Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 26

Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU HAFSJÓR TÆKIFÆRA AMERÍSK-íslenska verslunarráð- ið boðar til ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum miðvikudaginn 17. maí næstkomandi undir heitinu: Haf- sjór tækifæranna. A ráðstefnunni flytja erindi íslenskir og erlendir sérfræðingar og stjórnendur í sjávarútvegi. Aðrir þátttakendur eru boðaðir sérstaklega til ráð- stefnunnar. Ætlað að auka skilning okkar „Sjávarútvegur og framboð sjáv- arafurða í framtíðinni mun byggj- ast á sjálfbærri og ábyrgri nýtingu villtra stofna og sívaxandi fiskeldi víða um heim. Um það vitnar þró- unin undanfarin ár og allar spár kunnáttumanna. Sjávarútvegur víða um heim er einnig háður því að neytendur líti á sjávarafurðir sem ómissandi þátt í hollu mataræði, að þær séu heil- næmar og ómengaðar og að þeirra sé aflað í sátt við náttúruna. Á ráðstefnunni verður sérstak- lega fjallað um framboð sjávar- afurða í náinni framtíð með hlið- sjón af fiskveiðistjórnun annars vegar og vaxandi hlut eldisafurða hins vegar og til þess fengnir bæði heimsþekktir fræðimenn og menn með sérfræðiþekkingu og mikla reynslu úr sjávarútvegi og mark- aðsmálum. Henni er þannig ætlað að auka skilning okkar á fiskveiði- Ráðstefna um stöðu sjávar- útvegs og fram- boð sjávarafurða stjórn og framboðsmálunum næstu árin og vera vegvísir inn í nýju öldina,“ segir í frétt um ráðstefn- una. Til ráðstefnunnar er sérstaklega boðið forsvarsmönnum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og sam- taka ásamt innlendum fræðimönn- um. Ráðstefnan er ekki opin al- menningi og er þátttakendum boðið til hennar sérstaklega hverj- um og einum. Ráðstefnan fer öll fram á ensku. Hún verður haldin í þingsal 5 (bíósalnum) á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 17. maí klukkan 10.00 - 15.30 Þrír íslenskir fyrirlesarar Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands. Friðrik Pálsson, stjórnar- formaður SÍF, setur ráðstefnuna. Næst flytur Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra erindi um ís- lenskan sjávarútveg í upphafi nýrrar aldar. Þá er erindi dr. Gordon R. Munro, prófessors við háskólann í Bresku-Kólumbíu í Kanada, um fiskveiðistjórnun á ákveðnum stöðum í heiminum. Richard Gutting, framkvæmda- stjóri National Fisheries Institute í Bandaríkjunum, Sjávarútvegs- stofnunar Bandaríkjanna, fjallar um fiskveiðistjórnun í Bandaríkj- unum. Charles (Chuck) Bundrant, framkvæmdastjóri Trident Sea- foods Corp., í Bandaríkjunum, tal- ar um reynslu bandarískra fyrir- tækja af mismunandi fiskveiði- stjórnun og framtíð sjávarútvegs í Alaska. Síðastur fyrir hádegisverð talar Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, um þróun í innlend- um og alþjóðlegum sjávarútvegi. Eftir hádegi fjallar Leslie Dean, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador, um sjávarútveg á Nýfundnalandi í upphafi nýrrar aldar. Trond Björndal, prófessor í fiskihagfræði við viðskiptaháskólann í Bergen í Noregi, flytur erindi sem hann nefnir Fiskeldi, keppinautur eða samherji hefðbundins sjávarút- vegs? Loks flytur Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater Sea- food Corp. í Bandaríkjunum, erindi um framboð og eftirspurn á mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Fengu tvo hákarla ÞEIR Gunnsteinn Gislason og Guðmundur Jónsson fengu nýlega tvo hákarla á línu skammt undan Krossnesi. Hákarlalóðirnar Iögðu þeir um leið og grásleppunet, en ekki var hægt að vitja fyrr en eftir 10 daga vegna veðurs. Lóð- irnar voru lagðar 7-8 mflur NA frá Krossnesi, og tveir hákarlar voru í lóðunum, stærri hákarlinn var 800 kfló og 4 metrar að lengd en sá minni 450 kfló og 3,80 að lengd. Að sögn Gunnsteins og Guðmundar verður hákarlinn verkaður en Guðmundur á Mun- aðarnesi er þaulvanur hák- arlaverkun. Að sögn Gunnsteins er grásleppuveiði mjög treg og er hann sá eini hér í hrepp sem lagði grásleppunet, en hann gerir út bátinn Óskar III ST 40. