Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Fréttir Virðisauki hlýtur dræmar undirtektir Ekki virðist ætla að blása byrlega fyrir stjómarfrumvarpi fjármálaróð- herra um virðisaukaskatt. I umræð- um á Alþingi í gær lýstu fulltrúar stjómarandstöðuflokkanna þriggja allir yfir andstöðu við frumvarpið í þeirri mynd sem það er lagt fram. Formaður þingflokks Framsóknar- flokksins sagði að sníða þyrfti af því vankanta áður en hægt yrði að lög- festa það. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði að með virðisaukaskattinum væri verið að flytja til skattbyrði í landinu. Verið væri að leggja nýja skatta á þá sem allra lægstu og lélegustu kjörin hefðu. Verið væri að íþyngja ein- staklingum en létta byrðar af fyrir- tækjum. Einkaneyslan væri skattlógð um 2,4 milljarða í viðbót með virðisaukaskatti en skattar af atvinnurekstri lækkuðu um 2,1 milljarð. „Slík skattkerfisbreyting kemur ekki til greina af hálfu þeirra sem raunverulega bera hag láglauna- fólks fyrir brjósti,“ sagði Svavar. Stórkostleg aukning á skrif- finnsku Hann sagði að það þýddi stórkost- lega aukningu á skriffinnsku að taka upp virðisaukaskattinn. Gagnrýndi hann að engar upplýsingar hefðu komið fram um hvað þetta kerfi kostaði. Hann sagði að ríkisumsvif myndu aukast um 2,1 milljarð króna, eða um 1,4% af þjóðarframleiðslu. Kvaðst hann engin rök hafa heyrt sem sannfærðu hann um að virðis- aukaskatturinn skilaði sér betur en endurbætt söluskattskerfi. Svavar sagði ekki í frumvarpinu neitt ákvæði um millifærsluráðstaf- anir eins og niðurgreiðslur. Því væri ekki hægt að ganga út frá neinu öðru, ef menn samþykktu þetta frumvarp, en að búvörur hækkuðu um 24%. Upplýsingar vantar Kvaðst hann ekki hafa séð neinar tillögur um hvemig endurgreiðslu- kerfi til húsbyggjenda ætti að vera. Óttaðist hann að það gæti orðið klúður. Hann sagði alveg vanta upp- lýsingar um hvemig 450 milljóna króna niðurgreiðsla á húshitunar- kostnaði væri hugsuð. Spurði hann hvaða hugmyndir væm um útfærsl- ur á bamabótum. Ekki væru tæmandi upplýsingar um hvað yrði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Eðlilegast taldi Svavar að ríkis- stjómin fengi frumvarpið aftur. Sett yrði á fót nefnd allra flokka til að endurskoða allt tekjuöflunarkerfi ríkisins. Loks kvaðst hann gagnrýna það sérstaklega hvemig ríkisstjóm- in hefði sniðgengið stjómarandstöð- una í sambandi við þetta frumvarp. Jón Baldvin Hannibalsson kvaðst sérstaklega taka fram að þingflokk- ur Alþýðuflokksins styddi ekki þetta frumvarp. Sagði hann ástæðu til að ætla að ekki væri einhugur um það innan Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Véfengdi hann að slík „framsóknarmoðsuða" ætti upp á pallborðið í þingflokki Framsóknar- flokks. Allt of há prósenta Jón Baldvin sagði Alþýðuflokkinn andvígan frumvarpinu einkum vegna þess að prósentuálagningin væri allt of há. Taldi hann það geta haft mikil verðhækkunaráhrif. Hlið- arráðstafanir, sem gert væri ráð fyrir, væm einnig með öllu óað- gengilegar. Alþýðuflokksmenn myndu undir engum kringumstæðum fallast á niðurgreiðslur sem yrðu til að skekkja neysluval og stýra þannig