Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 100
Um tvö atriði í Víga-Glúmssögu.
i.
Vig Gríms á Kálfsskinni eða
þorvalds i Haga.
(Landnáma 3,13 Glúma k. 27.).
Eftir Eggert O. Brím.
Urn víg það, er deild varð af á milli Einars þveræ-
ings Eyólfssonar og víga-Glúms, eftir að Glúmr var
kominn að J>verbrekku í Öxnadal, eru tvennar frásagn-
ir. Önnur frásögnin er íLandnámu1, en hin í Glúmu2,
og koma þar fram eigi allfáar missagnir bæði um ein-
stök atvik og einkum um ættir og nöfn þeirra manna,
er við vígið voru riðnir. í Landnáma bók hinni elztu
(handritinu B) og í Hauks bók (C) eru að eins raktar
ættir þeirra, en í Melabók (E) er bætt við frásögnum
vígið og atburði þá, er eftir fóru. í Glúmu er frásögn-
in greinilegri, sem við er að búast, en þó segir Mela-
bók sumt fyllra. Báðar hafa vísur þeirra Brúsa Halla-
sonar hins hvíta, Einars pveræings og víga-Glúms, er
sýna, að viðburðrinn er sannr, þó að um hann hafi
missagnir orðið.
1) Ldn. 3, 13: ísl. s.2 I, 209—210 sbr. athugagr. 10.
2) Gl. k. 27 : Isl. forns. I, 81—86, — og er þar einnig
prentuð frásögn Landnámu eftir Melabók bls. 109—110.