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Félagarnir Gunnsteinn og Guðmundur með aðra ókindina. Siglingakeppni milli Paimpol og Reykjavíkur í sumar Fara sömu leið og Islandssj ómennirnir París. Morgunblaðið. SAGA Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi er óneitanlega samoftn Islandi. Frá Paimpol og héraðinu í kring héldu franskir sjómenn á íslandsmið yfir 83 ára tímabil eða frá 1852 til 1935. Á þessum árum fórust 2.000 franskir sjómenn við strendur Is- lands og 100 skonnortur hurfu á mið- unum. I dag er varla sú fjölskylda á svæðinu sem ekki átti skyldmenni sem fórst við ísland og er þetta að öll- um líkindum það hérað í Frakklandi sem tengist íslandi hvað mest. Yann Huchet, Dominique Taillefer og Michel Morin, íbúar í Paimpol, hafa átt þann draum að minnast þessa tímabils nú í upphafi 21. aldarinnar með eftirminnilegum hætti. Því hefur verið ákveðið að efna til siglinga- keppni í sumar frá Paimpol til Reykjavíkur, þar sem sigld verður sama leið og Islandsjómennimir fóru forðum daga. Undirbúningur hefur staðið í nokkum tíma og hafa skipu- leggjendur farið til íslands af því til- efni. Heimsóttu þeir m.a. Fáskrúðs- fjörð, aðalviðkomustað frönsku sjómannanna hér á landi. í Paimpol og nágrannabæjum verður ýmislegt á dagskrá frá 14. til 18. júní þegar Sigríður Á. Snævarr sendiherra í París mun ræsa keppn- ina. Skútumar munu þá leggja úr höfri í Paimpol og sigla hina 1.300 sjó- mílna löngu leið til Reykjavíkur. Reiknað er með að þær fyrstu nái til hafnar í Reykjavík 25. júní og þær síðustu komi 1. júlí. Tvö skólasldp frá sjóhemum, sem byggð vom árið 1939, nákvæmar eft- irlíkingar af skonnortunum sem sigldu á íslandsmið, munu á táknræn- an hátt opna leiðina fyrir siglinga- keppnina. Þessi skip munu leggja úr höfn í Paimpol 3. júní og er áætlað að þau sigli inn Reykjavíkurhöfn á þjóð- hátíðardag okkar, 17. júní. Sama dag leggur endurgert víkingaskip Eiríks rauða úr höfn vestur um haf og munu skonnortumar tvær fylgja skipinu úr höfn. Mikið kynningarátak hefur verið sett í gang og heilmikið hefur verið skrifað um keppnina í blöðum í Frakklandi. Fjöldi skráðra þátttak- enda í keppnina er vonum framar, alls em um 30 skútur skráðar. Stærsta skútan sem í dag er skráð er með ís- lenskri áhöfn og em það einu íslend- Morgunblaðið/Þorbjörg Sigríður Á. Snævarr, sendi- herra Islands í Frakklandi, virð- ir fyrir sér minningarskildi um íslandssjómenn á vegg við kirkjugarðinn í Paimpol. ingarnir sem fram til þessa hafa skráð sig. Sigríði Á. Snævarr sendiherra og Magnúsi Ásgeirssyni svæðisstjóra Flugleiða í París var boðið í heimsókn til Paimpol nú á dögunum í tilefni væntanlegrar siglingakeppni og dag- skrár í kringum hana. Farið var í tveggja tíma kynnisferð um Paimpol og í nágrannaþorpið Ploubazlanec.S- jóminjasafnið í Paimpol var heimsótt, kirkjan í Ploubazlanec, en þar hanga uppi minningaskildir margra sjó- manna, sem ættingjar hafa sett upp. Farið var upp að Ekknakrossinum (La Croix des Veuves), þar sem eigin- konur og mæður frönsku sjómann- anna stóðu tímunum saman og horfðu til hafs í von um að sjá til skonnortn- anna. íslandssafnið var heimsótt og að lokum farið í kirkjugarð Ploubazlan- ec. Þar er sérstakur veggur þakinn minningarskjöldum með upplýsing- um um þau skip sem aldrei komu til baka og fjölda þeirra sjómanna sem fórst með hveiju skipi. í tengslum við þennan viðburð hef- ur verið skipulögð ferð frá Frakklandi til íslands, fyrir þá sem vilja fylgjast með komu skútnanna til Reykjavíkur í lok júm' og hafa 80 manns nú þegar skráð sig í ferðina. Frönsk fyrirtæki koma að þessu auk Reykjavíkurborgar og Flugleiða í París. Keppnin er einnig hluti af dag- skrá Menningaborgar Reykjavíkur. BRONCO ocj PIAMOND SCOTT • GIANT • BRONCO VIVI QIANT BRONCO DIAMOND scon Hamax Brancale og Hamax «► 1$Í VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar. barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraöamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bila og margt fleira. 5% staögreiöslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Alvöru reiöhjólaverslun ótrúlegt úival og frábært verö VnnfJiö valiö vmliö í scrvcrslun varahluta- og viðrjcröarjijónusta zr<r,- Armula 40 Sími: 553 5320 Iferslumn V AMRK Árs ábyrgð Reiðhjólahjálmar frá og frí upphersla eftir nnonco ^ HAMAX. vivj wtaarmzzjz €uSmr eurostar diamond einn mánuð Barnasæti frá I Barnahjól fyrir 3-6 ára frá | Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól frá Fjallahjól fyrir dömur frá Fjallahjól fyrir börn frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.