Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. íþróttir DV Haukamir komu mjög á óvart - er þeir sigruðu KR-inga, 19-24 Benfica er enn ósigrað Benfica er nú komið með tveggja stiga forystu í portúgölsku 1. deild- inni. Eftir 13 umferðir hefur liðið ekki enn tapað leik, aðeins gert þrjú jafntefli. Um síðustu heigi sigraði Benfica Belenense, 2-0, og skoraði Rui Aguas bæði mörkin. Femando Comes skoraði þrennu þegar meistarar Porto sigfuðu Maritimo, 4-1. Sporting Lássabon er í 4. sæti með 18 stig. -SMJ / Hver verður •Stefán Sigurðsson matsveinn afhendir Hauki verðlaun sem Brauðbær/ Óð- insvé gaf íþróttamanni ársins hjá fötluðum. DV-mynd S • Kalli Feldkamp. Feldkamptil Frankfurt Þjálfari Bayer Uerdingen Karl Feldkamp var í gær ráðinn þjálfari hjá Eintracht Frankfurt og tekur hann við liðinu þegar keppnis- tímabilinu lýkur í vor. Eins og fram heftir komið í DV var Emst Köppel ráðinn þjálfari Uerdingen í síðustu viku en hann tekur við liðinu þegar Feldkamp hættir en Köppel var áður aðstoð- arþjálfari vestur-þýska landsliðs- ins. -JKS Haukar unnu sinn annan sigur í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi er þeir lögðu KR-inga að velli, 24-19, eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 9-11. Leikur liðanna var lítið augnayndi en þó kom Haukaliðið vemlega á óvart og sýndi á köflum skemmtileg tilþrif. Skæðastir í liði Hauka vom þeir Sigurjón Sigurðsson, sem skoraði 10/4 mörk, og Pétur Guðnason sem skoraði 6 mörk. Þá áttu þeir Jón Öm Stefánsson og Gunnar Einarsson (15 skot) mjög góðan leik. KR-ingar vom afspymuslakir og ekki hægt að nefiia einn einasta leik- mann öðrum fremur. Konráð Ólafsson skoraði mest eða 6 mörk og Hans Guðmundsson 4 mörk. Leikinn dæmdu þeir Bjöm Jóhanns- son og Sigurður Baldursson og hafa oftast dæmt betur. -SK Haukur bestur fatlaðra Iþróttasamband fatlaðra hefur út- nefiit Hauk Gunnarsson íþróttamann ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna árið 1986. Haukur, sem keppir í flokki spastískra, er mjög fjölhæfur íþrótta- maður en hann hefur náð bestum árangri í fijálsum íþróttum, einkum spretthlaupum og langstökki. Haukur, sem er tvítugur að aldri, hefur verið í stöðugri ffamför að undanfömu. Hann vann til verðlauna á ólympíuleikum fatlaðra 1985 og einnig síðastliðið sumar á heimsleikum fatlaðra sem haldnir voru í Svíþjóð. -SMJ • Páll Björgvinsson skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna gegn Val í Höllinni í gærkvölc Stefáni Halldórssyni og Þorbimi Guðmundssyni og skömmu síðar lá knötturinn í netii Mikil spenna er i og Valur deildu - Mikill dairaðardans á lokamínútunum „Það hefur nokkuð oft komið fyrir hjá okkur í vetur að okkur hefur ekki tekist að halda haus til leiksloka og klára leik- ina,“ sagði Páll Björgvinsson, þjálfari og leikmaður Stjömunnar, eftir að Valur og Stjaman höfðu gert jafntefli, 22-22, í hörkuspennandi leik í Höllinni í gær- kvöldi. Eftir að staðan hafði verið 4-4 eftir nokkrar mínútur tóku Stjömumenn með Gylfa Birgisson í broddi fylkingar foryst- una og héldu henni en staðan í leikhléi var 9-11. Síðari hálfleikur var æsispenn- andi og oftast hafði Stjaman eitt eða tvö mörk yfir. Það var ekki fyrr en staðan var 17-17 að Valsmönnum tókst að jafiia metin og eftir það var jafiit á öllum tölum. Staðan var 22-22 þegar þrjár mínútur vom til