Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 83
«3
landi finnist steingjörvar skeljar, og dregur af þvi, að
fyrrum hafi flói eða íjörður skorizt þar upp í land,
sem nú er Nílárdalur, en síðan hafi fjörðurinn fylzt af
árburði. Ovidius segir og með berum orðum, að nú
sé sumstaðar þurt land, þar er áður hafi sjór verið
og sæskeljar finnist langt frá sjó. Plinius talar og
um ýmsa steingjörvinga, en getur þess þó eigi, hvern-
ig á þeim standi, eða hvernig þeir séu til orðnir. Á
miðöldunum lá öll náttúruþekking í dái, og því er eigi
að búast við, að menn frá þeim tíma finni mörg rit
um steingjörvinga. Páfarnir og klerkastéttin reyndu
með öllu móti að drepa niður allar rannsóknir og á-
huga manna á vísindunum; það var þá álitinn óþarfi
af mörgum eða markleysa eða jafnvel guðleysi, ef
menn reyndu að skýra fyrir sér náttúrulögmálin og
sýna sambandið á millum þeirra. í byijun 16. aldar
voru náttúruvísindin nýlega farin að rakna við, en
voru þó að mörgu leyti enn blandin hindurvitnum og
hégiljum. Steingjör bein áttu öll að vera úr mönnum
og dýrum, sem drukknað hefðu í Nóaflóði; en sumir
sögðu, að þar sæist aðeins leikur náttúrunnar, og tilraun-
ir til að mynda lifandi skepnur. Frá þeim tímum eru
enn til margar bækur og ritgjörðir um risabein, sem
fundizt höfðu í jörðu, og voru það vanalega fílabein.
í>ess eru jafnvel dæmi, að slík fílabein voru haldin
helgra manna bein, skrínlögð, borin í prósessíum og
höfð til áheita. Leibnitz heimspekingur sagði, að fíls-
tönn, sem fannst í jörðu, væri horn af einhyrningi.
Bein úr stóru froskdýri (salamöndru), sem fundust í
Sviss 1725, áttu að vera úr manni, sem drukknað hefði
í Nóaflóði o. s. frv. Fleiri heimsku mætti hértilfæra,
en það væri tilgangslaust. Á miðri 18. öld voru fáir,
sem létu sér slíkt um munn fara, en reyndu að gjöra
sér það skiljanlegt á annan hátt. Mammútsbein, sem