fjármunum á milli atvinnugreina. Taldi hann frumvarpið byggja á vanmati á þeim tekjuauka sem leiddi af hertu eftirliti, útvíkkun skattsviðs og afnámi undanþága. Gagnrýndi hann að ekki skyldu lagðar fram meiri tölulegar upplýsingar með frumvarpinu. Páll Pétursson, Framsóknarflokki, sagði marga kosti en einnig marga galla við frumvarpið. Lagði hann áherslu á að þingmenn skoðuðu það með opnum huga. Söluskattskerfið væri orðið ónýtt. Vildi hann lögfesta -frumvarpið ef næðist að sníða af því vankanta. Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna- lista, sagði enga sönnun fyrir því að erfiðara yrði að svíkja undan virðis- aukaskatti en söluskatti. Stærsta gallann við virðisaukaskattinn sagði hún að hann legðist á ýmsar neyslu- vörur sem áður hefðu verið undan- þegnar söluskatti. Hliðarráðstafanir ekki tryggðar Hún taldi málið þurfa verulega umfjöllun og ítarlegan tíma. Kvennalistinn gæti ekki stutt þetta frumvarp í núverandi mynd. Um væri að ræða aukinn skatt á lág- launafólk og einstaklinga. Hliðar- ráðstafanir væru engan veginn tryggðar. Taldi hún fjölgun um 35 menn í skattheimtu fullvel geta nýst til að endurbæta söluskattskerfið. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra taldi afstöðu Alþýðuflokksins í skattamálum orðna hina kynleg- ustu. Á flokksþingi í haust hefði Alþýðuflokkurinn ályktað að taka bæri upp virðisaukaskatt en nú í desember væri mælt með söluskatti. Hann sagði að í stjómarsáttmála ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen, sem Alþýðubandalagið hefði átt að- ild að, hefði verið sagt að athugað verði að taka upp skatt með virðis- aukasniði. Fjármálaráðherrann Ragnar Amalds hefði hafið starfið með því að fela sérstakri nefnd að semja frumvarp um virðisaukaskatt. Fjögurra manna fjölskylda betur sett Um hliðarráðstafanir kvaðst Þor- steinn vilja ná sem víðtækastri samstöðu, þar á meðal með viðræð- um við stjómarandstöðuna. Sagði hann unnt með hliðarráðstöfunum að haga málum þannig að fjögurra manna fyilskylda yrði heldur betur sett en í núverandi kerfi. Því yrði ekki sagt að þessi skattkerfisbreyt- ing væri gegn fólkinu í landinu. Kvaðst Þorsteinn fus til að láta á það reyna hvort um þetta mál gæti náðst víðtæk samstaða. Menn ættu að takast á við þetta verkefhi af fullri alvöm ó þessu þingi. -KMU Hafskipsmálið eftir áramót; „Ekki ki - segir ríkissaksóknari Ríkissaksóknaraembættið rnvrn ekki afgreiða Hafskipsmálið frá sér fyrr en eftir áramótin en búist er við að upp úr því verði málið af- greitt fljótlega. „Þetta er alls ekki óeðlilegur dráttur á málinu hjá okkur miðað við umfang þess, aðrar annir hjó embættinu og þann mannafla sem við höfum yfir að ráða,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari í samtali við DV er við inntum hann frétta af málinu. Eins og kunnugt er af fréttum lauk rannsókn Hafekipsmálsins hjá RLR í haust og er nú liðið hátt á þriðja mánuð síðan máls- gögn voru send embætti ríkis- saksóknara. -FRI Listi Alþyðu- á Vesturiandi Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi hefúr samþykkt framboðslista flokksins til alþingiskosninganna á næsta vori. Listinn verður þann- ig skipaður: 1. Skúli Alexandersson alþingis- maður, Hellissandi. 