Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Síða 131
13>
(sem er hið sama orð sem hið danska tigge) i6835.
Orðmyndin Naddoðr (er áðr hefir oft verið ranglega
ritað Naddoddr) er rétt; enn eignarfjalls myndin Nadd-
odar 2q15 og þágufallsmyndin Naddoði 29,,, eru eigi
réttar. Naddaðr hneigist eins og fagnaðr. Fagnaðr
getr haft að minsta kosti fjórar myndir í nefnifalli og
þolfalli: fagnaðr, fagnoðr, fognoðr, fögnuðr ; fagnað,
fagnoð, fognoð, fögnuð; í eignarfalli eina mynd, fagn-
aðar; í þágufalli fagnaðe, fagnaði. Myndirnar fagn-
oðar og fagnoði hefi eg eigi fundið, og hygg, að þær
sé eigi til. þannig geta verið til myndirnar Naddaðr,
Naddoðr, Noddoðr, Nödduðr; Naddað, Naddoð, Noddoð,
Nödduð; Naddaðar; Naddaðe, Naddaði; í I.andnb. Kh.
1843, 8418, finst eignarfallsmyndin Naddoðs, enn hún er
eigi rétt. Eignarfallið af Naddoðr á því að vera Nadd-
aðar, eins og það finst ritað i Njáls sögu, 1875, k. 476;
þágufallið Naddaði.
þessar stafvillur rýra eigi gildi þýðingarinnar,
sem i heild sinni er einkar vel af hendi leyst. Bókin
er, eins og hún nú kemr fyrir almennings sjónir, vel
úr garði gerð og má teijast með hinum nytsömustu
bókum, er út hafa komið á íslenzku.
26/7 82. Jón porkelsson.
n.
Nj ála,
gefin út 1875.
Sagan af Njáli J>orgeirssyni og sonum hans eða Njála
var gefin út í fyrsta sinni í Kaupmannahöfn árið 1772,
9*