Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Síða 50
5°
einum eikarbút, eins og enn er títt hjá ýmsum villi-
þjóðum Vestur- og Suðurheims (canoes), eins og flytja
ætti heilan her manna yfrum. Enda hafði Atli boðað
miklar dýraveiðar, eins og vandi hans var á friðar-
tímum, til þess að Húnum skyldi ekki fyrnast bog-
mennskan, en þeir voru bogmenn hverri þjóð meiri
bæði að beinskeyti og harðskeyti. þ>ar fengu þeir
Maximínus flutning yfir Dóná. Eigi alllangt þaðan
hafði Atli slegið landtjöldum. Hinir húnsku sendi-
menn skildu hér við Rómverja og héldu á undan
þeim á fund konungs síns. þegar þeir Maximínus
voru komnir nokkrar dagleiðir frá ánni að norðan-
verðu, komu húnskir riddarar til þeirra og sögðu, að
konungur ætti von á þeim, en bönnuðu þeim að tjalda
þar sem þeir höfðu valið sér tjaldstað nokkuð hærra,
en tjöld Húna stóðu, kváðu óhæfu, að nokkur tjaldaði
á bletti, er hærra lægi en tjaldstaður Atla sjálfs.
Rómverjar fluttu sig þá úr stað ; en ekki leið á löngu,
áður en þar komu hinir fyrri húnsku sendimenn, Ede-
kon og Orestes, og með þeim Scotta, bróðir Onege-
síusar, helzta ráðherra Atla konungs; spurðu þeir,
hvert erindi Rómverja væri. Kom þetta flatt upp á
Maximínus, en þó afsagði hann að gjöra uppskátt
erindi sitt við nokkurn mann, nema Atla sjálfan, eins
og alkunnur siður væri milli konunga og þjóða. Var
honum þá boðið að hverfa aptur við svo búið. En —
um það hann var búinn að taka sig upp, til þess að
halda heimleiðis aptur, komu • boð frá Scotta, sem
Rómverjar höfðu trygt með gjöfum, að þeir skyldu
halda áfram ferðinni á fund Atla. Daginn eptir voru
þeir boðaðir á konungs fund. Er þeir gengu inn í
konungs tjaldið, sáu þeir Atla, hvar hann sat á tré-
stól í miðju tjaldi. Maximínus gekk fyrir konung,
kvaddi hann, afhenti honum bréf frá stólkonungin-
um, og bætti þessum orðum við: ^Keisarinn óskar