Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 39

Skírnir - 01.04.1910, Page 39
Daði Nielsson _fróði“. 135 Daða, þótt fátækur væri og umkomulaus, en hinna auð- ugu manna Níelsar kaupmanns Havsteins og Jóns hins auðga í Gröf á Höfðaströnd1). Sýnir þetta bezt álit hans og vinsældir hjá þessum mönnum. Á jólaföstu 1856 fór Daði í bókasöluferð vestur um sýslur. Fór hann um Skagafjörð og vestur í Húnaþing og ætlaði að fara alt út í Spákonufellshöfða. Gekk hann út Langadal og gisti um nótt á Breiðavaði hjá Jónasi fyrrum hreppstjóra. Lagði hann upp þaðan að morgni 8. des. í hægviðri, en með því að veður var ótryggilegt, bauð Jónas honum að vera aðra nótt, en hann taldist undan og kvaðst verða að flýta sér. Jónas kallaði veður ískyggilegt. Þá svaraði Daði: »Varla mun eg úti verða, en komi það upp á, mun ei þurfa að leita mín, því ganga mun eg það sem fætur toga, en ei setjast að í villu til að missa limi mína«. Eftir það spurðist eigi til Daða fyr en á miðju næsta sumri, að lík hans fanst við Laxár- ós í Refasveit og eigi annað með honum en bréfaveski hans. Eru það tilgátur manna, að hann hafi gengið fram á snjóhengju i hríðinni og hrapað ofan fyrir2). Þegar lát Daða spurðist var þetta kveðið (af Gísla Konráðssyni?): Daði fórst inn fróði frægr at minni gnægu áttar Islands þátta ærin skil at færa. Fóstrjarðar flestu fann ártöl at sanna Jingar geymd i haga; hver mun slíkur vera? Daði var meðalmaður á hæð, grannlimaður, herða- *) Árhók Grisla Konráðssonar, Lhs. 1121, 4to, hls. 336—7. 2) Árbók Gísla Konr. bls. 336 og æfiágr. Daða eftir Jón Borgf. í Isafold VIII, 2. Ber þeim saman að öðru en því, að Jón Borgf. segir að lík Daða hafi fundist eftir 3 daga, en það hlýtur að vera rangminni, því Ministerialbók Höskuldsstaðakirkju her það með sér, að Daði var eigi jarðsettur fyr en 4. júli 1857.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.