sveinsson, formaður Listafélags Hafnarfjarðar. - Menningarmálanefnd og stefnumótun. Kristinn Andersen, formaður menningarmálanefndar. ► Kaffihlé ► 16.00 Styrkir afhentir. Að loknu menningarmálþingi verða styrkir til lista- og menningarstarfsemi afhentir. Styrkþegar greina frá því sem þeir eru að gera og nokkrir leika, syngja eða lesa fyrir gesti. Allir eru velkomnir á afhendinguna, sem gefur góða mynd af því sem er að gerast í lista- og menningarlífi Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi Hafnarfjarðar í síma 565 4915 og í pósti menning@hafnarfjordur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.