Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Qupperneq 78
7«
stofnuðu ríki bæði á Norðurlöndum, f>ýzkalandi, Frakk-
landi, Spáni og á Ítalíu sjálfri, yrktu landið, bygðu
land lögum, samlöguðu sig hinni grísku og róm-
versku mentun1 og veittu allri miðaldarsögunni í nýjan
farveg? Orsökin var sú, að Húnar fóru sem logi yfir
akur, eyðilögðu, en bygðu ekkert í staðinn, einsográs-
þjóðunum (Nomadæ), svo sem Tartörum síðar og Mon-
gólum (Dchingiskan, Tamerlan), er títt. f>ví meira
sem þeir lögðu í eyði, þess meira landrými þurftu
þeir handa mönnum og skepnum, og þess vegna urðu
þeir ávalt að leita sér nýrra haga og afrétta. f>eir
stunduðu ekki jarðyrkju og lítið verzlun, og leituðu
yfir höfuð engrar staðfestu, þar sem Gautar þar á móti
fóru í víking og hernað, sér í lagi til þess að leita
sér nýrrar staðfestu. Sjálfur Atli, sem vafalaust var
afbragðs-herkonungur upp á sinn máta, gat ekki haldið
þeim þjóðahóp saman, sem hann réði yfir, nema með
yfirgangi, ráni og gripdeildum, og svo þær ekki tvístr-
uðust og sundruðust, var hann tilneyddur að halda á
þeim hitanum með nýjum og nýjum leiðangrum til
þess að leita sér og þeim fjdr og frama. Sjálfur Nifl-
ungaauður hefði ekki getað hrokkið handa þessum
sæg, sem drakk og át af gullskálum og varla þekti
aðra lífernisháttu, en veiðar, drykkjur og bardaga.
1) það er gaman að heyra Sidonius Apollinaris leggja
þjóðreki Vestur-Gauta konungi þessi orð í munn:
-----Mihi Bomula dudum
Per te jura placent, parvumque ediscere jussit
Að tua verba pater, docti quo prisca Maronis
Carmine molliretScythicos mihi pagina mores.
—Panegyr. Aviti.
Gotnesku þjóðirnar hafa ávalt verið námfúsar; Húnar
lærðu ekkert og vildu ekkertlæra nema rómverskt sællífi. þjóð-
rekur mikli af Verona (Bern), Italíukonungur, lét sér um-
hugað um, að reisa upp og viðhalda minnismerkjum Bóma-
borgar. Húnar brendu, hvar sem þeir komu.