2. Gunnlaugur Haraldsson for- stöðumaður, Akranesi. 3. Ólöf Hildur Jónsdóttir banka- maður, Grundarfirði. 4. Ríkharð Brynjólfeson kennari, Hvanneyri. 5. Þorbjörg Skúladóttir háskóla- nemi, Akranesi. -KMU Tónlistarmennirnir Megas, Ragnhildur Gísladóttir og Bubbi Morthens voru meðal þeirra sem skemmtu á útifundi Amnesty-samtakanna á Lækjartorgi í gær, á mannréttindadegi Sameinuðu þjóöanna. Þar var vakin athygli á baráttu Amnesty fyrir verndun mannréttinda. -KMU/DV-mynd GVA Neytendasamtökin hyggjast kæra Framleiðnisjóð Neytendasamtökin eru með það til athugunar að kæra Framleiðnisjóð landbúnaðarins fyrir misnotkun á op- inberu fé. Hér er um það að ræða að meðal fimm skilyrða sem Framleiðni- sjóður setti íseggsmönnum fyrir því að gangast í ábyrgð fyrir 50 milljón króna láni eru tvö skilyrði sem fela í sér grófa tilraun til að þvinga eggja- og kjúklingaffamleiðendur til að óska eftir ffamleiðslustjómun (kvóta). Neytendasamtökin segjast mótmæla því harðlega að opinbert fé sé notað í þessu skyni og telja að sjóðurinn hafi farið út fyrir þann lagaramma sem honum ber að starfa innan, með því að setja þessi skilyrði. Telja samtökin að sjóðurinn hafi ekkert vald til að knýja á um þetta mól. Þá munu Neytendasamtökin vera að endurskoða þá afstöðu sína að vera andvíg innflutningi á landbúnaðar- vörum, sem þau hafa verið andvíg til þessa ef einokunarsjónarmiðin verða ofan á. -S.dór Akureyringar stilla á nýja stöð Sýnt verður efni ffá Stöð 2. Eftir ávarpið verður þátturinn Allt er þá þrennt er, þá íslenski þátturinn Sviðs- ljós, síðan sakamálaþátturinn Miami Wise og loks kvikmyndin Diner. Útsending verður ótrufluð. Þeir sem ætla að horfa á stöðina verða að stilla á rás 12 á sjónvarpstækjum sínum. lón G. Hauksson, DV, Akureyri: Akureyringar munu í kvöld stilla ó nýja stöð á sjónvarpstækjum sínum. Eyfirska sjónvarpsfélagið hefur út- sendingar kl. 20.00 með ávarpi sjón- varpsstjórans Bjama Hafþórs Helgasonar. Mikil krapaflóð í Hrafnkelsdal: Fjölskylda flúði út í vörubfl Fjölskyldan á Aðalbóli í Hrafii- kelsdal flúði úr bænum í gærdag vegna miklla krapaflóða í fjallinu fyrir ofan bæinn. Hafðist fjölskyldan við í vörubíl skammt frá bænum meðan á mestu flóðunum stóð. Einn ábúendanna á • bænum, Kristrún Pálsdóttir, sagði í samtali við DV að krapaflóðin hefðu hafist í framhaldi af mikilli úrkomu á þess- um slóðum. Allir lækir úr fjallinu, sem bærinn stendur við, stífluðust og er stíflumar bmstu komu spýjur úr þeim hver á fætur annarri. Ein þeirra hreif með sér dróttarvél og heyvinnslutæki og skemmdi þau og önnur gerði gat á hlöðu fjárhússins við bæinn. „Móðir mín og tveir synir ákváðu að koma sér af bænum meðan á þess- um ósköpum stóð enda voru þessi krapaflóð líkust snjóflóðum að sjá,“ sagði Kristrún. I máli hennar kom fram að undir kvöldið hefði dregið úr flóðunum og þá hefði fjölskyldan farið aftur inn í bæinn. Svona krapaflóð vom einn- ig í nágrenni næsta bæjar, Vað- brekku, en þar slapp fólk betur og þurfti ekki að flýja hús sín. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.