leiksloka og mikið gekk á í lok- in. Þegar ein mínúta og sextán sekúndur vom eftir var dæmd leiktöf og Páli Björg- vinssyni vikið af leikvelli í tvær mínútur og var það snarvitlaus dómur. Júlíus Jón- asson skaut síðan ffamhjá Stjömumark- inu þegar 32 sekúndur vom eftir. Litlu munaði síðan að Gylfa Birgissyni tækist að tryggja Stjömunni sigurinn þegar 5 sekúndur vom eftir en skot hans af lín- unni úr erfiðri aðstöðu fór rétt ffamhjá. Homamennimir Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson vom langbestir í liði Vals en þeir skomðu 14 mörk samtals. íþróttamaður ársins 1986? Fram brotnaði loks - Þróttur sigraði Fram örugglega í blakinu, 3-0 Eins og undanfarin ár verður íþróttamaður ársins valinn af Samtökum íþróttafréttamanna og verður greint frá úrslitum í hófi á Hótel Loftleiðum 9. janúar. DV býður nú lesendum sínum til getraunar í tengslum við kjör íþróttamanns ársins. Þeir sem áhuga hafa á að vera með eiga að raða nöfrium fimm íþróttamanna í sæti frá eitt til fimm. í blaðinu á morgun og næstu daga verða birt- ir þátttökuseðlar en skilafrestur er til 2. janúar. Dregið verður úr réttum seðlum þann 10. janúar og fimm bækur tengdar íþróttum verða í verðlaun. Það er því til mikils að vinna og um að gera að drífa sig í að fylla út þátttöku- seðlana. Þróttur jók á forskot sitt á íslands- mótinu í blaki karla með 3-0 sigri yfir Fram, næstefsta liðinu, í Hagaskóla í gærkvöldi. Bendir ekkert til annars en að Þróttur haldi meistaratitlinum sjöunda árið í röð. Fyrstu hrinu tóku Þróttarar með erfiðismunum naumlega 16-14 á 29 mínútum. Munurinn var meiri í ann- arri hrinu, 15 -10, en í þeirri þriðju brotnaði Fram-liðið loks, eftir sex sig- urleiki í röð, og Þróttur sigraði 15-5. Frömurum gekk illa að hemja vel skipulagða sókn Þróttara, sem Leifur Harðarson stýrði af sinni alkunnu snilld. Óvænt úrslit urðu í Kópavogi. Þar steinlá ÍS fyrir HK. Kópavogspiltamir bökuðu Stúd- enta, 15-5, í fyrstu hrinu á 10 mínútum. Liðin sneru aðeins einn hring. fS-menn sýndu nýtt andlit í annarri. Úr 32 mínútna baráttuhrinu fóru HK-menn með sigur af hólmi. „Stúdentar misstu móðinn þegar þeir náðu ekki að vinna aðra hrinu,“ sagði HK-maðurinn Albert H.N. Valdimarsson en þriðju hrinu tók HK, 15-6. Stóri-Bói blokkaður „ÍS-liðið var ekki lélegt. HK-menn blokkuðu þá bara alveg, blokkuðu Stóra-Bóa alveg niður. HK-liðið náði virkilega vel saman," sagði Albert stoltur. Kjartan Busk var sterkastur HK- manna en hjá ÍS var Þorvarður Sigfusson, Stóri-Bói, mest ógnandi þrátt fyrir hávömina. Á Laugarvatni mættust HSK og Víkingur. „Við komumst í 9-2 í fyrstu hrinu en síðan ekki söguna meir,“ sagði Torfi Rúnar Kristjánsson, þjálfari Skarphéðinsmanna, og var heldur daufur í dálkinn. Víkingar sigmðu nefhilega 3-0; 15-10, 15-6 og 15-7. Línur em famar að skerpast á mót- inu. Þróttur trónir á toppnum með 14 stig eftir 7 leiki. Fram og Víkingur koma næst með 12 stig, bæði eftir 8 leiki. HK er í fjórða sæti með 8 stig eftir 7 leiki. fS hefur einnig 8 stig en eftir 8 leiki. Önnur lið virðast ekki ætla að blanda sér í baráttuna um að komast í fjögurra liða úrslitakeppnina, sem hefst í febrúarlok. -KMU aciidas adidas SNYRTIVORUR SPORTMANNSINS Fást í helstu snyrtivöruverslunum •Hart barist i leik Þróttar og Fram i blakleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.